Alþýðublaðið - 25.10.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. október 1958
5
A 1 þ ý ð u b 1 a 5 i 8
Æviágrip 1000 Yestur-lslend
inga koma út á næsta vori
Haldið verður áfram að safna heim*
ifdum um íslendinga vestan hafs
í JÚNÍMÁNUÐI fóru þrír
Islendingar vestur uni haf til
þess að safna efni í æviágrip
Vestur-Islendinga. Þremenn-
ingar þessir voru Árni Bjarn-
arsson, Steindór Steindórss. og
séra Benjamín Kristjánsson á
JLaugalandi. Auk þess var kona
Árna með í förinni, svo og Gísli
Ólafsson, lögregluþjónn á Ak-
sireyri.
Dvalizt var vestan hafs til
septemberloka og ferðazt um
flestar íslendingabyggðir í
Kanada og margar í Bandaríkj-
unum. Árni Bjarnarson, sem. er
formaður stjórnskipaðrar
nefndar, er vinna skal að aukn
um menningaíts-ngslum Islend-
inga vestan hafs og austan,
ræddi við blaðamenn í gær um
árangurinn af förinni í sumar.
UM 1000 ÆVIÁGRIP
Þeir félagar hafa þegar skrá-
sett um 1000 æviágrip Vestur-
íslendinga og safnað myndum
af þeim flestum. Tók Gísli
myndir af þeim, sem ekki áttu
myndir af sér, svo og ýmsu
fleiru, sem ástæða þótti til, á 7.
hundrað alls. Undirbúningur að
prentun er hafinn og verður
séra Benjamín ritstjóri verks-
ins, en. þeir Árni og Steindór
starfa að útgáfunni með hon-
um. Búizt er við, að verkið
kom; út að vori, en ekki er af-
ráðið, hver gefur æv.ágripin
út.
HALDIÐ VERÐUR ÁFRAM
25 aðstoðarmenn nefndarinn-
ar vestra halda áfram söfnun
æviágripanna og berast þau
stöðugt hingað til lands. Er tal-
íð, að 45—50 þúsund íslend-
ingar séu búsettir vestan hafs.
Einnig er í ráði að safna ævh
ágripum látinna manna Fer
einhver vestur í vetur til að
vinna að áframhaldi á starfsemi
þessari. Þess skal getið, að al-
þingi veitti 30 þús. kr .styrk til
yesturfararínnar sl. sumar,
ÁRSRITIÐ „EDDA“
Árni Bjarnarson hefur gefið
út ársritið ,,Eddu“, tileinkað
sameiginlegum: málefnum ís-
lendinga austan hafs og vestan.
Dreifði hann 3. árgangi í ferð-
inni í sumar. í það hefi rita
jnargir þjóðkunnir menn, sem
of langt yrði upp að telja. Er
lieftið 240 bls. í allstóru broti.
Þá fiuttu þeir Árni og Steindór
erindi víðs vegar í ferðum sín-
«m vestra.
HANDRITUM SAFJVAÐ
í vesturförinni sáfnaði Árni
tniklu af handritum, sem hami
hafði heim með sér og mun af-
henda Landsbókasafninu, eftir
að hann hefur farið yfir Þau.
Annars má búast við, að þessu
hefði verið glötun búin, enda
hefur margt íslenzkra handrita
far.ð forgörðum vestan hafs, t.
d. í flóðunum miklu í Winni-
peg fyrir nokkrum árum. Þó
hefur mikið af handritum farið
t.l Manitoba-háskóla og þannig
varðveitzt. Þá hyggst Árni af-
henda Þjóðminjasafninu mynd
ir, sem hann safnaði, en taka
kópíur. af þeim fyrst.
Ræða forseta
(Frh. af 1 síðu.J
ur óvinur var sigraður. En von-
in lifir og leitar í sama farveg.
Raunveruleikinn er sjaldnast
samur við hugsjónina. Því ættu
mannanna börn að verá farin
að venjast. Hinar Sameinuðu
þjóðir eru engin undantekning.
