Morgunblaðið - 06.11.1977, Síða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÖVEMBER 1977
Þórir S. Guðbergsson:
Eilítið
um
elliárin
4.
grein
Flestir þekkja gamalt fólk. en fíir
heimsækja þaS. Margir þekkja þá
einangrun, sem gamalt fólk býr oft
við. en fáir gera nokkuð til þess að
rjúfa hana. Mörg okkar vita af öldr-
uðum á heimilum sinum. fólki, sem á
erfitt um gang, fer litið og fær sjald-
an heimsóknir. en fá okkar vilja taka
sér tima til þess að sinna þvi á
einhvern hátt.
Einangrun rofin
Með tilkomu hljóðvarps og síðar sjónvarps
má segja, að gjörbreyting hafi átt sér stað í
lífi margra, sem búið hafa við einangrun og
einmanaleik árum saman Fjarlægðir styttast
og við getum fylgst með fréttum hvaðanæva
úr heiminum. Þetta styttir mörgum tímann.
Það er nauðsynlegt að fylgjast með i þvi,
sem er að gerast bæði heima og að heiman,
að þjálfar hugsun og heila að nema og taka
á móti og melta það, sem við verðum
hluttakendur í.
Það er ennfremur gott fyrir þá, sem sjá
illa, að geta heyrt i hljóðvarpi, fylgst með
fréttum, hlustað á sögur og tónlist o.s.frv.
Jafnframt veitir það ánægju þeim, sem ekki
heyra eða heyra illa, að geta fylgst með
atburðum og myndum i sjónvarpi, og mætti
sjónvarpið oftar taka tillit til þeirra, sem
heyra ekki, með því að setja texta með
fræðandi efni og ýmsum myndum, þar sem
einungis heyrist í þulnum!
Við megum heldur ekki gleyma svo mikil-
vægri uppgötvun sem síminn er. Víða
erlendis hafa félagsmálastofnanir eða liknar-
samtök komið á fót sérstöku „símasam-
bandi" — þar sem viðkomandi aðilar geta
alltaf hringt í ákveðin númer, ef þeír þurfa á
hjálp eða leiðbeiningum að halda — eða
það er hringt til þeirra með ákveðnu millibili,
til þess að heyra, hvernig þeim liður, hvernig
gangi o.s.frv.
Heimilishjálp hefur verið komið á fót í
Reykjavík og nágrannabæjunum og e.t.v.
víðar, en félagsmálastofnanir sveitarfélag-
anna veita allar nánari upplýsingar um þá
hjálp, og er ekki nema sjálfsagt, að fólk
kynni sér það Einnig veita félagsmálastofn-
anirnar ýmsar aðrar upplýsingar og leiðbein-
ingar og félagslega ráðgjöf, sem nauðsyn-
legt er að veita i nútima þjóðfélagi
Margt fleira væri unnt að telja upp og væri
eðlilegt, að yfirvöld gæfu út skýringarbækl-
ing með hvers kyns upplýsingum um ýmis-
legt, sem drepið hefur verið lauslega á í
greinum þessum og margt annað, sem eðli-
legt er, að almenningur viti ekki eða hafi
ekki möguleika til þess að fylgjast með.
Upplýsingar um skattaívilnanir, afslátt af
opinberum gjöldum fyrir lágtekjufólk, heim-
ilishjálp o.fl. er unnt að fá hjá félagsmála-
stofnunum. Upplýsingar um hækkun ellilíf-
eyris, tekjutryggingar og bætur hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins eða/og félagsmála-
stofnunum, o.s.frv.
Einangrun sem slík verður þó hvorki rofin
til fulls með hljóðvarpi eða sjónvarpi, síma
eða upplýsingabæklingum. Heldur fyrst og
fremst með persónulegum samskiptum og
hlýjum hug.
Hreyfing er nauðsyn
Líkamleg þjálfun og hreyfing er nauðsyn-
leg alla æfi, og ekki síst á elliárunum Best er
að venja sig á góðar og hollar hreyfingar eins
snemma á æfinni og unnt er, og halda þeim
áfram til æfiloka. Morgunleikfimi hljóðvarps-
ins hefur hjálpað mörgum undanfarin ár og
sjónvarpið sýndi nokkra þætti á sl. vetri með
sérstökum æfingum fyrir þá, sem komnir
voru á gamals aldur. Enda lífsnauðsyn að
þekkja sínar eigin takmarkanir og gæta þess
að leggja ekki meira á líkamann en hann
þolir hverju sinni. Það er vandi að velja réttar
æfingar fyrir vöðvana og þarf oft sérfræð-
inga sér til hjál^ar. Hitt vita flestir, að
göngur, trimm thns og annað þess háttar í
hófi hefur yfirleitt mjög góð og holl áhrif á
líkamann og starfsemi hans.
