Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 23

Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23, FEBRUAR 1977 23 náttúru þessa harðgeróa lands. Hann kenndi mér líka að veiða. Við fórum saman í margar veiði- ferðir. Margar góðar minningar á ég frá þessum ferðum. Oft kom upp sú staða að áin virtist laxlaus, þá kom þrautseigja og vilja- kraftur Björns til góða. Við reyndum bara aftur og aftur, ný aðferð hvert sinn, næsti dagur hlaut að gefa lax, svo koll af kolli þar til erfiðið bar árangur. Aldrei að gefast upp, það kom ekki til greina. Oft fórum við i langar gönguferðir upp um fjöll, upp með ám, hann oftast fetinu fram- ar og mátti ég frafa mig allan við að fylgja honum eftir. Slíkar ferðir eru ógleymanlegar. Ég veit að Birni verður ekki skotaskuld úr þvl að venja sig að breyttum aðstæðum i nýjum heimi og gott verður að eiga hann að þegar ég legg upp í mina hinstu för, en ég sakna mikið góðs félaga og vinar. Bubba mín, Haukur, Pétur, Siggi og Steingrímur. Ég votta ykkur innilega samúð mína. Mikið hef ég misst, en þið enn meira. Ég þakka Birni gott samstarf og einlæga vináttu. Von min og trú er, að við eigum eftir að hittast aftur í öðrum heimi. Guðlaugur Bergmann. Hafaldan háa! hvad vlltu mér? berðu bátinn smáa á brjósti þér. meðan út máa — midið ég fer. (J. Hallgr ). Hann Björn vinur minn er dá- inn og við verðum öll að trúa því. — Maður horfir aftur i tímann, þegar æskan blasti við. Lífið var svo skemmtilegt. Jafnvel i litlu þorpi niður við Dumbshaf. Þá vissi ég að æskuvinkona mín, hún Bubba, en svo er Þuríður kona Björns jafnan nefnd af vinum sín- um, var ástfangin. Og það var hann Björn, sem þá hafði nýlokið prófi frá Samvinnuskólanum. Björn var allra manna skernmti- legastur, bar af ungum mönnum. Enda tókst með þeim sú ást, sem var einstök, falleg og sönn. Þau giftu sig. Og ungu hjónin héldu til Seyðisfjarðar. Þá kom ég á heimili þeirra þar, þegar ég fór mina fyrstu ferð suð- ur til Reykjavíkur, sjóveik og illa á mig komin. Á vegi mínum varð þá í fyrsta sinn ungur og fallegur sveinn, elzti sonurinn Haukur. Ungu hjónin geisluðu af ham- ingju. Sjóveikin rauk út i veður og vind. Ég naut þess að hitta vini mína aftur. Síðar fluttust þau til Keflavikur þar sem Björn varð kaupfélagsstjóri, en ég sezt að syðra. Þá byrjuðu kynni okkar aftur. Um helgar skrapp ég til Bubbu og Björns. Og ég fór alltaf ríkari af þeirra fundi. Þá var Her- borg, einkadóttirin unga, ekki heil heilsu og dó á barnsaldri. Ég minnist nú æðruleysis þeirra beggja, þggar hún dó. Með þvi sama æðruleysi brást Þuríður vin- kona mín nú við, er Björn bóndi hennar dó eftir skamma legu. Það munu aðrir skrifa um um- fangsmikil störf Björns á sviði viðskipta- og félagsmála. En mín skrif eru aðeins fátækleg kveðja til vinar. Þetta er þriðja áfallið í Syðra- Lóns fjölskyldunni á rúmu ári. Eiríkur Þorsteinsson alþingis- maður, svili Björns, og Jón Er- lingur Guðmundsson,. sveitar- stjóri á Fáskrúðsfirði, mágur hans, hurfu þá til æðri heim- kynna. Ég minnist þeirra beggja nú, merkra og mikílhæfra manna, með djúpri virðingu. Bubba og Björn áttu einstöku barnaláni að fagna. Synirnir fjór- ir, mannvænlegir menn, sem ég efast ekki um, að verði móður sinni stoð og styrkur.in mest. Ó mikli guð! 6 megn hörmunga! ekkert aðending — eilffur dauði. Sálin mfn blfða! berðu hraustlega, sárt þott sýnist sanninda ok. J. Hallgr.) Blessuð sé minning Björns. Ossa. Það er ekki langt síðan vinur minn Björn Pétursson virtist vera i fullu fjöri, en nú er það stað- reynd að hann er allur. Okkur vinum hans kom það þó ekki á óvart, því við vissum að hverju dró. Ég heimsótti Björn nokkrum sinnum á sjúkrahúsið, þar sem hann lá og bar veikindi sín með mikilli karlmennsku og æðru- leysi. Okkar kynni hófust fyrir þrem- ur áratugum, þegar við vorum að hefja okkar lífsstarf fyrir alvöru og sá ég fljótt, að þarna var á ferðinni mikill athafnamaður og góður féagi. Björn lagði gjörva hönd á margt. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja um ára- bil. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur gerðist hann fast- eignasali um nokkur ár. Björn stofnaði byggingarfélagið Súð, sem byggði mörg stórhýsi i Reykjavík. Hann fékkst einnig við ýmis kaupsýslustörf og hin síðari ár rak hann fyrirtækið Karnabæ og var framkvæmda- stjóri þess til dauðadags. Engum duldist, að Björn var stórhuga og mikill framkvæmda- og hugsjónamaður. Það var hans líf og yndi, að vera sístarfandi og þótt eitthvað á móti blési, þá tók hann þvi ætíð með jafnaðargeði, enda var Björn mikill bjartsýnis- maður. Björn var mikill mannþekkjari og kom það best í ljós þegar hann valdi sér samstarfsfólk. Hann bar mikla umhyggju fyrir starfsfólki sinu og sýndi fyrirtækjum sinum mikla alúð. Björn var mikill náttúruunn- andi og hafði yndi af hesta- mennsku og laxveiði. Við fórum oft, sérstaklega þó hér á fyrri árum, saman í veiðiferðir og eru mér þær stundir ógleymanlegar. Björn hafði góða frásagnar- hæfileika, hann hafði gott minni, var víðlesinn og hafði því frá mörgu að segja. Það voru ekki fáir, sem leituðu til Björns með sín vandamál, enda var hann ætíð fús að leggja mönn- um lið og gefa góð ráð. Björn átti því láni að fagna að eiga góða og velgerða konu, Þuriði Guðmundsdóttur. Þau eignuðust fjóra mannvæn- lega og dugmikla syni, þeir eru: Haukur, viðskiptafræðingur, gift- ur Kristínu Jónsdóttur, Pétur, viðskiptafræðingur, giftur Olgu Guðmundsdóttur, Sigurður efna- verkfræðingur, giftur Hildi Sigurbjörnsdóttur og Steingrim- ur, sem er við læknisnám, giftur Bryndísi Snæbjörnsdóttur. Einnig eignuðust þau Björn og Þuríður dóttur, Herborgu að nafni, sem lést á barnsaldri. Fjölskyldur okkar hafa ætíð verið mjög samrýmdar og vorum við nágrannar nú hin síðari ár. Það er sjónarsviptir að Birni og við sem áttum þvi láni að fagna, að kynnast honum, eigum fagrar endurminningar um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi konu hans og fjöl- skyldu vottum við hjónin okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að blessa þau öll. Magnús Haraldsson í dag verður til moldar borinn Björn 0. Pétursson forstjóri. Nú þegar leiðir skiljast i bili langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Björn Pétursson var fæddur að Hallgilsstöðum i Sauðaneshreppi N-Þingeyjarsýslu. Hann ólst úpp við venjuleg sveitastörf en braust til náms við Éiðaskóla og við Sam- vinnuskólann í Reykjavik. Björn gerðist siðar kennari i heimahög- um sínum og varð síðar verslunar- stjóri hjá kaupfélaginu á Seyðis- firði. Á árinu 1943 fluttist Björn til Keflavikur og gerðist kaupfélags- stjóri Kaupfélags Suðurnesja. Ennfremur var hann útgerðar- maður I Keflavik. Fyrir rúmum tuttugu árum fluttist Björn til Reykjavíkur og lagði stund á heildverslun, einnig var hann fasteignasölumaður. Árið 1966 verða þáttaskil i lífi Björns er hann gerðist einn af stofnendum fyrirtækjanna Björn Pétursson & Co. og Karnabæjar HF og var hann forstjóri þessara fyrirtækja til dauðadags. Var það mikil gæfuspor fyrir mig að kynn- ast svo reyndum og traustum verslunarmanni er ekki einungis hafði reynslu á sviði verslunar heldur einnig djúpstæða þekk- ingu á höfuðatvinnuvegum þjóð- arinnar. Þessi mikla starfsreynsla hans hafði það í för með sér að hann hafði óvenju glögga yfirsýn yfir öll svið Þjóðfélagsins. Undir sterkri stjórn hans döfnuðu fyrir- tæki hans mjög vel og urðu með traustustu og virtustu fyrirtækj- um hér i borg og víðar. Starfsmaður var Björn með af- brigðum féll sjaldan verk úr hendi. Húsbóndi var hann góður og starfsfólki sínu hjálparhella. Leituðu margir til Björns með vandamál sín og var hann ætið úrræðagóður. Björn var mikill unnandi úti- veru og stundaði laxveiði og hestamennsku hvenær sem frí- stundir gáfust, átti ég margar ánægjulegar stundir með Birni við Laxveiði. Dóttur minni Þór- eyju var hann góður leiðbeinandi um allt er varðar hestamennsku og voru þær ófáar stundirnar sem þau áttu saman við að sinna þessu áhugamáli. Björn var mikill hamingjumað- ur