Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 21 Meðfólki og fénaðií Mælifellsréttí Skagafirði en vel rættist þó úr. Bjart var yfir og fallegt um að litast i Skagafirð- inum þennan haustdag, stafalogn svo ekki blakti hár á höfði. Þó hitastigið væri ekki mikið, skammt frá frostmarkinu, perlaði svitinn á ákafamönnum við fjár- dráttinn. Ryndar þurfti enginn að kvarta yfir kulda, brjóstbirtu var að finna í fjölmörgum rassvösum og skammt frá réttinni starfræktu kvenfélagskonur úr Lýtingsstaða- hrepp kaffisölu með myndarbrag. Þangað lagði margur leið sína og þáði veitingar á hóflegu verði. Þar, sem annars staðar við rétt- ina, var margt spjallað, skrafað og skeggrætt um stöðuna í hinum ýmsu heimsins málum Ekki um Schleyermálið eða norsku kosn- ingarnar, heldur um slátrun, fóð- urkál og hrossaréttina að Stafni — svo eitthvað sé nefnt. Þær voru fjórar við fram- reiðslustörfin i réttarskúrnum, Guðrún á Starrastöðum, Erla á Ljósalandi, Hulda á Nautabúi og Rósa á Hvíteyrum. Kaffi, kökur og brauð seldu þær gestum og gangandi, en ekki voru þó allir sem gerðu sér þessa hluti að góðu. Unga fölkið bað gjarnan um pulsu með öllu. Kaffiveitingarnar hafa verið seldar við Mælifells- rétt frá því að hún var byggð fj'rir allmörgum árum og skiptast kon- urnar i sveitinni á um veitingasöl- og hross, en nú eiga þær „bara" hesta. Þær sögðust dvelja i Stekkjarholti þessa dagana þar sem mamma þeirra væri i göng- um með vestflokknum. — Við þekkjum eiginlega alla hérna, en hjálpum samt aðallega Stebba í Stekkjarholti við dráttinn, sögðu þær. — Mest drögum við lömb, en stundum rollurnar og þá báðar saman, sögðu þær systur. Gunnar Valgarðsson frá Tungu- hlíð gekk búmannlegur um al- menninginn og svipaðist um eftir markinu sinu, heilrifað og hang- fjöður vinstra, alheilt hægra. Hann er 16 ára gamall, en þegar orðinn þó nokkur bóndi. Ætlar sér að setja 36 á i haust, á auk þess taminn 4ra vetra fola, tvær hryssur og folald, sem hann hyggst selja. — Ætli ég fái ekki 20—25 þúdund kall fyrir það, seg- ir Gunnar. í vetur ætlar hann í Iðnskólann á Sauðárkróki og hyggst læra bif- vélavirkjun. Hann fór nú í göngur í fyrsta skipti og líkaði bara vel, helvíti hvasst að vísu, en spenn- andi, því neitaði hann ekki. — Eg veit ekki hvort ég verð bóndi eða fer út í bifvélavirkjunina, það verður bara að ráðast, sagði Gunnar Valgarðsson. REYNIÐ AÐFA HJAHONUM EINA VlSU Við hittum þarna síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli, hann var nýkominn úr miklu Evrópuferða- lagi og heilsaði nú sóknarbörnum sínum hverju á eftir öðru. Sira Ágúst er með lítils háttar búskap, mest fyrir ánægjuna sagði hann. Þar sem hann er fyrrum fréttarit- ari Morgunblaðsins í sveitinni spúrðum við hann hvort ekki væru þarna einhverjir, sem hann ráólegði okkur að spjalla við. Sagði Ágúst að þarna væri upp til höpa gott fólk og skemmtilegt, sagðist þó ekki neita þvi að gaman gæti verið fyrir okkur að spjalla við Jóhann Guðmundsson á Stapa og reyna að fá hjá honum eins og eina vísu. Hvað við gerðum. — Réttardagurinn var sá dag- ur, sem ég hlakkaði mest til þegar ég var yngri, segir Jóhann. — Ég held bara að þetta sé svona enn þá, maður er byrjaður að hugsa um réttirnar á miðju sumri. Sjálf- ur er ég þö ekki með neinn bú- skap að ráði, við feðgarnir búum saman á Stapa og erum með nokkrar skjátur og hross okkur til gamans. Aðallega