Alþýðublaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. október 1958
Alþýðublaðið
3
Alþýöublaöiö
Útgefandi
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingast j óri:
Ritstjórnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
AlþýOuflokkurian
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Aiþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10
Alþýðmi og efnahagsmálin
ÞJOÐVILJINN ræðir efnahagsmálin í forustugrebi sinni
í gx-r Og kemst að óveniulega skynsamlegum niðurstöðum.
Honum eru mjög í huga afleiðingar þess, að kjarabætur
Dagsbrúnarnranna ieiða til almennrar verðhækkunar í land
mu. Ummæli hans af Því tilefni eru meöal annars þess*:
„Það hefur nú um langt árabil verið föst regla, að allir
aðilar þjóðfélagsins hafa talið sig e.ga heimtingu á hverri
þeirri kjarabót sem Dagsbrúnarmenn ávnna sér, einatt með
íiarðri baráttu. Þegar Dagsbrúnarmenn hafa fengið kaup-
hækkun, er sama hækkun ekki aðeins auóðstt fyr_r öll önn-
ur verkalýðsfélög, heidur og fyrir öll launþegasamtök, allt
upp í hálaunuðustu embættismenn. Og jafnframt koma'
bændur, atvinnurekendur, heildsalar og kaupmenn og rík-
issjóður sjálfur og heimta — og fá — sams konar hækkanir
sér til handa. Afléið.ngin verður sú að eftir vissan tíma
hefur alit efnahagskerfið hækkað í sarr,ræmi við Dagsbrún-
arkaupið, þannig að rau.nverulega er alít í svipuðum skorð-
um og áður var. Dagsbrúnarkaupið er þannig orðið að vísi-
tölu, sem er látin hafa áhrif á alla þætti fjárhagslífsins.“
Hér er fjallað um mikið vandamál og í meginatriðum
komist að athyglivsreðum niðurstöðum. Út af fyrir sig er
fiáieitt, að hækkun á kaupi lægstlaunuðu þjóðfélagsþegn-
anna eigi skilyrðislaust að leiða til almennrar verðhækk-
unar. Enn fremur liggur í augum uppi, liver svikamylla
kapphlaup dýtíðarinnar og verðbólgunnar er orðið hér á
landi. Og loks ber þess að minnast, að sú aðferð að rétta
með annarri hendinni en taka aftur með hinni bitnar
harðast á verkalýðnum. Þess vegna hefur verkalýðshreyf
ingin löngum haft hug á því að leggja meiri áherzlu á
verðgildi launanna en krónutöluna.
Síðasta Alþýðusambandsþing bar gæfu til samstöðu í
efnahagsmálunum. Idins vegar varð allt of lítill árangur að
því samkomulagi. M ðstjórn Alþýðusarrþandsins reyndist
ekki þeim vanda vaxin að. móta raunhæfa og samræmda
stefnu í efnahagsmá’.unum, þegar til alvörunnar kom.
Heildarmynd þeirrar viðleitni verkalýðshreyf ngarinnar
minnkaði en stækkaði ekki á kjörtímabil nu. Slíkt var sann
arlega illa farið, hvort heldur á máb.ð er litið frá sjónar-
mlði samfélagsins alls eða' hagsmunir verkalýðshreyfingar-
innar einir haíð:r í huga. Og úr þessu þarf að bæta á næsta
Alþýðusambandsþingi með bví að ve'ja heildarsamtökunum
faglega sterka stiórn, sem getur aukið áhrif Alþýðusam-
bandsins :nn á við og út á við.
Alþýðuhlyaðið fagnar því, að Þjóðviljinn skulí komast
að þeim niðurstöðum, sem raun hefur á orðið í forustu-
grein hans í gær. En .feér þarf meira til en orðin, þótt
góð séu út af fyrir sig. Ef Þjóðviljanum er það áhugamál
að gera verkalýðshreyíinguna steréari og hæfari til að
leysa vanda efnahagsirjálanna, há ber honum að beiia
sér fyrir faglega sterkri stiórn í Alþýðusambandi lslands
á næsta kjörtímabili. Mistölcin á síðasta Alþýðusam-
bandsþingi mega ekki endurtaka sig. Alþýðusambandið
á að vera fyrir alþýðuna. Og Alþýðusambandið á og
þarf að taka höndum saman við ríkisstjórnina með fram-
tíðarlausn efnahagsmalanna fyrir augum, Það ér þjóð-
arnauðsyn.
Ríkisstjórnin hefur verið reiðubúin a@ starfa með verka-
lýðshreyf.ngunni og bændasamtökunum að lausn efnahags-
málanna. Það markar tímamót í íslenzkum stjórnmálum.
En hér er enn aðeins um vegamótin að ræða af því að mis-
tökin á síðasta Alþýðusambandsþingi táknuðu kyrrstöðu.
