Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 31

Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 UM slðustu helgi léku Fylkir og ÍBK I 2. deildar keppni Islands- mótsins í handknattleik. Fór leikurinn fram á heimavelli Kefl- víkinga, I Iþróttahúsinu I Njarð- vík, og lauk hinum með yfirburða- sigri Fylkis, 30 mörkum gegn 13, eftir að staðan hafði verið 15 — 6 I hálfleik. Tók Fylkir strax for- ystuna I leiknum og átti ekki I erfiðleikum með gloppótta vörn Keflavlkurliðsins. Mestur varð munurinn 17 mörk, er staðan var 24:7 fyrir Fylki um miðjan seinni hálfleikinn. Leikur þessi var fremur léleg- ur, og enginn leikmanna sem skaraði verulega fram úr. Með þessum ósigri má segja að Kefl- víkingar séu endanlega bókaðir niður I 3. deildina I handknatt- leiknum, og ólfklegt má teljast að þeim takist að krækja I eitt ein- asta stig í deildinni úr þessu. Markhæsti maður leiksins var Halldór Sigurðsson I Fylki, sem skoraði 12 mörk, þar af 7 úr víta- köstum. Nafnarnir Einar Ágústs- son og Einar Einarsson skoruðu 4 mörk, en aðrir færri. Geir Hallsteinsson átti einna beztan leik landsliðsmanna I fyrrakvöld og skoraði 6 mörk. Landsliðíð tapaði æfingaleik ISLENZKA landsliðið I hand- knattleik lék æfingaelik við austurrfska 1. deildar liðið Kremz I fyrrakvöld og fóru leikar svo að Austurrfkismenn sigruðu I leikn- um 25—22, eftir að hafa verið 1 mark yfir I hálfleik, 13—12. Af eðlilegum ástæðum tók fslenzka landsliðið leik þennan ekkert alltof hátfðlega, leikmenn forð- uðust átök í lengstu lög, og tóku ýmsa áhættu, sem varla verður tekin I alvarlegum leikjum. Eigi að síður var tap nokkurt áfall fyrir liðið, en vonandi verður þetta fall fararheill landsliðsins I Austurrfki. Geir Hallsteinsson var mark- hæstur Islendinga í leiknum I fyrrakvöld með 6 mörk, Björgvin Björgvinsson og Viðar Slmonar- son skoruðu 4 mörk hvor, Þor- björn Guðmundsson 3 mörk, Viggó Sigurðsson 2, Axel Axels- son 1, Þorbergur Aðalsteinsson 1 og Ólafur Einarsson 1. Þess skal getið að Ólafur H. Jónsson lék ekki með islenzka landsliðinu I fyrrakvöld. Á hann við meiðsli að stríða, eftir leik liðs síns, Dankersen, við Gummers- bach í þýzu 1. deildar keppninni um síðustu helgi. Standa vonir til að Ólafur geti samt sem áður leikið með islenzka landsliðinu um helgina, er til alvörunnar kemur. isiandsmðtlð 2. flelld Fylkir burstaði ÍBK Bikar- og deildarleikir í bland Keppni í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik hefur verið hin skemmtileg asta I vetur. Þessi mynd er úr leik Stjörnunnar og Ármanns sem fram fór nýlega, og eru það Kristján Andrésson og Viðar Halldórsson sem reyna að stöðva Armenninginn Jón V. Sigurðsson. STJARNAN GERÐIJAFNTEFLI VIÐ ÞÚR í SPENNANDILEIK AÐ VlSU spennandi ( lokin, en ekki var leikinn merkilegur handknattleikur I Skemmunni á Akureyri á laugardag þegar Þór og Stjarnan áttust við I 2. deild karla. Urslitin urðu jafntefli, 21 mark gegn 21, og verður að telja þau úrslit eðlileg miðað við gang leiksins. Annars gerði dómgæzla Jóns Magnússonar og Harðar Hákonarsonar illa leikinn leik verri en ella hefði getað orðið. Þeir félagar virtust einkar fjar- huga, helzt að sjá sem eitthvað hefði orðið eftir I Reykjavfk þá um morguninn. Leikurinn var annars jafn allan tímann, þó svo Stjarnan hefði oft- ast frumkvæðið. Aldrei fór þó svo að meira en tvö mörk skildu í milli. Stjarnan leiddi í leikhléi með 13 mörkum gegn 11. Þórsarar jöfnuðu þegar í byrjun sfðari hálfleiks og síðan var allt I járn- um leikinn út. Þórsarar höfðu þó góð færi á að ná sigri í lokin, en þá varði Brynjólfur Kvaran tvi- vegis vitaskot frá Sigtryggi á mikilvægum augnablikum og þar með fóru góð tækifæri forgörð- um. Orslitin urðu þvi