Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 5
Þrír bjóða sig fram til formennsku í SUS
ÞRtR menn hafa boðið sig fram til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna; Jón Magnússon, lögfræðingur Reykjavík, Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reykjavfk, og Sigurpáll Einarsson^skipstjóri, Grindavík. Mbl. hafði samband við þá þremenningana og bað
þá að svara spurningum um það, hvers vegna þeir sæktust eftiriformannsstarfinu og hvaða mái þeir myndu leggja áherzlu á sem
formaður SUS.
J6n iHagnússon
SUS á að
vera tæki til
sjálfstæðrar
stefnumótunar
- segir Jón Magnússon
% „ÉG GEF kost á mér sem for-
maður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, vegna þess, að ég hef
áhuga á þvi að vinna að málefnum
ungra sjálfstæðismanna", sagði
Jón Magnússon. „Sem formaður
Heimdallar og með setu í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins, hef
ég átt þess kost, að vinna að bar-
áttumálum ungra sjálfstæðis-
manna og afla þeim fylgis innan
flokksins og utan. Lögð hefur ver-
ið áhersla á sjálfstæða stefnumót-
un og að fá fleira ungt fólk til
starfa. Stofnuð hafa verið ný fé-
lög ungs sjálfstæðisfólks innan
Heimdallar og tengsl okkar við
framhaldsskólana efld.
Samband ungra sjálfstæðis-
manna á að vera vettvangur ungs
fólks til að korna áhugamálum
sinum í þjóðmálum á framfæri og
tæki til sjálfstæðrar stefnumótun-
ar. Ungir sjálfstæðismenn þurfa
núna að herða sóknina i þeim
málum, sem þeir hafa sett sér-
staklega á oddinn t.d. gegn rikis-
bákninu og fyrir breytingum á
kjördæmaskipaninni. En það eru
ýmis fleiri mál, sem snúa beint að
ungu fólki og taka þarf á af festu.
Vandamálin í húsnæðis- og
menntamálum, gifurleg skulda-
söfnun erlendis og verðbólguþró-
unin eru meðal þeirra mála.
Markviss uppbygging atvinnulífs-
ins er líka markmið sem skiptir
ungt fólk miklu máli, því að með
því móti skapast möguleikar til
bættra lífskjara.
Góður málefnagrundvöllur er
undirstaðan, en einnig er mikil-
vægt að unnið sé að eflingu félaga
ungra sjálfstæðismanna með þvi
að fá fleira fólk til liðs við okkur.
Það er æskilegt að fleiri en einn
maður gefi kost á sér til for-
mannskjörs í S.U.S. Fólk á að eiga
þess kost, að velja um það hver
skuli gegna slíku starfi og ungir
sjálfstæðismenn hafa alltaf sætt
sig við úrslit slíkra kosninga og
staðið saman að þeim loknum af
fullri einurð. 1 þessu felst grund-
vallarmunur á ungum sjálfstæðis-
mönnum og fylgismönnum ým-
issa annarra stjórnmálaflokka."
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Starfsemi
SUS þarf að
færa meira
út á land
— segir Sigurpáll
Einarsson
0 „Ástæða þess að ég gef kost á
mér til formannsstöðu SUS er sú,
að ég er eindregið þeirrar skoðun-
ar að timabært sé að menn af
landsbyggðinni láti meira að sér
kveða í forystu Sambands ungra
sjálfstæðismanna", sagði Sigur-
páll Einarsson.
„Við síðasta formannskjör voru
tveir Reykvíkingar í framboði og
þegar ég vissi af því að tveir
Reykvíkingar hygðust bjóða sig
fram nú, fannst mér það skylda
mín þegar fleiri framboð voru
ekki nefnd, að gefa kost á mér.
Ég vil stefna að því að starf
SUS verði meira i þágu þeirra,
sem búa utan höfuðborgarsvæðis-
ins, og þá hefði ég fullan hug á að
færa starfsemina meira út á land
og þá í réttu hlutfalli við búsetu
stjórnarmanna. Nú eru 9 af 22
stjórnarmöjnum SUS úr Reykja-
vík og slik skipting ætti að bjóða
upp á 9 af hverjum 22 fundum í
Reykjavík, en hinir þrettán yrðu
þá haldnir úti á landi, þar sem
gæfist þá kostur á að fjalla itar-
lega um málefni hvers kjördæmis
Dönsku lista-
konurnar
sýna til 4.
september
FRÁ þvi hafði verið skýrt i
Morgunblaðinu fyrir nokkrum
dögum, að dönsku listakonurn-
ar, Lone Plaitner og Mabel
Rose, sýndu í Norræna húsinu
til 7. september. Hér var um
ranghermi að ræða sýning
þeirra stendur aðeins til 4.
september. Þetta leiðréttist
hér með.
