Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 U.M.F. Skalla- grímur í Borg- arnesi 60 ára Ungmennafélagið Skallagrlm- ur f Borgarnesi varð 60 ára 3. desember sl. og verður afmælis- ins minnzt með sérstakri sam- komu i kvöld, öskudag, i sam- komuhúsinu I Borgarnesi. Félag- ið var stofnað 1916 og var fyrsti formaður þess Þórður Ólafsson en með honum 1 stjórn voru Björn Skúlason og Þórður Eyjólfsson. Arið 1925 gekk félag- ið f Ungmennasamband Borgar- Jötunn að losna á Laugalandi Akureyri, 22. febrúar NU cru taldar góðar horfur á að takast muni að losa jarðborinn Jötun í nótt, að því er starfsmcnn við horunina á Laugalandi upplýstu í kvöld. Þó vildu þeir ekki beinlínis gefa fyrirheit um árangur, en töldu Ifkurnar yfir- gnæfandi. Búið er að bora til botns utan með borstöngunum, en eftir að losa þær og ná þcim upp. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun verða liðnar þrjár vikur réttar sfðan borinn festist. Hvernig sem til tekst f nótt eða á morgun mun horholan að Ifkindum verða nýtanleg. Eftir að bornum hefur verið náð upp verður gert hlé á borun í einn eða tvo daga meðan holan verður mæld og farið verður yfir borstengur og önnur tæki með gegnumlýsingartækjum í leit að hugsanlegum brestum. Þessu verki er nauðsynlegt að Ijúka áður en tækin verða sett niður i holuna aftur til áframhaldandi borunar. Menn frá Siglingamála- stofnun ríkisins munu annast gegnumlýsingu tækjanna. Það hefur verið venja að hafa þennan hátt á eftir að lokið hefur verið við að bora hverja einstaka holu og árangurinn er sá að engin bor- stöng hefur brotnað í stóru borunum síðustu tvö árin. Sv.P. Enska * knatt- spyrnan Aston Villa í úrslitin ASTON VILLA tryggði sér rétt- inn til að leika I úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar gegn Everton 12. marz nk. er liðið sigr- aði Queens Park Rangers 3:0 í gærkveldi. Brian Little skoraði öll mörk Aston Villa og var varnarleikur QPR með afbrigðum slakur f þessum leik, sem þó fór fram á heimavelli liðsins. Er þetta f fimmta skipti, sem Aston Villa leikur f úrslitum þessarar keppni og hefur ekkert lið verið eins oft í úrslitunum. Sunderland, sem berst hatrammri baráttu á botni 1. deildarinnar, gerði sér lítið fyrir i gærkvöldi og sigraði West Bromwich Albion með 6 mörkum gegn 1. í sfðasta leik Sunderland, sem var á laugardaginn, skoraði liðið 4 mörk, svo eitthvað virðist vera að rofa til hjá liðinu. Tvö lið eru nú fyrir neðan Sunderland, Tottenham og West Ham, en bæði þau lið hafa leikið tveimur leik- um færra. í Skotlandi hélt Celtic áfram sigurgöngu sinni og vann Partick Thistle með 4 mörkum gegn 2 og hefur liðið nú 7 stiga forystu f úrvalsdeildinni skozku. fjarðar en félagið hefur á liðnum árum beitt sér fyrir margvfslegri menningarstarfsemi f Borgarnesi og einkum sinnt leiklistar- og fþróttamálum. Skallagrfmur stóð á árinu 1932 fyrir byggingu gamla samkomu- hússins f Borgarnesi og félagar Skallagríms stóðu fyrir byggingu fþróttavallar í Borgarnesi. Enn- fremur hafði félagið forgöngu um framkvæmdir við grasagarðinn f Borgarnesi — Skallagrfmsgarð. Núverandi stjórn Skallagríms skipa Einar Thorvaldsson, for- maður, og meðstjórnendur eru Sigþrúður Sigurðardóttir, Karitas Harðardóttir, Rúnar Viktorsson og Trausti Jóhannsson. — Saltpéturs- sýruverksmiðja Framhald af bls. 2 Fram kom hjá Runólfi að með tilkomu saltpéturssýruverksmiðj- unnar mætti fullnýta þann áfanga Áburðarverksmiðjunnar, sem reistur var 1972 til framleiðslu á blönduðum áburði. Köfnunarefni til saltpéturssýruframleiðslunnar yrði hins vegar að flytja inn þar til sú amoníakverksmiðja, sem rætt væri