Morgunblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977 Stórtap á inn- anlandsfluginu — segfr blaðafuUtrúi Flugleuki — ÞAÐ ER stórtap á innanlands- fluRÍ Flugleiða og þessi síðasta hækkun kcmur alltof seint til þess að hún komi að tilætluðu gagni, sagði Sveinn Sæmundsson, Viðskipta- viðræður við Pólland DAGANA 6.—8. september s.l. fóru fram i Reykjavik viðræður um viðskipti Islands og Póllands. Um viðskípti landanna gildir við- skiphnsa/pningur-,- ^sem næf til tímabilsjnS 1975 — 1980. I frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að i sameiginlegri fundar- gerð, sem undirrituð var 8. september s.l. af Þórhalli Asgeirs- syni ráðuneytisstjóra, formanni íslensku nefndarinnar, og Zbigriiéw Kr/.yoztofowies skrif- Framhald á hls. 2.'! blaðafulltrúi Flugleiða, við Mbl. f gær. samtali Svéinh sagði að meðan Flugfélg Islands fékk sjálft að ráða verð- inu hefði það rétt dugað til að standa undir rekstrinum en eftir að flugfargjöld fóru undir verð- lagsákvæði hafi stöðugt þurft að sækja ó brattann og innanlands- flugið sé nú rekið með stórtapi. — Eg hef ekki handbærar tölur fyrir þetta ár en f fyrra var tapið á innanlandsfluginu 100 milljónir af 850 milljóna króna brúttóveifu, sagði Sveinn. Hann gat þess að lokum að flug- vélarnar, sem notaðar væru i inn- anlandsfluginu, væru að verulegu leyti afskrifaðar, þannig hafi ekki verið afskrifaðar nema 28 millj- ónir i fyrrá eða aðeins rúmlega 3% af brúttóveltu. — Það er slæmt að geta ekki safnað i sjóði til að endurnýja tækin, þess i stað verður félagið í rauninnl að greiða með innánlahflsfluginu, sagði Sveinn. Sjálfstæðismenn í Kópavogi: Opna nýtt félags- heimili á laugardag Sjálfstæðisfélögin í Köpa- vogi taka formlega í notkun nýtt félagsheimili á laugardaginn kemur. Félagsheimilið er á 3ju hæð að Hamrabæ 1 í hjarta bæjarins. Húsnæði þetta er Hey til Færeyja BÚVORUDEILD Sambandsins selur á þessu hausti nokkuð af heyi til Færeyja og er þa3 afgreitt beint frá Seyðisfirði. f sambandsfréttum kem- ur fram að fyrr á árinu voru afgreidd til Færeyja 15 tonn en nú, 10. september, fara 17 tonn til viðbótar, auk þess sem búast má við frekari sölu síðar i haust. í fyrra seldi Búvörudeildin einnig hey til Færeyja. samtals um 50 tonn. Verðið, sem fæst fyrir heyið, er u.þ.b. ein króna færeysk fyrir hvert kíló komið um borð i skip. eða um 33 krónur is- lenzkar. alls um 316 fermetrar að stærö Efnt verður til síðdegisboós í félagsheimil- inu nýja á laugardag, þar sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, flytur ávarp og Richard Björgvinsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, mun lýsa fram- kvæmdum. ö INNLENT Keðjulestur á Biblíunni MARAÞONLESTURINN á Biblfunni, sem Mbl. skýrói frá 1 gær, hófst í Safnaðarheimili aðventista í Keflavík á nfunda tímanum í gærkvöldi. Prestar hófu lesturinn og síðan tóku leikmenn við og lesa þeir hver af öðrum unz Biblfan hefur öll verið lesin, en reiknað er með að keðjulesturinn taki um 70 klukkustundir. Þessar myndir tók Heimir Stígsson við upphaf lestrarins f gærkvöldi. Frekar ástæða til að efla hótelrekstur í miðborginni en gera Borgina að ráðhúsi — segir Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri „ÉG SKIL vel hug Arons Guðbrandssonar til Hótel Borgar og hans vilja til að vegur þess húss sé sem mestur. En ég tel æskilegt að sú hefð haldist, að þarna sé hótel í miðborginni «g tel reyndar ástæðu til að efla frekar þá starfsemi heldur en hitt“, sagði Birg- ir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri er Mbl. bar undir hann í gær þá hug- mynd Arons Guðbrands- sonar, stjórnarformanns Hótel Borgar, að Hótel Borg yrði gerð að ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Birgir ísleifur Gunnarsson sagðist vera þeirrar skoðunar að hótelrekstur i miðborginni væri nauðsynlegur þáttur til að gæða hann lífi og sá þáttur mætti sízt missa sin. Um ráðhúsmál að öðru leyti sagði borgarstjóri að ekkert hefði verið hugsað um byggingu ráð- húss undanfarin ár. Ymis vandi. sem ráðhús átti-að leysa, hefur verið leystur með tilkomu Höfða og Kjarvalsstaða og sagði borgar- stjóri að af þeim sökum væri bygging ráðhuss ekki eins knýj- andi nauðsyn nú og fyrr hefði verið. „En auðvitað vona ég að þeir tímar komi að Reykjavíkurborg eignist sitt ráðhús", sagði Birgir Isleifur Gunnarsson. Nýtt loðnuverð ákveðið í gær: LoðnuaHinn kominn yfir 100.000 tonn ELLEFU skip höfðu tilkynnt loðnu- nefnd um afla síðasta sólarhring, þegar Mbl. leitaði frétta um klukkan 23 í gærkvöldi; samtals 6.120 tonn og er loðnuaflinn þá kominn yfir 100.000 tonn, sennilegast í um 104.000 tonn. Vfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins ákvað í gær nýtt loðnuverð, sem er 9 krónur á kílóið miðað við 14% fituinnihald og 1 5% fitufrítt þurrefni Samkvæmt upplýsingum loðnunefnd- ar í gær var fituinnihald loðnunnar Hefði perrn ekki sprungið værum við Wdegast ekki að tola saman nú sagði Hjalti Jósepsson, sem brann hjá aðfaranótt miðvikudagsins „ÉG VAKNAÐI upp við hvell og sennilega hefur það verið peran í loftinu, sem sprakk,“ sagði Hjalti Jósepsson, bóndi á Urðarbaki í Vestur-Hópi, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, en aðfararnótt miðviku- dagsins, rétt eftir miðnætti, kviknaði í íbúðarhúsinu og hann, kona hans og tvö hörn björguðust út á síðustu stundu. „Þegar ég vaknaði var allt al- elda í kjallaranum, sem var fyrir neðan okkur, en mér gekk ágætlega að vekja konuna og börnin og komumst við klakk- laust út úr dyrum hússins." Eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær var íbúðarhús- ið á Urðarbaki steinhús, en allir innviðir þess úr timbri og ein- angrun var hey. Hjalti sagði að húsið væri svo til ónýtt og hann kvað innbúið stórskemmt. Þeg- ar Morgunblaðfð spurði hann um tryggingar á húsinu og inn- búinu, sagðist hann enn ekki hafa haft tóm til þess að kanna þau mál. Hann kvaðst ekki sjálfur hafa gengið frá trygg- ingum á húsinu i vetur, en hreppurinn hefði hins vegar gert það. Innbúið var á hinn bóginn allt óvátryggt. „Jú, ég byrjaði að búa á jörð- inni i vor og auðvitað er þetta talsvert áfall," sagði Hjalti og bætti við: „Við búum nú hér i nágrenninu hjá föður mínum, en hjá honum áttum við inn- hlaup með börnin. Ég er nú ekki farinn að hugsa svo langt að byggja upp á ný, en eitthvað verð ég þó að gera.