En þær eru samt einn skýrasti
voturlnn um það, að hin innri
rödd, sem! kallar á frið og bræð.
ralag þagnar aldrei, þó vopna-
gnýr stundum yfirgnæfi.
Kjörorðið í dag í minningar-
ræðum 80 þjóða er þetta: „Ger-
um okkur far um að lifa sam-
an í fiði, sem góðum nágrönnum
sæmir.“ Þessi ummæli standa í
stofnskránni og guð gefj þeim
sigur“.
Ræða forestans mun birtast í
heild í blaðinu á morgun.
Tólflð norræna iðnþingið
nýafsfaðið í Osló
íslenzkur fulltrúi sótti þingið.
Hvorki áróður né hernaður dugar
kínverskum kommúnisfum...
Sagði Dulles eftir heimkomuna. Skothríð haf-
in að nýju á Quemoy.
Féiagslíf
Skrifstofa ÍR.
Verður opin mánudaga. þriðju
daga, miðvikudaga og fimmtu
daga kl. 5 til 7. Framkvæmda
stjór; félagsins gefur allar
upplýsingar um vetrarstarfið
og tekið verður á móti árs-
og æfingargjöldum. Skrifstof
an er í ÍRjhúsinu (niðri) og
og eru félagar hvattir til að
hafa samband við hana. Sím-
Inn er 14387.
Stjórn ÍR.
1 í 5 . ( . , F'i í . f ;'i .jí-uti a> 11 i.;. i
VISIRINN að samvinnu'
landssambanda iðnaðarmanna
á Norðurlöndum var fundur
forustumanna iðnaðarins í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð
1912. Var á þeim fundi ákveð-
ið að efna til norrænna iðn-
þinga með þriggja ára milli-
bili. Hefur sá hátur verið hafð
ur á síðan, að undanteknum
stríðsárunum, en þá lögðust
iðnþing niður. Árið 1924 tók
Finnland fyrst þátt í norrænu
iðnþingi og 1934 bættist ísland
í hópinn. Var það iðnþing. háð 1
í Kaupmannahöfn og sat það
Helgi H. Eiríksson, þáverandi
skólastjóri frá Landssambandi
iðnaðarmanna.
RÆTT UM
FRÍVERZLUNARMÁLIN.
Á iðnþingi því, sem nú er
nýlega lokið í Osló voru eink-
um tveir málaflokkar til um-
ræðu, fríverzlunarmálin og
iðnfræðsla. Var- haldinn fyrir-
lestur um hið fyrrnefnda af
Norðmanninum Kaare Peter-
sen. Lagði hann áherzlu á
þann ávinning, sem Evrópu-
^þndum væri af fríverzlun.
Hins vegar kvað hann nauð-
synlegt, að hægt væri af stað
farið, svo að löndin gætu smám
saman vanist hinum breyttu
aðstæðum.
Um iðnfræðslu talaðí skóla-
stjóri „Oslo tekniske Skole“
Egil Einarsen. Ræddi hann m.
a. um þær breytingar, sem
tækniþróunin hefði á nám iðn-
aðarmannsins. Rakti hann síð-
an í stórum dráttum hugmynd
ir sínar um framtíðarskipan
iðníræðslu. Lagði hann mikla
áherzlu á nauðsyn þess, að þeir
iðnaðarmenn, sem kæmu til
með að stunda atvinnurekstur,
yrðu vel undir það búnir hvað
þekkingu snertir á sviði at-
vinnurekstrar og viðskipta.
Miklar umræður urðu um
þessi mál og kom ýmislegt
fram í þeim, sem var lærdóms-
ríkt.
Krisiniboðsvikan
í húsi KFUM og K.
Samkoma í kvöld kL8,30
Ræðumenn: Ingþór Indriða-
son stud. theol og Gunnar Sig
urjónsson cand. theol,
Allir velkomnir.
Við þingsetninguna voru
ýmsir gestir, m. a. Gustav
Sjaastad, iðnaðarmálaráðherra
Noregs og sendiherrar Norður-
landa. Flutti iðnaðarmálaráð-
herra þinginu kveðjur ríkis-
stjórnar Noregs.