um að reisa, yrði byggð. Ódýrara væri þó að flytja köfnunarefnið inn í formi amonfaks heldur en í formi tilbú- ins áburðar eins og nú er gert. Sagði Runólfur að ef ákveðið yrði að byggja þessa saltpéturssýru- verksmiðju ykist saltpéturssýru- framleiðsla i landinu strax um 50% á ársgrundvelli og með henni mætti lækka framleiðslu- kostnað á innlendum áburði og einnig yrði íslendingar óháðari verði á áburðartegundum á er- lendum mörkuðum og innflutn- ingur á tilbúnum áburði yrði nær algjörlega úr sögunni næstu 10 til 15 árin. — Fullkomin hreinsitæki Framhald af bls. 32. tryggja bæði fjármagn f stækkun- ina og markað fyrir viðbótarfram- leiðsluna. Fram kemur ennfremur í fréttatilkynnngunni að af hálfu íslenzku fulltrúanna í viðræðun- um hafi þetta ekki verið talið brjóta í bága við gildandi samn- inga, enda yrði svo frá gengið, að engar breytingar yrðu á fram- kvæmd þeirra. Væri því væntan- lega unnt að samþykkja þessar fyrirætlanir, enda reyndist unnt að leysa hinar lagalegu hliðar málsins, en í tilkynningunni segir að um það atriði verði sérstaklega fjallað á fundi lögfræðinga beggja aðila í næsta mánuði. Ennfremur var á fundinum rætt um að teknar yrðu upp fljót- lega viðræður um hugsanlega byggingu þriðja kerskálans í Straumsvfk, er ljúka mætti um það leyti sem Hrauneyjafossvirkj- un yrði tekin f notkun á árinu 1981, en ekki var talið tfmabært að ræða þetta mál efnislega á fundinum, að þvf er segir í frétta- tilkynningu iðnaðarráðuneytis- ins. Morgunblaðið sneri sér til Jóhannesar Nordal, sem þátt tók í viðræðunum fyrir íslands hönd, og spurðist fyrir um það hvort ákveðið væri hvaða fyrirtæki Alusuisse hygðist reyna að semja við hlutdeild í Isal. Hann kvað svo ekki vera heldur væri verið að kanna fleiri en einn möguleika í þvf efni, en markmiðið með þessu væri að fá fyrirtæki til að gerast minnihlutaeigandi í ISAL gegn því að það vildi bæði leggja til fjármagn í stækkunina og taka við verulegum hluta framleiðsl- unnar. — Uppreisn í her Amins Framhald af bls. 1. af Uganda og tveggja Ugandaráð- herra. I Washington fordæmdi utan- ríkismálanefnd öldungadeildar Bandarfkjaþings Ugandastjórn harðlega í kjölfar dauða erki- biskupsins og ráðherranna. Nefndin skoraði á önnur ríki að stöðva vopnasendingar til Uganda og hvatti til rannsóknar á vegum SÞ á dauða mannanna. í Nairobi bað Burgess Carr, aðalritari alafriska kirkjuráðsins (AACC), Amin forseta um leyfi til þess að lík erkibiskupsins og ráðherranna yrðu grafin upp og að erlendir sérfræðingar rannsök- uðu þau. William Tolbert Líberíuforseti sagði f skeyti til Amins að ná- kvæm rannsókn væri nauðsynleg til að eyða „kvíða heimsins" vegna dauða dr. Luxum erkibisk- ups. — Eins og . . . Framhald af bls. 32. fjalla um íþróttakeppni, en ekki atvinnugrein. Ég veit ekki hvaða hugarfarsbreytingu þess- ar fréttir geta haft á menn, en vona þó að hver og einn hafi vit á að sjá fótum sfnum forráð og láti ekki glepjast af þessu kapp- hlaupi. — Ef einn bátur fer á sjó og fær góðan afla fara fjölmiðlar af stað, en það er ekki skrifað um það ef sami bátur fær varla bein úr sjó næstu tvo mánuði á eftir. Ég er ekki i neinni keppni, hef aldrei verið og ætla mér aldrei að taka þátt í svona látum og mér finnst allur þessi fréttaflutningur fyrir neðan allar hellur. Það er endalaust hamrað á þvi hvaða skip eru með mestan afla og býsnast yfir tekjum sjómannanna og ég er hræddur um að þessi frétta- flutningur eigi eftir að hefna sfn einhvern veginn. Þó ekki væri í öðru en hugarfarsbreyt- ingu hjá þjóðinni, sagði Gunnar Hermannsson að lokum. — Carter og fjarlogin Framhald af bls. 