Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 12

Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Hafsteinn Björnsson miðill - Minningarorð Fæddur. 30. október 1914. Dáinn. 15. ágúst 1977. Þeir eru margir, sem syrgja Hafstein miðil. Mesti sannana- miðill íslands fyrr og siðar er nú kvaddur hinztu kveðju með þökk og virðingu þúsundanna, sem hlutu huggun í sorg og nýja lífs- trú vegna hinna frábæru miðils- hæfileika hans. Hann brúaði bilið milli heimanna með ótalmörgum einkafundum og geysifjölstóttum skyggnilýsingafundum, sem hann hélt um landið þvert og endilangt á sjörutíu ára starfsferli sínum í þágu sannleikans. Það er því eng- in furða þó margir drjúpi höfði þegar sjáandinn mikli kveður þennan heim. Aldursins vegna hefði hann getað unnið mörg ár enn við að hugga syrgjendur og eyða myrkri efasemda og ótta úr hugum fólks. I þessari minningargrein verð- ur æviferill Hafsteins Björnsson- ar ekki rakinn í einstökum atrið- um né fjallað um ættir hans og fjölskyldutengsl. Hinsvegar vildi ég fyrst og fremst mega minnast miðilsins Hafsteins Björnssonar,_ enda var hann þjóðkunnur maður fyrir miðilstörf sin og víða um heim var nafn hans þekkt, sér- staklega meðal sálarrannsókna- manna. Eins og alþjóð veit varð Haf- steinn Björnsson bráðkvaddur 15. agúst s.l., þar sem hann var að vinna við heyskap. Enda þótt við, sem eftir stöndum, höfum orðið fyrir óbætanlegu tjóni við fráfall Hafsteins miðils, er ekki hægt að neita því, að þetta voru verðug endalok manns, sem alltaf var si- starfandi. Hann var mikill af- kastamaður og svo ósérhlífinn að með eindæmum var. Ég efast um að margir finnist hér á landi, sem búið hafa yfir jafnmikilli and- legri orku og Hafsteinn Björns- son. Mikinn hluta ævinnar vann hann við innheímtustörf hjá Rík- isútvarpinu, en auk þess — og það var veigamesta starf hans — hélt hann miðilsfundi hvenær, sem því varð við komið, og skyggnilýs- ingafundi bæði i höfuðborginni og út á landi. Hann flutti ótal- marga fyrirlestra, stjórnaðí fjöl- mennu féiagi (Sálarrannsóknafé- lagi Hafnarfjarðar), vann mikið að rítstörfum og stundaði búskap í hjáverkum! Hann undi sér í raun og veru bezt í sveitinni, enda fæddur og uppalinn í sveit. Hafsteinn Björnsson mun hafa verið einn sterkasti sannanamið- ill, sem uppi hefur verið í heimin- um, frá því að sálarrannsóknir hófust fyrir alvöru um miðja nítj- ándu öld. Dulargáfurnar hlaut hann í vöggugjöf. Löngum hefur verið skortur á hæfileikamönnum til að þjálfa góð miðilsefni. En gæfan var Hafsteini Björnssyni hliðholl í þessum efnum, því að hinn merki rithöfundur og sálar- rannsóknamaður Einar H. Kvar- an, hámenntaður vitmaður, tók Hafstein undir verndarvæng sinn, þegar hann var um tvítugt og þjálfaði miðilshæfileika hans af mikilli þekkingu og skörpum skilningi á þessum málum. Hann var strangur leiðbeinandi en rétt- sýnn og Hafsteinn miðill minntist Einars H. Kvaran ávallt með þökk og virðingu. Það var mikið áfall fyrir mál- efni sálarrannsóknanna að missa Hafstein miðil, mitt I önnum dags- ins, því að enginn íslendingur hefur sannfært eins marga um raunveruleik framhaldslífsins og einmitt hann. Hætt er við að Iöng bið verði á því, að við eignumst annan eins hæfileikamann á þessu sviði. í mörg ár átti ég því láni að fagna að vera það, sem kallað er „sitjari“ (aðstoðarmaður) á mið- ilsfundum hjá Hafsteini