Morgunblaðið - 30.11.1977, Page 12

Morgunblaðið - 30.11.1977, Page 12
12 MORGUNBLACIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1977 A ALÞJÖÐLEGU bitrnalæknaþingi f Nvju-Delhi f.vrir skömmu var sett upp sýning, sem Sigríður Björnsdóttir hefur samió um mvndlist barna á sjúkrahúsum. Sýningin var samansett af Ijósmvndum, teikningum og textum og skiptist í fimm eftirtalda flokka: 1. Hvað segja börn á sjúkrahúsum um mvndir sínar? 2. Myndir sem hjálpa okkur að skilja tilfinningar og hugarástand sjúklinganna. 3. Börnin teikna drauma sína. 4. Skapandi starf sem uppbyggjandi og fyrirbvggjandi þáttur í lífi harns á sjúkrahúsi. 5. Greining á alhliða virkni og þjálfun sem á sér stað f skapandi starfi. ■j?> ^ \ \ 5 \ Æ ol l\° t\\ £ ^ ; , §> % 5 A/EW Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævíkinga fyrri tíma við Breiðafjörð, sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stund- um snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósigur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum, þar sem hin- ar horfnu hetjur huðu óblíð- um örlögum byrginn, æðru- og óttalaust. Aflraunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veður- glöggu, þrautseigu víkingar, snillingar við dragreipi, tóku illviðrum og sjávar- háska með karlmennsku, þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörfung í dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið f þessu mikla safni. niAtt mmm AIDttll Afi MGNA MMklL- Þessi bók spannar 60 — 70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleðimanns, sem allir er kynnst hafa dá fyrir hreinskilni og hvass- an penna. Á fyrri hluta þessa tímabils lifði hann „hinu ljúfa lífi“ við drykkju og spil, naut sam- vista við fagrar konur og átti 10 — 12 gangandi víxla í bönkum. Nú hefur hann söðlað um og breytt um lífsstíl. Heimslistarmaður- inn er orðinn lystarlaus á vín og konur, safnar fé á vaxtaaukabók og hugleiðir ráð Sigurðar Nordals um undirbúning undir ferðina miklu. Friðþæging hans við almættið er fólgin í þessari bók, en í hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af því bezta, sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svíkur engan, sem ann íslenzku máli eða snjöllum og tæpitungulausum texta. Nokkrar sögur um bróð- ur Astvald, Grafarráðs- konurnar, stúlkurnar í tjöldunum, guðina í Sporðhúsum, fólkið á Kormáksgötunni og kjallarann í Hartmanns- húsinu. — Jóni Helgasyni lætur flestum höfundum betur sá leikur að lífsmyndum, sem einkennir þessar sögur hans, en höfuðein- kenni þeirra er fagurt mál, stíisnilld og óvenju- Ieg frásagnarlist. Fyrri smásagnasöfn hans, Maðkar í mysunni og Steinar í brauðinu, töld- ust til tíðinda, er þau komu út, og víst er að eins mun fara um þessa bók hans, svo frábærlega vel sem þær sögur eru sagðar, sem hún hefur að geyma. Sjúkrahótel Rauða krossins lagt nið- ur vegna rekstr- arörðugleika STJÓRN Rauða krossins hefur ákveðið að leggja skuli niður rekstur sjúkra- hótels R.K.Í. í Reykjavík frá næstu áramótum og var ákvörðun þessi tekin á fundi stjórnarinnar sl. laugardag. Er það gert vegna þess að mikill halli er nú á rekstrinum og áfallnar skuldir orðnar yf- ir 20 milljónir króna og sögðu forráðamenn Rauða krossins að reksturinn myndi ekki halda áfram nema rekstrargrundvöllur fyrir hótelið fengist og skuldirnar hefðu verió greiddar. Á fundi með fréttamönnum í gær kom fram að vegna þessa halla er RKÍ kominn í vanskil við deildir félagsins úti á landi, en mikið af föstum tekjum er koma. frá söfnunarkössum hafa að und- anförnu farið í rekstur hótelsins. Björn Friðfinnsson sagði að tekj- um af söfnunarkössunum væri skipt til helminga, annar helming- ur þeirra færi til deildanna og hinn helmingurínn til reksturs aðalstöðvanna í Reykjavík svo og til fræðslustarfs o.fl. Sagði Björn að nú hefði verið farið að ganga á þann hluta þessa fjármagns er fara ætti til deildanna og væri fyrirsjáanlegt að deildirnar yrðu að draga úr starfsemi sinni ef því myndi halda áfram. Ólafur Mixa, formaður Rauða krossins, sagði að Sjúkrahótelið Ljósm. Kax. Frá setustofu sjúkrahótels RKÍ en sjúklingarnir sem þar dvöldust höfðu það á orði að þessa starfsemi mætti alls ekki leggja niður. .Jíilíus Sólnes: Stefnum að mikilli eflingu Stúdentafélags Reykjavíkur STJÖRN Stúdentafélags Revkja- víkur hefur rætt mikið um það, að stúdentahugsjónin sé að týnast og 1. desember er nánast gleymdur og hefur það haft sín áhrif f þessu að hér áður sá félagið alltaf um útvarpsdagskrá 1. desember, sagði Júlfus Sólnes, nýkjörinn formaður félagsins í samtali við Morgunblaðið. Við höfum rætt það í nýkjörinni stjórn félagsins að nauðsynlegt sé að snúa við blaðinu í þessu efni og okkar fyrsta tillaga verður stúdentafagnaður 3. desember n.k., en slfkur fagnaður hefur ver- ið haldinn allt frá árinu 1871. Þessi fullveldishátíð hefur alla tíð verið með frekar þunglamalegu sniði. en nú er í bígerð að gera Júlfus Sólnes bragarbót á því með því að fá stúdenta sjálfa til að skemtmta t.d. mun læknakörinn skemmta á fagnaðinum ó laugardag. Þá mun félagið í framhaldi af þessu standa fyrir umræðufund- um á næsta ári og má geta þess að vonast er til þess að hægt verði að fá Mogens Glistrup til að koma á fund á næsta ári og ræða þar um fjármál og skattamál. Þá er einnig í bigerð að halda almennan fund um landbúnaðarmálin fyrir jól. Félagið er frekar laust í reipun- um, þannig að allir stúdentar í Reykjavik eru sjálfkrafa félagar í þvi, án þess raunverulega að sækja formlega um inngöngu, og er fjárhagur þess af þeim sökum vægast sagt bágur. Við eigum þó barfkabók frá árinu 1972 sem hef- ur aldrei verið hreyfð og lætur nærri að 250 króna innstæða frá 1972 sé í dag orðin um 30.000 krónur. Starfandi félagar í félaginu eru aðallega menn sem lokið hafa háskólaprófi, og er það alveg kjör- inn vettvangur að mínum dómi fyrir menn úr mörgum starfsstétt- um að koma saman og bera saman bækur sínar. Að lokum gat Júlíus þess að á fullveldisfagnaðinum yrðu marg- ir góðir gestir, t.d. forseti Islands, forsætisráðherra og borgarstjóri, en aðalræðumaðúr kvöldsins verður Hannibal Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.