Tæknilegur og
hagkvæmur útbúnaður
Álitið er, að við liggjum i rúminu um
þriðja hluta æfi okkar. Það er því nauðsyn-
legt, að við hvílumst vel þann tíma og
liggjum í rúmi, sem hentar okkur. Þdð er
nauðsynlegt fyrir þá, sem eiga erfitt með að
beygja sig mikið t.d., að rúmið sé ívið hærra
en venjulegt rúm t d. 55 — 60 sm hátt að
efri rönd dýnunnar, og er þá bæði auðveld-
ara að búa um sig og leggjast fyrir. Þeir, sem
þurfa að liggja lengi í rúmi, þyrftu að hafa
rúm, þar sem unnt er að stilla bæði höfða-
og fótagafl o.s.frv. Það er vissulega margt,
sem ber að athuga. þegar um tæknilegan og
jafnframt hagkvæman og nauðsynlegan út-
búnað er að ræða.
Næst rúminu er stóllinn e.t.v. þarfasta
húsgangið. Margt fólk velur húsgögn fyrst
og fremst eftir útliti og fegurð, en gleymir
notagildinu. Það er nauðsynlegt bæði fyrir
unga og gamla að sitja vel og þægilega.
Góður hægindastóll þarf að vera stöðugur
og sterkur og helst léttur og meðfærilegur
Hann þarf helst að gefa góðan stuðning fyrir
hnakka, herðar og mjóhrygg — og setan
þarf að vera í réttri hæð og ekki of hallandi.
Armar þurfa að vera stöðugir og handfangið
þægilegt. Bólstrun þarf að vera þétt og
stinn, en ekki of hörð. Lausir púðar þurfa
helst að vera með áklæði, sem unnt er að
taka af og þvo o.s frv.
Margt fleira væri unnt að nefna í fljótu
bragi eins og t.d. góða og hagkvæma lýs-
ingu bæði við vinnu, lestur og við stiga og
tröppur þar sem annars er hætta á að
misstíga sig eða detta.
Eldhús þurfa að vera hagkvæm og þægi-
leg Eldhúsbekkir, ísskápur og ofn þurfa að
vera i mátulegri hæð. Handföng ættu að
vera stór og gott að hafa stór stuðningshand-
föng, sem þægilegt er að styðja sig við
o.s.frv.
Gamalt fólk, öryrkjar eða fólk, sem að
einhverju leyti þyrfti sérhönnuð eldhús eða
húsgögn á að láta i Ijós óskir sinar og þarfir.
Hverjir ættu fremur skilið þægilegt og gott líf
en þeir, sem hafa greitt skatta og skyldur
gagnvart þjóðfélaginu lengst allra? Hverjir
ættu fremur að fá að njóta lífsins, eiga
manneskjulegt og hlýlegt umhverfi en þeir,
sem hafa lagt grundvöll að því þjóðfélagi,
sem við lifum i nú og hafa reynt að gera sitt
besta?
Við gleymum því alltof oft, hvernig það
var að vera barn og unglingur — og minn-
umst þess lika of sjaldan að eftir fáein ár
verðum við i hópi þeirra, sem komnir eru á
efri ár æfinnar Við eigum oft erfitt með að
setja okkur í spor annarra.
Ég á ekki aðra ósk heitari til handa eldri
kynslóðinni en að hún fái að njóta góðra og
hamingjusamra daga — og að unga kyn-
slóðin beri meiri umhyggju og hafi meiri
áhuga á velferð aldraðra en við höfum haft
fram til þessa.
Jlt w _________________________ __________
Richard Valtingojer og Magnús Pálsson við verk Magnúsar sem hann
nefnir „Minning Njálsbrennu f 10 hlutum“.
Þrír listamenn
med sýningu í
Norræna húsinu
DAGANA 5. til 20. nóvember
mun standa yfir samsýning
þriggja listamanna í Norræna
húsinu. Þeir eru Richard
Valtingojer, Salóme Fannberg og
Magnús Pálsson, og á sýningunni
eru teikningar, grafík vefnaður
og objekta.