Enskur mynd-
listarmaður
sýnir hér
ENGLENDINGURINN John
Liggings mun á laugardaginn
opna málverkasýningu i
gallerí Suðurgötu 7 klukkan
20.00. Sýningin verður opin
virka daga klukkan 18—22 og
um helgar frá 14—22 til 14.
september. John sem er Eng-
lendingur að þjóðerni hefur
lengst af sinum ferli sem
myndlistarmaður starfað í Hol-
landi.
Tónleikar
Guðnýjar
og jenkins
GUÐNÝ Guðmundsdóttir og
Philip Jenkins halda sónötu-
tónleika í Norræna húsinu á
sunnudagskvöld.
A efnisskránni eru sónötur
eftir Leclair, Brahms, Jón Nor-
dal og Grieg.
Tónleikarnir hefjast kl. 8.30
e.h.
Sigurpáll Einarsson
fyrir sig. Með þessu yrði á engan
hallað, því það er ekkert erfiðara
fyrir Reykvíkinga að sækja fundi
út á land, en fyrir landsbyggðar-
menn að sækja fundi í höfuðborg-
inni. Sjálfstæðisflokkurinn er
flokkur allra landsmanna og ég
vil að það verði tryggt með sem
víðtækustu starfi, en ekki að öll
völd einangrist í Reykjavik.
Nú, ég hef mikinn áhuga á sjáv-
arútvegsmálum og ég vildi að
þeim málum yrði þannig skipað,
að ábyrg og virk stjórnun á þeim i
framtíðinni yrði tryggð, burtséð
frá þvi hvaða einstaklingur færi
með embætti sjávarútvegsráð-
herra".
Taka verður
tillit til
ungra
sjálf-
stæðismanna
— segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson
0 ..ÉG HEF lengi haft áhuga á stjórn-
málum og í fjölmörg ár tekið þátt I
starfsemi ungra sjálfstæðismanna',
sagði Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson
..Undanfarin ár hef ég setið í stjórn
SUS og siðustu tvö kjörtímabil egnt
þar stöðu varaformanns. Með þátttöku
I starfi ungra sjálfstæðismanna hef ég
talið mig geta lagt lið baráttunni fyrir
þeim grundvallarhugsjónum sem Sjálf-
stæðisflokkurinn byggir á Ég vil sjá
þær grundvallarhugsjónir rætast,
verða að veruleika en ekki þynnast út i
daglegri stjórnsýslu
Svo að þessum markmiðum verði
náð þarf SUS að beita sér fyrir auknu
fræðslu- og menningarstarfi, ekki sízt
úti á landsbyggðinni. Efling Stjórn-
málaskóla Sjálfstæðisflokksins, sem ég
hef starfað við undanfarin ár, er mikil-
vægur þáttur i þessu
Nú um nokkurt skeið hefur Sam-
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
band ungra sjálfstæðismanna lagt höf-
uðáherzlu á baráttu gegn auknum rikis-
afskiptum á öllum sviðum en þess í
stað dregið fram gildi einstaklingsfrels-
isins i atvinnu- og menningarmálum.
Mikil undirbúningsvinna hefur verið
lögð i þetta starf af hálfu stjórnar SUS.
Þetta verkefni ásamt baráttunni gegn
verðbólgunni á að vera þungamiðja
hins pólitiska starfs sem ungir sjálf-
stæðismenn verða að einbeita sér að á
næstu misserum.
Það er ekki nóg að samþykkja álykt-
anir um þessi mál, heldur verður að
fylgja þeim fast eftir og gera kröfu til
þess að flokksforystan og þingmenn
flokksins taki fullt tillit til sjónarmiða
ungra sjálfstæðismanna og aðgerðir
þeirra á þingi og í rikisstjórn mótist af
þeim