í einkalifi, hann var kvæntur Þuríði Guðmundsdóttur frá Syðra-Lóni, mikilli ágætiskonu. Voru þau hjónin mjög samhent um að skapa fallegt menningar- heimili, þar sem gott var að koma enda bæði gestrisin og elskuleg. Eignuðust þau fimm börn, fjóra syni sem allir eru uppkomnir og hinir mestu mannkostamenn og eina dóttur sem þau misstu barn að aldri. Nú á siðustu mánuðum átti Björn við mikla vanheilsu að stríða og var það honum mikil raun að þurfa að minnka við sig vinnu svo eljusamur sem hann var. Veikindi sín bar hann af mik- illi karlmennsku. Ég vil að lokum þakka Birni vináttu og hjálpsemi gagnvart mér og fjölskyldu minni. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu hans sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Bjarni Stefánsson. Klúbburinn í Karlsruhe hættir starfsemi ÞAÐ MUNU vera á annað þúsund íslendingar, sem komið hafa i Klúbbinn í Karlsruhe I Þýzka- landi. Svo var nefnt í daglegu tali félagsheimili norrænna stúdenta í Karlsruhe, sem félagsfundur ákveð að leggja niður eftir rúm- lega 22 ára rekstur. Það var stofnað af norskum stúdentum haustið 1954,-en þá voru nær 150 Norðmenn við nám i Karlsruhe. Haustið eftir gengu 10 islenzkir stúdentar i lið með þeim. Þarna var samkomustaðurinn, þar hittust menn á kvöldin, þar var hægt að lesa blöð og timarit frá norrænu löndunum og þar voru seldar veitingar á vægu verði. Reksturinn var alla tið ein- göngu í höndum félagsmanna, menn skiptust á um veitingasölu, innkaup, hreingerningu og ann- að. Skipt var um stjórn árlega en reksturinn fór eftir dugsemi hennar. Sum árin var mjög fjör- leg félagsstarfsemi en önnur ár lá við að Klúbburinn lognaðist útaf. Oft var hann mjög mikið sóttur af stúdentum annarra landa og var þvi alþjóðleg miðstöð. Þessar miklu vinsældir kröfðust mikillar sjálfboðavinnu, sem öll var unnin án endurgjalds. Nú hefur fækkað mjög norrænum stúdentum við nám í Þýzkalandi og þvi ekki nema eðlilegt að reksturinn verði of þungur fyrir þá 25 félagsmenn, sem nú eru eftir. Félagið mun halda áfram, en reksturinn i Marienstrasse 1 hættir. — HBS. t Faðir okkar. MARKÚS SIGURÐSSON GrænuhlTð, Kópavogi lézt í Landspitalanum að morgni þess 21 þ m Börn hins látna. Systir okkar og mágkona GUÐRUN FRIÐJÓNA GUNNLAUGSDÓTTIR Lynghaga 28 andaðist i Landakotsspitala þann 20 febrúar Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 febrúar kl 3 e h Jón Gunnlaugsson Selma Kaldalóns Karl Gunnlaugsson Ottó Gunnlaugsson Þórhalla Gunnlaugsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar. HAFLIÐI JÓN HAFLIÐASON Bjarkagótu 12. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 24 febrúar kl 13 30 Sesselja Eirfksdóttir. Marfa og Áslaug Hafliðadætur. t Þökkum af einlægm margvíslega vináttu og samúð vegna fráfalls og útfarar föður okkar og tengdaföður KJARTANS ÁSMUNDSSONAR gullsmiðs Heiða og Kjartan Kjartansson, Herdís og Óskar Kjartansson, Þórdís og Valdemar Jónsson Helga og Ragnar Kjartansson. t Þakka auðsýnda hluttekningu vegna fráfalls eiginmanns míns og föður okkar, GUÐLAUGS MAGNUSAR RÖGNVALDSSONAR, Grundarfirði Innilegar þakkir til lækna, systra og annars starfsfólks Sjúkrahúss Stykkishólms fyrir góða umönnun veitta i langvarandi veikindum hans Bergþóra Sigurðardóttir Björk Guðlaugsdóttir Páll Cecilsson. Gerður Guðlaugsdóttir Rögnvaldur Guðlaugsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu, móður og tengdamóður MARGRÉTAR H. GUÐMUNDSDÓTTUR, Þórólfsgötu 4, Borgarnesi. Ingimundur Einarsson, Guðmundur Ingimundarson, Ingibjörg Eiðsdóttir, Einar Ingimundarson, Steinar Ingimundarson, Grétar Ingimundarsson, Ingi Ingimundarsson, Jóhann Ingimundarson, Gisela Ingimundarson, Sigrún Guðbjartsdóttir. Ingigerður Jónsdóttir, Jónfna Ingólfsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir. Fyrirtæki okkar verða lokuð vegna jarðarfarar i dag kl. 14:30—1 6:30. Karnabær h.f. Lokað í dag kl. 3-5 vegna jarðarfarar Björns Péturssonar, forstjóra '/WV VIO LÆKJARTORG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.