Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1977, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Síöbúin minning: Ingunn Árnadóttir frá Stóra-Hrauni Fædd. 25. janúar 1895 Dáin. 15. maf 1977. Frú Ingunn Arnadóttir frá Stóra-Hrauni lést hinn 15. maí síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna séra Árna Þórarinssonar og Elísabetar Sigurðardóttur frá Syðra- Skógarnesi og varð þeim hjónum ellefu barna auðið og var Ingunn elst þeirra barna. Mér barst lát Ingunnar vestur um haf með islenzku blöðunum, um mánuði eftir andlát hennar, og er ég nú nýkomin heim þegar ég rita þessar minningarlinur. Minning mín um frú Ingunni er eins og sólargeisli. Ég átti þvi láni að fagna að dvelja 'a heimili henn- ar og Kristjáns Einarssonar sál- uga, framkvæmdastjóra, þrjú sumur bæði i Reykjavik og á Stóra-Hrauni, þar sem þau dvöldu á sumrin með börn sin Árna og Elinu. Ég minnist séra Árna föð- ur Ingunnar sálugu þegar ég kom fyrst að Stóra-Hrauni barn að aldri og hann gekk með mér út á túnið og kenndi mér að biðja, og hvað hann fór með mikilli varúð í kringum hvar ég stæði i trúnni. Ég var ekki burðug þá og niðurlút og feimin á láta nokkuð í ljós hvar ég stæði þar. Oft hef ég hugsað það með söknuði, hve mjög ég hefði notið þess núna miðaldra, að vera sam- vistum við séra Árna og ræða við hann þann merka mann og mjög svo sérstæða. Ingunn sáluga var mikil kona til sálar og líkama, heil og sterk. Ég sakna hennar úr hópi lif- enda, ég minnist þessarar mætu og góðu konu með söknuði, hún vafði mig aðkomubarnið ást og umhyggju sem sitt eigið og eins var um Kristján sáluga. Hann andaðist fyrir einum 15 árum. Ég minnist oft séra Árna, föður Ingunnar sálugu, og þá finnst mér birta í kirngum mig. Ég minnist hans þegar ég sem litil telpa lék mér í Skólavörðuholt- inu, þar sem móðir mín sat undir steini og stoppaði i sokka eins og alþýðukonur þess tima gerðu, með barnahópinn í kringum sig. Þá kom séra Árni yfir holtið til okkar og gleði og fögnuður gagn- tók okkur — þá lagði móðir mín frá sér sokkana og brosti glatt — séra Árni var kominn og þá var öruggt að dagurinn yrði skemmti- legur. Þá var farið heim og kaffi hitað og kallað á afa minn, sem var Jón Eiríksson frá Högnastöð- um, og voru þeir séra Árni systk- inasynir að frændsemi. Gaman var að hlusta á þá ræða saman á fleygri stund og oft var glatt á hjalla, þó að stundum slægi í brýnu með þeim þegar þeir rædd- u eilífðarmálin, sem stóð þeim báðum næst hjarta. Þeir sættust þó alltaf og fögnuðu endurfund- um. Ingunn sáluga var mikil vin- kona Svövu móðursystur minnar, sem andaðist 25 ára að aldri, og minntist hún ávallt Ingu fyrir tryggð hennar og gæði. Ég minn- Kveðja: Egill Halldórsson skipstjóri Þingeyri Það varð mér mikil harmafregn, er ég frétti andlát vinar míns, Egils Halldórssonar frá Dyrhól á Þingeyri, en hann lézt í sjúkra- húsinu á Isafirði þann 11. ágúst síðastliðinn aðeins fimmtugur að aldri. Það var fyrir tæpu ári að hann kom hér suður til rannsóknar og gekkst síðar undir skurðaðgerð. Við hjónin heimsóttum Egil að sjúkrahúsdvölinni lokinni og bar hann sig þá jafnt sem endranær karlmannlega og var jafn léttur í lund og bjartsýnn