“ Hjalti kvað slökkviliðið hafa komið merkilega fljótt eða um hálfri klukkustund eftir að hann gerði viðvart. Það hafi bjargað því sem bjargað varð. Þegar Morgunblaðið spurði Hjalta að því, hvort hann gæti hugsað sér, hvað gerzt hefði, ef peran hefði ekki sprungið, og svaraði hann þá: „Þá væri ég líklegast ekki að tala við þig nú.“ 18—19%. en verðið breytist um 57 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% frávik frá 14% Fyrra verð var 10 20 krónur kílóið miðað við 14% fituinnihald og 1 5% fitufrítt þurr- efni og hækkaði það um 70 aura eða lækkaði miðað við hvort tveggja, en nýja verðið lækkar um 65 aura eða hækkar fyrir hvert 1 % frávik i þurr efnismagninu Nýja verðið gildir til 31 desember 1977 en er uppsegjanlegt frá og með 1 október og síðan með viku fyrirvara Framangreindar tölur um hækkun verðsins og lækkun gilda hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Verðið var ákveðið af oddamanni, Ólafi Daviðssyni, og full- trúum seljenda, Ágústi Einarssyni og Tryggva Helgasyni, gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, Guðmundar Kr. Jónssonar og Jóns Reynis Magnús- sonar is hrakti loðnuskipin vestur á bóginn frá miðunum. sem voru í fyrradag, en Framhald á bls. 23 Jafnt hjá Jóni Heimsmeistaramót unglinga i skák, þ.e. skákmanna 17 ára og yngri hófst i borginni Cagnes I Frakklandi í gær. Meðal kepp- enda er íslandsmeistarinn i skák, Jón L. Arnason Hann tefldi I 1. umferð gegn skákmanninum Soppe frá Argentinu og varð skákin jafntefli i 52 leikjum. Margeir Pétursson, aðstoðar- maður Jóns, tjáði Mbl í gærkvöldi að Jón hefði lengst af haft betra tafl en Argentinumanninum tókst að skipta upp i endatafli með snoturri fléttu og náði þannig að jafna taflið Margeir kvað Jón eiga talsverða möguleika á sigri, hann væri stiga- hæsti skákmaður mótsins og svo skemmtilega hefði viljað til að hann mætti þeim næst stigahæsta i fyrstu umferðinni, en það er fyrr- nefndur Soppe í mótinu taka þátt 32 skákmenn frá 30 þjóðum. Aðstæður allra eru ágætar en mikill hiti eða tæp 40 stig á daginn og gerir það skák- mönnum frá Norðurslóðum erfitt fyrir. Tefldar verða 1 1 umferðir eftir Monradkerfi Bróðir Jóns, Ásgeir Þ Árnason, teflir á heimsmeistaramóti skák- manna 20 ára og yngri, sem fram fer i Innsbruck i Austurriki. Að fjórum umferðum loknum hafði Ás- geir hlotið 2 vinninga, unnið tvær skákir og tapað tveimur. Loftþrýstingurinn f ór af f arþegarými ÞEGAR Flugleióavél var komin í 20 þúsund fet áleióis til tslands frá Luxemburg á þriðja tímanum í gær fór þrýstingurinn af far- þegarýminu. Súrefnisgrimur féllu nióur og flugmennirnir lækkuóu snarlega f lugið og snéru við, en urðu að losa- talsvert af eldsneyti áður en þeir gátu lent aftur í Luxemburg. í ljós kom að ventill hafði bilað og var fljótgert að laga það, en þá kom í ljós að við eldsneytislosun- ina hafði bilað annar ventill, sem tímafrekara er að gera við og var búizt við að þeirri viðgerð lyki í nótt. Önnur Fluleiðavél fór frá Luxemburg skömmu síðar og komust einhverjir farþegar úr hinni vélinni með henni, en aðrir voru fluttir á hótel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.