Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 19 — Tekjur ríkissjóðs Framhald af bls. 17. að auka framleiðslu á ull og gær- um og minnka framleiðslu á kindakjöti frá því sem nú væri. Ráðherrann benti á að ekki mætti heldur gleyma því að út- flutningur landbúnaðarvara skil- aði rlkissjóði umtalsverðum tekjum vegna aukinna viðskipta sem af gjaldeyrisöfluninni leiðir. Orðrétt sagði Halldór: „Láta mun nærri, að aðflutningsgjöld og söluskattur á innkaupaverð nemi um 50% af heildsöluverði vöru- innflutings til landsins. Eftir því eru tekjur ríkissjóðs af vöruinn- flutningi fyrir andvirði útfluttra landbúnaðarvara 2,7—2,8 milljarðar króna. Á sl. ári námu útflutningsbætur til landbúnaðar- ins 1550 milljónum króna. Skatt- tekjur rlkissjóðs af andvirði bú- vörusölu úr landinu hafa því orðið 1100 til 1300 milljónum króna hærri en útflutnings- bætur." Að slðustu gerði Halldór að um- talsefni þær umræður, sem orðið hafa um, að stefnu skorti I land- búnaðarmálum. Sagðist Halldór vera þeirrar skoóunar land- búnaður hefði haft nokkuð fast- mótaða stefnu um áratugaskeið. Minnti hann á að lagasetning á sviði landbúnaðar væri stefnu- mótandi og nefndi I því sambandi lög eins og jarðræktarlögin, bú- fjárræktarlögin, búnaðarfræðslu og lögin um framleiðsluráð. Þá sagði Halldór að Búnaðarfélagið og Stéttarsamband bænda væru hinir raunverulegu stefnu- mótandi aðilar I þessu sambandi við landbúnaðarlöggjöf og þó svo að hann teldi að landbúnaðar- ráðuneytið þyrfti að hafa veruleg áhrif I stefnumótun i land- búnaðarmálum, þá þyrfti það þó alltaf að vera innan þeirra tak- marka að þessar félagsheildir væru þar með I verki. Vinna þarf að markaðsleit fyrir land- búnaðarvörur erlendis Af næstu stefnumótandi verk- efnum I landbúnaði nefndi Halldór þau . áætlunarverkefni, sem unnið væri að á vegum land- búnaðaráætlunarddnefndar s.s. I Árneshreppi á Ströndum, og væru nú til athugunar svæði á Vesturlandi, Mýrum og Snæfells- nesi, I Dölum og Norð- Austurlandi. Þá nefndi ráðherra, að vinna þyrfti að markaðsleit fyrir íslenskar landbúnaðar- afurðir hjá öðrum þjóðum. Sagði hann að sér væri ljóst að sá aðili, sem mest hefði að þessum málum unnið, hefði verið Samband ísl. samvinnufélaga og þar hefði verið unnið mikið og gott starf en I þessum efnum sem öðrum væru breytingarnar alltaf fyrir hendi. Ef landbúnaðurinn ætti að geta veitt fólki sínu þær tekjur sem nauðsyn bæri til, þyrfti að auka framleiðsluna og þar sagði Halldór að sauðfjárræktin hefði mesta möguleika. Sagði Halldór að hann teldi að innan samvinnufélagsskaparins kæmi til greina að breyta nokkru um og veita bændum þar aðild að, eins og gert hefði verið I Sjávar- afurðadeild SÍS. Sama væri raunar um Osta- og smjörsöluna að segja. Að þessu máli þyrfti að vinna með sameiginlegu átaki framleiðenda i gegnum Stéttar- sambandið, og búnaðarfélagið, Sambandið sem söluaðila og land- búnaðarráðuneytið, sagði Halldór og tók fram að þó mönnum sýnist svart í álinn og litlir möguleikar til að komast inn á aðra markaði, þá væri hann sannfærður um, að erfiðleikarnir ýrðu þó meiri, ef okkur tækist það ekki. Sigríður Thorlacíus, formaður Kvenfélagasambands íslands, ávarpaði þingið og ræddi tengsl neytenda við framleiðslu land- búnaðarvara. Og sagði að I því sambandi þyrfti að taka tillit til óska heimilanna en tók fram að nokkuð skorti á að til staðar væru nægilega miklar matvælarann- sóknir á íslenskum matvælum. — Ákveðið Framhald af bls. 32. byggðist á lokuðum kerjum og svokölluðum þurrhreinitækjum. t lok ársins 1975 var þessum til- raunum komið svo langt áleiðis, að gerð var áætlun um að setja sllk tæki upp I Straumsvik, og var talið, að það verk mundi taka þrjú ár og kosta 2500 millj. islenzkra króna. Frekari tilraunir á fyrri hluta slðasta árs leiddu hins vegar i ljós alvarlega galla á þeirri aðferð, sem notuð var til að loka kerj- unum. Reyndist þvi nauðsynlegt að hanna nýjar þekjur og taka upp svonefnda miðþjónustu á kerjunum. Hefur þessi tækni nú verið reynd i nokkrum af ál- bræðslum Alusuisse um margra mánaða skeið, þar á meðal I Straumsvik, en þar var teimur kerjum breytt I þetta horf fyrir fjórum