Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 ÚRSLITALEIKURINN í 2. DEILD Á LAUGAR- DALSVELLINUM í DAG 1 DAG FER FRAM A Lauj-ardals- vi'IIinum úrslilaleikurinn í 2. deiid lslandsmólsins í knatt- spyrnu. Mætast þar liöin tvö sem þegar hafa tr.VKst sér keppnisrétt í 1. deild tslandsmotsins næsta sumar, Þróttur, Reykjavík, «k KA frá Akureyri, en lið þessi eru jöfn að stigum fyrir leikinn i das, hafa ba-ði hlotið 27 stig. Markahlutfall þeirra er einnig mjöf; svipað, KA hefur skorað 5.‘l mörk en fen;;ið á sig 23, en Þróttur hefur skorað 41 mark gegn 15. Má ætla, eftir frammistöðu liðanna í deildinni í sumar, að þau séu mjög áþekk að styrkleika, en þegar þau mættust á Akureyri í fyrri umferðinni vann Þróttur þó öruggan sigur. Leikurinn á Laugardalsvellin- um hefst kl. 14.00 í dag, og má búast við að áhangendur liðanna fjölmenni og hvetji sína menn. Aðrir leikir í 2. deildar keppninni um helgina verða eftirtaldir: Á Isafirði leika heimamenn við Þrótt frá Neskaupstað og hefst sá leikur kl. 14.00. Á Selfossvelli mæta Selfyssingar Völsungum frá Húsavík og á Arskógsvelli kveðja Reynismenn 2. deildina að sinní með leik við Armenninga. Sá leikur á að hefjast kl. 16.00. HEIMSMET í MARAÞON- HLAUPI VESTUR-ÞÝSKA stúlkan Christa Vahlensieek setti nýtt heimsmet í maraþonhlaupi kvenna er hún hljóp á 2:34:47,5 klst. i keppni sem fram fór í Vestur-Berlín um helgina. Bætti hún þar með eldra heimsmetið um 28. sekúndur, en það var í eigu frönsku stúlkunnar Chantal Laglac. 1 karlahlaupinu í Berlín varð Guenter Mielke sigur- vegari, hljóp á 2:15:18,2 klst. Tvö lið hafa þegar lokið leikjum sínum í 2. deildar keppninni, Reynir frá Sandgerði og Haukar. Haukar urðu í þriðja sæti í deild- inni, og voru raunar óheppnir að blanda sér ekki í baráttuna um 1. deildar sætið á lokasprettinum. Töpuðu Haukar aðeins einum leik í deildinni í sumar, en gerðu hins vegar 8 jafntefli. Reynisliðið sem kom upp úr 3. deild í fyrra hefur staðið sig framar öllum vonum í keppninni í ár og hlaut það 15 stig. Hið sama má segja um Norð- fjarðar-Þrótt, sem kom upp i fyrra og heldur örugglega sæti sínu í deildinni, er kominn með 14 stig eftir 17 leiki. Staðan i 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu fyrir leikina i dag er þessi: KA 17 13 1 3 53 —23 27 Þróttur R 17 12 3 2 41 —15 27 Haukar 18 9 8 1 33 —15 26 Ármann 17 9 3 5 27 — 19 21 IBÍ 17 5 7 5 20 —23 17 Reynir S 18 5 5 8 24- -31 15 Þróttur N 17 5 4 8 23 —30 14 Völs- ungur 17 4 5 8 23 —33 13 Selfoss 17 2 3 12 13 —39 7 Reynir A 17 1 3 13 16—45 5 Markhæstu leikmennirnir í 2. deild eru eftirtaldir: Páll Ölafsson, Þróttur R 20 Gunnar Blöndal, KA 15 Armann Sverrisson, KA 14 Ólafur Jóhannesson, Haukum 13 llafþór Helgas., Völsungi 10 Sigbjörn Gunnarsson, KA 10 Örnólfur Oddsson, IBI 8 Sigurður Aðalsteinsson, Haukum 7 Ari Arason, Reyni S 6 Halldör Arason, Þrótti R 6 Helgi Benediktss., Þrótti N 6 Magnús Jónatanss., Reyni A 6 Þorgeir Þorgeirss., Þrótti R 6 Björgúlfur Baldurss., Þrótti N 5 Halldór Arason, Þrótti R 5 Jón Hermannss., Armanni 5 Ómar Torfason, IBÍ 5 Pétur Sveinsson, Reyni S 5 Þráinn Ásmundss., Armanni 5 Bað hann um að fá að fara út til keppninnar eftir hádegi, sem að sjálfsögðu var auðsótt mál. Þátttökugjald í keppninni í dag er mikið, eða 4000 krónur, en ágóðanum af mótinu verður vel varið, til Kópavogshælis og íþróttafélags lamaðra og fatlaðra. Auk hins glæsilega golfsetts, sem keppt verður um, verða veitt góð aukaverðlaun frá MeGregor- umboðinu, en af þeirri tegund er golfsettið frá Nicklaus. TILKYNNTIUM ÞÁTTTÖKU í NICKLAUS-MÓTINU LANGT SUNNAN ÚR HAFI SVO VIRÐIST sem mikil þátttaka a'tli að verða í golfkeppninni um golfsetl það sem Jack Nicklaus gaf í fyrrahaust. Hefst keppnin klukkan 9 fyrir hádegi í dag á Nesvellinum en einnig verður ræst út klukkan 13.00. A morgun hefst keppnin klukkan 9, en leiknar verða 36 holur eftir svo- nefndu Stableford-punktakerfi. 