Morgunblaðið - 30.11.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NOVEMBER 1977
17
ENGINN veit sína ævina
fyrr en öll er, segir mál-
tækið og flestir prísa sig
sæla fyrir að svo sé, þótt
forvitnin leiði marga á
vit spádóma, hugboða og
annars slíks, er gæti gef-
ið vitneskju um hvað
manns bíður jafn vel eft-
ir dauðann? En engum
hefur tekizt að fá full-
komin svör við því, svo
vitað sé. Á hverjum d'egi
fæðast í heiminn börn,
börn sem eiga sér annað
hvort langt líf eða stutt
fyrir höndum. Sums stað-
ar þar sem lifnaðarhættir
eru vanþróaðir er meðal-
aldur manna styttri en í
landi eins og okkar. Ann-
ars staðar er hann hærri.
eins og í Kákasus,, þar
sem fólk virðist enn mið-
aldra þótt það sé tírætt,
eftir sögusögnum að
dæma, hvort sem það er
að þakka loftslaginu eða
jógurtinni. En þótt með-
alaldur íslenzkra kvenna
til dæmis sé einn sá hæsti
í heiminum í dag, veit
enginn hversu háum
aldri hann nær, sumir
hafa engan áhuga á að
vita það og aðrir hafa
ekki áhuga á því að verða
háaldraðir.
Það eru þó ekki margir sem
ná tíræðisaldri, en einn í þeirra
hópi er Sveinn Jónsson fyrrver-
andi útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum. Hann leit dagsins
ljós fyrir nákvæmlega einni öld
síðan, hinn 1. desember árið
1877 að Yzta-Skála undir Eyja-
fjöllum. Rúmum þremur árum
síðan, 14. september 1880,
fæddist meybarn í nágrenninu,
á Fornasöndum undir Eyja-
fjöllum, sem skírð var Kristín
og er Þorleifsdóttir. Þessi tvö
gengu í hjónaband sama árið og
Kristján IX. þáverandi ,,kon-
ungur vor“ andaðist í Amalien-
borg, eða á því herrans ári 1906.
Síðan þá eru liðnir sjö áratugir
og eitt ár, og mundi mörgum
þykja það langur ævitími fyrir
eitt hjónaband — en það er
heldur ekki á hverjum degi,
sem maður fyrirhittir hjón, þar
sem eiginmaðurinn er hundrað
ára og eiginkonan 98 ára.
Þessi öldruöu hjón eru nú á
Vífilsstaðaspítalanum, nánar
tiltekið á deild 4 og hafa verið
þar sl. fjögur ár. Eða frá þvi að
einar mestu náttúruhamfarir,
sem dunið hafa yfir hér á landi
á þessari öld, urðu vió eldgosið
í Vestmannaeyjum hinn 23.
janúar áfið 1973. Kristín var þá
búsett á heimili dótturdóttur
sinnar, en Sveinn var á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja. Þau komu
bæði til Reykjavíkur þessa ör-
lagariku nótt, voru lögð inn á
Landspítalann og siðan flutt á
Vífilsstaöaspítala, þar sem þau
hafa dvaliö síðan.
Morgunblaðið ákvað að heilsa
upp á þessi öldruðu hjón nú í
vikunni. Blaðamann og ljös-
myndara bar aö garði síðdegis
og að frátöldu starfsliði og
hjúkrunarfólki var Sveinn
Jónsson sá fyrsti af sjúklingum,
sem við hittum. Hann sat í
hjólastól á gangi deildar númer
fjögur, með silfurgrátt hár og
horfði beint fram fyrir sig. Við
kynntum okkur og hann spurði
hvert væri erindiö. Við tjáðum
honum það og kvaðst hann
þreyttur mjög, því að gest-
spítalann. ,,Ég læt það nú vera
elskan mín," sagði Kristín um
leið og hún gekk teinrétt að
lyftunni.
Rólyndið, orsök
þessa háa aldurs
Áður en við kvöddum bauð
Kristín Þorleifsdóttir okkur að
líta á herbergi sitt, þegar
Sveinn var lagstur til hvíldar í
sínu herbergi hinum megin við
ganginn. Kristín er i herbergi
með annarri konu, Jenny
Guðmundsdóttur, og áður en
Teódóra opnaði dyrnar að her-
bergi þeirra Kristínar og
Jennyar. sagði hún okkur að
Jenny yrði 99 ára í janúar n.k.
Hverju svo sem maður hafði
átt von á, var það alla vega ekki
að sjá þá sjón, sem við blastí.
Jenny sat í rúmi sínu og
heklaði iangan dúk eins og hún
ætti lifið aö leysa. Hreint og
beint ótrúlegt miðað við aldur
hennar.
Hún brosti breitt, þegar viö
tylltum okkur við rúmstokk
hennar. „Ég er alltaf að hekla.
Það styttir mér stundirnar í ell-
inni. Maður er ekki neitt ung-
lamb lengur. „Röddin er þrótt-
mikil og heyrnin þannig að nóg
heföi verið fyrir spyrjanda að
hvisla.
„Ég er að heklá dúka ó sófa-
borð,“ sag'ði Jenny og Teódóra
bætti við: „Hún selur dúkana
sína, en á mjög lágu verði.
Alltaf sama billéga veróinu."
„Það tekur nú ekki aö hækka
það héðan af," svaraði Jenny
kankvis.
„Ég er móðursystir Hrafn-
kels yfirlæknis hér ó Vífils-
stöðum. Var elzl af fimm
systrum og sú eina, sem er á
lifi. Jú, ég var í Vestmannaeyj-
um þegar gosiö varð eins og þau
Sveinn og Kristín. En ég á
afmæli hinn 23. janúar, daginn
sem hamfarirnar skullu yfir.