jafntefli sem fyrr getur, 21 mark gegn 21, og ættu bæði lið að geta þar vel við unað. Stjarna brá á það ráð um mið- bik fyrri hálfleikss að taka Þor- björn Jensson úr umferð, enda hafði Þorbjörn þá skorað fimm mörk. Hins vegar veikti það varnarleik Stjörnunnar mikið og spurning hvort sú ákvörðun hefir verið réttlætanleg, Hins vegar verður ekki um það deilt að Þorbjörn er ein sterkasta skyttan í íslenzkum handknattleik I dag, svo og traustur varnarleikmaður, en það er mat undirritaðs að Þórs- urum hafi ekki tekizt að nýta sér krafta Þorbjarnar til fulls. Hvers vegna sjást aldrei „blokkeringar" þegar Þorbjörn er áferðinni? Lið Stjörnunnar er afar svipað og verið hefir undanfarin ár, enda byggt upp af nokkurn veg- inn sama mannskap. Þó er því ekki að neita að liðinu hefir farið fram undir stjórn Sigurðar Einarssonar, einkum I vörninni. Sóknarleikurinnn hins vegar bág- borinn sem fyrr, vantar ógnun. Maður leiksins: Brynjar Kvar- an, markvörður Stjörnunnar. Mörk Þórs: Sigtryggur 7 (5), Þorbjörn 5, Jðn Sigurðsson 3, Einar Björnsson og Guðmundur Skarphéðinsson tvö hvor, Óskar Gunnarsson og Ragnar Sverrisson eitt mark hvor. Mörk Stjörnunnar: Björn Björnsson 7 (öll viti), Magnús Teitsson og Eyjólfur Bragason 4 hvor, Árni B. Árnason og Gunnar Björnsson tvö hvor, Guðmundur Ingvason og Brynjar Kvaran eitt mark hvor. Sigb.G. ÞAÐ leit helzt út fyrir, að KA væri að missa af lest- inni i baráttunni um sæti f 1. deild að ári í lok leiks við Stjörnuna í skemmunni á Akureyri á sunnudag. Stjarnan hafði tveggja marka forystu þegar um tíu mín. voru til leiksloka, 16 mörk gegn 14, KA tðkst að jafna metin, 17 gegn 17, og lifðu þá sjö mín. af leiknum. Lokakaflinn var sfðan æsispennandi, en á sfðustu sekúndunum tðkst fyrirliða KA, Þorleifi GETRAUNAÞATTUR MORGUNBLAÐSINS Við duttum ofan í smá lægð i siðustu viku, en ástæðan fyrir því er sú, að við fengum til liðs við okkur leynitippara nokkurn sem ekki reyndist eins klár í kollinum og við. Hann verður ekki beðinn Um hjálp framar og er þvi öll svartsýni óþörf. Að þessu sinni er á dagskrá fimmta umferð ensku bikarkeppninnar, en inn i er skotið nokkrum fyrstu deildar- leikjum til uppfyllingar. Aston Villa — Port Vale (bik) 1. Hér er allt á hreinu á pappirnum séð og verður hér varla annað en heimasigur (3—0) Cardiff — Everton (bik) 1. Við spáðum þvi réttileg á sinum tima (eins og venjulega), að Cardiff slæi út Tottenham og fær nú liðið gott tækifæri til að auka enn hróður sinn i keppninni. Derby —Blackburn 1. (bik). Þessi leikur er mjög erfiður sökum þess, að eins og er, leikur Derby litlu betur en meðallið i annarri deild. Leeds — Manchester C. Tvöfaldur X eða 1. (bik.) Þetta verður vafalaust harður og tvisýnn leikur og teljum við 1—1 jafntefli sennilegast, en til vara förum við fram á heima- sigur, bara upp á grin (1—0). Liverpool —Oldham 1 (bik) Þó að Liverpool gangi svona og svona I útileikjum slnum, þá eru þeir óviðjafnanlegir á heimavelli Ananfassyni, að skora frá- bært mark og tryggja liði sínu sigur, 21 gegn 20. Oft hefir Þorleifur skorað glæsileg og mikilvæg mörk i gegn- um árin, en ef til vill er þetta mark hans hvað mikilvægast. Með þessu marki Þorleifs heldur KA a.m.k. enn í vonina um að öðlast sæti í 1. deild að ári. Leikurinn var annars fremur slælega leikinn, en engu að siður spennandi eins og að framan greinir. Því miður setti slök dóm- gæzla Jóns Magnússonar og Harð- ar Hákonarsonar svip sinn á leik- inn, sem og á leik Þórs og Stjörn- unnar daginn áður. Hörmulegt, þegar slök dómgæzla gerir það að og teljum við að ef úrslitin verða annað en heimasigur, hljóti það að teljast meiri háttar áfall. Heimasigur (2—0). Middlesboro — Arsenal, tvö- faldur 1 eða