Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 1
32 SlÐUR 257. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Símamynd AP DAYAN 0(« EGYPTINN — Utanríkisráðherra Israel, Moshe Dayan, er í opinberri heinisókn f V-Þýzkalandi um þessar mundir og notaði hann þá m.a. tækifærið og skoðaði sýningu á egypskum fornminjum, sem þar stendur ný yfir. Hér er hann við lfkneski af Faróinum Ramses II. Skilningur í V-Þýzkalandi VIÐBRÖÍiÐ V-Þjóðverja við úti- lokun frá tslandsmiðum þafa bor- ið vott um skilning á málstað okk- ar ef dæma má eftir ummælum Frankfurter Allgemeine og blað- anna í Hamborg í gær. I ummælunum kemur m.a. fram að sögn Sverris Sehopka. ræðismanns Islands í Hamborg, að innan Efnahgsbandalagsins sé sú stefna nú að verða ofan á að varðveita ofnýtta fiskstofna, en hins vegar er sú von látin í ljós að þegar stofnanir hafi rétt við síðar taki V-Þjöðverjar upp samninga- umleitanir við Islendinga að nýju. Bent er á aö vá kunni að vera fyrir dyrunt þýzka sjávarútvegs- ins og verði að leggja kapp á við stjórnvöld í Bonn að þau reki réttar sins innatt vébanda Efna- hagsbandalagsins i þessum efn- u m. Hefur of- næmi fyr- ir fólki York, Englandi. AP ÞAÐ er ekkert persónulegt en Janette Tate þolir ekki fólk og þar á meðal er eiginmaður hennar, Steve. Vandamál Janette, sem er 21 árs að aldri, er að hún hefur ofnæmi fyrir mannlegum ver- um. Hún er einnig með ofnæmi fyrir ýmsu öðru, svo sem kött- um, hundum, hestum, trjám, blómum og fuglafiðri, en þó ekki i sama mæli og fyrir mann- fólkinu. Lendi hún til að ntynda í mannþröng fær hún kiáða og útbrot og verður sem næst frið- laus, og það sem verra er — ef eiginmaður hennar kyssir hana fær hún rauöa díla. „Við höfurn verið gift i tvö ár en kossinn getur ennþá valdið okkur erfiðleikum," segur Jan- ette dapurlega. Soares gerir loka- átak til samninga Lissabon, 29. nóvember Reuter PORTÚGALSKI forsætisráðherrann, Mario Soares gaf forseta lands- ins, Antonio Ramalho Eanes, skýrslu í dag um lokatilraunir hans til að ná einhvers konar samkomulagi við st jórnarandstöðuna um aðgerðir í þá veru að leysa efnahags- og stjórnmálakreppuna sem þar ríkir. Mistakist Soares í þessari viðleitni sinni, er búist við því að hann muni leggja lífdaga stjónar sinnar að veði með atkvæða- greiðslu í þinginu um traustsyfir- lýsingu á stjórnina. Á fundi seint í kvöld hugðist forusta sósíalista taka endanlega ákvörðun um stefnuna, en á morgun miðviku- dag, renna út þau timamörk sem Soares hafði sett sem síðustu for- vöð að ná samningum við stjórn- arandstöðuna. Heimildarmenn innan Sósiál- istaflokksins hafa látið i það skina að ef ekki gangi saman nú muni Soares krefjast traustsyfir- lýsingar þingsins á föstudag og að umræður á þingi geti siðan staðið í þrjá daga þar til atkvæðagreiðsl- an færi fram á þriðjudag í næstu viku. talin ein helzta forsenda þess að Portúgalir nái samningi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um 50 milijón dala fast lán og 750 millj- ón dala lán til skemmri tíma til að mæta mjög óhagstæðum gréiðslu- jöfnuði, sem nemur rökslega milljarði dala eða um 210 millj- örðum ísl. króna á