Alþýðublaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.10.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Föstudag.ur 17. október 1958 verm#6ttK wmsms DANSLEIKJUM fylgir alltaf drykkjuskapur. Nýlega var frá Uví sagt að til átaka hefði komið milli eiginmanna, sem hefðu týnt konum sínum og dyravarða. Pústrar voru veittir og gióðar- augu með öllu tilheyrandi íjótu orðbragði og rifnum fötum. — JÉg spurði kunnugan hvaða íolk feað væri hélst, sem sækti dans- leikina, hvort hér væri um mik- íð af fulitíða fólki að ræða, lijón- um og miðaldra fólki. ,,NEI,“ svaraði hann. „Þetta «ru fyrst og fremst unglingar, það er að segja fólk á aldrinura 16 til 25 ára, en dálítið slæðing- ur af eldra fólki, en það er alltaf jsama fólkið. Það hefur vanið sig Á það að sækja dansleiki — og getur varla án þeirra verið“. •— iÞað er einmitt það. Það er hægt að venja sig á allt milli himins og jarðar og finnast ,að maður -geti ekki án þess verið þegar 'toúið er að venja sig á það. > ÞA® ER ALVEG eins hægt að -venja sig á það að fara ekki~S <iansleiki eða bíó eins og að venja sig á það að sækja þessa Ækemmtistaði. Það er hægt að venja sig á að drekka brennivín og finnast að ekki sé hægt að vera án þess eins og venja sig á að gera það ekki. Það er kannskf erfitt að venja sig á eitthvað eða af einhverju, en þegar maður er Hbúinn að því þá er það nautn. ÞÆR eru ekki alltaf farnar til fjár ferðirnar. Ekki að minnsta kosti hjá hjónunum, sem lentu i hafaríinu á dansleiknum. Kann ski voru börnin ein heima. — Dansskemmtunum fylgir drykkjuskapur. Það er hægt að venja sig á allt. Kreynsla kaupsýslumanns ins. Pétur losnar úr klípu. Mörg ljót dæmi eru um það úr borgarlífinu og hef ég áður nokkrum sinnum getið nokkurra þeirra. Það er höfuðsynd og ætti að kæra slíkt framferði, en fólki kynokar sér við það, því að ó- friður fylgir í kjölfETíið milli ná- granna. ANNARS mega menn ekki misskilja þessi orð mín. Það eru ekki nema tiltölulega fáir, sem láta skemmtanafýsnina taka af sér ráðin .Það er mjög hrópað upp um eyðslusemi ungs fólks, en mest ber á undantekningun- um. Ég ræddi við kunnan kaup- sýslumann einn daginn. Hann sagðist hafa komist á aðra skoð- un en hann hafði áður.um eyðslu semi ungs fólks hér í Reykjavík. Hundruð heimilisfeðra, ungra og gamalla ,skipta við hann á eirtn eða annan hátt. „YFIRLEITT er þetta reglu- samt fclk, sparsamt og gætxð í xjármálum“, sagði hann. „Þetta félk er eins og unga fólkið var, að minnsta kosti ekki eyðslusam ara. Hitt er annað mál, að nú eru allt aðrir tímar. Þá voru til undantekningar, menn sem öllu eyddu og skeyttu ekkert . um írnmtíðina. Þetta fólk er líka til nú, en það er alger undantekn- ing.“ KAUPSÝSLUMAÐURINN kvaðst vera miklu bjartsýnni á framtíðina eftir að hann hafði komist á þessa skoðun, — og ég trúi því. Unga fólkið er dugmik- ið nú til dags — og það ér fyrir- hyggjusamt. Við megum ekki láta undantekningarnar blekkja okkur. PÉTUR skrifar: „Nokkuð er um það deiit, hvort fólk eigi að þérast, eða þúast. Ég er gamall maður og vandist því öll míyi uppvaxtarár og lengur, að Véra allt ókunnugt fólk. Nú má heita að allir þúi mig. afgreiðslufólk í búðum, póstsendlar, rukkarar og fleiri. ÉG VAR LENGI á báðum átt- um hvernig ég ætti að snúast við þessu; kunni t. d. illa við að þúa ungar búðarstúlkur. En nú hef ég- tekið upp alveg nýja venju. Ég þéra alla sem ég þekki ekki, þó þeir þúi mig. Síðan ég tók upp þesso venju hefi ég e /4 átt í n.einum vanda með „þú“ eða ,,þér“. Hannes á iiorninu. A.S. V.: Fl'MMTA þing Alþýðusam- bands Vestfjarða, sem haldið var á ísafirði 27. og 28. septem- ber, gerði ýmsar ályktanir, Þar á meðal um landhelgismál, at- vinnumál og kaupgjalds- og .kjaramál. Fara þær hér á eftir: LANDHELGIN. 1. 15. þing Alþýðusambands Vestfjarðar haldið á ísafirði 27. t.l 28. sept. 1958 fagnar út- Tærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur og lýsir yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar. Þing ð lýsir yfir sérstakri á- íiægju sinni með þá ákvörðun, að bannaðar efu togveiðar á 12 mílna svæðinu úti fyrir Vest- fjörðum og þakkar þá viður- kenningu á lífsnauðsyn Vest- ■firðinga. ■Þinglð skorar á ríkisstjórn- dna að framfyigja ákvörðxinum -þessum með öllum eðlilegum ráðum, þrátt fyrir ofbeldisað- gerðir þær, sem brezk stjórnar- völd hafa gripið til. Þingið fagnar þeim yfirlýsing um íslenzkra stjórnarvalda að «kki koirvi til samninga við brezk eða önnur erlend stjórn. arvöld um fiskveiðilandhelgina. - Þlngið fordæ-mir þær aðgerð- jr,Breta að verja með herskip- um veiðiþjóðnað í íslenzkri fisk "veiðilandhelgi og að hafa með vopnavaldi meinað íslenzkum löggæzlumönnum að inna skyldustörf sín af höndum. — Jbngið telur þessar aðgerðir brezkra stjórnarvalda, eins af forysturíkjum Atlantshafs- bandalagsins, þess eðlis að ís- ienzkum stjórnarvöldum beri að endx:rskoða afstöðu til banda lagsins með það fyrir augum að ísland segi sig úr því. 2. 