Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÖVEMBER 1977 3 Lokið við gerð korts af landinu undir Mýrdalsjökli A RAÐSTEFNU Jardfræda- félags Islands um fslenzka jard- frædi, sem haldin var 24.—25. nóv. sl. iagói Helgi Björnssun jarðeölisfræóingur fram kort af botni undir hájökli Mýrdals- jökuls. A þessu korti, sem unn- ió er eftir mælingum, sem gerðar voru í ágúst sl. sjást ha'ðarlínur undir botni jökuls- ins. Þar sést í um það bil 900 metra hæö yfir sjó flötur sem liggur frá enda Entujökuls suð- ur að Háubungu austanverða þannig að ef gos kemur upp austan við flötinn hleypur vatn í SA eða út á Mýrdalssand, en ef gýs vestan við flötinn hleyp- ur vatnið út á Sólheimasand. Mælingarnar, sem gerðar voru á Mýrdalsjökli í ágúst sl. voru á vegum Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Var not- uð svokölluð íssjá til þessa og voru mældar mælilinur alls 65 km á hájöklinum, einkum í ná- grenni Kötlu. Þegar Morgunblaðið ræddi við Helga sagði hann, að bezt væri að lýsa botninum undir hákolli Mýrdalsjökuls þannig, að flötur í 900 metra hæð yfir Sjávarmáli lægi í stefnu NV—SA, frá upptökum Entu- jökuls yfir í austanverða Hóu- bungu. Upp úr fletinum risu þrjár hæðir, Háabunga, Goða- bunga og hæð efst í Merkur- jökli. Þá sagði Helgi, að niður i flötinn skærust lægðir, skrið- jöklar hefðu étið sig inn í flöl- inn: Sólheimajökull, Tungna- kvíslarjökull, Entujökull og Höfðabrekkujökull. Loks væri djúpur dalur inn í miðjum jökli og botn hans næði niður fyrir 700 metra yfir sjó. Dalurinn lægi í stefnu NA—SV milli Austmannsbungu og Kötlu, en sveigði síðan í hásuður, í stefnu á Háubungu. Enn væri um 1 km breitt haft milli þessa dals og dalsins, sem Sólheimajökull lægi i. Þá sagði Helgi, að Katla lægi upp á hrygg uppi af dalnum. Upp að þessum hrygg risa Ljósm. Mbl.: KAX Tækjabúnaðurinn sem notaður var við mælingarnar. Kort Helga Björnssonar af botni Mýrdalsjökuls. 900 metra hæðarlfnan, sem liggur frá Entujökli að Háubungu SA-verðri er flöturinn sem Helgi talar um og þar markast vatnaskilin. Kötlugos 1918 kom upp á þeim stað sem punktahringurinn er, við sjálft Kötlunafnið. fjallshlíðar á þrjá vegu, en f SV-átt gengi hryggurinn í átt að Háubungu. Toppflötur hryggj- arins væri 2—3 km breiður og hallaði síðan bratt á báða bóga til NV allt að 30° niður í fyrr- nefndan dal, til SA niður Höfðabrekkujökul. Að sögn Helga Björnssónar var það við NA-enda hryggjar- ins, sem Katla kom upp 1918. Inn á þetta svæði hefðu þeir ekki komist sl. sumar vegna sprungna. Væri því enn óvíst hvort þar væri slétta, kvos eða keila. Þá gat Helgi þess, að í erindi Páls Einarssonar jarðeðlisfræð- ings hefði komið fram, að upp- tök skjálfta röðuðu sér undir umræddan hrygg, sem endaði í Kötlugíg. Við gos í Kötlu væri því eðlilegt að hlaup færi fram á MýrdalsSand. Flöturinn í 900 metra hæð milli Entujökuls og Háubungu markaði vatnaskil undir jökli. Gysi hins vegai vestan við Goðabungu, hlyp niður Sólheima- og Skógasand. Morgunblaðið spurði Helgt