Framtíðarleiðin í efnahagsmálunum getur þá fyrst komið
til sögunnar, að alþýðusamtökln séu þeim vanda vaxin að
móta farsæla og samræmda heildarstefnu og bera hana
t'ram til sigurs í samstarfi við ríkisvaldið og vinstri meiri-
hluta á alþingi. Það tæk færi er fvrir hendi, ef það er rétt
notað.
Auglýdð í Alþýðuhlaðinu
Séra Björn Jónsson;
í nítján daga samfleytt skreið
flugmaðurinn rússneski fót-
brotinn í fönninni.
ÞEGAR MARASJEV kom til
meðvitundar aftur og hálfdof-
inn heilinn tók til starfa á ný,
varð hann þess áskynja, að
hann lá í fannþöktum furufrum
skógi og fann að hann hafði níst
andi kvalir í fótunum.
í fyrstunni var honum óljóst
hvað hann var að gera þarna.
En er síðustu stundirnar í Icft-
inu runnu aftur upp fyrir hug-
skotssjónum hans, svo ægilegar
sem þær voru, fylltist hann
skelfingu yfir þessum sársauka.
Var hann búinn að missa fæt-
urna?
Hann herti sig upp í að gæta
að því. Fæturn;r voru bögglað-
ir inn undir hann í einkenni-
legum beygjum, það var því lík
ast, sem þeir ættu þar ekki
heima. Hans fætur voru það þó,
fastir við bol hans enn, og í-
klæddir þungum flugstígvéinn.
um.
[ En þegar hann reyndi að rísa
upp á þá, var eins og glóandi
málmum væri stungið í hold
hans og hverjá einustu taug í
líkamanum. Og þá veittist hon-
um sú náð, að falla í ómegin,
enn á ný.
Það var ekki fyrr en nokkr-
um stundum síðar, að hann
raknaði við sér aftur, og nú
blandaðist kvölin í fótum hans
kuldadofanum í útlimunum, af
því að l'ggja úti í fönninni. —
Hann reyndi af öllu afli að gera
sér grein fyrir aðstæðunum.
Hér gat hann ekki haldizt við,
hví þá var honum dauðinn vís.
Burtu varð hann að komast,—
eitthvert. bangað sem hlýju var
að fá, lífsnæringu og læknis-
hjálp. En hvar var hann niður
kom'nn — og hvert átti hann að
halda? Honum var þungt yf.r
höfði, og bað var kvalræði að
burfa að hugsa. En smám sam-
an minntist hann þess óljóst,
hvaða erindi hann hefði verið
að reka. Hann hafði verið send-
ur, ásamt öðrum rússneskum
orustuflugmanni, til að vernda
sveit Iljushin sprengjuflugvéla
í loftárás á flugvöllinn við Star
aya, sem þá í apríi árið 1942, lá
að baki þýzku víglínunnar.
í fyrstunni hafði það verið
skemmtileg cg árangurs.ik at-1
höfn. Hann minnt st þess meö
grimmilegri gleði, að hafa séð
tvær þýzkar flugvélar, Ju-32,
steypast til jarðar á sínum eig-
in flugvelli, eftir að hann hafði
hellt yfir þær haglél. af kúium'.
En svo hafði skemmtunin tek
ið að gerast ögn vafasamari. —
Níu Messerschmitt orustuflug.
vélar höfðu farið að reka harma
sinna á rússnesku árásarflug-
vélunum, og umkringdu þær
Marasjev og hófu á hann skot-
hríð mikla,
Ein hinna þýzku óvmafiug-
véla kom nú í ljós og Marasjev
hélt niðri í sér andanum, vætti
varirnar órólega og beið eftii’
rétta augnablikinu til þess að
hleypa af. Dumbur og dvnkuf
lét eins og hamarshögg í eyr-
um hans og hjartað tók Lvala-
fullan kipp. Skctfærin voru
þrotin!
Kúlurnar frá Messerschmitt
vélunum dundu á stjórnklefan-
um, hreyfillinn hikstaði og nam
síðan staðar. Elugvélin nötraði
og stakkst á nefið til jarðar . . .
Það hafði enga þýðingu fyr.'r
hann, að leita lendingarstaðar
á snævi þakinni jörðinni fyrir 1
neðan sig. Hann gat ekkert að-
hafst og vélin rakst á toppinn
á háu furutré, splundraðist þar ]
í mola, en Marosjev sjáli'ur
hentist út úr stjórnklefanum .. . j
Hann hrökk upp úr þessum
hugleiðingum við þrusk á milli
trjánna skammt í burtu, og
gerði sér á samri stund ljósan
hinn grimma raunveruleika
augnabliksins. Hann greip and-
ann á lofti þegar hann sá hvers
kyns var. Stóreflis 'bjarndýr
yar á leið til hans í hægðum
sínum og starði á hann miskunn
arlausum rándýrsaugum. Þegar
björninn átti nokkur fet ófar-
in til hans, nam hann staðar,
þefaði út í loftið og reis upp á
afturfæturna.
