Morgunblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Iviðtali því, sem Mbl. birti sl. laugardag við Erlend Einarsson forstjðra Sambands fslenzkra sam- vinnufélaga, fjallaði hann m.a. um afkomu smásölu- verzlunar og þá sérstak- lega í dreifbýlinu og sagði: „Mér þykir rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd, að ekki er rekstrargrund- völlur fyrir verzlun með nauðsynjavöru í dreifbýli eins og nú er komið. I þessu sambandi má minna á, að 17 kaupfélög voru á árinu 1975 rekin með halla. Samtals nam þessi halli 89 milljónum króna. Þessi halli hefði orðið meiri, ef ekki hefðu komið til endurgreiðslur frá Sam- bandinu. Til þess að fá rétta mynd ber að hafa f huga, að eitt kaupfélag- anna, sem er meðal þess- ara hallareknu félaga stóð í miklum framkvæmdum í sjávarútvegi og nam halli þess 32 milljónum króna. Samtals voru endurgreiðsl- ur Sambandsins fyrir árið 1975 147,5 milljónir króna“. Forstjóri Sambands fslenzkra samvinnufélaga tekur með þessum orðum undir þau viðhorf, sem fram hafa komið hvað eftir annað hjá forsvarsmönn- um einkaverzlunar, sem í fjöldamörg ár hafa barizt fyrir því, að núverandi verðlagskerfi yrði stokkað upp og nýrri skipan komið á í verðlagningarmálum verzlunarinnar. Að vísu talar Erlendur Einarsson fyrst og fremst um smá- söluverzlunina í dreifbýl- inu, enda hafa samvinnu- menn mesta reynslu af verzlun á landsbyggðinni, en það fer ekki á milli mála, að verðlagsákvæðin hafa einnig komið óþyrmi- lega við einkaverzlunina í þéttbýlinu eins og tals- menn verzlunarstéttarinn- ar hafa margsinnis bent á. Það má því segja, að um samstöðu sé að ræða milli einkaverzlunar og sam- vinnuverzlunar f afstöð- unni til núgildandi reglna um verðlagningu. Þessar reglur eru fyrir löngu úreltar en þeim hef- ur verið haldið svo lengi sem raun ber vitni um vegna tortryggni af hálfu launþegasamtaka í garð verzlunarstéttarinnar og pólitfsks ótta við að fram- kvæma nauðsynlegar breytingar. Einkaverzlun- in hefur hins vegar með ýmsum hætti dregið úr þessari tortryggni á undanförnum árum. Það hefur gerzt annars vegar með umfangsmiklu fræðslu- og upplýsinga- starfi, sem samtök verzlunarinnar hafa haldið uppi til þess að sýna fram á óhagkvæmni verð- lagningarákvæða. Tals- menn verzlunarinnar hafa t.d. margsinnis vakið at- hygli á því, að þau verð- lagsákvæði, sem nú eru í gildi stuðla að óhagkvæm- um innkaupum. Þegar um er að ræða prósentuálagn- ingu eins og þá, sem tfðk- azt hefur hér um langt skeið, er kaupmanninum raunverulega refsað fyrir að gera hagkvæm innkaup og það hlýtur að draga úr áhuga hans á þvf að ná sem hagkvæmustum kjörum. Hins vegar hefur svo einkaverzlunin sjálf dreg- ið úr þessari tortryggni launþegasamtaka á þann hátt að verðsamkeppni, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, hefur aukizt stór- kostlega á undanförnum árum. Þannig hafa risið upp stórverzlanir, sem hafa lækkað verð á fjöl- mörgum matvörum og á síðum Morgunblaðsins t.d. sjást hvað eftir annað aug- lýsingar frá verzlunum, sem auglýsa mjög hagstætt verð á ýmsum nauðsynja- vörum. Þessi verðsam- keppni og þessi þróun hef- ur áreiðanlega sannfært marga, sem áður voru full- ir efasemda um, að verzl- unarstéttin mundi f raun og veru, ef frjáls álagning væri f gildi, leita hag- kvæmustu innkaupa og halda uppi harðri sam- keppni innbyrðis milli verzlana. Nú um langt skeið hefur verið unnið að undirbún- ingi nýrrar löggjafar um verðlagsmál og tvfmæla- laust má telja, að nú sé traustari grundvöllur en oft áður til þess að fram- kvæma slfkar breytingar af þeim ástæðum, sem raktar hafa verið hér að framan. Þess vegna er þess að vænta, að rfkisstjórnin leggi tillögur sfnar um nýja verðlagslöggjöf fyrir Alþingi það, sem nú situr, þannig að slfk löggjöf geti hlotið afgreiðslu á þessu þingi. Slík verðlagslöggjöf, sem stuðla mundi að frjáls- ari og heilbrigðari verzl- unarháttum og harðnandi samkeppni milli verzlun- araðila á mun fleiri svið- um en nú, er heldur ekki ómerkur þáttur f baráttu okkar. gegn verðbólgunni. Reynslan hefur nú þegar sýnt, að neytendur njóta góðs af slíkri samkeppni í lækkuðu vöruverði, þó á takmörkuðu sviði sé, enn sem komið er, og þess vegna ber að skoða nýja verðlagslöggjöf í því Ijósi, að hún yrði þáttur í því að stuðla að hagkvæmari inn- kaupum erlendis frá og hagkvæmara verðlagi fyrir neytendur innanlands. Ný verðlagslöggjöf — hag- stæð fyrir neytendur Ekki alls fyrir löngu var það tilkynnt í út- varpi, að verzlun ein hér í bæ hefði á boðstólum „mikið magn af“ ein- hverri vöru. Þulurinn leiðrétti þetta þó sam- stundis og sagði þá, að „mikið af“ vörunni væri til sölu. Framtak þessa manns og snarræði var að sönnu þakkar vert. Hins vegar hefur margt miklu verra en þetta sloppið óleið- rétt; enda verður naum- ast til þess ætlazt, að út- varpsþulir geti staðið í því að ala upp verzlunar- stéttina um leið og þeir lesa tilkynningar í hljóð- nemann. Þar þyrftu að koma til aðrar ráðstafan- ir, sem ekki skulu ræddar að sinni. Það leið heldur ekki á löngu, unz ríkisút- varpið, í nafni einhvers kaupsýslumanns, tók til að bjóða íslendingum „tveggja dyra“ bíla. Slíkir bílar, ef til væru, hefðu að líkindum „aðra dyrina" hægra megin og „hina dyrina“ vinstra megin. En vitaskuld eru þess konar tryllitæki ekki til, því eintöluorðið ,,dyr“ er ekki til í ís- lenzku máli, ekki fremur en „ein buxa“ eða „eitt skæri“. Hver sem er svo mál- haltur að geta ekki sagt „tvennra dyra bíll“ eða „fernra dyra bíll“, ætti þó að geta klöngrazt fram úr því að segja „bíll með tvennum dyrum“ og „bíll með fernum dyrum“, sem raunar færi betur á allan hátt. En sé hann svo heillum horfinn og skyni skroppinn, að hon- um séu einnig þær bjarg- ir bannaðar, á hann þess enn kost að segja blátt áfram „tveggja hurða bíll“ og „fjögurra hurða bíll“, þó víst sé það vesall íslendingur, sem leggur á flótta frá þeim yndis- lega vanda að tala ís- lenzku. En sá flótti virðist nú óðum að bresta í liði voru, og er fátt brýnna um sinn en að stöðva hann. Beztu orð málsins eru um flúin, ef beyging þeirra er ekki af óbrotn- asta tagi. Þess vegna eru orð sterkrar beygingar hvarvetna tekin að þoka fyrir orðum sem beygjast veikt; ær og kýr verða rolla og belja, hönd verð- ur lúka, og fingur verður putti. Sagnir fara sömu leið og nafnorð; ganga verður labba, og aka verður keyra. Þannig mætti lengi telja. Hér verður málið fyrir tvennu tjóni; fögur og rismikil orð týna tölunni, og hin, sem koma í skörð- in, glata stílgildi lágkúru sinnar fyrir notkun í ótíma. Er þá hitt ótalið, að á ýmsum algengum orðum eru beygingar stórlega afskræmdar; það er önnur saga. Og hörmulegt er að sjá í iljar blessuðum viðteng- ingarhættinum, þessari höfuðprýði tungunnar, sem nú er á hröðu undan- haldi. En í ríki hans er að brjótast til valda það óhrjálega skrímsli, sem nefnt er skildagatíð. Og enn ræður ferðinni sami vesaldómur, beygingar eru sniðgengnar. „Ég tryði því, ef hann segði það sjálfur" verður „Ég mundi trúa því, ef hann mundi segja það sjálfur“. Mundi, og síðan óbeygð- ur nafnháttur, sf og æ! Þessi bannsettur Mundi á að nokkru gengi sitt að þakka varhuga- verðri kennsluaðferð í beygingarfræði, þar sem hann hefur gerzt eins konar aðstoðarprestur fyrir altari viðtengingar- háttarins. En svo sannar- lega er Mundi þessi ætt- aður úr neðra, þó svo hann heiti fullu nafni séra Guðmundur. Víða mun að leita or- sakanna að ýmsum ófarn- aði móðurmálsins um sinn. Þar mun þó mestu valda að skólarnir anna ekki því uppeldishlut- verki, sem heimilin hafa varpað á herðar þeim. Þá skiptir ekki minnstu máli, að svo brýnt þykir að innræta íslenzkum börnum útlenzku, að ekki er í það horft að slá slöku við sjálfa þjóðtunguna. Einhvern tíma var syndin sögð af tvennum toga, verknaðarsynd og vanrækslusynd. Hvor- tveggja þessi synd er ótæpilega drýgð gegn ís- lenzkri tungu. Skólarnir eru látnir vanrækja móðurmálið, einmitt þeg- ar mest ríður á að „undir- staðan sé réttleg fund- in“. Síðan eiga spell- virkjar óvandan eftir- leik; og þar er ekki slegið slöku við. Oft heyrist kvartað réttilega undan hirðu- leysi blaðamanna um málfar, þó víst sé þar margur prýðilega verki farinn. Ilitt tekur þó út yfir, að þjóðtungunni sé misþyrmt í sjálfu ríkisút- varpinu, svo áhrifamikil sem sú stofnun er. Al- menningur ætti að mega treysta því, að málfar út- varps og sjónvarps sé jafnan til fyrirmyndar. Það varðar að sjálf- sögðu við lög að vinna spjöll á landi voru, hvort heldur spillt er nytjagæð- um þess eða náttúrufeg- urð. Hins vegar getur víst hver sem er unnið hvaða skemmdarverk sem vera skal á móður- málinu óátalið, enda þótt þar sé i húfi vor dýrmæt- asta eign. Líklega skiptir þar sköpum, að arður tung- unnar verður ekki met- inn jafnharðan til pen- inga. Þess vegna þykir ekki taka því að birta „svarta skýrslu" um skuggalegan hag hennar, enda lítil von til þess, að mark yrði á henni tekið. Helgi Hálfdánarson: Séragudmundarkyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.