að lokum hvort hann teldi ac' vatn væri ávallt i dalnurr Framhald á bls. 19. Almennur fundur í kvöld um utanríkismál Reykjavíkurprófastdæmi: Þingmenn og borgarfull- trúar gestir safnaðaráðs ÞEIR Hannes Þ. Gissurarson, Kristján Hjaltason og Skafti Harðarson, sem hafa gefið út blað og haldið fundi í flestum fram- haldsskólanna undir kjörorðinu „Samvinna Vesturlanda: Sókn til frelsis", skoruðu sem kunnugt er á Samtök „herstöðvaandstæð- inga“ að mæta þeim á fundi í Háskólanum. Samtökin hafa tekið áskoruninni, og verður fundurinn haldinn í Félagsstofnun stúdenta kl. 20.00 í kvöld, miðvikudags- kvöld. Þessi fundur verður al- mennur fundur og er opinn öllum áhugamönnum um utanríkismál, bæði utan Háskólans og innan. Fundanefnd Stúdentaráðs boðar til hans. Ræðumennirnir Hannes Gissurarson, Baldur Guðlaugsson og Þorsteinn Pálsson tala á fund- inurn undir kjörorðinu „Sam- vinna Vesturlanda: Sókn til frels- is“, en Halldór Guðmundsson og Pétur Tyrfingsson ásamt Sigurði Tómassyni tala undir kjörorðinu „ísland úr Nató — Herinn burt“. í viðtali við Morgunblaðið sagði Hannes Gissurarson, að þessi fundur væri sjöundi fundur þeirra félaga, fundirnir hefðu gengið vel og verið hinir skemmti- legustu. Hann kvaðst fagna því, að „herstöðvaandstæðingar“ hefðu fjölmennt á þessa fundi, þvi að kostur hefði með þvi gefizt til þess að kynna fyrir þeim rök fylgismanna vestrænnar sam- vinnu, smám saman væri verið að skipta um umræðuefni í utanrík- ismálum, menn deildu ekki leng- ur um það, hvort landið ætti að verja eða ekki, heldur um hitt, með hverjum hætti það ætti að verja, hvaða skipan ætti að vera á hinni vestrænu samvinnu, sem talin væri sjálfsögð af flestum. 1 KVÖLD verður haldinn fundur í safnaðaráði Reykjavíkurprófast- dæniis í safnaðarheimili Bústaða- kirkju klukkan 20.30 og hefur þingmönnuin og bæjar- og borgar- fulltrúum verið boðið til fundar- ins. Af tilefni þessa fundar sneri Mbl. sér i gær til sr. Ólafs Skúla- sonar dómprófasts og innti hann nánar eftir fundinum. Sagði sr. Olafur að ákveðið hefði verið að bjóða ti! fundarins þingmönnum i Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi, bæði þingmönnum kjördæmisins og þingmönnum annarra kjördæma, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu svo og borgarfulltrúum i Reykjavík og bæjarfulltrúum i Kópavogi og Seltjarnarnesi. Ólafur sagði að ætlunin væri að kynna það, sem væri efst á baugi í málefnum kirkjunnar, safnaðastarf og fjár- hagslega vangetu safnaðanna. Harðír ihomað taka! Nýju, lofttæmdu kaffipakkarnir frá Ó. Johnson & Kaaber eru sannarlega harðir í horn að taka. Öllu lofti hefur verið dælt úr þeim, en við það falla þeir svo þétt að kaffinu, að þeir verða glerharðir. Geymsluþolið er nær ótakmarkað, og kaffið er alltaf sem nýtt, þegar pakkinn er opnaður. Við bjóðum aðeins nýtt kaffi og erum harðir á því! Ríó, Mokka, Java og Santos. Ilmandi, úrvals kaffi — í nýjum lofttæmdum umbúðum. 0. JOHNSON & KAABER H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.