Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17, SEPTEMBER 1977 17 Othar Hansson: Macalester og Harvard Hr. ritstjóri 1 blaði yðar undanfarið hafa átt sér stað miklar deilur milli Hannesar Gissurarsonar og einna fjögurra háskólakennara. Ekki ætla ég hér að taka þátt i þeim, enda málið mér óskylt. Það var þó eitt atriði, sem ég hnaut um í greinkennaranna, en það var að þeir halda því fram, að Macalester College i St. Paul sé jafngóður Harvard- háskóla. Rök þeirra fyrir þessari dæmalausu fullyrðingu eru: 1. Walter Mondale stundaði nám þar 2. Hubert Humphrey kenndi þar 3. Valdimar Björnsson hefur mikið álit á skólanum 4. „Macalester hafði svipað hlutfall af National Merit Scolars og Harvardháskóli". Eg vona bara, að rökfræðin sé ennþá kennd í heimspeki- deildinni! Litum nú aðeins á rökin: Gerir skólavist Mondale Macalester að betri stofnun? Svarið er neikvætt. Sótti Svanur tíma hjá Hubert Humphrey, er svo, hvað marga? Ég verð aö viðurkenna, að mig grunar að Humphrey hafi ekki haldið marga fyrirlestra þar, en Svanur getur hæglega komið með réttar upplýsingar um það. Ég verð að játa, að mér finnst það skemmtileg tilbreyting, ef kennsla Humphreys þarna hefur haft þau áhrif á Svan, að hann gerist heittrúa marxisti. Valdimar Björnsson er vafa- laust mætasti maður, en álit hans á Macalester College gerir hann ekki jafngóðan Harvard. Þá er komið að rúsinunni: National Merit Scholars. Ekki hafa kennararnir fyrir þvi að skilgreina þennan titil. Sann- leikurinn er sá, að þetta er til- svarandi við fyrstu einkunn á stúdentsprófi. Varla tómir dúx- ar i þeim stóra hópi! Nú er það svo, að það eru handhægar upplýsingar til um bandariska háskóla og þykir mér sennilegt að Svanur þekki til þeirra eftir að hafa stundað þar nám um árabil. Verö ég þvi að álykta, að hann hafi vitað betur og þvi gerzt sékur um visvitandi rangfærslur. 1 „Comparative guide 'to American colleges" 1970—1971 Edition (en það eru einmitt árin, sem þeir vitna til) eru eftirfarandi upplýsingar: Macalester Harvard Hlutfall umsækjenda sem fá inngöngu 76% 19% S.A.T. 1) Einkunnir ný- stúdenta: Verbal (málfr. saga, o.þh.): Yfir 70« 12% 68% Yfir 600 51% 96% Math. (stærðfr.) Yfir 700 14% 55% Yfir 600 51% 93% 1) S.A.T. (Scholastik aptitude test) er próf, sem næstum allir menntaskólanemendur í Bandaríkjunum taka. Hæsta möguleg einkunn er 800. 600 stig mundu svara til fyrstu einkunnar á stúdentsprófi, en 700 til ágætiseinkunnar. Eg legg það í dóm lesenda, hvort skólinn er kröfuharðari (betri). 3. september 1977 Othar Hansson. Niðurstaða eft- ir 2-3 vikur SEM KUNNUGT er þá kom kana- diski fisksjúkdómasérfræðingur- inn Trevor Evelin hingað til lands fyrir nokkru á vegum Veiði- og fiskræktarráðs Reykjavíkurborg- ar og skoðaði þá meðal annars hin umtöluðu seiði að Laxalóni. I sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði Ragnar Júliusson, formaður Veiði- og fiskræktarráðs, að Eve- lin hefði sent skeyti til ráðsins og segi hann þar að lokaniðurstöður sínar liggi ekki fyrir fyrr en eftir 2—3 vikur. Göngum lok- ið í Miðfirði Slaðarbakka. 15. soplombor GÖNGUR á afréttir voru hér um siðustu helgi. Fjárréttir voru á mánudag og þriðjudag, en stóð- rétt á miðvikudag. Veður var hið bezta þessa daga. t ^ær, miðvikudag, var leitað úr þyrlu á heiðunum, og fundust þá 12 kindur. Óvenjumargt fé hafði komið inn í varnargirðingarnar, eða á milli 50 og 60 sem flutt var til slátrunar, en slátrun á Hvammstanga er að byrja Ályktanir frá Hér- aðsfundiBorgarflarð- arprófastsdæmis Héraðsfundur Borgf jarðar-l prófastsdæmis var haldinn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd s.l. sunnudag, 11. september, og hófst með messu í Hallgrímskirkju, þar sem sr. Ölafur Jens Sigurðsson prédikaði. Fjórir prestar þjónuðu fyrir altari og 200 manns voru við altarisgöngu, flestir félagar í Kristilegum skólasamtökum. Settur prófastur, séra Jón Einarsson í Saurbæ, flutti yfirlits- skýrslu um störf kirkjunnar. Hann flutti einnig erindi á fund- inum um álit Starfsháttanefndar þjóðkirkjunnar, en hann er for- maður nefndarinnar. Sóknar- prestar og safnaðarfuiltrúar sögðu fréttir af kirkjulegu starfi i sínum sóknum. A héraðsfundinum voru eftir- farandi ályktanir samþykktar samhljóða: 1. Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis, haldinn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 11. sept. 1977, þakkar Starfshátta- nefnd þjóðkirkjunnar vel unnin störf og frábærlega vandaða, greinargóða og ýtarlega álits- gjörð, sem hún lagði fram á prestastefnu á Eiðum í júní 1977. Beinir fundurinn þeirri áskor- un til sóknarnefnda að kynna sér álitið vandlega, kynna það fyrir söfnuðum sínum og leitast við að vekja umræður um það. Þá væntir fundurinn þess fast- lega að kirkjuráð og kirkjuþing taki álit Starfsháttanefndar til verðugrar ihugunar, sem leiði til jákvæðra og farsælla fram- kvæmda. 2. Héraðsfundur Borgarfjarð- arprófastsdæmis, haldinn að Sauðbæ á Hvalfjarðarströnd 11. sept. 1977, beinir þeim tilmælum Framhald á bls. 22. Afmælisþing UMFÍ 70 ARA afmælis Ungmenna- félags Islands var minnzt á þrí- tugasta sambandsþingi UMFl sem haldíð var á Þingvöllum dag- ana 10. og 11. september s.l. Þingið hófst kl. 14.00 á laugar- dag með skýrslu stjórnar, sem formaður samtakanna, Hafsteinn Þorvaldsson, flutti, en gjaldkeri UMFl, Björn Agústsson las upp reikninga félagsins skýrði þá. Fjölmörg mál lágu fyrir þing- inu og var starfsgleði mikil meðal þingfulltrúa. Eitt aðalmál þings- ins var 16. Landsmót UMFl, sem haldið verður á Selfossi í júli næsta sumar, og var reglugerð samþykkt um það. Þá lágu einnig fyrir þinginu fjölmargar tillögur um framtíðarstarf samtakanna, en þær voru ræddar um kvöldið og síðan lagðar fram til afgreiðslu á sunnudag. Fjölmargir velunnarar UMFl sátu þingið sem gestir. Við setningu þingsins flutti Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra ávarp og þakkaði Ungmennafélagi íslands framlag þess til menningar og uppeldis- mála þjóðarinnar. Gísli Halldórsson, forseti lSÍ flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Iþróttasambandi islands og sæmdi við það tækifæri Hafstein Þorvaldsson, formann UMFÍ, æðsta heiðursmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf að íþrótta- og félags- málum. Þá sæmdi hann Sigurð Geirdal, framkvæmdastjóra UMFÍ, gullmerki ÍSÍ. Reynir Karlsson, æskulýðsfull- trúi ríkisins, flutti kveðjur æsku- lýðsráðs og þakkir fyrir náið og gott samstarf UMFl og ÆRR. Kl. 18.00 á sunnudag hófst há- tíðavaka i tilefni af 70 ára afmæli UMFI. Fjðldi manna sat afmælis- vökuna, en stjórnandi hennar var formaður félagsins, Hafsteinn Þorvaldsson. Eiríkur J. Eiriksson flutti minni UMFÍ, Jónas Ingi- mundarson stjórnaði söng og Halldór Vilhelmsson söng ein- söng. Fjölmörg ávörp voru flutt og lesnar voru upp kveðjur og skeyti, sem bárust viða að. A þinginu voru kjörnir i stjórn UMFÍ fyrir næstu tvö ár: Haf- steinn Þorvaldsson, formaður, Guðjón Ingimundarson, varafor- maður, Björn Agústsson, gjald- keri, Jón Guðbjörnsson, ritari, og Bergur Torfason, Þóroddur Jóhannsson og Hafsteinn Jóhannesson meðstjórnendur. 1 varastjórn voru kosnir Arnaldur Már Bjarnason, Diðrik Haralds- son, Ingólfur Steindórsson og Hermann Nielsson. Starhkraftur Ijósritunarvélin er tækninýjung með einstæða möguleika RÖSK Hún Ijósritar allt að 20 mismun- andi frumrit á mínútu. Sjálfvirkur matari kemur frumritum í réttar skorður á auga- bragði. Vélin skilar síðan afriti á þremur sekúndum. HAGSÝN Hún þarf engan sérstakan Ijós- ritunarpapplr. Hún Ijósritará venjulegan pappír hvort sem bréfhaus er á eða ekki — og auðvitað báðum megin, ef því er að skipta! FJÖLHÆF Hún sléttar brot úr frumritum. Engar tilfæringar vegna mismunandi frum- ritastærða. Sjálfvirkur skynjari sér við dökk- um eða daufum frumritum. FORSJÁL Hún skilar afritum í réttri röð. Röðun er því óþörf. ÁREIÐANLEG NASHUA 1 220-DF Ijósrit- unarvélin vinnur sitt verk hljóðlega og áreiðanlega. Hún er einföld að gerð, og er þvl lítil hætta á veikindadögum. Þaðfer litið fyrir henni, og hún er nægjusöm hvað rekstrarkostnað snertir, en umfram allt er hún mesti vinnuforkur, sem skilar hreinum og góðum afritum. NASHUA 1220—DF LJÓSRITUNARVÉLIN — ÞAÐ MÁ ÓHIKAÐ MÆLA MEÐ HENNI UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - SUÐURLANDSBRAUT 10 - SIMI 84900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.