Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 16

Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON' Sýning Alfreðs Flóka Alfreð Flóki Nielsen hefur enn einu sinni kveðið sér hljóðs með sýningu á teiknilist sinni, og sem fyrr er Bogasalur vett- vangur sýningarinnar. Flóki hefur verið að breytast á und- anförnum árum og hefur vikk- að svið teiknitækni sinnar. Sýn- ingin í Bogasal er þó unnin í svipaðri tækni og sú næst á undan og kemur því eðlilega ekki eins á óvart. Fyir vikið verða áhrifin ekki eins sterk þótt myndirnar séu engu síðri. Á þessari sýningu er það mjög áberandi þáttur í myndgerð Flóka hvernig hann hleður smáatriðum i kringum „fígúr- ur“ sínar í þeirri viðleitni að segja sögu, en hér er hann ósjaldan á hálum ís, því að vió það veikir hann heildaráhrif myndanna. Hann kann ágæt- lega að framkalla mystísk áhrif í andlitum en þessi mystík tap- Teikning eftir Flóka. ar krafti vegna fyrrnefndrar of- hleðslu. Stundum óskar maður sér, að „fígúrurnar" væru einar sér á blöðunum þvi að þær standa fyllilega fyrir sínu, og það þarf enga fulga né snáka til að magna áhrifin. Ég hef oft bent á það í skrifum mínum um þennan listamann, að mig furð- aði stórlega á þvi, að hann skyldi ekki hagnýta sér grafík- tæknina því slíkt væri upplagt vegna hinnar sérstöku teikni- tækni er hann hefur tileinkað sér. Og ég leyfi mér að undir- strika þessa skoðun mína enn einu sinni, það væri upplagt til nýrra landvinninga innan hins furðulega myndheims er Flóki hefur verið trúr í gegnum árin. I sýningarskrá hefur Flóki valið að vitna í Gérard de Ner- val og hugleiðingar hans um drauminn. „Draumar okkar eru annað lif. Það vekur mér ætið hroll að fara innan um þessi fílabeins- eða hornlögðu hlið, sem skilja okkur og hina ósýni- legu veröld. Fyrstu andartök svefnsins eru ímynd dauðans; dámóða lykur hugsanir okkar og við getum alls ekki ákvarðað augnablikið þegar sjálfið held- ur í nýju formi áfram ætlunar- verki tilverunnar. Smám saman birtir í óskýrum neðanjarðar- hellum og hinar bleiku, þung- búnu og hræringarlausu verur, sem i undirheimum búa, greina sig frá skuggunum og nóttinni. Þá fær myndin lögun, ný birta lýsir upp þessa svipi og gæðir þá hreyfingu. Hin andlega ver- öld opnast okkur.“ Svo mörg eru þau orð ... Myndkynning Alþjódleg grafík Eyvindur Mohr: Málverk F0ROYAR Móiníngur «ftir Byv. Mohr FlRST OAY COVE P. Fyrstadagsumslag með mynd af málverki og áritun færeyska málar- ans Eyvinds Mohr. Að Kjarvalsstöðum stendur yfir um þessar mundir önnur sýning félagsins Myndkynning- ar, en eins og mörgum mun í fersku minni sýndi félagið grafík á sama stað og svipuðum tíma sl. ár. Það er þarft verk og þakkarvert að dreifa erlendri grafík hérlendis og gild list- miðlun. Að þessu sinni er hér um að ræða 61 grafíkmynd eftir velþekkta listamenn, aðallega þýska, auk heimskunnra nafna líkt og Vasarely, Calder og Erró og eru myndirnar yfirleitt þrykktar i 100—150 eintökum árituðum og tölusettum af lista- mönnunum, — en að öðru leyti eru þær unnar af fagmönnum á verkstæðum undir eftirliti og stjórn listamannanna. Þetta eru mjög algeng vinnubrögð nú á tímum og fjölmargir hagnýta sér þau til að dreifa list sinni, því að upplagið gerirþað að verkum að verðið verður mjög viðráðanlegt fyrir almenning. Það er ágætt og þroskandi hlióarstarf fyrir myndlistar- menn að vinna á þennan hátt í grafík og félagið Myndkynning á þakkir skildar fyrir að kynna þessa hlið gr'afík-myndgerðar. Gaman væri ef einhver réðist til að koma íslenzkum mynd- listarmönnum i samband við slík verkstæði erlendis. Að vísu skal viðurkennast, að slík Sjálfsmynd Eyvinds Mohr. vinnubrögð við myndgerð eru ekki jafn verðmæt og þau er listamaðurinn vinnur allt verkið sjÉlfur, en þau eiga eigi að síður fullan rétt á sér sem listdreifing. Eins og í fyrra skiptið á Guðmundur Erró flest verk á sýningunni (20). Ugo Dossi er með 10 (skák-myndröð) en aðr- ir færri. Fyrirtækið Myndkynning hefur fengið Erró til að gera sérstaklega 3 myndir fyrir sig og eru þær því nýjar af nálinni og seldar á hóflegu verði. Er hér einstakt tækifæri til að eignast mynd eftir þennan listamann. 