Björns- syni. Undantekningarlaust komu fram stórmerkar sannanir fyrir framhaldslífinu á þessum fund- um. Fundargestir vissu að hul- unni milli heimanna hafði verið lyft og að þeir höfðu talað við látna ástvini sína fyrir tilstilli þessa frábæra miðils. Fólk úr öll- um stéttum þjóðfélagsins kom á þessa fundi. Hámenntaðir menn voru ekki síður ánægðir með ár- angurinn en þeir, sem minni menntun höfðu hlotið. Allir, sem komið hafa á fundi hjá Hafsteini, þekkja Magnús lækni, en hann var læknir, sem lézt þegar Haf- steinn var ungur drengur og gerð- ist síðar einn af stjórnendum mið- ílsins, eins og það er nefnt á máli sálarrannsóknamanna, og veitti mörgum, sem sjúkir voru hjálp og lækningu. Stundum bar það við, að læknar komu á fundi hjá Haf- steini sem gestir, og var harla merkilegt að heyra á tal „anda- læknisins" eins og það heitir á alþýðumáli og hinna jarðnesku „kollega" hans, er þeir báru sam- an bækur sínar um sjúkdómsein- kenni einhvers fundargestsins og „andalæknirinn" kom með latn- esk heiti á sjúkdómunum og gaf fyrirmæli um hvernig meðhöndla skyldi sjúklinginn svo hann fengi bata. Þarna voru sérfræðingar úr okkar heimi og sérfræðingur úr „hinum heiminum“, sem ræddu saman á læknamáli hiklaust og án þess að reka nokkru sinni í vörð- urnar. Það kom og oft fyrir að útlendingar kæmu á fundi. Þeir voru ekki í neinum vandræðum með að þekkja ættingja sína og vini, sem töluðu í gegnum miðil- inn. Það yrði ailtof langt mál að lýsa öllum þeim furðulegu hlutum, sem gerðurst á fundum Hafsteins Björnssonar, bæði transfundum og opinberum skyggnilýsinga- fundum, sem ekki voru síður merkilegir en einkafundirnir. Bækur hafa verið skrifaðar um Hafstein miðil. Erlend stórblöð hafa sent blaðamenn gagngert til íslands til að viða að sér efni um miðilshæfileika hans og birt mjög jákvæðar greinar um árangurinn. En ekki er hvað sízt mikilsvert að tugþúsundir íslendinga eru til vitnis um þær merku sannanir fyrir framhaldslífi, sem fengust hjá sjáandanum mikla. En nú er hann sjálfur fluttur á annað til- verusvið. Ekki er að efa að „stjórnendur“ hans, Vinur, Finna, Runólfur, Magnús læknir, Ragna og aðrir samstarfsmenn hans handan við tjaldið mikla, hafa veitt honum góðar og inni- legar móttökur, eftir langt og far- sælt samstarf i þjónustu sannleik- ans. Þeim eru sendar hlýjar kveðjur og þakkir frá þúsundum, sem notið hafa hjálpar þeirra öll þau ár, sem Hafsteinn vann að þessum líknarmálum. Hafsteinn Björnsson var sjálf- menntaður maður og unni mjög þjóðlegum fróðleik. Hann var alla-jafna alvörugefinn maður, enda eðlilegt þegar litið er á störf hans, en þó hef ég sjaidan kynnzt mönnum, sem gátu hlegið eins hjartanlega og hann, ef tilefni gafst. Græskulaust gaman gladdi hann. Einnig þótti honum mjög vænt um þegar hann gat huggað sorgmædd'a og gefið efasemdar- Sovétmenn heims- meistarar stúdenta NÝLOKIÐ er nú í Mexíkóborg heimsmeistaramóti stúdenta í skák. Að venju urðu Sovétmenn sigurvegar- ar, þeir hlutu 25 vinninga af 32 mögulegum í úrslitun- um. Á hæla þeirra kom sveit Kúbu með 22!4 vinning og er athyglisvert hversu örum framförum þarlendir skákmenn hafa tekið á undanförnum árum. Kúbu- menn voru þeir einu sem tókst að ógna veldi Sovét- manna, því að töluvert bil var niður í þriðja sætið, en það kom í hlut Englendinga sem hlutu 16Vz v. Sigur Sovétríkjanna kemur engum á óvart hins vegar voru yfirburðir