Alþýðublaðið - 21.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ m | í rigningu og kalsa f e,M.í eru hinar alþektu, ágætu, nýtízlm. Waterproofskápur, sem nú eru aftur komnar í verzlunina, Ódýrustu og um leið hlýustu yfirhafnirnar, sem hægt er að fá. Kápurnar eru fyrir konur og karla, unga og gamla; : : svartar, bláar og gráar. : : SJSgjF' Berið saman gæðin og verðið nú við verðið og gæðin fyrir stríðið. Árni Eiríksson, vefnaðarvöruverzlun. Cltimór frá móvinsluimi í Alísnesi er kominn til bæjarins. — Peir sem vilja fá góðan mó til vetrarins, ættu að senda pantanir sem fyrst. — Tekið á móti pöntunum á skrifstofum <3Zatfian & <Blsan og Sigurj. <3íturss. jRoli konnngor. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konunqs. (Frh.). Edward sagði reiðilega: „Hall- ur, mér finst þú ættir að hætta við þetta samræðuefni. Eg er viss um, að Cartwright mun fús til að biðja þig afsökunar á þessum mjög eðlilega misskilningi sín- um —“ »Auðvitað“, mælti Cartwright. „Og éta slúðrið oian í yður aftur?“ spurði Hallur. „Með ánægju“. »Ágætt. Viljið þér lána mér blek og penna!“ Námustjórinn og Edward gláptu hvor á annan. En Hallur gekk að skrifborðinu og tók að skrifa og lesa hátt, það sem hann skrif- aði, orð fyrir orð. „Eg viðurkenni hér með, að það sem eg hefi sagt um siðgæði Joe Smiths, er ósatt, og að eg sagði það, án þess að taka tillit til þess, hve eyðileggjandi það er“. Hallur rétti svo Cartwright pappírinn og pennan. .Gerið svo vel að undirrita þetta“. Cartwright vissi ekki, hvernig hann átti að losna úr þessari klípu. Edward reyndi aftur að hjálpa honum, en Hallur hlustaði ekki á þá. „Mér finst, að það sé skylda þín Edward, að hjálpa mér til þess að verja æru mína!“ „Barnahjal, Hallur, hér er ekki um þína æru og nafn að ræða“. „Þetta er nafn mitt í hópi all- margra manna, sem treysta mór*. Hann þrjóskaðist við og rétti fram miðann. „Ætlið þér að skrifa undir?“ Edward fann ekkert annað ráð og mælti því: „Það er líklega bezt að þér skrifið undir“. Eftir augnabliksumhugsun tók hann miðann og skrifaði undir; Hallur þerraði blekið, braut saman mið- ann og stakk honum í vasa sinn. XV. Þetta var lítilsháttar sigur fyrir Hall, en hann flutti hann ekki nær markinu. Og þegar hann reyndi að brjóta upp á umræðun- ura um hinar fjórar kröfur verka- mannanna, fann hann að þolin- mæði námustjórans var þrotin. „Eg hefi svarað yður“, sagði Cartwright, „og eg byrja ekki á því að ræða um það mál aftur“. „Gott og vel“, sagði Hallur, „fyrst þér neitið að leyfa nefnd, frá verkamönnum yðar, að semja opinbarlega og í fullri alvöru við yður, þá tilkynni eg yður sem einstaklingur, að sérhver einstak- Iingur annar í héraðinu neitar að vinna fyrir yður, unz hann hefir hlotið fulla viðurkenningu á rétti sínum“. Námustjórinn lét ekki þessa kaldhæðni á sig fá. „Það, sem eg segi yður hér með, er að vinnan í námu númer tvö byrjar á morg- un, og að sérhver, sem neitar að vinna, verður áður en kvöld er komið rekinn með valdi burtu úr héraðinu". Það var svo að sjá, sem ekk- ert hefðist upp úr því, að ræða þetta meira. En Hallur var i ess- inu sínu, og auk þess var bróðir hans viðstaddur, og hann hafði óstjórnlega löngun til þess að lenda í erjum við hann. Sýning Ríkarðs Jónssonar verður opn- uð í Barnaskólanum á morgun kl. 1. Verður annars opin kl. 10-7 Saltkjðt, fyrsta flokks, ágætis dilkakjöt austan af Fljótsdalshéraði á 1,30 x/a kg. Lægra verð í heilum tunnuW Yerzlun Skógafoss. Sími 353. Skemdar kartöflur, ág*tt skepnufóður, til sölu í Kaupfélagi Reykjavfkur, Gamla bankanum. Saltkjöt, í smásölu og stór- kaupum, ódýrast í KaupfélaS1 Reykjavfkur, Gamla bankanum. Alþbl. kostar I kr. á mánufli*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.