Stjórn Norræna iðnsam-
bandsins er skipuð formönn-
um iðnsambanda Norðurland-
anna fimm, en þeir eru: Trygve
Fredriksen, Noregi, Poul Pers-
son, Danmörku, Lauri Viljan-
en, Finnlandi, Stig Stefansson,
Svíþjóð og Björgvin Frederik-
sen, íslandi. Núverandi for-
maður sambandsins er Stig
Stefánsson, Svíþjóð og verður
næsta iðnþing háð í Stokk-
hólmi eftir þrjú ár.
Washington og Taipeh,
föstúdag.
EG ER sannfærður um, að
kínverskir kommúnistar muni
hvorki ná takmarki sínu með
hernaðaraðgerðum né áróðurs-
herferð, sagði John Foster DuII
es, utanríkisráðherra, í dag eft-
ir fund sinn með Eisenhower
i'orseta, en fyrir hann hafði
hann lagt skýrslu um þriggja
dag viðræður sínar við Chiang
Kai-Shek á Formósu. Er Dulles
kom til Washington snemma í
morgun ,lagði hann áherzlu á,
að viðræðurnar hefðu verið hin
ar ánægjulegustu.
Ráðherrann lýsti því yfir, að
hann teldi stefnu þjóðernis.
sinna bæði skynsamlega og á-
kveðna. „Chiang Kai-Shek, for.
seti, er að reyna að vinna aftur
Kína með friðsamlegu móti. —
Stjórn kínverskra Þjóðernis-
sinna telur það köllun sína að
afla íbúum meginlandsins aftur
frelsis, ekki með valdbeitingu,
heldur með því að veita með
hegðun sinni fordæmi, er stufkl
ing hljóti meðal Kínverja á
meginlandinu“, sagði hann,
SKILJA Æ BETUR HÆTT-
UNA AF KOMMÚNISTUM.
Hann kvað öll frjáls Austur-
lönd skilja æ betur, að komm-
únisminn væri banvæn hætta
cg væri vilji þeirra til að standa
gegn íhlutun kínverskra komm
únista nú meiri en nokkru sinni
— Hann bætti því við, að end-
urtekning skothríðarinnar á
Quemoy væri frekar sálfræði-
legs en hernaðarlegs eðlis.
SKOTHRÍÐ HAFIN
AÐ NÝJU.
Fyrri hluta dags í dag tóku
skotin aftur að falla á Quemoy
eftir 23 tíma hlé. Jafnframt
héldu góðar heimildir í Taipeh
því fram, að þjóðernissinnar
hefðu hafíð brottflutning liðs
frá Quemoy og Matsu, og er
það í samræmi við samkomulag
Dulles og Chiangs.
Á þriðfa hundrað farþegar milli landa
hjá FEugfélagi íslands í gær
MIKIÐ annríki hefur að
undanförnu verið í millilanda
flugi Flugfélags íslands og í
dag voru nokkuð á annað
hundrað farþegar fluttir milli
landa.
Millj íslands og útlandi
voru fluttir 201 farþegi og
nokkrir milli Glasgow og Kaup
mannahafnar.
í birtingu í morgun fóru
Gu'llfaxi, undir stjórn Jóhann-
esar Snorrasonar og Sólfaxi
undir stjórn Snorra Snorrason
ar frá Reykjavík til Kulusuk í
Grænlandi.
Flugvélarnar komu báðar
aftur um og eftir hádegi; Gull
faxi til Reykjavíkur og Sól-
faxi ti] Keflavíkur.
Sólfaxi fór fljótlega aftur tii
Kulusuk og Syðri-Straumfjarð
ar á vesturströnd Grænlands
þar sem hann verður í nótt, en
Gullfaxi fór eftir stutta við-
dvöl í Reykjavík, til Glasgow
og Kaupmannahafnar.
Hrímfaxi kom til Reykja-
víkur frá London um fimm-
leytið og fór aftur beint til
Kaupmannahafnar kl. 6 full-
skipaður farþegum.