þeirra minni en bú- izt hafði verið við fyrir fram, því að í sveit þeirra voru fjórir stórmeistarar, þeir Romanishin á fyrsta borði, Vaganjan á öðru, Beljavsky á fjórða og annar varamaður var fjórði stórmeist- arinn, Makariehev, en auk þeirra voru í sveitinni þeir Dortman á þríðja borði og fyrsti varamaður var Mikhailchisin, en hann er Sovétmeistari í flokki 23 ára og yngri. Liðsstjóri sovézku sveit- arinnar var hinn kunni skák- þjálfari Bikhovski. Af öðrum kunnum þátttak- endum á mótinu má nefna Kúbumenninga Guillermo Garcia, stórmeistara, og Rodriguez, Bandaríkjamennina Commons, Tisdall og Regan, auk Englendinganna Nunn og Mestel, en Mestel lagði Vaganjan að velli í úrslitunum. Við skulum nú lita á tvær spennandi skákir frá mótinu. Sú fyrri er athyglisverð að því leyti að i henni fórnaði Vaganjan tveim hrókum með löngu millibili. Svart: Vaganjan (Sovét- ríkjunum) Hvitt: Baragar (Kanada) 32.. .Hxb2!!, 33. Dxb2 — c3, 34. Dcl (Lakara var 34. Db4 — cxd2, 35. Dxa4 — Hcl+, 36. Bdl — Hxdl+) cxd2, 35. Dxd2 — Hc2, 36. De3 — Hxa2, 37. g3 — Bb5, 38. Hdl — a5, 39. Db3 — Hb2, 40. Da3 — Df6,41. e5 (Biðleikurinn. Eftir 41. Kg2 hafði Vaganjan hugsað sér eft- irfarandi leið: 41.. .Bc4!, 42. Dxa5 — Hb3, 43. Bg4 — h5, 44. mönnum nýja trú á lifið. Hann leit á miðilsstörf sín sem þjónustu við gott málefni, enda tókst hon- um að leiða fjölda manns burt frá staurblindri efnishyggju til bjarg- fastrar sannfæringar um að látnir lifi. Það væri þjóðinni til sóma að reisa veglegt minnismerki um Hafstein Björnsson. Vonandi munu þeir mætu menn, sem standa að framkvæmdum við Haf- steinshús f Kópavogi, koma því máli í heila höfn. Þar mætti þjálfa nýja miðla, sem gætu unnið líkn- arstörf sín fyrir fólkið í landinu á ókompum árum. Slíkt væri vissu- lega i anda Hafsteins miðils. Blessuð sé minning hans. M agnús G uðb jörnsson. A hvitasunnudag árið 1937 stóð lágvaxinn, grannleitur tuttugu og tveggja ára gamall maður skelfd- ur i stofunni á efri hæð Sólvalla- götu 3 i Reykjavík fyrir framan hið aldna, þjóðkunna skáld Einar H. Kvaran. Ungi maðurinn var fjósamaður hjá Geir bónda i Eski- hlíð. Hann var kominn heim til Einars samkvæmt ósk hans og var nú farinn að sjá eftir að hafa lagt í þetta stórræði, óframfærinn og uppburðarlaus. Þetta var Hafsteinn Björnsson. Þegar skáldið hafði boðið Hafsteini sæti var allt i einu spurt: „Sjáið þér nokkuð hérna inni?“ Hafsteinn stóð á öndinni fyrst i stað, en svaraði svo lágum rómi: „Já.“ „Hvað sjáið þér?“ spurði Einar. „Harald Nielsson," svaraði skyggni pilturinn. Þá horfði skáldið beint í augu Hafsteini og sagði, að honum þótti allhvasst: „Hvernig getið þér sannað það?“ Þá var piltinum öllum lokið og kom ekki upp orði fyrir ótta sakir. En þá kom Gíslina, kona skáldsins, til hjálpar og sagði: „Eigum við ekki að koma okkur fyrir og reyna fund pabbi?“ En þannig ávarpaði hún jafnan mann sinn. Það var gert og með því hófst hinn frægi miðilsferill Haf- steins Björnssonar. Einar H. Kvaran átti þá ekki nema ár eftir hérna megin, en öllum tímanum sem eftir var varði hann til að þjálfa þennan sálræna pilt, þvi hér hafði hann fundið afburðagáfur á því sviði. Það sem hér fór á undan er lýsing Hafsteins sjálfs, sem hann sagði þeim sem þetta skrifar og var hann óspar á að geta þess að engum einum manni ætti hann meira að þakka en Einari H. Kvaran. Fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því, hve