Alþýðublaðið - 21.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið O-efiö tít »f Æ.lþýðuAolcl£xiiim. 1920 Laugardaginn 21. ágúst. 190. tölubl. Unðarlega tiltækið. Það er fátt sem mönnum hefir orðið tfðræddara um en það til- tæki íslandsbankastjórnarinnar, að auglýsa það erlendis, að seðlar bankans yrðu ekki innleystir þar. Mörgum hefir dottið í hug að þetta væri gert til þess að rýra álit íslenzkra fjármála erlendis, en hvers vegna ætti Islandsbanki að óska að gera það, þar sem það hlaut að koma honum sjálfum í koll. Það er því fult svo sennilegt að megnt fjármálaóvit hafí ráðið íáðstöfun þessari, þó mörgum kunni að virðast það ærið ótrú- legt að bankastjóri £ íslandsbanka skuli hafa minna fjármálavit en það, sem gera má ráð fyrir að hver búðarloka í sveitaverzlun hafi. Hver áhrif hefir þá þetta tiltæki haftr Til þess að gera sér það í hug- arlund þarf fyrst og fremst að gera sér vel ljóst hve óvenjulegt atvik er hér á ferðinni, en óvenju- ^eg atvik vekja, svo sem kunnugt er, æfinlega margfalt meiri eftir- tekt en hin, sem venjuleg eru. Hér var því á ferðinni sú frétt sem í sjálfu sér er merkileg, og ^uk þess alveg óvanaleg, svo það Þarf ekki að undra þó flygi fiski- sagan. Og hvað áttu menn svo að hugsa nema það eitt (sem reynd- *>" hefir sýnt sig satt að reynast) að landið væri í hinni mestu fjár- *reppu, og er enginn vafi á því *ð íslandsbanki hefir með þessu e>gi aðeins spilt lánstrausti íslands ., (°g sjálfs sín) í Danmörku og hin- UQl öðrum Norðurlöndum, heldur eianig í Bretlandi. í'að hefir aldrei verið minst á Fað hve afskaplegum óþægindum einstakir menn urðu fyrir, sem voru staddir erlendis, og höfðu alt *b sitt í íslandsbankapappfrsseðl- Um< e,» vel mætti rita um það '*ngt mál, og svo mikið er víst, *ð ótra sú, sem með þessu hefíí verið vakin á íslenzkum banka- seðlum, og yfirleitt á fslenzkum fjármálum, þarf hálfan mannsaldur eða meira til þess að hverfa. Þannig getur einn glópur á svip- stundu rifið niður það sem heil þjóð hefir í mörg ár verið að byggja upp. f>að var óþarfi. Alþbl. 4tti nylega tal við einn af stærstu kaupsýslumönnum þessa Iands, sem var staddur erlendis þegar séðlar íslands voru auglýstir óinnleysanlegir. „Þetta tiltæki bankans," sagði kaupsýslumaðurinn, „var algerlega óþarft, þar sem útflutningur á bankaseðlum, néma smáupphæð- um var bannaður. Áuðvitað mátti búast við því að menn iyttu bankaseðla út, samt sem áður, en það var hægurinn á fyrir íslands- banka að benda aðalviðskiftavin sfnum í Khöfn á það, að innleysa ekki stórar upphæðir í seðlum, þvf þær gætu ekki verið löglega fluttar í milli, og f versta falli gat hann auglýst það hér heima, að seðlarnir yrðu ékki innleystir; það er óvíst hvórt það hefði þá vakið nokkra eftirtekt erlendis; en sem sagt, einnig það var óþarfi." €rlesii simskeyti. Khöfn, 20. ágúst. Pólska stríðið. Frá Varsjá er sfmað, að Pól- verjar hafi náð Pultusk aftur og tekið 3000 fanga. Pilsudski |for- seti Pólverja og æðsti hershöfð- ingij segir að það vofi nú yfir bolsivfkahersveitunum við Varsjá að verða umkringdar. Wrangel. Frá París er símað, að stórar orustur standi nú á Krfmherstöðv- unum. Pýaku kolin. Frá Rotterdam er sfmað, að Þjóðverjar séu nú byrjaðir að af- henda Frökkum kolin. Erlen<i mynt. Khöfn 20. ágúst. Sænskar krónur (100) kr. 138,25, Norskar krónur (100) — 100,00 Frankar (100) — 48,50 Pund sterling (1) — 24,40 Dollar (1) — 6,80 Þýzkí mörk (100) — 13.65 yrá Jíorlmoisiium. Listi yfir óll skip Norðmanna, þ. e. segl- skip yfir 50 smál. og gufuskip og mótorskip sem eru yfir 25 smál., er nýkominn út. AIIs eru talin þarna um 4000 skip, og er list- inn mjög fróðlegur, því hann gef- ur margvfslegar upplýsiingar um skipin. Fyrir þá, sem kynnu að vilja eignast hann, skal þess getið, að hann heitir á norsku: Register over Norges Handelsfiaate, Utgit av Sjöfartskontoret. Tinðs-járnbrantin. 1. júlí tók norska rfkið við rekstri Tinós-járnbrautarinnar, en áður átti brautina fossafélagið Norsk Hydro. Mótorskip „Proyen 3" kom sfðast f júlí he<m til Noregs úr Spitebergen för. Höfðu þeir mist 3 menn, sem hurfu er þeir voru f æðardúnsleit á Spitzbergen. Var þeirra leitað árangurslaust f 4 daga. Tveir þeirra voru synir skipstjórans. L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.