og hann var ævinlega. Okkur óraði ekki fyrir því þá að þetta yrði okkar síðasta spjall. Síðan fór hann vestur aftur og auðnaðist að dvelja á heimili sínu hjá sinni ástriku og góðu konu, Guðmundu Pálsdóttur og börnum sínum þar til síðustu vik- urnar, er hann dvaldi á sjúkra- húsinu á Isafirði. Ekki ætla ég að rekja ættir Egils, til þess er ég ekki nógu kunnug, aðeins að flytja nokkur þakklætisorð fyrir veru mína hjá þeim hjónum. Þegar ég, sem ungl- ingur, kom til vinnu á Þingeyri, var ég svo lánsöm að eiga athvarf á Dyrhól og var þar i fæði og húsnæði í tvo vetur og part úr sumri, og hef ávallt síðan verið jafn velkomin þar. Vart er hægt að hugsa sér betri verustað, en á því heimili, þar sem var allt svo óþvingað, glaðværð ríkjandi og samstaða þeirra hjóna svo og allr- ar fjölskyldunnar var innileg. Varlega verð ég að fara út í það að hæla Agli, þvi það hefði hann ekki kært sig um. En það er ekki of sterkt til orða tekið, að hann var mikill dugnaðar- og atorku- maður og ósérhlífinn. Hann stundaði lengst af sjómennsku og varð fengsæll í þvi starfi. Egill var spaugsamur og léttur i lund, tryggur og góður félagi, sem gott var að leita til. Ekki get ég látið hjá liða að minnast þess, að foreldrar Egils, þau Þórhildur Bjarnadóttir og Halldór Jónsson, miklar ágætis- manneskjur, dvöldu bæði á heim- ili sonar síns og tengdadóttur til dauðadags, en Halldór lézt nú fyrir skömmu þar heima. Þau nutu þar sérstaklega góðrar um- önnunar og ekki má gleyma þeim stóra hluta sem Munda átti þar að máli en þar kom bezt í ljós hve miklum mannkostum hún er bú- in. Þau Munda og Egill eignuðust fimm börn, þau Pál, Halldór, Stefán, Þórhildi og Svanhildi, sem öll eru vel gerð og mannvæn- leg. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka þær mörgu ánægju- stundir og góðvild, er ég naut hjá þeim Mundu og Agli á þeirra ágæta heimili. Þar er nú höggvið stórt skarð, þar sem Egill er á braut, en minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Blessuð sé minning hans. Munda mín, þér og börnunum sendum við hjónin okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum um styrk guðs ykkur til handa. Kristbjörg Jónsdóttir frá Vésteinsholti. ist einnig systkina hinnar látnu, sem lifa og sjá nú á bak systurinni góðu, og siðast en ekki sízt móður frú Ingunnar sálugu, prestfrúnni frú Elísabet Sigurðardóttur sem vafði mig ást og umhyggju þegar ég kom að Stóra-Hrauni. Móðir min sáluga var einnig kunningjakona frú Ingunnar og minntist hennar ávallt sem mikill- ar mannkostamanneskju. Ég man hana sem mikla höfð- inglega húsmóður á ríkmannlegu heimili þeirra hjóna, en fyrst og fremst sem ástúðlega eiginkonu og elskulega móður, sem bar um- hyggju fyrir öllum sem umgeng- ust hana. Megi Guð launa henni af náð sinni öll gæðin sem ég og fjöl- margir aðrir nutu á heimili þeirra hjóna. Megi sáðkorn trúarinnar, sem séra Árni faðir Ingunnar sálugu sáði I akur barnanna sinna og allra þeirra, sem hann var sam- ferða á langri vegferð sinni þess- arar tilveru, bera ríkulegan ávöxt um ókominn tima. Guð gefi börnum hinnar látnu styrk i hinum mikla missi hinnar góðu og miklu móður. Og systkin- um hennar er lifa bið eg blessun- ar