Söngskemmtun GuÖrúnar Tómasdóttir
UNGFRÚ Guðrún Tómjasdótt
ir hélt sína fyrstu söngskemmt-
un í Reykjavík í Gamla;Bíói í
gærkvöldi. Ungfrúin bauð upp
á óvenjumúsíkalska efnisski'á,
sem unun var á að hlýða.
Rödd ungfrúarinnar er ekki
mikil, en hún fer sérlega vel og
gáfulega með hana. Nokkuð
má segja að skort hafi á drarna-
tíska túlkun hjá henni á köfl-
um, vegna takmörkunar radd-
arinnar, Því að sýnilega ekki
skortir skilning eða innlifun í
viðfangsefnið.
Óþarfi er að telja upp ein-
stök atriði efniskrárinnar, en
vert er að geta sérstaklega laga
flokkanna „Frauenlibe und Leb
en“, eftir Schumann og spönsku
þjóðlögin de Falla, auk Le Vio-
lette eftir Searlatti. Þá voru ís-
lcnzkti lögin og mjög vel val*
ar syndir
Framhald á 5. síðu.
„korni mörgum fyrir sjónir
sem ósvikin ögrun“.
í Póllandi hefur Gomulka
forsætisráðherra skorið upp
lierör gegn „n^ótmælendun-
um“, sem studdu hann til
valda. I ræðu, sem hann flutti
í miðstjórn kommúnistaflokks
ins Jagði hann áherzlu á, að
,bráðasta verkefni“ flokksins
um þessar mundir væri að losa
skólana, leikhúsin, bókmennt
rnar Og biöðin við „eiturtung''-
ur nýstefnumannanna“.
Mennlngarsjéður
Framhald a£ 12. síðu.
um, og auka þær verulega á
gildi hennar.
„Höfundur Njálu“ og. ,,Frá
óbyggðum“ eru prentaðar í
Odda, en .Þjóðhátíðin 1874“ í
prentsmiðju Hafnarfjarðar. —
Allar eru bækurnar mjög vand
aðar að frágangi.
Nýr togari
Framhaiö af 1. síSn.
vinnutækjanefndar og ákvað að
kaupa tólf 250 lesta togara.
Togararnir munu skiptast
sem hér segir á hina ýmsu staði
— (1 á hvern stað): Dalvík, Bol-
ungavík, Akureyri, Eskifjörð,
Reyðarfjörð, Siglufjörð, Bíldu-
dal, Neskaupstað, Norður-Þing
eyjarsýslu, Norður-Múlasýslu,
Þingeyri og líldega Hólmavík.
Þessir 250 lesta togarar hafa
líka svo vel, að til mála hefur
komið að kaupa þrjá tí 1 viðbpt-
ar. Ekki hefnr þó enn verið a£-
ráðið hvort af því verður.
in og sérlega vel sungin. --
Fritz Weisshappell aðstoðaði
ungfrúna ágætlega.
Þetta var rrtjög menningarleg
söngskemmtun. •— G.G.
„Ailír jynir mínir"
frumsynd annað
kvöld
FRUMSÝNING á „Allir syn-
ir mínir“, eftir Arthur Miller
verður í Iðnó annað kvöld á
vegum Leikfélags Rvíkur. —
Leikstjórí er Gísli Halldórsson.
Þýðinguna hefur Jón Oskar
gert. Meðal leikenda eru Bryra-
jólfur Jóhannesson, Helga Vaí-
týsdóttir og Helga Bachmann.
STOKKKHÓLM, föstu-
dag, (NTB-TT). Rússneski
rithöfundurinn Boris Past-
ernak lét í dag í ljós gleði
sína yfir að hafa verið veitt
'bókmenntaverðlaun Nóbels.
Samkvæmt upplýsingum,
sem sænska akademían hef-
ur fengið, sagði Pasternak,
að sig langaði til að koma
til Stokkhólms til að taka
við verðlaununum og vera
viðstaddur Nóbe|s-hátíðina
10. desember, e£ hann fengi
til þess leyfi sovétyfirvald-
anna.
. Brynjdlfur Jóhannesson