Morgunblaðið - 30.11.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBB^R 1977
5
Rætt um fræðslu-
mál, afkomu sjávar-
útvegs, öryggismál
á Fiskiþingi
FISKIÞINGI var haldió áfram
gær og hófust fundir kl. 10 árdeg
is. Fyrsta mál á dagskrá var um
ræða um fræðslumál sjávarút
vegsins og hafði framsögu Þor
steinn Gíslason skipstjóri og vara
fiskimálastjóri þar framsögu
Urðu síðan miklar umræður um
það mál.
Eftir hádegi eða kl. 14. hófust
umræður um afkomu sjávarút-
vegs og þar hafði framsögu
Ingólfur Arnarson, framkvæmda-
stjóri Útvegsmannafélags Suður-
nesja. Þá hafði Hjalti Gunnarsson
frá Reyðarfirði framsögu um
öryggismál og síðan var í gær rætt
um ýmsa málaflokka, sem vísað
hefur verið til stjórnar. Framsögu
um þau mál hafði Jón Póll Hall-
dórsson framkvæmdastjóri frá
ísafirði.
Kl. 17 kom dr. Björn Dagbjarts-
son forstjóri Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins í heimsókn og
ræddi hann um starfsemi Rann-
sóknastofnunarinnar, siðan átti
Már Elísson' fiskimálastjóri að
leggja fram reikninga Fiski-
félagsins fyrir árið 1976 og fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1978.
Forseti Fiskiþings er nú Hilmar
Bjarnason frá Eskifirði og vara-
forseti Marius Þ. Guðmundsson,
Isafirði. Ritari er Jón Páll Hall-
dórsson, ísafirði, og vararitari
Guðmundur Karlsson, Vest-
_mannaeyjum.
Fylgsnid
bók nýrrar
- ny
útgáfu
BÓKAÚTGAFAN SALT hefur
sent frá sér nýja bók, F'ylgsnið,
eftir Corrie ten Boont í þýðingu
Gísla H. Friðgeirssonar. Bókin
fjallar uni holíenska fjölskyldu
er skýtur skjólshúsi yfir Gyðinga
sem ofsóttir eru af nazistum á
seinni stríðsárunum.
Á bókarkápu segir m.a. að aðal-
persöna bókarinnar, Corrie, sem
hafi ásamt fjölskyldu sinni búið í
litlum friðsælum bæ í Hollandi,
hafi opnað heimili sitt fyrir fólki
sem ekki hafi átt neinn samastað
er stríðið skall á og veitt fólkinu
mat og peninga og útvegað þvi
dvalarstað. Þau eru kærð fyrir
þetta og handtekin og síðan send i
fangabúðir í Þýzkalandi. Bókin
segir frá sönnum atburðum og
gert hefur verið kvikmynd eftir
henni.
Þetta er fyrsta bók nýrrar út-
gáfu, Bókaútgáfunnar Salt. Setn-
ingu, prentun og hókband hefur
Prentsmiðja Hafnarfjarðar h.f.
annast en litgreiningu og plötu-
gerð kápumyndar Prisma s.f.
Bókin er 277 bls. og skiptist i 15
kafla.
FYLGSNIÐ
CorrietenBoom
Johnog Elizabeth Sherril
*
Hvítar—svartar
Ijósbláar—beige
Verö 2.990-
sími: 27211
Ný bók
um Sigrúnu
eftir Njörð P. Njarðvik
KOMIN er út á vegum Iðunnar
sagan Sigrún eignast systur eftir
Njörð P. Njarðvík, myndskreytt
af Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar
um það tilfinningalega vandamál
og lifsreynslu barns, sem felst í
því að eignast systkin. Sagt er frá
fimm ára gamalli stúlku, sem
hefur mjög náin tengsl við for-
eldra sína og er vön að búa ein að
umhyggju þeirra og ástúð. Þegar
nýtt barn kemur allt í einu inn á
heimilið finnst henni að hún sé
afskipt og vanrækt. Þannig ger-
breytir nýja barnið í einu vet-
fangi allri tilveru hennar. ,,En
smám saman fer henni að þykja
ósköp vænt um litlu systur sína,"
eins og segir í fréttatilkynningu
forlagsins.
Sigrún eignast systur er einí
konar sjálfstætt framhald bókar
ínnar Sigrún fer á sjúkrahús, sen
gerð var í samráði við bárnadeih
Landakotsspítala og kom út
fyrra.
Bækurnar eru i stóru broti, V
prentaðar i Hafnarprent.
KrxhkEKó
instant
Litmyndir
á svipstundu
úr Instant
myndavélinni frá Kodak.
Komid á sýningu Ferðafélags ís/ands í Norræna
húsinu í þessari viku og kynnist þessum vélum í
sýningardei/d okkar.
OPIÐ KL. 14—22.
Æffi HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
AUSTURVER
S: 36161
GLÆSIBÆR
S: 82590