1. dollara halla, um 11 milljarða dollara meiri halla en Ford lagði til. Thomas O’Neill, forseti full- trúadeildarinnar, spáði þvf að þingið mundi samþykkja fjárlaga- frumvarpið. Á þessu fjárlagsári leggur Carter til að útgjöld verði 417,4 milljarðar dollara og 68 milljarða dollara halla sem er einnig 11 milljörðum dollara meiri en Ford lagði til. Carter leggur til að herútgjöld verði lækkuð um 2,8 milljarða dollara úr 123 milljörðum dollara. Harold Brown landvarnaráðherra fullvissaði þingheim um að Bandaríkjamenn stæðu Rússum ekki að baki og gætu verið örugg- ir þrátt fyrir lækkunina. Hann viðurkenndi þó að aukinn vfgbún- aður Rússa væri uggvekjandi. Framlög til opinberra fram- kvæmda aukast um 800 milljónir dala á þessu ári og tvo milljarða á næsta ári. Carter dró til baka til- fögur fyrri rikisstjórnar um nokk- urra milljarða dala niðurskurð á framlögum til heilbrigðis- og vel- ferðarmála. Framlög til kjarnorkurann- sókna minnka um 304 milljnir dala en framlög til ýmissa verndunarmála aukast um 244 milljónir dala. Áætlun um að safna 500 milljónum tunna af olíu verður flýtt um tvö ár. Framlög til vatnsorkumála minnka um 268 milljónir dala þótt það sé umdeilt vegnaþurrka. Færri sprengjuþotur af gerð- inni B-1 verða smíðaðar, en Carter ákveður f júní hvort hefja skuli framleiðslu á þeim fyrir alvöru. Framleiðslu í stórum stfl á langdrægu eldflauginni MX verð- ur frestað f eitt ár. Hætt verður við smfði 60 Minuteman-eldflauga sem Ford forseti bað um ef svo færi að Salt-viðræður færu út um þúfur. NATO fær 125 milljón dollara hækkun til að auka varnargetu bandalagsins, ef til vill vegna frétta um að það geti ekki staðizt sovézka leifturárás. Helmingur upphæðarinnar verður notaður til að auka vernd bandarfskra flug- véla i Evrópu. — Leiðtogi dæmdur í r Israel Framhald af bls. 1. pund af 124.000 ísraelskum pundum sem hann var ákærður fyrir að hafa þegið í mútur. Hann kvaðst hafa gefið vinkonu sinni 44.000 fsraelsk pund. Dómarinn sagði að þau væru ekki aðeins vinir heldur félagar í lóðasölu. Yadlin viðurkenndi einnig að hafa dregið 10.200 israelsk pund undan skatti. Frú Hadassah Ben-Itto dómari kvaðst ekki trúa þeirri fullyrðingu Yadlins að hann hefði látið hluta mútufjárins renna til Verkamannaflokksins og sagði að þótt það væri rétt drægi það ekki úr sekt hans. Lögfræðingur Yadlins sagði að dóminum yrði áfrýjað. Yadlin var tilnefndur banka- stjóri ísraelsbanka í september í fyrra en tilnefningin var dregin til baka þegar hann var hand- tekinn f október. — Bukovsky Framhald af bls. 1. og hafi því frestað fundinum með Bukovsky fram f næstu viku. Embættismenn hvfta hússins segja að gert hefði verið ráð fyrir að Bukovsky hitti Carter eftir að hann hefði ráðgazt við Mondale. Trudeau hefur beint því til Carters, að viðræður og tilraunir að tjaldabaki geri andófsmönnum i kommúnistaríkjunum meira gagn en opinber þrýstingur. Skýrði hann forsetanum f gær frá því hvað Kanadamenn hefðu náð góðum árangri í því að sameina Kanadamenn af austur- evrópskum ættum fjölskyldum sfnum i gamla landinu með hógværum aðferðum. — Peres og Rabin heyja harða baráttu Framhald af bls. 1. opinberlega um að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu vegna valdagræðgi. Fram að þeim tíma hafði fylgi Peres stöðugt aukizt og hann virtist hafa jafngóða sigurmöguleika og Rabin. Rabin, sem byggir baráttu sfna á loforði um að berjast fyrir friði, sagði við setningu þingsins að sæmilegar horfur væru á því að áfram mundi þoka í friðarátt á næstu tveimur árum og var ákaft hylltur þegar hann lýsti þvf yfir að það væri stefnu stjórnar- innar