í annað skipti varð Maresjev
eins og lamaður af óviðráðan-
legri skelfingu. En þó var eins
og einhver hulin hjálparvöld
kæmu honum til aðstoðar, og
hann reyndi að þreifast um
eftir skammbyssunni við híið
sér.
Á því broti úr sekúndu, er
líða kvnni áður en dýrið stj'kki
á hann, varð hann að geta mið.
að og hleypt á það banaskotí.
Þetta tókst. Þetta risavaxna rán.
dýr rak upp sjúklegt urr og
hné hægt til jarðar.
Flugmaðurinn var úttaugað-
ur og örmagna eftir fund sinn
við björninn, og þrátt fyrir níst
andi kulda sem á var. sló svita
út um hann allan. Kvölin í fót
um hans var þó ekki jafn mik-
il og áður, og settist hann nu
niður í snjóinn og tók að hug'Sa
ráð sitt.
Hve langt myíidi hann vera
frá rússnesku víglínunni? Svo
sem fimmtíu mílur? Eða kar.n-
ski hundrað? Hið eina sern
hann vissi með vissu, var það,
að til þess að komast hjá því
að verða tekinn til fanga, varð
hann að haMa í austurátt, allt-
af til austurs.
Hann fann fallna trjágrein og
notaði hana 'fyrir bráðabirgða-
hækju. Síðan tók hann að staul
ast í áttina, gegnum fönnina.
í þá nítján daga er nú tóku
við, leið Alexei Petravieh Mare
sjev, yfirlautinant, ægilegri
kvalir en hann hefði nokkru
sinni áður kynnzt. Þjáningarn-
ar í fótunum voru óþolandi, og
hann vissi að hann hlaut að
hafa brotnað illa. Hann þorði
ekki að fara úr stígvélunum,
Framhald á 9. síðu.
Ufatri úr Iteimi
31. MARZ í ár tilkynnti Sovét-
stjórnin að þar í landi yrði nú
hætt tilraunum með kjarnorku
vopn. Um þetta leyti var ný-
lokið umfangsmiklum kjarn-
orkutilraunum þar og vísinda-
menn þentu á að óhjákvæmi-
legt hefði verið að hætta til-
raunum til þess að rannsaka
árangur þann, sem náðst hefði.
Sovétstjórnin skoraði á hin
kjarnorkuveldin að hætta til-
raunum um leið, og skyldi þeim
frestað í eitt ár.
Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu um þetta leyti undirþú-
ið margar tilraunir og töldu
því ekki fært að fresta þeim, en
kváðust fúsir að ræða þessi
mál að loknum tili’aunum. Þeg-
ar í Ijós kom, að mögulegt er
að hafa eftirlit með kjarnorku
tilraunum þá tilkynntu Bretar
og Bandaríkjamenn að þeir
mundu hætta öllum tilraun-
um um eins árs skeið frá 31.
október n. k., þó með því skil-
yrði að Sovétríkin kæmu til
ráðstefnu um algert bann við
tilraunum með k]arnorkuvopn.
Allt virtist nú miða í sam-
komulagsátt. Gera mátti ráð
fyrir að tilraunum yrði hætt
og komið yrði á alþjóðlegu eft
irli-ti með því að samkomulagið
væri haldið. En þá berast þær
fréttir frá Bandaríkjunum, að
Rússar hafi sprengt kjarnorku
' sprengjur f Síberíu og loks lýsti
' Sovétstjórnin því yfir að hún
1 gæti ekki setið hjá er Vesfur-
veldin héldu áfram sínum til-
j raunum, og mundi nú sprengja
jafnmargar sprengjur og Vest
urveldin hafa gert frá 31. marz.
En jafníramt var tilkynnt að
Rússar myndu taka þátt í vænt
anlegri Genfarráðstefnu um eft
irlit með kjarnorkutilraunum.
■ Vesturveldin halda fast við
þá ákvörðun sína að hætta öll-
um tilraunum 1. október n. k.
í eitt ár ef Rússar gera slíkt hið
sama.
Það hefur valdið miklum.
vonbrigðum að Rússar skuli
hafa á ný hafið tilraunir. og
menn hljóta að draga mjög í
efa einlægni Sovétforingjanna í
þessum málum. Og öllum ætti
nú að vera ljóst að þessum til-
raunum verður ekki hætt fyrr
en á fót hefur verið komið al-
þjóðlegu eftirliti með því að
banni við þeim verði framfylgt.
Gagnslaust er að gera einhliða
ákvarðanir um þau efni eins og
Rússar gerðu.