Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
11
Sigmundur
Brestisson
med rif ið
íEyjum
FÆREYSKA loðnu
skipið Sigmundur Brest-
isson frá Vestmanna
sigldi frá Vestmannaeyj-
um í gær eftir sðlar-
hrings dvöl, en nðt
Brestisverja rifnaði illa í
kasti á miðunum við
Ingðlfshöfða aðfararnðtt
sunnudags.
Var Sig-
mundur þá að kasta f
fyrsta sinn í öðrum túr
sínum á íslandsmið, en I
fyrri túrnum fengu þeir
780 tonn. Loðnuskipin
færeysku landa flest í
Fuglafirði en þar er nú
viku löndunarbið.
Sigurgeir fréttaritari
Mbl. í Eyjum ræddi við
Leiv Olsen skipstjóra á
Sigmundi Brestissyni í
gær. Leivur sagði að þeir
hefðu verið 19 tíma á
miðin frá Færeyjum, en Sigmundur Brestisson i Fridarhöfninni i Eyjum. Helgafell i fjarska.
Leivur skipstjóri á Sigmundur Brestissyni, til hægri, með föður
sfnum Edvin Olsen, kokki á Sigmundi. Ljósmyndir Mbi. siBurpidr.
fyrir kg í fyrsta túrnum
fengu þeir 43 aura fær-
eyska eða 13 kr. 76 aura
ísl., en hins vegar kvað
Leivur sennilegt að
verðið yrði lægra eftir
þennan túr, eða 38 aurar
færeyskir, sem eru jafn-
virði 12 kr. og 16 aura fsl.
Þegar fréttamaður
Mbl. kom í brú Sigmund-
ar, var Leivur þar ásamt
föður sínum, Eldvin, en
hann er kokkur á skip-
inu. Sá hafði oft áður
komið til Vestmannaeyja
á skútum fyrrum, en
Leivur hafði einu sinni
áður komið þangað á
Vestmanna 2.
17 karlar eru á Sig-
mundi, en skipið er að
mestu gert út á nótaveiði,
síld, makríl óg kolmunna.
Þeir fóru á loónu-
veiðarnar af kolmunna-
veiðum, en þar höfðu
þeir fengið 600 tonn á
rúmum tveimur mánuð-
um. Fyrir kg af kol-
munna fengu þeir 40
aura færeyska.
Leivur sagðist telja að
þeir kæmust í 3—4 túra
alls á loðnuveiðunum
áður en kvótinn, 25 þús.
tonn, fylltist.
Loðnan sem færeysku
skipin veiða fer öll i
bræðslu.
Fellahellir
helgaður
baráttu gegn
reykingum
FELLAIIELLIR, dagskrárblað
samnefndrar félagsmiðstöðvar
Æskulýðsráðs Reykjavfkur I
Breiðholtshverfi er komin út.
Er hér um að ræða 1. tölublað
fjórða árgangs, og er blaðið að
þessu sinni helgað baráttunni
gegn reykingum.
Sem kunnugt er hefur
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
gengist fyrir umfangsmiklu
fræðslustarfi I skólum um skað-
semi reykinga að undanförnu. í
blaðinu greinir forstöðumaður
Fellahellis, Valur St. Þórarins-
son, frá margvíslegu fræðslu-
starfi um skaðsemi reykinga,
sem farið hefur fram innan
veggja Fellahellis og segir m.a.:
„í .nóvember sl. gekkst hópur
unglinga fyrir dagskrá um
skaðsemi reykinga. Á þessum
fundi samþykktu allir viðstadd-
ir, um 200 unglingar, að reyk-
ingar skyldu bannaðar í Fella-
helli nema i anddyri. Þetta
sama kvöld mynduðu 16 ung-
lingar starfshóp með það að
markmiði að hætta að reykja.
Strax á fyrsta fundi-þessa hóps
var tekin ákvörðun um að setja
markmiðið hærra. Undirbún-
ingur að fræðslusýningu um
skaðsemi reykinga hófst jafn-
framt því sem haldið var uppi
stöðugum áróðri gegn reyking-
um.“
Þá gerir Valur að umtalsefni
árangur þess starfs, sem ung-
lingarnir I Fellahelli hafa unn-
ið og segir að tvennt beri þar
hæst. 1 fyrsta lagi sýningu sem
nú hangi uppi I kaffiterlu
Fellahellis og I öðru lagi sí-
stækkandi hóp unglinga sem
minnkað hafi reykingar til
muna eða hætt alveg. Að slð-
ustu segir Valur: „Én þessi bar-
átta er til einskis án stuðnings
heimilanna. Reyklaus Fella-
hellir er ekki allt. Reyklaus
heimili og reyklaust land er
markmiðið. Starfshópurinn
hefur tekið saman efni þessa
tölublaðs Fellahellis í trausti
þess að það opni augu ein-
hverra og hVetji þá til umhugs-
unar um þessi mál.“ Blaðinu
Fellahelli var dreift i allar
ibúðir i Breiðholti III um sið-
ustu helgi.
Er Óðalsosturinn
þinn holóttur?
Ef ekki, þá er eitthvað að.
Óðalsostur er nefni- Og hefur þú
lega íslenska afbrigðið af nokkurntíma heyrt um
hinum fræga svissneska nokkuð jafn holótt og
Emmenthaler osti. svissneskan ost?