Magnús Pálsson hefur áður
haldið 4 einkasýningar í Reykja-
vík, einn eða með öðrum, síðast í
fyrravetur í Gallery Súm, auk
þess sem hann hefur sýnt verk sin
í Þýzkalandi og Hollandi. Magnús
lauk námi í leikmyndateikningu í
listaskóla, en á þessari sýningu á
hann fjögur verk, sem hann segir
vera í anda táknmyndastefnynn-
ar eða symbolismans.
Salóme Fannberg er
reykvikingur en hefur undanfar-
in 2 ár verið búsett f Flatey á
Breiðafirði. Þetta er hennar
fyrsta sýning, en hún stundaði
nám i vefnaði í Listaskóla
Barcelona i fjögur ár. I Norræna
húsinu sýnir hún ofin veggteppi
og skúlptúr, sem hún hefur gert á
undanförnum 3 árum. Hún
vinnur þau mjög sérkennilega,
þar sem hún hefur m.a. i þeim
þang og annan sjávargróður.
Richard Valtingojer er Austur-
ríkismaður, en hefur verið
búsettur hér á landi frá 1960.
Hann hefur haldið sýningar
erlendis, og í byrjun sjötugasta
áratugsins hélt hann nokkrar
sýningar í Reykjavík á myndum
sínum. Á sýningunni í Norræna
húsinu eru kola- og blýants-
teikningar, sem hann hefur unnið
á undanförnum 6 árum, en þó
aðallega tvö síðastliðin ár.
Sýningin verður opin alla
dagana frá kl. 14.00 til 22.00 og
eru flest öll verkin til sölu.
Vísnavinirhefja
annað starfsár sitt
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
félaginu Vfsnavinir:
Félagið Vísnavinir er að hefja
sitt annað starfsár og var stofn-
fundur haldinn þann 25. okt. sl.
Félagið var stofnað í fyrrahaust
með tónleikum í Norræna húsinu
sem haldnir voru af dönsku vísna-
söngkonunni Hanne Gustavi,
Hjalta Jóni Sveinssyni, Stefáni
Andréssyni og Gísla Helgasyni.
Markmið félagsins er að fá fólk
til að efla áhuga á vísna- og þjóð-
lagaflutningi og er allt áhugafólk
um umrætt efni velkomið i félag-
Vetrarfundur
sambands raf-
veitna á mánu-
dag og þriðjudag
Samband íslenzkra rafveitna
heldur vetrarfund að Hótel Sögu
dagana 7. og 8. nóvember nk. Mun
vetrarfundurinn verða settur kl.
9.15 með ávarpi formanns SÍR,
Aðalsteins Guðjohnsen, og með
ávarpi iðnaðarráðherra, dr. Gunn-
ars Thoroddsen. Fyrri dag mun
Jóhann Már Maríusson flytja er-
indi er hann nefnir Val og tíma-
setning nýrra virkjana, Kristján
Jónasson flytur erindi er nefnist
1320 kV aðalorkuflutningskerfi
milli landshluta og svo munu þeir
Karl Ómar Jónsson og Sigurður
Sigfússon fjalla um fjarvarma-
veitur í þéttbýli. Seinni daginn
flytur Gunnar Amundason erindi
er nefnist Notkun rafreikna við
hönnun dreifikerfa, Haukur
Pálmason fjallar um ýmsar tækni-
nýjungar í framtíðinni og Jakob
Björnsson orkumálastjóri segir
frá Alþjóða orkumálaráðstefn-
unni sem haldin var í september
sl.
ið. Hliðstæð félög eru starfrækt á
hinum Norðurlöndunum.
Formaður félagsins er Bryndís
Júlíusdóttir, en meðstjórnendur
eru Stefán Andrésson og Agnar
G.L. Ásgrímsson. Vísnavinir hitt-
ast næst þriðjudaginn 8. nóv. í
kjallara Tónabæjar og er allt
áhugafólk velkomið þangað.
Forsfða skólablaðs M.R. en
forsíðan er eftir Gunnar Arnason
Skólablað
MR komið út
KOMIÐ er út 1. tölublað 53.
árgangs skólablaðs Mennta-
skólans í Reykjavík og er blaðið
36 síður að stærð og í dagblaðs-
broti.
Meðal efnis er þýðing á kvæði
T.S. Elliots, The Waste Land, og
mun það i fyrsta sinn sem það er
birt í íslenzkri þýðingu að þvf er
segir i frétt frá ritnefnd blaðsins,
en það er einn nemenda skólans
sem þýtt hefur kvæðið. Þá er í
blaðinu grein um Thomas Mann,
þýðing á ljóði eftir nútímaskáldið
Henri Joél, greinar um félagslíf,
smásaga og fleira efni.