Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 13 Háskólakórinn Háskólakórinn sveiflu. Textaframburóur er alveg sérstaklega skýr og góöur og má þar glöggt merkja fag- mannslegt handbragð stjórn- andans. Jafnvægi er í flestum tilvikum gott-milli radda, og meðferðin á viðfangsefnunum bæði músíkölsk og kúltiveruð. Að vísu virtist gæta nokkurrar þreytu í söng kórsins í upphafi, sem raunar hvarf er á leið, og konsertinn var í heild vel- heppnaður og skemmtilegur. Ekki er ástæða til að minnast á eitt lagið öðru fremur í þessum pistli. Sami gæðastimpillinn var á þeim öllum hvað viðkem- ur söng kórsins. Undirritaður hefur ekki heyrt Háskóla- kórinn betri i annan tima. Sem fyrr segir er kórinn á förum til Skotlands innan skamms. Héðan fylgja honum bestu ósk- ir um ánægjulega og árangurs- rika för. Félagsstofnun stúdenta 21. febr. 1977. Flytjendur: Iláskólakórinn. Stjórnandi: Rut L. Magnússon. Efnisskrá: Flutt voru fslensk og erlend lög, eftir ýmsa höf- unda. — Háskólakórinn hélt tónleika í Félagsstofnun stúdenta á mánudagskvöldið og söng íslensk og erlend lög eftir ýmsa höfunda. Kórinn er senn á för- um til Skotlands og mun syngja þar á nokkrum stöðum. Þunga- miðja efnisskrárinnar voru islensk kórverk eftir þá Róbert A. Ottósson, Gunnar Reyni Sveinsson, Atla Heimi Sveins- son og Jón Ásgeirsson, en auk þess erlend þjóðlög, negrasálm- ar og íslensk þjöðlög I raddsetn- ingu Jóns, sem margar hverjar eru mjög góðar. Er skemmst frá þvi að segja, að framfarir kórs- Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON ins eru ótrúlega miklar á skömmum tima. Stjórnandinn, Rut L. Magnússon, hefur unnið gott starf og tekist að aga kórinn svo vel, að sérstök ánægja er á að hlýða. Hjá henni fer saman hæfni og kunnátta og árangurinn lætur ekki á sér standa, þegar jafn mikil alúð er lögð í æfingar og að undan- förnu. Hljómur kórsins er fágaður og blæbrigðaríkur og býr yfir þó nokkri dynamiskri Eftirminnilegir tónleikar: Messiaen-tónleikar Kammersveitar Rvíkur Þegar flestir borgarbúa nutu góða' veðursins s.l. sunnudag uppi til fjalla, komu nokkrir tónlistarunnendur saman í Bú- staðakirkju til að hlýða á frum- flutning hérlendis á „Kvartett um endalok t(mans“ eftir Olivier Messiaen. Óþarft er að fara orðum um þetta verk, þar sem grein um það birtist hér í blaðinu eftir undirritaðan s.l. laugardag. Þótt þeir, sem tón- leikana sóttu, hafi misst af hollri útivist i góða veðrinu i eina klukkustund eða svo, urðu þeir ekki siður aðnjótandi þess, þ.e.a.s. hinna listrænu áhrifa þess innan kirkjudyra, þvi að geislar sólarinnar myndurðu fagran bakgrunn fyrir flutning þessa merkilega verks með alis kyns litaspili á veggjum og alt- ari kirkjunnar. Flutningur verksins var framúrskarandi góður. Þorkell Sigurbjörnsson reyndist hinn öruggi, alhliða tónlistarmaður, sem lék af skilningi tónskálds- ins allar tæknilegar og ritmísk- ar þrautir þessa þrælerfiða verks og af talsverðum tilþrif- um og fallegum blæbrigðum píanþleikarans. Gunnar Egilson sýndi hér á sér fleiri hliðar en við höfum kynnst hjá honum áður. í hinu níðþunga „Hyldýpi fuglanna“ fyrir ein- leiksklarínett kom skýrt í ljós vald Gunnars yfir hljóðfæri sínu. Eftirminnileg eru mikil blæbrigði alls konar, langir tón- ar úr svo veikum styrkleika að nánast voru óheyranlegir yfir í mesta styrkleika, sem hljóðfær- ið býr yfir, og tónhendingar í löngum stökkum endurteknar í mismunandi styrkleika. í ,,Lof- Tónllst eftir HALLDÓR HARALDSSON söng til eilifðar Jesú“ kynnt- umst við afbragðs góðum leik hinnar bandarísku Ninu Flyer, cellóleikara. Hún nær fallegum tón úr hljóðfæri sínu, bæði fín- legum en um leið gæddum mik- illi festu og öryggi. í þessum þætti fær cellóleikarinn tæki- færi til að sýna blæbrigði i tón- myndun og mismunandi styrk- leika, en allt þetta notaði Nina sér til hins ýtrasta ásamt lif- andi meðferð, sem verður til á augnabliki túlkunarinnar. Sams konar tækifæri fékk Rut Ingólfsdóttir í lokaþættinum, „Lofsöng til ódauðleika Jesú“. Hér sýndi Rut frábæra með- ferð, tónmyndun hennar og mótun langra tónhendinga var hér bæði fíngerð, en um leið þrungin spennu og festu. Þessi lokaþáttur er eins konar mót- partur einleiksþáttarins fyrir celló og blönduðust þessir eigin leikar Rutar þyi mjög vel leik Ninu Flyer. Fór leikur þeirra oft mjög vel saman, t.d. I 2. þætti. í 6. þætti reyndi sérstak- lega á samleik allra hljóðfær- anna, þar sem þau leika sömu laglínuna mjög hratt i afar flóknu hljóðfalli. En allt