X. (bik). Arsenal virðist eiga i ein- hverjum erfiðleikum um þessar mundir og eru ekki sigurstrang- legir að þessu sinni. Southampton — Manchester Utd. Tvöfaldur 2 eða X (bik). Hiklaust athyglisverðasti leikur seðilsins, enda úrslitaliðin siðan í fyrra. Manchester-liðið er betra lið, en Southampton leikur gjarnan sína bestu leiki í bikar- keppnunum og hefur svo verið í vetur. Wolves — Chester 1 (bik). Hér á ekki að þurfa neinn for- mála. öruggur heimasigur (4—1). Coventry — WBA (dei). Hér hvílir jafnteflis-stybban eins og mara yfir öllu og er því ekki annað að gera en að tippa á X ÁKVEÐIÐ hefur verið að íþrótta- bandalag Akraness sjái um íslands- meistaramót unglinga i badminton 1977. Mun mótið fara fram laugar- daginn 12. og sunnudaginn 13. marz verkum, að íþróttakapppleikir verða að hálfgerðum skrípaleikj- um, en nóg um það. I fyrri hálfleik hafði KA ávallt frumkvæðið, en náði þó aldrei meira en tveggja marka forystu. I leikhléi var staðan hins vegar orð- in jöfn tiu mörk gegn tíu. I síðari hálfleiknum snerist dæmið aftur á móti við. Þá var frumkvæðið í höndum Stjörnunnar, þar til í lok- in að allt var í járnum og Þorleif- ur setti síðan punktinn yfir i-ið. Maður leiksins: Þorleifur Anaiasson, KA Mörk KA: Hörður 6, Sigurður og Þorleifur 4 hvor, Jóhann og Albert 2 hvor, Alfreð, Hermann og Páll eitt mark hver. Mörk Stjörnunnar: Gunnar 7, Guðmundur 5, Björn 4, Magnús Andrésson 2, Magnús Teitsson og Arni B. eitt mark hvor. Sigb. G. Ipswich —Stoke 1 (dei). Leikmenn Stoke gætu senni- lega ekki skorað, þó að þeir stæðu með boltann inni I markinu og hvað þá gegn toppliði eins og Ips- wich (þó að Ipswich hafi reyndar látið hirða af sér nokkur stig undanfarið.) Heimasigur (2—0). QPR — Leicester. Tvöfaldur 1 eða X (dei). Heimasigur er aðalspáin vegna þess, að QPR hafa sótt nokkuð í sig veðrið undanfarið, en til vara er spá sem höfðar aðallega til Leicester, en það er jafntefli (2—0 eða 1—1). West Ham — Bristol C. X (dei). Enn er sigurganga West Ham óslitin og spannar hún nú yfir alls tvo leiki. Þess ber einnig að geta I sambandi við þessa spá, að Bristol-liðið hefur einnig vaknað nokkuð til lífsins í sinum allra síðustu leikjum og þykir okkur 1—1 jafntefli trúlegast, þó svo að West Ham hafi verið í fáheyrðum vigamóði undanfarna tvo leiki. Jafntefli (1—1). —gg n.k. og verður þá keppt I einhliSa-, tviliSa og tvenndarleik i fjórum aldursflokkum. þ.e. pilta-og stúlkna- flokki 16 — 18 ára, drengja- og telpnaflokki 14 — 16 ára, sveina- og meyjaflokka 12 — 14 ára og hnokka- og tátuflokki 12 ára og yngri. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til iþróttabandalags Akraness c/o Hörður R gnarsson. Höfðabraut 5. simi 1256. eða Viðis Bragasonar, Kirkjubraut 33, sími 1791 Einnig er unnt að fá upplýsingar hjá Hinrik Har- aldssyni i sima 2117 eða 1143 Verða þátttökutilkynningar að hafa borizt fyrir 4 marz til þess að unnt sé að taka þær til greina Þátttökutilkynningum þurfa að fylgja þátttökugjöld sem eru frá 300 kr — til 1 500,00 Reynt verður að sjá keppendum fyrir svefnpokaplássi og verða þeir, sem vilja notfæra sér það, að geta um það i þátttökutilkynningu sinni Þá hefur verið ákveðið að halda opið badmintonmót fyrir meistaraflokk á Akranesi 20 marz, ef næg þátttaka fæst. Er ætlunin að keppa i einliða og tviliðaleik karla og kvenna og tvenndar- leik Þátttökutilkynningar þurfa að ber- ast jþróttabandalagi Akraness fyrir 13 marz og þarf þátttökugjald. kr 800,00. aðfylgja með Nánari upplýs- ingar eru hægt að fá á sömu stöðum og um islandsmeistaramót unglinga ÞORLEIFUR TRYGGOIKA SIGUR Á SIÐUSTU STUNOU (1—1). Unglingameistaramótið í badminton verður á Akranesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.