Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 32

Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 32
\l (iLYSIM.ASIMINN ER: 22480 Jílorfliinblflíiiíi Al (»LY SIN'ííASÍMIXN ER: 22480 Jflorfjunlilotiili MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 Loðnuvertíðin: Lög um hleðslu skipa þverbrotin — segir siglingamálastjóri — EG HEF fylgst með loðnubát- unum, sem hafa verið að koma inn til Reykjavfkur í dag og í stuttu máli sagt hafa þeir allir verið ólöglega hlaðnir, sagði Iljálmar Bárðarson siglingamála- stjóri f samtali við Morgunblaðið f gær. — Þetta gengur kannski í góða veðrinu sem núna er, en hvað gerist ef veðrið versnar skyndilega? Á síidarárunum voru mikil brögð að þvi að bátar væru ólög- Iega hlaðnir, að sögn Hjálmars, o£ gerði Siglingamálastofnunin þá átak til að koma í veg fyrir slíkt, en árangurinn varð lítill, iá.a. vegna þess að dómstólar dæindu skipstjóra í svo lágar sektir að þær veittu ekkert aðhald. — Víð Víkingur væntanlegur um helgina TOGARINN Vikingur frá Akranesi lagði af stað i gær- kvöidi frá Noregi til íslands, en undanfarið hefur verið unnið að breytingum á skipinu þar. Sagði Valdimar Indriða- son, útgerðarmaður á Akra- nesi, að búast mætti við Vík- ingi til landsins á föstudaginn og ef allt gengi samkvæmt áætlun ætti skipið að geta far- ið til loðnuveiða um næstu helgi. Upphaflega var reiknað með að breytingum á skipinu yrði lokið fyrr, en þar sem skipta varð um skipasmíðastöð seinkaði Víkingi um hálfan mánuð. eyddum í þetta geysimiklum fjár- munum en árangurinn varð nán- ast enginn. Við höfum gefizt upp í baráttunni við ofhleðsluna, enda kannski ekki í okkar verkahring heldur fremur löggæzlunnar, sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að samkvæmt lögum mætti ekki hlaða sildar- og loðnuskip meira á tímabilinu október til apríl en að efri brún aðalþilfars við skipshlið. Kvað hann greinilegt að þessi lög væru þverbrotin, sérstaklega þó á skip- um, sem búið væri að byggja yfir. Sagði Hjálmar að sömu lög næðu yfir þessi skip. Yfirbyggingin væri mikið öryggisatriði en lögin heimiluðu ekki að hlaða mætti þau meira en áður, því styrkleiki skipanna væri sá sami og var fyrir breytinguna. Að lokum sagði Hjálmar Mbl. nánar frá því þegar gert var átak til að koma í veg fyrir ofhleðslu Framhald á bls. 19 A minni myndinni sést Jón Finnsson GK koma drekkhlaðinn inn til Reykjavíkur í gærmorgun. Á stærri myndinni sést Álseyin nýkomin með góðan afla, en í baksýn sér á Jón Finnsson og búið er að lOSa Skiniú (l.jósm. >lbl. Frióþjófurl. Einn kemur þá annar fer Akveðið að setja upp fullkomin hreinsitæki í Straumsvík Kostnaður áætlaður um 4.7 milljarðar AKVÖRÐUN hefur verið tekin um það af hálfu Alusuisse að setja upp fullkomin hreinsitæki I álbræðslunni f Straumsvfk, en kostnaður við uppsetningu þeirra Hættuástand fyrr við Kröflu en búizt var við LANDRIS hefur verið mun meira við Kröflu sfðasta mánuðinn heldur en jarðvfsindamenn höfðu búist við. Er jafnvel reiknað með að hættuástand kunni að verða á Kröflusvæðinu 3. — 5. marz. en ekki hafði verið reiknað með að landrisið yrði í hámarki fyrr en eftir miðjan marzmánuð, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings við Raunvísindastofnun Há- skólans. Sagði Páll að það sem gerzt hefði væri, að hinn mikli rishraði hefði haldizt lengur en búist hefði verið við og þá verið stuðst við þróunina á Kröflusvæðinu síðast- liðið ár. Landrisið hefur verið 9 mm á sólarhring að meðaltali þar sem það hefði verið mest frá því að sigið varð á svæðinu 22. janúar síðastliðinn. — Ef þessi þróun heldur áfram og skjálftar halda áfram að auk- ast eins og allt bendir til núna, þá má búast við að hættuástand kunni aðskapast á Kröflusvæðinu í byrjun marzmánaðar, sagði Páll Einarsson. Ekki sagði hann að jarðvísindamenn hefðu handbær- ar neinar skýringar á því hvað ylli svo miklum rishraða landsins að þessu sinni, en sagði að ekki væri ótrúlegt að ástæðan væri sú að kvikan, sem leitaði upp á