slikt hljómar svo eðlilega í verkum Messiaens, að áheyrandinn ger- ir sér vart grein fyrir, hve erfið- ir þessir kaflar eru. Allar þess- ar þrautir vinnast ekki nema með mikilli vinnu og var aðdá- anlegt að heyra, hve vel þeim tókst að valda þessum þáttum, því að allt er þetta fólk hlaðið öðrum tónlistarstörfum og lítill tími til æfinga. En það sem mest var um vert á sunnudag var, að þá gerðist það, sem mik- il æfing ein getur þó aldrei tryggt — það myndaðist hið „rétta andrúmsloft", stemning, sem gerði þessa stund ógleym- anlega. Verðugt lófaklapp í lok tónleikanna virkaði þvi heldur annarlega. Við áheyrn þessa verks komu berlega i ljós yfirburðir Mess- ianes sem tónskálds, þegar haft er I huga ýmislegt annað i heimi samtiðartónlista. Hér heyrum við ýmsum áhrifa- meðulum beitt, en á slikan hátt, að þau verða eðlilegur hluti af heildinni og gefa henni vissan ferskleika. Hér fer saman þekk- ing, kunnátta, reynsla og inn- blástur, þannig að hvert einasta augnablik verksins heldur at- hygli hlustandans vakandi. Þar að auki gefur þessi tónlist áheyrandanum þetta „eitt- hvað“, sem vantar svo tilfinn- anlega í mörg verk nú á dögum. Vegna allra þeirra, sem misstu af þessum tónleikum, sem sannarlega má nefna list- viðburð — þeir standa hrein- lega upp úr sem eftirminnileg- ustu tónleikar hér i seinni tið — vil ég skora á hina ágætu flytjendur og Kammersveit Reykjavíkur að endurtaka þetta merka verk við fyrsta tækifæri, þ.e. nú i vor. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Aðalfundur álykt- ar vegna álversins 1 Straumsvík Á AÐALFUNDI Náttúruverndar- félags Suðvesturlands sem haldinn var 16. þ.m. I Norræna húsinu vo'ru eftirfarandi ályktan- ir og greinargerð samþykkt: Alyktanir 1) Fundurinn telur efndir um varnir gegn mengun frá álverinu i Straumsvík og frágang þar yfir- leitt óþolandi ástand og raunar vítavert gáleysi og svik á marg- gefnum fyrirheitum ISALs. 2) Fundurinn álitur allar umræður og hugsanlegar ákvarðanir um stækkun álversins I Straumsvik ótimabærar meðan ekki er staðið við gefin fyrirheit um varnir gegn mengun og um hreinlæti á núverandi stigi fram- leiðslunnar. 3) Fundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við heilbrigðisyfirvöld í Hafnarfirði í þessu máli, sem vissulega skiptir Hafnfirðinga miklu, starfsfólkið i álverinu og einnig aðra Suðurnesjabúa og þjóðina alla I ljósi hugsanlegrar framvindu svonefndrar stóriðju i landinu. 4) Fundurinn beinir því til landsmanna, ráðamanna sem ann- arra, að fara sér hægt i þessum efnum og kynna sér vel af eigin raun álverið í Straumsvik og um- hverfi þess áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar framkvæmd- ir úti um landið. Greinargerð Ljóst er að áhrifa flúors frá Álverinu í Straúmsvik á um- hverfið gætir í auknum mæli og meir en gert var ráð fyrir. Gildir þetta einkum fyrir mosa, tré og skepnur í næsta nágrenni við verksmiðjuna og fyrir tré í nær- liggjandi byggðarlögum eins og Hafnarfirði og allt til Reykjavik- ur. Hreinlæti innanhúss og við álverið er einnig mjög ábótavant m.a. vegna ryks frá verinu sjálfu og frá uppskipun á hráefni. Stafar þetta af þvi að útbúnað skortir til að hefta útbreiðslu ryksins (kerbrot, álgjall, sót, súrál). Ef ekki er unnt að standa betur að vörnum gegn mengun í Straumsvík en raun ber vitni, þá er það lágmarkskrafa að látið sé af marklausum loforðum þar um og það viðurkennt af viðkomandi aðilum. Sé aftur unnt að bæta úr með mengunina þá má ekki lengur þar við sitja. Heilbrigðis- yfirvöld í Hafnarfirði hafa á undanförnum árum hvað eftir annað áréttað þessi sjónarmið, og Framhald á bls 30 NÝTT og vistlegt bakarf var opnað f Suðurveri f siðustu viku og heitir það Bakarameistarinn. Það eru þeir Sigurþór Sigurjónsson og Jóhann- es Björnsson sem reka þetta fyrirtæki, en báðir hafa þeir áður verið með slfkan rekstur, Sigþór með Laugarásbakarf og Jóhannes með bakarfið að Álfheimum 6 ásamt örðum. Á boðstólnum verða aliar hugsanlegar og óhugsanlegar köku- og brauðtegundir eins og Sigþór orðaði það f rabbi við Morgunblaðið. Myndin er af Sigþóri (t.v.) og Jóhannesi í nýja bakarfinu. Háskólafyrirlestur. Ulla Petterson félagsfra^ingur við háskólann i Stokkhólmi flytur opinberan fyrirlestur í stofu 201, Árnagarði fimmtudaginn 24. febrúar klukkan 20.30 eh. Fyrirlesturinn nefnist: „AKTUELLA UTVECKLINGSTRENDRE INOM SVENSK SOCIALPOLITIK/* Ailir veikomnir Félagsvísindadeild Háskóla islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.