erfið og átaka- mikil þjálfun miðils er. Hann verður iðulega að þola miklar e5 — De7, 45. Bf3 — Hxf3!, 46. Kxf3 — Db7 +, 47. Kf4 — Be2!!) Dxe5, 42. Dxa5 — Hxf2!, 43. Kxf2 — I)c5 + , 44. Hd4 (En ekki 44. Kg2 — Bfl+ eða 44 Kel — De3+) Dxd4+, 45. Kg2 — Bc4, 46. Del — Bd5, 47. g4 —h5 og hvítur gafst upp. 1 síðari skákinni fer Dorf- man, sem varð fimmti á síðasta skákþingi Sovétríkjanna, á kostum gegn núverandi skák- meistara Póllands. Svart: Dorman (Sovétríkjun- um) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bc4 (Sozin árásin sem Fischer endurvakti á sínum tima) likamlegar þjáningar meðan verið er að „tengja" hann hinum æðri sviðum. Kvaranshjónin létu Hafstein oft gista hjá sér þegar hann var illa haldinn eftir erfiða fundi, þvi þá var hann einatt hræddur við að fara heim í ein- manalegt herbergi sitt. Það var honum ómælanleg huggun á þessu erfiða tímabili að njóta verndar þessara þroskuðu hjóna, enda gleymdi hann því aldrei og taldi sig aldrei geta fullþakkað það. Eftir lát Einars H. Kvarans má segja að Hafsteinn hafi öðlazt nýjan verndara þar sem var Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Jónas átti mikinn þátt í því að kynna fólki útum land hæfileika þessa frábæra miðils með þvi að ferðast með hann víða um land og halda skyggnilýsingafundi sem vöktu gifurlega eftirtekt og sannfærðu margan efasemdamanninn um það, að líf hlyti að vera að þessu loknu. Jónas heitinn Þorbergsson var maður frábærlega vel ritfær og skrifaði merkar bækur um sálræn fyrirbæri og ekki sízt um hina undursamlegu hæfileika Hafsteins. Jónas gaf Hafsteini þennan vitnisburð: „Af hugrænum eða sálrænum miðlum sem ég hef um ævina kynnzt er Hafsteinn Björnsson langsamlega mestur. Hjá honum hefur þrennt farið saman: í fyrsta lagi frábærir hæfileikar allt frá bernsku. 1 öðru lagi kunnáttusamleg og vandvirk þjálfun undir handarjaðri Einars H. Kvarans. Í þriðja lagi óhvikul, einlæg trúmennska og kostgæfi- legt starf um meira en aldar- fjórðungsskeið í þágu spíritism- ans og ætlunarverks hans fyrir okkur mennina á jörðu hér.“ Og eins og öllum er kunnugt, þá hélt Hafsteinn ótrauður áfram þessu merkilega starfi sinu eftir að Jónas Þorbergsson kvaddi. Hafsteinn Björnsson bjó yfir óvenju fjölbreytilegum hæfi- leikum. Hann var fyrst og fremst trans- og sannanamiðill, en þar að auki lækningamiðill. Þá var hann einnig ramskyggn og hafði dul- heyrn. Og að lokum var hann einn þeirra manna sem geta farið sál- förum. Rannsóknir Ameríska sálarrannsóknafélagsins á hæfi- leikum Hafsteins benda til þess að hann hafi verið miðill á heims- mælikvarða, enda var þeim rannsóknum engan veginn lokið, þegar Hafsteinn kvaddi okkur nú í ágústmánuði. Sem betur fer hefur talsvert verið skrifað um þennan merki- lega mann og hæfileika hans. Frú Elinborg Lárusdóttir rithöfundur Rafael Vaganjan fórnaði tví- vegis hrók ( einni af skákum sfnum. e6, 7. Be3 — a6, 8. Bb3 — Be7, 9. f4 (öllu viðurkenndara framhald er hér Velimirovic árásin svo- nefnda: 9. De2 — Dc7, 10. 0—0—0 o.s.frv.) 0—0, 10. Df3 — Da5, 11. 0—0—0 — Rxd4, 12. Hxd4 — Rd7, 13. g4 (Hvítur blæs til sóknar.enda valdi hann mönnum sínum stöður með það í huga) Rc5, 14. g5?! (Betra var 14. Kbl og geta síðan drepið aftur með á peðinu á b3) Rxb3+ 15. cxb3 —Bd7 (Svartur hefur i hyggju að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.