ári. Carter á faraldsfæti í lok des. Slmamynd AP Janette Tate ásamt manni sínum Steve og er ekki að sjá að nærvera hans valdi henni óþægindum í þetta sinn. Washington, 29. nóv. Reuter. AP. CARTER Bandaríkjaforseti, hyggur á ferðalög í lok þessa mánaðar en hann hætti á sín- um tíma við að leggja upp í reisu til margra landa til að vinna að framgangi orkumála- frumvarpsins innan Banda- rlkjaþings. Að sögn talsmanna Hvíta hússins hyggst forsetinn leggja upp í ferðina 28. eða 29. desember nk. Carter hefur boðað til blaöamannafundar á morgun, miðvikudag, og er vænzt að hann muni þar greina nánar frá ferðaáætlun sinni. Gert er ráð fyrir að Carter heimsæki alls níu þjóðlönd í tveimur áföngum. Opinberir talsmenn segja, að heimsókn forsetans til Venezuela og Framhald á bls. 19. Mario Soares Fulltrúi úr rikisstjórn Soares átti í gær i viðræðum við forustu- menn miðdemókrata sem er næst stærsti flokkur landsins og hefur hingað til verið helzta hindrunin fyrir því að stjórnmálaflokkar landsins gerðu með sér samkomu- lag svipaðs eðlis og spænska for- sætisráðherranum, Adolfo Suarez, tókst að ná fram i Madrid. Samkomulag af þessu tagi er Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar þiggja boð Sadats Kairó, Alsír. WashiiiKlon, Samoinuóu þjódunum, 2í). nó\omher. Kotilor. AP. EGYPTALAND tryggði sér í gær þátttöku fulltrúa Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna í undir- búningsviðræðum þeim sem fyrir dyrum standa um frið fyrir botni Miðjarðarhafs og Anwar Sadat Egyptalandsforseti liefur boðaö til í kjölfar heimsóknar sinnar til ísraels. Fram að því hafði ísraels- ríki eitt þekkzt boð hans, sem náði til.allra ríkja, sem hlut eiga að deilunni. Bandaríkjastjórn og aðalritari I Sameinuðu þjóðanna, Kurt Wald- heim. hafa tilkynnt, að þau muni sendi fulltrúa til viðræðnanna. | sem heimildir i Kairó segja aö muni hefjast nk. mánudag. Auk þessa hafði Sadat boöið til fundar- ins Sovétrikjunum. Sýrlandi. Jórdaniu, Libanon, og Frelsis- hreyfingu Palestínu, en Sýrland og Palestinumenn, sent hvað harðast gagnrýndu för Sadats til Israels. höfnuðu boðinu þegar og ntunu þess í stað væntanlega sa'kja fund, sem boöaö hefur verið lil í höfuöborg Líbiu, Tri- pólí, á fimmtudag. þar sem aðrir arabaleiðtogar hyggjast ræða við- horfin eftirsiðustu atburöi. Hins vegar gerðist það að íraks- stjórn boðaði til sams konar fund- ar þeirra arabaleiðtoga, sem and- snúnir eru stefnu Sadats. en Líbíustjórn brá við í kvöld og gerði tillögu um sérstakan fund utanríkisráöherra arabaríkja. og viröist tillagan sett fram til að finna málamiðlun milli þessara Framhald á bls. 2 Teknir með. lausnarféð Vín oíí Róm, 29. nóvomhor. Roulor. ITALSKA lögreglan helur handtekið járnbrautarstarfs- mann eftir að í fórum lians fannst veruleg fjárhæð í hol- Ienskum gyllinum, sem víst þykir að sé úr lausnarfé því er mannræningjar hollenzka auð- kýfingsins Maurits Caransa fengu greitt fyrir að láta hann lausan. Þá yfirhevrði lögregl- an í Vín ungan heimspeki- stúdent í tengslum við hvarf milljónamæringsins Lingerie Magnate fyrir þremur \ ikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.