Morgunblaðið - 30.11.1977, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1977 Aðalfundur GATT: Aðalumræðuefnið ótti við nýia verndartolla (ienf. 29. nóvember. — Reuter. AP. ÓTTI viö alþjóðlegt viðskipta- stríð vegna sívaxandi tilhneig- inga margra ríkja til einhliða verndaraðgerða með tollmúrum mun setja mjög svip sinn á árs- fund GATT — Hins almenna sam- komulags um tolla og viöskipti. Fulltrúar 33 aðildarríkja sækja þennan fund og þar á meðal tveir fulltrúar Islands, en fundurinn mun standa í tvo daga. Ríkin sem hér um ra'ðir ráða ,vfir liðlega 4/5 af heimsverzluninni. Fyrr í þessum mánuði hafði að- alframkvæmdastjóri GATT, Oli- vier Long, vai'að við því að utan- ríkisviðskiptin væru nú á við- kvæmu skeiði og stafaði hætta af að ríki heims gripu í stöðugt rík- ari mæli tii verndaraðgerða til að styðja við innanlandsiðnað,, sem stæði höllum fæti, Afleiðingin gæti hins vegar oröið sú að þjóð- arhagur versnaði stórum, svo og almenn lífskjör og lögð yrði i rúst öll skipan alþjóðlegra viðskipta. Nýleg atvik sem vakið hafa áhyggjur forsvarsmanna GATT eru allt frá kvörtunum vegna undirboða á stáli á Bandarikja- markaði til harkalegra aðgeröa Efnahagsbandalagsrikjanna níu til að koma í vg fyrir innflutning á vefnaöarvörum frá þróunarrikj- unum. EBE-rikin eru einníg með inn- flutning frá Japan undir smásjá, en ágreiningur milli þessara tveggja stórvelda utanríkisverzl- unar og einnig Bandaríkjanna gæti hins vegar gert að engu urn- leitanir um nýtt samkomulag í þá veru að auka friverzlun í heimin- um. Viðræöur þessar hófust áriö 1973 og átti að ljúka fyrir 1975 en tímamörk þessi hafa nú verið færð aftur til næsta árs. Japanir. sem eru undir hvað harðastri gagnrýni, hafa lýst því yfir aö til að greiða fyrir þessum viðræðum muni þeir vera til með að aflétta ýmsum mikilvægum tollum. SÞ kanni fljúg- andi furðuhluti SÞ, 28. nóvember. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Grenada, Eric Gary, hvatti til þess á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í dag að sett væri á stofn nefnd eða deild til að kanna fyrirbæri, er gengju undir nafninu „fljúgandi furðuhlutir" Sendiherra Grenada, Wellington að nafni, hafði áður borið fram ályktun sama efnis í sérstakri stjórnmálanefnd, sem skipuð er fulltrúum 149 þjóða. Kom enn fremur fram í ályktuninni að árið 1978 skyldi á alþjóðavettvangi verða ár hinna fljúgandi furðuhluta (sbr. kvennaár). Var auk þess hvatt til þess að annað alþjóðaþing um fljúgandi furðuhluti yrði á árinu haldið í Grenada, en fyrra þingið var haldið f Mexfkó í apríl s.l. Tóbaksreykur er oftast til ama og óþæginda fyrir þá sem reykja ekki. Sannaö er að reykurinn getur spillt líðan þeirra og valdið þeim heilsutjóni. Reykingamenn ættu að sýna öðru fólki tillitssemi og allra síst að reykja í návist barna. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR \3QI20aG) Flóðbylgjan á Indlandi: Aðstoð við 2 millj- ónir heimilislausra Genf, 29. nóvember. Reuter. TVÆR milljónir manna misstu heimili sín þegar há flóðbylgja skall yfir Andrha Pradesh-svæðið á Indlandi suðaustanverðu fyrr í þessum mánuói, að því er áa-tlað er í höfuðstöövum Rauða kruss- ins. Ennfremur er áa-tlað að flóð- bylgjan hafi haft meiri eða minni Berlingske-deilan: Forsprakkar fyrir rétt Kaupmannahöfn, 29. nóvember. Reuter TVEIR forsprakkar verkfalls- ins hjá Berlingske Tidende fyrr á þessu ári komu fyrir rétt í gær, ákærðir fyrir að hafa haft í hótunum við verk- stjóra blaðsins sem aðstoðuðu við að koma út neyðarútgáfu af blaðinu. Réttarhöldin hófust eftir ítrekaðar tilraunir lögmanna mannanna til að fá ákærur felldar niður á þeirri forsendu, að þær væru af pólitískum toga, þar sem það hafi verið Anker Jörgensen forsætisráð- herra og danska þingið sem hafi krafist rannsóknar á ásökunum um ógnanirnar. Landréttur kvað upp þann úrskurð að farið skyldi með málið eins og hvert annað sakamál, og áfrýjun um nýjan úrskurð fyrir Hæstarétti var hafnað. áhrif á daglcgt líf um sjö milljón manns. Hinir húsnæðislauNU njóta nú umönnunar indver ka Rauða krossins og hafa fcngið húsaskjól i 170 búðum. Alls hafa Rauða kioss félög í 15 löndum og fjórar ríkisstjórnin boðið fram aðstoö ýmist í peningum eða í hjálpar- varningi og nemur hvort tveggja um 300 milljönum kröna. Rauði krossinn hofur aðstoðað indverska Rauða krossinn með út- vogun á biýnustu nauðþurftum og hjálpargögnum. og yfirvöld heinia fvrir hafa tilkynat um 3ja mónaða noyðaráætlun til handa 150 þúsund manns í þeirn 80 þorp- um som harðast urðu úti. Johnson af- þakkar FBI Washington, 29. nóvember. AP. FRANK Johnson dómari. som útnefndur var af Carter Bandaríkjaforseta í ígúst s.l. lil að taka við stöðu forstöðu- manns bandarísku alríkislög- reglunnar — FBI, hefur til- kynnt að hann geti ekki tekið að sér starfið vegna heilsu- brests. Afráðið hefur verið að hiðja núverandi yfirmann stofnunarinnar. Clarance Kelley. að gegna þvi starfi áfrani enn um sinn. en hann átti að láta af störfum 1. janú- ar n.k. og þá koinast á eftir- laun. Ensk gœði á gólf ið Hin velþekktu ensku gólfteppi fást nú hjá flestum kaupfélögum landsins i miklu úrvali á ótrúlega hagstæóu verói. 4UGLVSINGASTOTA SAMBANDSINS , Sambandisl.samvinriufelaga SCS Innflutningsdeild Holtagöröum Rvík Sími 81266

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.