fáumst við þó við smíðar og förum á milli bænda út um sveitir. — Annars eru réttirnar orðnar mjög breyttar frá því sem áður var, svipurinn er allt annar. Það er reyndar miklu fleira fólk i rétt- unum en var áður og margt að- komufólk, en þetta er orðið svo míklu vélrænna núna. — Nei ég er ekki skáld og hef aldrei verið. Ég neita því þó ekki að ég set stundum saman vísur og hef sett svolítið í blaðið Framför, sem ungmennafélagið hér byrjaði að gefa út fyrir 2 árum að ég held. Er ekki betra að við tölum saman seinni partinn? Það losnar alltaf um þegar líður á daginn. Þá er maður búinn að hitta félagana og fá sér aðeins í staupinu. Ég læt þig fá eitthvað þá, segir Jóhann, en l)laðamaður er ekki ánægður með það. Jóhann fellst á að gefa okkur smá sýnishorn og hefur þennan formála: — Ég kastaði henni þessari að kunningja mínum einu sinni í réttum og ætlaðist til að hann svaraði, sem hann þó ekki gerði í það skiptið. En visan er svona: Fellda, slétta, fágaða fram hér settu á vöku. Eina létta, liðlega, ljúfa réttarstöku. Rér er það ég sem stjórna. stendur við dilkinn sinn og fylgist með því sem inn er dregið. Sjálf- ur er hann drjúgur við dráttinn. Margir staldra við og ræða málin við Pál, hann hefur eflaust frá ýmsu að segja og að sið hins ís- lenzka bónda hefur hann nægan tíma, ekki bara til að tala, heldur einnig til að hlusta. — Ég er nú orðinn 67 ára og stend því einmitt á þvi árinu, að nú á ég að hætta að vinna lögum samkvæmt, segir Páll. — Við höf- um það að vísu ekki þannig, bændurnir, en ég hef þó mikið minnkað við mig síðustu árin. Mér virðist sem féð hérna hjá okkur í Mælifellsrétt í dag sé fleira en oft undanfarin ár, en hérna áður var miklu fleira fé réttað hér. Nú er farið að smala heimahagana áður en farió er á afréttina oe bvier eðlilegt að færra sé i almenningnum en var eins og fyrir áratug. — Annars eru smaiamennsk- urnar eftir gömlu kerfi hjá okkur, sennilega síðan fyrir aldamót og þeirri skiptingu hefur ekki verið raskað þó margt hafi breytzt. Blessaður vertu, maður lenti i ýmsu í göngum hér áður fyrr og það er ekki lengra síðan en 1963 að við komum fénu ekki niður að Stafnsrétt vegna snjóa og þurft- urn að fá aðstoð stórvirkra tækja til að ekki færi illa, segir Páll á Starrastöðum að lokum. KJARNAKAFFI HJA KVEN- fFlagskonum Hann hafði spáð leiðindaveðri á miðvikudaginn, roki og úrkomu, una, nýjar konur á hverju hausti eins og þær sögðu stöllurnar í kaffiskúrnum. HEIMASÆTUR HÝR- EYGAR OG BÓNDI EÐA BIFVÉLAVIRKI Það var margt um manninn í Mælifellsrétt á miðvikudaginn, fólk á öllum aldri og flestir virt- ust hafa nóg að gera þarna — eiginlega allir nema blaðasnáp- arnir. Tvær ungar hnátur tókst okkur að króa af í almenningnum og spjölluðum við þær, stutta stund. Heita þær Rósa Borg Hall- dórsdóttir, 11 ára, og Sigríður Margrét Halldórsdóttir, 9 ára. Þær eru systur og eru frá Sauðár- króki, reyndar áttu þær heima i sveit í 7 ár og áttu þá bæði kindur 'Þó aldurinn færist smatt og smatt yfir þá eru réttardagarnir enn miklir hátíðisdagar hjá hagyrðingnum og hagleiksmanninum Jóhanni Guðmundssyni á Stapa. Páll Ólafsson á Starrastöðum. réttarstjóri og fyrrum fjallkóng- ur í yfir 20 ár. lunt myndarskap í réttarskúrnum, •ún Kristjánsdóttir á Starrastöðum, isa Björnsdóttir á Hviteyrum. létta, liðlega, liúfa réttarstöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.