1 tilefni þessarar sýningar hefur félagið boðið færeyska málaranum Eyvind Mohr að sýna málverk sin og var lista- maðurinn sjálfur mættur á staðnum. Sýnir hann 19 mál- verk flest af landslagi. Eyvindur Mohr er sjálf- lærður myndlistarmaður á miðjum aldri og einn af fáum er framfæri hafa af að mála einvörðungu í heimalandi sínu. Hann hefur brotist áfram af miklum dugnaði og m.a. byggt hús með eigin höndum, hvorki meira né minna en með 24 herbergjum, og einum sýningarsal þar sem haldnar eru reglulega myndlistar- sýningar. Það fer ekki á milli mála að hér er færeyskur- málari á ferð með ríka kennd fyrir landi sínu og þeirri 1 veðráttu er landsmenn búa við, t.d. ber ein áhrifamesta mynd sýningarinnar nafnið „Famjin“ (Öveður). I svipuðum gæða- flokki eru og t.d. myndir likt og „Elduvík" (6), „Frá Elduvík“ (7) og „Einsemis" (17). Eyvindur hefur dvalið í Róma- borg um tíma, en þær myndir er hann sýnir þaðan eru naum- ast eins persónulegar og þær er hann hefur unnið á heimavelli. En dvölin í Róm hefur haft mikil áhrif á persónu lista- mannsins og kann það að koma óbeint fram í myndum hans. Hér er kærkominn gestur á ferð og vonandi verða nokkrar mynda hans eftir á tslandi að sýningunni lokinni —listasöfn- in mættu t.d. stuðla að þvi. Þoturnar reyndust gallalausar FYRIR nokkru var frá því skýrt, að McDonnell Douglas flugvéla- verksmiðjurnar og bandarfska flugmálastjórnin hefðu fyrirskip- að nákvæmar skoðanir á DC-8 flugvélum vegna þess að sprung- ur hefðu komið fram í vissum burðarhlutum flugvélanna. í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum h.f., sem Morgunblaðinu barst i gær, segir að félagið eigi 3 DC-8-63 þotur og hefði að auki haft tvær slíkar á leigu. Strax og þessar fréttir bárust ákvað félag- ið að láta fara fram nákvæma skoðun á öllum fimm DC-8 þotun- um og var þeim því flogið einni eftir aðra til Parísar, þar sem þær voru skoðaðar á vegum franska flugfélagsins UTA. Skoðun á siðustu þotunni er nú 'lokið og varð niðurstaðan sú að allar þoturnar reyndust heilar og ógallaðar. Gátu þær þvi allar haldið áfram flugi samkvæmt áætlun. Talið er, a ef fyrrgreind- ur galli hefði fundizt í þotunum, hefði viðgerð á hverri um sig tek- ið 4 til 8 vikur. Samninga- fundur í dag SAMNINGANEFNDIR BSRB og ríkisins hafa verið kallaðar á fund Loga Einarssonar sáttasemjara í Lögbergi klukkan 14 i dag. Aðil- arnir ræddu siðast við í rúma fjóra klukkutima á fimmtudaginn og sagði Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, að fundi loknum, að á þeim fundi hefði ekkert miðað i samkomulagsátt. Stjórn og samninganefnd BSRB koma sam- an á fund síðdegis á mánudaginn og verður þar rætt um stöðuna í samningamálunum. Laus úr gæzlu ANNAR tveggja manna, sem úr- skurðaðir voru í gæzluvarðhald i vikubyrjun vegna rannsóknar á nýju fíkniefnamáli, hefur verið látinn laus. Hinn maðurinn situr hins vegar áfram í gæzluvarð- haldi. Telex- lands- keppnin við Finna ámorgun TELEX-LANDSKEPPNIN milli tslendinga og Finna fer fram á morgun. Teflt verður á 8. borðum og verða íslenzku keppendurnir í sal Utvegsbankans í Reykjavík. Taflið hefst klukkan 9 á sunnu- dagsmorgun. ísland teflir fram sínu sterk- asta liði, enda töluverðir mögu- leikar að komast áfram í keppn- inni. Friðrik Ölafsson verður á 1. borði, Guömundur Sigurjónsson á 2. borði, Ingi R. Jóhannsson á 3. borði, Jón L. Arnason á 4. borði, Helgi Ölafsson á 5. borði, Margeir Pétursson á 6. borði, Ingvar Asmundsson á 7. borði og Magnús Sólmundarson á 8. borði. Vara- menn verða Björgvin Víglunds- son og Bragi Halldórsson. Keppnin fer fram á þann hátt að leikirnir eru sendir milli landa með fjarrita. Á keppnisstöðunum á islandi og i Finnalndi veróa staddir fulltrúar andstæðingsins til að fylgjast með því að allt fari eftir settum reglum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.