að þakka að enginn ísraelskur hermaður eða óbreyttur borgari hefði fallið í fyrra. Peres reynir að tryggja sér sigurinn með því að beina at- hyglinni að innanrikismáium. Hann sagði á blaðamannafundi fyrir flokksþingið að hann ætlaði að bjarga flokknum frá alvarlegum kosningaósigri og Rabin hefði látið undir höfuð leggjast að breyta ósveigjan- Iegu kerfi flokksins. Verkalýðsleiðtogár vöruðu við því á flokksþinginu i dag að spilling innanlands gæti leitt til ósigurs flokksins f kosningunum. Borgarstjórinn í Jerúsalem, Teddy Kollek sagði: „I fyrsta skipti er raunverulega hætta á því að það verðum ekki við sem munum stjórna þjóðinni." Verkamannaflokkurinn hefur 51 þingsæti af 120 en samkvæmt nýlegum skoðana- konnunum fær flokkurinn 35—40 þingsæti og Likud- flokkurinn álíka mörg þing- sæti. Umbótaflokkur fornleifa- fræðingsins Yigael Yadin fær um 20 þingsæti samkvæmt þessum skoðanakönnunum. — David Owen Framhald af bls. 15 samningaborð síðan í september. Hann gegndi störfum Anthony Cros- lands utanríkisráðherra meðan hann var veikur, og var formaður við- ræðunefndar EBE í samningunum við Sovétmenn um fiskveiðar í síð- ustu viku. Owen er, eins og Crosland var, giftur bandariskri konu og eiga þau tvö börn. Hún er dóttir Kyrill Schabert, bókaútgefanda i New York. Þau búa að staðaldri í London en eiga einnig hús i Vestur- Englandi. Owen, heldur við áhuga sínum á læknisfræði. „Ég reyni að fylgjast með nýjungum og lít enn á mig sem lækni," sagði hann nýlega — Vill ekki raforku Framhald af bls. 15 Fjarðarárvírkjun gæti hafið 20 mw raforkuframleiðslu eftir 2 — 3 ár frá byrjunarfrarh- kvæmdum og tryggt austfirð- ingum rafmagn um eitthvert árabil, eða þar til timabært þætti að ráðast i stórvirkjun á Austurlandi. Bent er á að Austurland er eini landshlutinn, sem mest allt íbúðarhúsnæði og atvinnufyrir- tæki eru hituð með olíu, á sama tfma er sá tekjustofn, sem AI- þingi hefur ákveðið að fara skuli til að bæta fólki mismun- andi búsetuskilyrði stöðugt not- aður til afmarkaðra landshluta til uppbyggingar hitaveitna, en öðrum ætlað að búa við mun lakari lffskjör og atvinnuupp- byggingu vegna stöðugs orku- skorts. — Franskur stjórnandi. . . Framhald af bls. 15 Lamoureux-hljómsveitar i Parfs. Einleikari á Sinfóniu- tónleikunum á morgun er Jónas Ingimundarson pfanó- leikari, og mun hann flytja ein- leikshlutverkið f pfanókonsert nr. 2 eftir Saint-Saéns. Jónas hefur vfða komið fram ýmist sem einleikari eða undir- leikari og ennfremur f kammer- sveitum. Hann starfar einnig sem kórstjóri karlakórsins Fóstbræðra og fór á síðastliðnu ári með kórnum f söngför um Finnland, Rússland og Litháen. Skömmu síðar lék Jónas einleik í píanókonsert Griegs með Sin- fóniuhljómsveitinni f Tampere í Finnlandi. Framhald af bls. 12. sjan hreppti þriðja vinninginn eftir 13. skákina og þar með fullnaðarsigur. Portisch náði frumkvæði og betri stöðu í mörgum skákum, en tókst ekki að nýta það, eftir frækilega vörn hjá Petrosjan. Portisch og Petrosjan þykja tefla talsvert keimlíkan stíl með örugga stöðuuppbyggingu og mikið næmi fyrir hinum herstjónar- lega þætti skákarinnar (strate- gíu), en minna gefið um leiftur- árásir og leikfléttur. Á því sviði hins vegar standa fáir Larsen á sporði. Báðum hefur þeim oftar en einu sinni verið spáð heims- meistaratign, og væru báðir verðugir sem andstæðingar Karpovs, en gallinn er bara sá að einungis annar þeirra hlýtur það hnoss. Norðurlandabúar fylgjast eflaust með sinum full- trúa og óneitanlega yrði það skemmtilegt ef Dani yrði næsti heimsmeistari í skák.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.