Ég hafði ekki hugmynd um aö
eldurinn væri í eyjunni sjálfri,
frétti það fyrst þegar ég var
komin til Reykjavíkur," og
Jenny hló. „Þetta var mikil
héppni að allir skyldu sleppa
lífs. Já, það er nú meira."
„Hvaöa galdraverk er nú
þetta," spurði hún síðan ljós-
myndarann, þegar hann bjóst
til að smella af.
„Ég hekla stundum gler-
augnalaust," bætti hún við.
„Hins vegar bjóst ég ekki við að
ævidagurinn yrði svo langur og
fékk mér því ekki lesgleraugu.
Þannig get ég ekki lesið en ég
hlusta mikið á útvarp. Þá geri
ég leikfimiæfingar á hverju
kvöldi. Sjáðu hvað ég er liðug í
kroppnum," og Jenny gerir -
‘nokkrar armsveiflur fvrir
hafnarlaust.
,,Á meóan ég hekla finnst
mér ég ekki gömul. Það er
mikil eftirspurn eftir dúkunum
mínum. Þeir eru komnir til
Danmerkur og Ameriku meira
að segja. Þeir eru vinsælir til
tækifærisgjafa. En þaö þykir
öllum svo mikið í þá varið
vegna þess hvað ég er gömul,"
og aftur brosir Jenny kankvis.
Hvert er þó leyndarmálið að
ná svona háunt aldri eins og
þau hjónin Sveinn og Kristrri og
Jenn.v hafa nóð. „Ætli það sé
ekki rólyndið." og gömlu
konurnar kinka koili hvor til
annarrar á rúmstokkum sinum.
Aldarafmæli Sveins Jóns-
sonar verður haldiö hátíðlegt í
setustofunni á Vifilsstaða-
spítalanum af starfslíði og
ættingjum, en Sveinn og
Kristín eiga eina dóttur. Asdisi
sem á 4 börn. þannig að þessi
sómahjón eru löngu orðin lang-
amma og langafi ef ekki langa-
langamma og langalangaafi.
— H.Þ.
Hjónin Sveinn Jónsson og Kristfn Þorleifsdóttir. Hann er hundraó ára og hún níutíu og átta ára. Þau
hafa verið gift í sjötfu og eitt ár.
Heldur upp á aldar-
afmæfísitt með 98
ára gamafíi eiginkonu
kvæmt hefði verið hjá sér og
konu hans þó um morguninn.
Teódóru Thorlaeius deildar-
hjúkrunarkonu bar að i þessum
svifum og vísaði hún okkur til
setustofu á fyrstu hæð, þar em
meira næði væri til að ræða við
Svein og Kristínu. Ók hún síðan
Sveini inn í lyftuna i hjólastóln-
um, en Kristín eiginkona hans
Þorleifsdóttir gekk á eftir og
studdist við staf á mynstruðum
kjól með sjal. Hún erótrúlega
bein í baki og reist miöað við
sinn aldur, svo ekki sé tekið
sterkar til orða.
„Sveinn stundaði sjó-
mennsku alla tíð,“ tjáði Kristin
okkur. Fyrst hefði hann verið á
opnum bátum, þá hefði hann
einnig gegnt formennsku og
síðan farið út í útgerðina. Þeg-
ar Kristín hafði lokið máli sínu,
sagði gamli maðurinn lágt: „Eg
var nú bara útgerðarmaöur aö
nafninu til. Við vorum þrír sem
gerðum út bátinn Ingólf Arnar-
son. Já, já." Bæði eru þau hjón-
in farin að heyra illa og Sveini
er ofurlítið farið að förlast, að
því er Teódóra deildarh júkrun-
arkona tjáði okkur. Kristín er
hins vegar mjög ern, meó
óbrigðult minni. Þaö eina sem
háir henni er að sjónín er tekin
að dofna, þannig að hún getur
ekki lesið lengur. „Ég er ótrú-
lega hress miðað við að ég hef
þurft að líða svolítil veikindi,"
sagði hún. En þaö var ekki fyrr
en síðastliðinn vetur, sem ég
fór að missa heyrnina. Nú get
ég ekki lesiö á blaö eða í bók og
finnst mér því tíminn lengi að
liða og leiðinlegur. Við hjónin
vorum talsvert bókhneigð hér i
eina tíö, þótt Sveinn hafi nú
verið meiri lestrarhestur en
ég.“
Aðspurður um hvernig væri
að hafa náð svo háum aldri,
svaraði Sveinn stuttlega: „Ég
Ljósm.: Krirtþjófur.
Jenný Guðmundsdóttir, herbergisfélagi Kristínar er níutíu og
níu ára og heklar í óða önn, hvern dag, seni guð gefur.
get ekki lýst því." Kristínu
kvaðst aldrei hafagrunað að
þau hjónin næöu bæði svo há-
úm aldri. „Það er ekkert leiðin-
legra en hvað annað ef maður
umber það sæmilega, maður
finn langtum síður til þess. En
öneitanlega er maður síður ein-
mana þegar makinn er einnig á
lífi. Okkur líður vel hér á
Vífilsstöðum og ég hef yfir
engu að kvarta."
„Eg er þreyttur," sagði
Sveinn. „Nú vil ég fara að
sofa." Við ákváðum því aö
halda þessum aldraða manni
ekki lengur á snakki og lofa
honum að njóta hvíldar. Er við
gengum út úr setustofunni
ásamt þeim hjónum og deildar-
hjúkrunarkonunni, sagði sið-
astnefnd okkur að Kristin væri
óskaplega dugleg að ganga og
færi í gönguferðir um allan