mánuðum. Telja sérfræðingar Alusuisse engan vafa á þvi að þessi tegund af kerlokum muni henta best í Straumsvik ásamt þurrhreinsi- tækjum. Hins vegar krefjast hinar nýju kerlokur verulegra breytinga á búnaði kerjanna sjálfra og öllu starfsfyrirkomu- lagi. Er því uppsetning þeirra bæði timafrekari og mun kostn- aðarsamari en áður var talið. Miðað við verðlag i desember s.l. er nú áætlað að uppsetning fullkominna hreinsitækja af þessari gerð muni kosta 4700 millj. kr. I stað 2500 millj. kr., eins og talið var fyrir ári. Jafnfrmt þarf enn nokkurn reynslutima áður en hægt er að hefja uppsetningu tækjanna af fullum krafti. Eftir ýtarlegar umræður lýstu forstjórar Alusuisse þvi yfir á fundinum, að ákvörðun hefði verið tekin um það að setja þá tegund hreinsitækja sem að framan er lýst, upp i Straumsvík, enda væru þau að þeirra dómi þau bestu sem völ væri á. Jafnframt lögðu þeir fram til athugunar hugmyndir sinar um timaáætlun verksins, en endan- lega skýrslu um fyrirætlanir sínar I þessu efni mun ÍSAL senda heilbrigðisráðherra fyrir 1. mars n.k., svo sem óskað var eftir i bréfi hans til félagsins 2. febrúar sl. Iðnaðarráðherra lýsti þvi yfir, að hann myndi kynna ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöldum tillögur Alusuisse eftir heimkomu sína og yrði um þær fjallað i samræmi við gildandi lög og reglugerð þar að lútandi," segir I tilkynningunni. — Lög um hleðslu Framhald af bls. 32. sildarskipanna árin 1964—'68. Eftirlitsmenn voru fengnir I helstu löndunarhöfnum og gáfu þeir skýrslur um þá skipstjóra sem brutu lögin um hleðslu skipa. Urðu að vera tveir eftirlitsmenn á hverjum stað. Reynslan varð sú, að sildarbátarnir hættu hreinlega að koma á þá staði þar sem eftir- litsmennirnir voru samvizkusam- ir og duglegir og fengu þeir þá skammir frá samborgurum sin- um, þvi allir vildu fá síldina. Enn- fremur voru dómar vægir fyrir þessi brot, t.d. var hæsta sekt 5000 krónur fyrir ofhleðslu árið 1965, en það eru 40 þúsund krónur I dag, ef framfærsluvisitala er reiknuð ofan á. Sagði Hjálmar að lokum, að sektirnar hefðu ekki verið nema brot af þeim kostnaði, sem hlauzt af þessu starfi, sem sáralitinn árangur bar. — Viðræður Framhald af bls. 2 fyrir annarri samvinnu en stækk- un álbræðslunar í Straumsvik, eins og fyrr segir. í tilkynningunni segir að sér- staklega hafi i viðræðunum verið drepið á tvö mál — annars vegar rannsóknir á orkumöguleikum Austurlands og hins vegar hugsanlega súrálsframleiðslu. Varðandi fyrrnefnda atriðið var því lýst yfir að rikisstjórnin mundi á eigin spýtur láta halda áfram orkurannsóknum á Austur- landi. Varðandi súrálsframleiðsl- una var skýrt frá þvi, að islenzlc yfirvöld mundu láta sérfræðinga kanna skýrslu Alusuisse um um- hverfisáhrif af hugsanlegri súr- álsframleiðslu, en skýrsla þessi var lögð fram á fundi aðila i Reykjavík i nóvember sl. AtCl.t SINCASIMINN Klt: ^>22480 J Jllovoimlilobiii Hvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu? Svar: Tæknileg fullkomnun ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA M.A.: 1) „PHILIPS litsjónvarpstækin falla í hæsta gæðaflokk." (Könnun dönsku neytendasam- takanna á 20 tegundum litsjónvarpstækja í mars 1 976) 2) „Litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps- tækja). AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ: 1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum (þolir 165 — 260 volt án þess að myndin breytist). 2) Fullkomin varahlutaþjónusta og sérþjálfaðir viðgerðarmenn í þjónustu okkar. , 3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti. 4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)- auðveldar viðhald. PHILIPS litsjönvarpstækin eru byggð fyrir fram- tíðina, því að við þau má tengja myndsegul- bandstæki, VCR (Fáanleg í dag) og myndplötu- spilara, VLP (kemur á markað 1977). Hvor- tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar. SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum við tæki tengt myndsegulbandstæki). PHILIPS MYNDGÆÐI EÐLILEGUSTU LITIRNIR PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI heimilistæki sf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.