1 gær bárust Kjartani L. Páls- syni, framkvæmdastjóra Nes- klúbbsins, þátttökutilkynningar frá kylfingum viðs vegar að af landinu. Sumir sem tilkynntu þátttöku í gær voru þá ekki einu sinni á þurru landi. Þannig hafði loftskeytamaðurinn á Arna Frið- rikssyni samband við Kjartan í gær og tilkynnti um þátttöku sína. Maðurinn er enginn annar en Óskar Sæmundsson, sigurveg- ari i „Icelandic Open“ fyrr i sum- ar. Var Arni Friðriksson talsvert suður af Eyjum, en Óskar sagði að strikið hefði þegar verið tekið á Reykjavík og reiknaði Óskar með að vera í landi um hádegisibilið. Malmö FF með góða forystu MALMÖ FF hefur nú svo gott sem tryggt sér sænska meistara- titilinn í knattspyrnu annað árið í röð. Eftir 20 leiki var liðið komið með 31 stig, 5 stigum meira en liðið sem var í öðru sæti, Elfs- borg, og hafði það þó leikið einum leik fleira. 1 þríðja sæti í deild- inni er svo Landskrona með 25 stig en síðan koma Kalmar með 24 stig, Norrköping með 24 stig, Halmstad með 22 stig, Öster með 21 stig, Örebro með 20 stig, Göte- borg með 20 stig, Hammarby með 20 stig, Sundsvall með 17 stig, AIK með 16 stig og á botninum eru Djurgaarden með 15 stig og Derby með 11 stig. í 2. seild — suðurdeildinni þar sem lið íslendinganna leika er staðan sú að Atvidaberg hefur náð góðri forystu og er liðið með 32 stig eftir 21 leik. Atvidaberg lék um síðustu helgi við Jönköp- ing, lið Teits Þórðarsonar og fóru leikar svo að Jönköping sigraði í leiknum 1:0. Var þetta annar tap- leikur Átvidabergs á þessu keppnistímabili. Jönköping er nú í fimmta sæti i deildinni með 22 stig, Halmia, leið Matthíasar Hall- grímssonar, er í 10. sæti með 20 stig og Norrby, Iiðið sem Vil- hjálmur Kjartansson leikur með, er í 11. sæti með 19 stig. Sapporo sækir um OL1984 Borgarstjórn Sapporo í Japan til- kynnti nýlega að hún hygðist sækja um að halda vetrarólympiuleikina 1984. Sem kunnugt er voru leikarnir haldnir i Sapporo 1972, og þá var lagt i mikla mannvirkjagerð þar. Þðtti framkvæmd Japananna á leik- unum til mikillar fyrirmyndar, og er ekki ótrúlegt að þeir fái leikana að nýju, enda fáir staðir sem telja sig tilbúna að halda þá. Nicklaus á Nesvellinum 1 fyrra- sumar. umkringdur áhugasömum áhorfendum. Golfkylfurnar sem hann sveiflaði svo fagurlega á sýningu sinni verða verðlauna- gripir í keppninni um helgina, og meðal þeirra sem keppa um þær er Óskar Sa'mundsson, sem er til vinstri á þessari mynd (með myndavél í höndunum) MUNAÐIMJÚU Þarna munaði mjóu. Myndin er úr leik Vals og írska liðsins Glentoran í Evrópubikarkeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum i fyrrakvöld. Eftir fyrirgjöf kastar Guðmundur Þorbjörnsson sér aftur og spyrnir ,,hjólhestaspyrnu að marki íranna. Lenti knötturinn í einum Glentor- an-leikmanninum, á marklínunni, en þegar þetta skeði var írska liðið komið með fjóra „markmenn". Sá sem stendur i irska markinu var sá leikmanna Glentoranliðsins sem hafði sig hvað mest í frammi í leiknum og var greinilega fullnuma i grófustu brögðum knattspyrnunn- ar. Gaf hann Valsmönnum i skyn, að þetta væri ekkert hjá þvi sem þeirra biði i írlandi. Vonandi er að Valsmenn nái þar að fylgja sigri sínum á Laugardalsvellinum og komist i aðra umferð Evrópubikar- keppninnar. Verður það þó ugglaust erfitt, þar sem irska liðið hefur náð mjög góðum árangri á heimavelli í Evrópukeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.