Morgunblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977 Sigurður Jónasson múrari—Minning Fæddur2. mar/, 1928 Dáinn 29. ágúst 1977 Á því tilverustigi sem viö, börn jarðarinnar, búum við lútum við vissum lögmálum. Þrátt fyrir þá vissu verða oft að okkar áliti ótimabærir atburðir, sem ósjálfrátt beygja okkur jafn- vel þótt það geti verið likn með þraut. Þannig fór fyrir mér þegar ég fregnaði lát vinar míns og vinnu- félaga um áraraðir, Sigurðar Jónssonar múrara, sem'i dag verð- ur borinn til hinztu hvildar. Hann lézt í Landspítalanum 29. ágúst s.l. Það er því rúmt ár siðan hann varð á hverfa af vinnustaðnum og berjast hetjulegri baráttu við erf- iðan sjúkdóm þar til yfir lauk. Undirritaður telur það hafa verið mikið happ fyrir sig að hafa haft hann sem vinnufélaga í tæpa tvo áratugi. Fyrir allar þær áníegjulegu samverustundir bæði á hinum ýmsu vinnustöðum og utan þeirra skal þakka nú. Sigurður var fæddur á Siglu- firði 2. marz 1928. Foreldrar hans voru þau Jónas trésmiður Guð- mundsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og kona hans, Guðrún Sigurjónsdóttir, sem er á lífi á Siglufirði og á nú á baki að sjá indælum syni. Hann dvaldist sín þroskaár í foreldrahúsum á Siglufirði, stundaði þar sinn barnalærdóm og að þvi loknu stundaði hann einn vetur nám í héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. Á Siglufirði hóf hann svo nám i bakaraiðn hjá Sigurði Guðsjóns- syni bakarameistara þar. Námi í þeirri iðn Iauk hann svo 1949 og til að fullnema iðnina stundaði hann framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og auk þess i öl- og sælgætisgerð. Er hann kom aftur heim stundaði hann iðn'sína i Ný framköllunarvél, nýi Pro-matt pappírinn, og nýja INTERCOLOR II filman, gerir okkur kleift að bjóða betri myndgæði og aukin afköst í framköllun - Enn betri litmyndir á lágu verði. Reynið viðskiptin og fáið fallegar litmyndir ásamt nýrri litfilmu og myndaalbumi innifalið í verðinu. Þar sem þjónustan og kjörin eru best Suðurlandsbraut 20, Hafnarstræti 17, Reykjavík Sími 82733 300.000 munirn Nú é nœstunni eigum við von é þrjúhundrað þúsundasta viðskiptavininum. Hann mun fó gjöf, fró okkur. BANQ & OLUFSEN iítsjónvarpstæki fré Radíóbúðinni, að verðmæti 360.000,- kr. Þangað til mun þúsundasti hver viðskiptavlnur fó Hanimex Ijósmyndavél. \eröur þaö pú ? nokkur ár í Björnsbakarii i Reykjavík. En bæði var það að sú innivinna átti ekki vel við hann og möguleikar bakarasveina voru þá fremur litlir til að auka tekjur sinar, — en hann að byrja að stofna heimili —, svo hann ákvað að breyta til að hefja störf í bygg- ingariðnaði. Nám hóf hann svo í múraraiðn hjá Hjálmari Sveinbjörnssyni múrarameistara hér i borg. Sveinsprófi lauk hann í iðninni 1963. Hann var afkastamikill og vandvirkur múrari, ósérhlifinn og seiglan einkenndi störf hans í hvivetna. Það fór því ekki hjá því að honum væru falin ýmis trúnaðar- störf innan stéttarfélags síns, Múrarafélags Reykjavíkur. Hann átti sæti í stjórn félagsins sem gjaldkeri styrktarsjóðs Í sex ár, sat i trúnaðarráði og stjórn húsfé- lagsins að Freyjugötu 27, svo að það helzta sé upp talið. Þar brást hann heldur ekki með sína samvizkusemi og áreiðan- leika. Við sem áttum þess kost að starfa með honum á þeim vatt- vangi minnumst þess nú og þökk- um. Hann var í einkalífi mikill gæfumaður, eignaðist yndislegt heimili, konu og börn. Kona hans, sem nú á að baki að sjá eiginmanni eins og þeir verða beztir, er Sveinbjörg Helgadóttir frá ísafirði. Þau eignuðust saman fjögur börn, einn dreng og þrjár stúlkur. Stórt er það skarð sem opið stendur nú í þessari sam- hentu fjölskyldu en megi sá trúar- styrkur sem borið hefur þau í gegnum þessa raun reynast þeim haldgóður i framtíð sem hingað til. Sigurður var svo sannarlega trúaður maður, ekki þó þannig að hann hrópaði á torgum úti heldur kom hún m.a. fram í hlýlegu við- móti og einskærri hjálpsemi við skylda og óskylda. Hann átti gott með að tjá sig og gleðjast með glöðum og margar ánægjustundir átti hann með Kiwanisbræðrum sínum á Sel- tjarnarnesi. Hann var einarður í skoðunum, sagði meiningu sina tæpitungu- laust við hvern sem var og hallaði aldrei réttu máli viljandi. Akaflega þakklátur var hann fyrir allt sem fyrir hann var gert og var hann þar þó fremur veit- andi en þiggjandi. Þessum fátæklegu kveðjuorð- um vil ég ljúka með þeirri ósk að ísland eigi eftir að ala marga slika syni sem hann. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu hans og börnum inni- legustu samúðarkveðjur svo og öðrum vandamönnum hans. Megi minningin um góðan dreng lýsa þeim á ókomnum árum. Brynjólfur Amundason. Drengskapur, heiðarleiki og dugnaður eru þau orð, sem fyrst koma fram í huga minn, er ég minnist mágs mins Sigurðar Jónassonar múrara, en hann lézt 29. ágúst s.l. á bozta aldri. Hann hafði snemma s.l. árs kennt meins þess, er dró hann til dauða. Vandamenn hans og vinir, og hann sjálfur, vissu að hverju stefndi i hans erfiðu veikindum, og í þeim kom fram hans einstæða karlmennska og dugnaður. Sigurður var fæddur á Siglu- firði 2. marz 1928, sonur Jónasar Guðmundssonar trésmiðs, er lézt árið 1960, og Guðrúnar Sigurjóns- dóttur sem dvelur á Elliheimili Siglufjarðar i hárri elli. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum við Eyr- argötu 24 Siglufirði og eftir skyldunám lagði hann fyrir sig bakaraiðn hjá Sigurði Guðjóns- syni bakarameistara þar í bæ. Að loknu sveinsprófi í iðninni árið 1949 stundaði Sigurður fram- haldsnám í Kaupmannahöfn í 1 ár. Er heim kom vann Sigurður um skeið í brauðgerð Gísla Ólafsson- ar í Reykjavik. Einnig rak Sigurð- ur • ásamt öðrum brauðgerð í Keflavík um tíma, en hvarf síðan til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Er hann hætti þar hóf hann vinnu i Björnsbakaríi í Reykjavík og um tíma rak hann ásamt öðrum brauðgerð í Ólafsfirði, en árið 1956 hóf hann nám í múriðn hjá Hjálmari Sveinbjörnssyni múr- arameistara i Reykjavik, lauk prófi í þeirri iðn og vann við múrverk síðan. Sigurður var eftirsóttur til starfa í þeim iðngreinum er hann lagði fyrir sig sökum hæfileika sinna og dugnaðar, og honum voru falin trúnaðarstörf í stéttar- félögum sinum, m.a. í Múrarafé- lagi Reykjavíkur, þar sem hann sat i stjórn árin 1967—1972 og gegndi þar störfum gjaldkera styrktarsjóðs. Einnig sat Sigurður í trúnaðarmannaráði félagsins. I stjórnartíð Sigurðar eignuðust Múrarafélag Reykjavíkur og Múr- arameistarafélag Reykjavikur jörðina Öndverðarnes í Gríms- nesi. Þar hafði Sigurður reist fjöl- skyldunni sumarhús á fögrum stað og þangað leitaði Sigurður oftsinnis en þó í alltof fáum fri- stundum. Sigurður var félagi i Kiwanisklúbb á Seltjarnarnesi og unni þeim félagsskap mjög. Sigurður kvæntist árið 1953 Sveinbjörgu Helgadóttur frá ísa- firði, en þau kynntust er Sigurður vann í brauðgerö Gisla Ólafsson- ar, en þar vann Sveinbjörg við afgrislustörf. Þau eignuðust fjög- ur börn, Þórunni, Helga Jónas, Guðrúnu og Rósu, vel gefin mynd- arbörn. Samúðarkveðjur fylgja hérmeð til Sveinbjargar og barnanna á Lindarbraut 6 Seltjarnarnesi, einnig til aldraðrar móður á Siglufirði, systkina og annarra vandamanna. Birgir Jóh. Jóhannsson. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum komust ekki allar þær greinar er bárust til birtingar um hinn látna. Þær koma í laugardags- hlaði. Kveðja: Gunnar Jónasson I dag verður lagður til hinztu hvílu afi okkar, Gunnar Jónasson, og langar okkur tveim sonarson- um hans að minnast hans með örfáum orðum. Við vissum að Gunnar afi var búinn að vera mikið veikur, en samt var hann alltaf hress og glaður þegar við komum i heim- sókn til hans og ömmu á Skúló. Þangað var alltaf gott að koma því þar ríkti ávallt hlýja og glaðværð. Dodda amma hefur mikið misst og við biðjum guð að styrkja hana í hennar miklu sorg. Við munum alltaf geyma minn- inguna um góðan afa, sem alltaf vildi allt fyrir okkur gera sem honum var unnt. Far þú í friúi FriðurGuðs þi« hlcssi Ilafðu þökk fyrir alll ok allt. Jón og Steingrímur S. Ólafssynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.