Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 25 félk í fréttum Stœrsti sjóbirt- ingurinn 1976 + Þessi mynd birtist nýlega ásamt frásögn ( blaðinu Lög- berg—Heimskringla sem gefið er út f Winnipeg. Drengurinn á myndinni heitir Stefan Terge- sen, sonur Lornu og Terry Tergesen, er 15 ára. Hann fékk nýlega bréf, þar sem honum var-skýrt frá þvf að hann hefði unnið til verðlauna sem sænska fyrirtækið ABU veitir fyrir stærsta sjóbirtinginn, sem veiddist sumarið 1976 f Svf- þjóð, Danmörku, Noregi og á tslandi. Verðlaunin eru vöruút- tekt fyrir 200 dollara, og er ætlast til að teknar séu út vörur frá ABU. Stefan Tergesen fór með afa sfnum og ömmu, Ollu og Stefani Stefanssyni til is- lands f júff f fyrra. Þar ferðað- ist hann um landið með þeim, og f Skagafirði gisti hann hjá Oskari Magnússyni og Hebu Valdimarsdóttur á Brekku f Skagafirði. Stefan fór að veiða f Héraðsvötnunum með Óskari, sem er mikill veiðimaður. Þar tókst honum að krækja f sjó- birtinginn sem hann er með á myndinni. Hann reyndist vera 11,5 pund og Óskar Magnússon gerði sér strax Ijóst að fiskur- inn sem Stefán hafði veitt var það stór að lfklegt væri að hann yrði sá stærsti sinnar tegundar sem veiddist á Islandi sumarið 1976 og var hann skráður sér- staklega til keppninnar. Og nú ekki alls fyrir löngu komu svo gleðitfðindin að Stefan Terge- sen hefði veitt stærsta sjóbirt- inginn á Islandi 1976. f Svfþjóð veiddist 25 punda sjóbirtingur, f Danmörku var sá stærsti 23 pund og f Noregi 24,6 pund, svo fslenski fiskurinn er ekki stór f samanburði við þá. + & stúdentarnir I hðskólanum f Dundee f Skotlandi fí aS rðða verSur þessi fáklædda dama rekt- or hðskólans. Hún heitir Fiona Richmond og er 29 ðra gömul leikkona, og er oft fremur fá- klædd á senunni, jafnvel álfka fáklædd og hún er hér á mynd- inni. Sjálf hefur hún aldrei farið I háskóla en hún er þekkt fyrir skrif sín í breska sex-blaðiS „Men only" þar sem hún skrifar um ástalff karlmanna f hinum ýmsu löndum Nemendur háskólans hafa valiS hana sem frambjóS- anda sinn viS rektorskjöriS. + Peter Panton, 19 ára stúdent í Chicago, veðjaði rangt og sést hann hér vera að borga veðmálið. Hann varð að skriða á höndum og fótum um skólalóðina í hálftíma og blása á undan sér hnetukjarna. + Þessi strætisvagn, sem tekur hvorki meira né minna en 100 manns f sæti, var um daginn tekinn f notkun f Kaupmannahöfn. Hann er þó ekki á ferðinni í sjálfri miðborginni, enda trúlega þungur í vöfum f umferðinni, heldur gengur hann á milli Kaupmannahafnar og einnar af útborgum hennar. Leikendur f „Systir Marfa“, sem Ungmennafélagið Efling f Reykjadal sýnir um þessar mundir. Efling í Reykjadal sýnir leikritið „SystirMaría” Húsavfk, 18. febr. SJÓNLEIKINN Systir Marfa, eftir Cherlotte Hasting, hefur Umf. EFLING f Reykjadal, sýnt undanfarið á Breiðumýri og Húsavfk, við góðar undirtektir og hrifningu áhorfenda og verður 10. sýningin að Breiðumýri f næstu viku. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir og er þetta annað leikritið, sem hún setur á svið með þessum ung- mennafélögum og eru báðar sýn- ingarnar henni og þeim sem að hafa staðið til mikils sóma. Titilhlutverkið, systur Marfu, leikur Unnur Garðarsdóttir, og leysir hún það vel af hendi, og sama má segja um Hrönn Benonýsdóttur, sem leikur Sarat Carn og Arnór Benonýsson, sem leikur Willy Pentridge. Mér finnst undravert hve vel þetta ólærða unga fólk veldur erfiðum hlutverkum og hefur með sóma sett á svið stór stykki, eins og Umf. Efling hefur nú gert í tvö siðustu skiptin. Aðrir leikara eru Hjördis Hjaltadóttir, Dagný Hjaltadóttir, Guðrún Glúmsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Guðrún Friðriksdóttir Aðalbjörg Páls- dóttir, Erlingur Teitsson og Elín Friðriksdóttir. Leikmynd gerði Ingunn Jensdóttir, en leikhljóð og bún- ingar eru fengnir að láni hjá Leik- félagi Reykjavikur, og er lofsvert, hvað Leikfélagið og Þjóðleikhúsið lánar búninga og styður leikstarf- semina út um landsbyggðina. Leikflokkurinn hyggst hafa sýningar nú á næstunni f Eyja- firði og vestur í Skagafirði ef færð leyfir. Fréttaritari. Þórir Jensen, Kristinn Breiðfjörð og Sigurður Ármann Magnússon standa hér við Mazda 323, sem er sá minnsti i Mazda-f jölsky Idunni. Bílaborg: Nýr Mazda- bíll kynntur MAZDA-umboðið, Bíla borg, kynnti nýlega fyrir blaðamönnum nýja tegund Mazda-bifreiða, Mazda 323. Forráðamenn Bílaborgar þeir Sigurður Árm. Magnússon, Kristinn Breiðfjörð og Þórir Jensen sögðu að hér væri um að ræða nýjan bíl, sem kæmi nánast beint frá verksmiðj- unum og væri hann kynnt- ur samtímis í Evrópulönd- um. Hingað eru komnir 3 bílar til reynslu en von er fljótlega á fleirum. Þessi gerð af Mazda kost- ar frá 1420 þúsund krónum og upp i 1515, eftir véla- stærð, sá ódýrari er með 64 hestafla vél, en sá dýrari með 81 hestafla vél. Hann er búinn ýmsum nýjungum og eru „silsarnir“ m.a. galvaniseraðir svo og þurrkublöð og fleiri hlutar bílsins til að koma i veg fyrir ryðmyndun. Á s.l. ári flutti Mazta- umboðið inn tæplega 400 bíla og það sem af er árinu hafa selst u.þ.b. 90 bilar og sögðust forráðamennirnir vera bjartsýnir á að bílasal- an gengi vel á þessu ári. Stöðubreytingar í utanríkisráðuneytinu BREYTINGAR oru aó verða á störfum innan utanríkisþjónust- unnar. Þórður Einarsson, deildar- stjóri og blaðafulltrúi ráðuneytis- ins, er að fara út til London, þar sem hann verður sendiráðunaut- ur og Helgi Ágústsson, sem verið hefur i London, kemur heim og tekur við starfi Þórðar hér i ráðu- neytinu. Þórður fer utan nú i vikulokin, en Helgi er væntanleg- ur til iandsins um 10. marz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.