við væri meira þunnfljótandi nú en áður og ætti því greiðari leið. Aðspurð- ur sagði Páii að það þyi fti ekki að þýða að goshætta væri meiri á Kröflusvæðinu nú en áður. Skjálftar hafa aukizt á Kröflu- svæðinu undanfarna daga og mældust þeir 20 á siðustu mæli- önn, þ.e. frá kiukkan 15 á mánu- daginn til 15 í gær. Jarðvísinda- menn munu nokkrir halda tii Kröflu um næstu helgi til að fylgjast með þróun mála á svæð- inu og m.a. fylgjast með sprungu- myndunum. mun nema um 4.7 milljörðum króna. Kom þetta fram á fundi f Sviss hinn 14. og 15. marz sem Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð- herra, ásamt Jóhannesi Nordal og Steingrfmi Ilermannssyni, átti með forstjórum Alusuisse, þeim mr. Meyer og dr. Múller en auk þess sátu fundinn þeir Halldór H. Jónsson stjórnarformaður og Ragnar Halldórsson, forstjóri Islenzka álfélasins. Heilbrigðis- ráðherra verður send skýrsla um nánar fyrirætianir og tfmaáætl- anir ÍSALS I þessum efnum fyrir 1. marz nk. í fréttatilkynningu iðnaðar- ráðuneytisins um viðræðurnar um hreinitækin segir svo: „Fundirnir hófust með umræð- um um uppsetningu hreinsitækja í álbræðslunni, þar sem lögð var rík áherzla á nauðsyn þess, að fullkominn hreinsibúnaður verði tekinn í notkun svo fljótt sem verða má. Af hálfu Alusuisse var gerð grein fyrir þvi undirbúnings- starfi, sem unnið hefði verið á þessu sviði sfðan á árinu 1972, en þá hófust tilraunir með tæki, sem islenski uppfinningamaðurinn Jón Þórðarson hafði hannað. Eft- ir tveggja ára tilraunir var ljóst, að þessi tæki gætu ekki náð tilætl- uðum árangri. Var þvi hafist handa með gerð nýs kerfis, er Framhald á bls. 19 Reynt að flýta stækkun kerskála 2: Samið við nýtt fyrir- tæki um minnihluta- aðild að ÍSAL? FORRÁÐAMENN svissneska fyr- irtækisins Alusuisse hyggjast freista þess að semja við annað fyrirtæki um að gerast minni- Tveir kunnir skipstjórar um fréttaflutning af loðnuveiðunuhi: „Eins og verid sé að fjalla um íþróttakeppni en ekki atvinnugrein” — LOÐN UNEFNDIN er að mfnu mati komin langt út fyrir sitt verksvið með fréttum, sem hún sendir af loðnuveiðunum og f jölmiðlar apa þessar fréttir sfðan upp eftir nefndinni með strfðsfyrirsögnum, sagði Krist- björn Árnason skipstjóri á Sigurði RE f samtali við Morgunblaðið f gær. Sagði Kristbjörn að honum fyndust fréttir af loðnuveiðunum jaðra við að vera óþolandi. — Þær hafa þó ekki önnur áhrif á mig en þau að fara óskaplega f taug- arnar á mér. Eg vona svo sannarlega að þessar fréttir hafi ekki þau áhrif á menn að þeir fyllist einhveju ofurkappi og gæti ekki fyllsta öryggis, sagði Kristbjörn. Gunnar Hermannsson, sem verið hefur með Eldborgina GK, tók mjög í sama streng og Kristbjörn. — Strax upp úr ára- mótum byrjuðu þessar fréttir og línur voru glóandi hjá fjöl- miðlum, sem vildu ná sambandi við bátinn, sem fékk fyrstu loðnuna, og siðan hefur lát- unum ekki linnt, sagði Gunnar. — Það er eins og verið sé að Framhald á bls. 18 hlutaeigand’i f tSAL f þvf skyni að flýta fyrir fyrirhugaðri stækkun kerskála 2, en með þessu móti telur Alusuisse unnt að tryggja bæði fjármagn til stækkunarinn- ar og markað fyrir viðbótarfram- leiðsluna. Kom þetta fram f viðræðum iðnaðarráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen, Jóhannesar Nordal og Steingrfms Hermannssonar við forstjóra Alusuisse á dögun- um, þar sem stækkun kerskálans kom m.a. til umræðu, en gert var ráð fyrir þessari stækkun í breyt- ingu samninganna við Alusuisse, sem samþykkt var á Alþingi á sfðasta ári, eins og segir í frétta- tilkynningu iðnaðarráðuneytisins um viðræðurnar f Sviss. Fram kemur í tilkynningunni, að vegna erfiðrar afkomu áliðn- aðarins hafi Alusuisse ekki enn ákveðið hvenær í þessa stækkun verður ráðist. Til að flýta stækk- uninni þannig að henni verði lok- ið á árinu 1978 hefur svissneska fyrirtækið nú tii athugunar að semja við annað fyrirtæki um að gerast minnihlutaeigandi i ÍSAL, en með því móti væri unnt að Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.