Guðs. Blessuð sé minning hinnar mætu konu. Reykjavík, 6. ágúst 1977 Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne, Austurbrún 4. Hulda Sigurðardótt- ir — Minningarorð 17. ágúst síðastliðinn andaðist Hulda Sigurðardóttir, Hátúni 3 hér í borg. Hún var fædd að Fagurhóli í Sandgerði 26. nóvem- ber 1930. En þar bjuggu foreldrar hennar, hjónin Sigurður Einars- son og Sigriður Jónsdóttir. Sig- urður var Suðurnesjamaður, fæddur í Tjarnarkoti, Miðnes- hreppi og Sigríður var Vestur- Skaftfellingur, fædd að Selja- landi i Fljótshverfi. Sigurður andaðist 1963. Sigríður verður 88 ára eftir nokkra daga. Ekki færri en 10 urðu börn þeirra hjóna, 9 dætur og 1 sonur, Einar Guðjón. Hann var elztur barnanna og Hulda yngst. Hin öll milli þeirra, 8 systur, lifa og starfa, gegnir borgarar, dreifðir um Suðurland. Hulda fékk gott veganesti i for- eldrahúsum og sjálf hlaut hún i vöggugjöf góðar gjafir Guðs, sem ekki eru allra. Hafði hún fina, næma skapgerð, stillt og örugg. Hafði næmt söngvit, söngvin og hafði fallega rödd. Um árabil var hún meðlimur Fíladelfíukórsins í Reykjavík, sem undir stjórn Arna Arinbjarnarsonar er einn kunn- asti kirkjukór þessa lands. Hulda hafði næmt auga fyrir litum og málaði, sér og sinum til yndis- auka. Skrifari var hún góður og skrifaði skrautskrift. 24. nóvember 1957 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Eiði Árnasyni, bifreiðastjóra úr Skagafirði. Telur sá er þetta ritar, að jafnræði hafi rikt með þeim hjónum. Grandvarleiki og vand- virkni í hvívetna, háttvisi og prúð framkoma til orðs og æðis. Þrátt fyrir að Hulda gengi ekki alltaf heil til skógar, þá búnaðist þeim vel, með eljusemi og reglu- semi byggðu þau upp heimili sitt, er stóð hér i borg um 20 ára skeið. Síðast um 10 ára bil að Hátúni 3. Þeim hjónum varð tveggja sona auðið. Daviðs, sem er 17 ára og Elvars 10 ára. Mikill harmur er nú kveðinn að heimilinu. Lifslán hjónanna var sameigin- leg trú á Jesúm Krist. Þau hafa um langt árabil verið meðlimir Hvítasunnusafnaðarins i Fíladel- fíu, átt þar andlegt heimili og verið virkir kraftar. Bæði í söng- kór. Um tima bæði við blaða- og bókaútgáfuna, en þar vann Hulda mikið og gott starf, svo árum skifti. Við brottför Huldu af þessum heimi er því skarð fyrir skildi, sem Drottinn einn uppfyll- ir. Með þessum linum eru Huldu þökkuð öll hennar góðu og sam- vizkulegu störf á vegum safnaðarins, bæði ■ í Guðs- þjónustum og utan. Á sjálfan höfuðdag, 29. ágúst sl., var Hulda kvödd hinztu kveðju frá Fíladelfíukirkjunni. Fjöldi vina, vensla- og vanda- manna vottaði samúð sína við hinztu för hennar hér i heimi. Daglangt skein sólin urn Reykja- vik. Þar var signing Skaparans. Jörðin er fátækari við brottför Huldu og hennar er saknað. Himinninn verður ríkari við Framhald á bls. 27 Einingareldhús er lausnin ] Nú fer hver að verða síðastur, ef eldhúsið á að komast í gagnið fyrir jól. ] Við bjóðum 20 mismunandi gerðir innréttinga á verði frá kr. 50 — 1 1 5 þús. kr. fyrir hvern Verið velkomin. lengdarmetra af efri og neðri skápum saman, að meðaltali. ] Við aðstoðum við skipulag og teikningu, yður að kostnaðar- lausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.