15. þing ASV fagnar þeim einhug þjóðarinnar sem fram hefur komið í landhelgismál- inu og væntir þess að brezkunx herskipum verði neitað um alla Þjónustu aðra en þá sem nauðsynleg er af mannúðará- stæðurn. Þingið lýsir því yfir, að það telji að alls ekki eigi að heirn- ila lierskipunum, sem vernda brezku veiðiþjófana í fisk- veiðilandhelgi Islands, að flytja sjúka skipverja sína til lands, a. m. k. á meðan ekki hlýst manntjón af ofbeldisað- gerðum veiðiþjófanxia og verndara þeirra. Jafnframt lýsir þingið yfir andúð sinni á byí að yfirstjórrs landhelgisgæzlunnar skuli hafa stöðvað starfsmenn henn ar við. skyldustörf þeirra nú nýverið út af Patreksfirði. ATVINNUMÁL. 1. 15. þing ASV skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að sjá um það, að allt árið verði. sterk varðskipagæzla hér fyrir Vest- fjörðum íullkomin skipasmíða- bátaflotann vegna ofbeldis- verka brezka flotans og til gæzlu á hinni nýju fiskveiði- landhelgi. 2. 15. þing ASV skorar á Al- þingi og ríkizstjórn að vinna að því að byggð verði hér á Vest- fjörðum fulkomin skipasmíða- stöð, sem geti tekið að sér við- gerðir og smíði stærri skipa. 3. 15. þing ASV skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að tryggja það, að Fiskveiðisjóður Islands hafi alltaf nægilegt fé til út- lána tll þeirra verkefna, sem honum eru ætluð, Þingið telur, að nauðsynlegt sé að lengdur verði lánstími til smærri fiski- báta. 4. 15. þing ASV lýsir ánægju sinni yfir aukningu fiskiskip.a- flotans og fiskvinnslustöðva. — Og telur nauðsyn á að stefnt sé áfram að auknu atvinnuör- yggí. 5. 15. þing ASV lýsir ánæ-gju sinni með þann áfanga, sem náðst hefur í rafvirkjun Vest- fjarða. Þá skorar þing ð á Alþingi og ríkisstjórn að haldið verði á- fram á sömu braut, þar til raf- væðingu fjórðungsins er að fullu lokið. - KAUPGJALDS- OG KJARAMÁL. 15. þing Alþýðusambands Vestfjarða samþykkir eftirfar- andi: 1. að fela stjórn ASV að óska eftir því við Vinnuveitendafé- Framhald á 11. síðu TENAFLY, New Jersey. — Dr. Virginia Apgar leikur ekki að- eins á hljóðfæri í frístundum sínum, heldur býr hún hljóð- færin einnig til. Hérna sést, hvar hún er að búa til fiðlu í svefnherbergi sínu. Að baki henni, við hliðina á verkfæra- borðinu, er víóla, sem hún hef- ur líka smíðað. Það tók hana 10 mánuði að smíða víóluna, og nú leikur hún m. a. á hana í kvartett með vinum sínum. Hún hefur leikið í hinum og þessum hljómsveit- um um ævina og er nú meðlim ur kammertónlistarklúbbs á- hugamanna í New Yorkborg. Dr. Apgar býr hljóðfærin til eftir teikningum, sem hún hef- ur fengið frá Rómaborg. Mikil vinna er fólgin í því að smíðá fiðlu — það þarf að skera út, meitla, líma, spengja saman og nota viðarfyllingu: Því næst er fiðhikassinn sléttur meðþví að núa hann vandlega með sandi. 14 lög af gljákvoðu eru borin á hann, og er hvert lag núið á með hendinni. Ekkert er borið á fiðluhálsinn, heldur er hann aðeins sléttur með kalkúnabeini, Dr. Apgar býst við, að hún verði sex mánuði að smíða fiðluna, og að því loknu ætlar hún að leggja í að smíða knéfiðlu. Sérgrein dr. Apgar eru svæf ingalækningar. Hún er forstjóri svæfingadeildarinnar við Col- umbia-Presbyterian sjúkrahús ið í New Yorkborg og prófessor Við læknadc^’d Ccjjumbíahá- skóla. Hljóðfærasmíðina lærði hún af einum sjúklinga sinna, en á fiðlu hefur hún leikið frá því að hún var barn. Yngsti gíraffinn Verði á gíröffum fyrir dýragarða hefur Iækkað sakir þess live mikil fjölgun hefur orðið í dýragarðinum í Kaupmanna- höfn. Mynclin sýnir yngsta gíraffan í dýragarðinum, nokkrum klst. eftir að hann fæddist. Móðirin, sem. einnig sést á mynd- inni lieitír Elsi og er fjögurra ára, en ekki er geíið um, hvað sá litli heitirj scnnilega er hann óskírður enn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.