Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÖVEMBER 1977 Þjóóaratkvæði um bjór: Skiptar skoð- anir á þingi JÓN G. SÓLNES, 2. þm. Norð- urlands eystra, mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um, hvort leyfa skuli fram- leiðslu og sölu áfengs öls hér á landi. Tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin láti fram fara þjóðaratkvæði, samtímis komandi þingkosningum, um, hvort leyfa skuli framleiðslu og sölu áfengs öls; léttustu teg- undar áfengis, eins og tals- menn tillögunnar kalla það. Tillagan gerir ráð fyrir því að atkvæðisrétl hafi allir í þjóðar- atkvæðinu, er náð hafa 18 ára aldri. í framsögu sagði Jón G. Sólnes m.a. að hann teldi eðli- legt að þjóðin fengi sjálf að segja til um, livað gjöra skuli í jafn viðkva-mu deilumáli. Til- valið væri að nýta það tækifæri, sem komandi þingkosningar gæfu til að leita þjóðarumsagn- ar í málinu. Oddur Ólafsson, 2. þm. Reyk- nesinga, og Helgi F. Seljan, 7. landskjörinn, mæltu harðleg^ gegn tillögunni. Umræður um málið verða nánar raktar á þingsíðu Mbl. á morgun. — Erl. gjaldeyrir Framhald af bls. 32. verður hægt að fela erlehdum banka að færa fé beint inn á reikning i innlendum banka. Ut- borganir munu einkum fara frarn með bankamillifærslum, banka og ferðaávísunum, en um það set- ur Seðlabankinn nánari reglur. Að sjálfsögðu verður einnig unnt að yfirfæra fé af gjaldeyrisreikn- ingi í íslenzkar krónur hvenær sem er — segir í fréttatilkynning- unni. Gert er ráð fyrir að lekið verði á móti innstæðum í fjórum gjald- miðlum, þ.e.a.s. bandaríkjadollur- um, þýzkum mörkum, sterlings- pundum og diinskum krónum. Öðrutri frjálsum gjaldeyri, sem komið er með, mundi bankinn skipta yfir i einhvern hinna fjög- rra gjaldmiðla, áður en féö er lagt inn. Vaxtakjör fara eftir þeim kjörum, sem bankarnir geta ávaxtað innlánsféö á og yrðu vext- ir á innlánum þessum væntanlega ekki lægri en eru á hverjum tíma á almenni sparifé í þessum lönd- um. Kostnaður eða gengismunur verður ekki tekinn, þegar fé er lagt inn af útgefnum bankaávís- unum og ferðaávísunum og við millifærslu til eriends banka. 1 lok fréttatilkynningar við- skiptaráðuneytisins segir síðan að lalsveröan undirbúning þurfi í bönkunum, áður en hægt veröi að taka á móli gjaldeyri til ávöxtun- ar, en lögð verði áherzla á að hraða þeim undirbúningi eftir því sem unnt er. Stefnt er að því að byrja að taka á móti fé á gjaldeyr- isreikningum fljótlega upp úr áramótu nt. Ráðherra tók fram, aö allur gjaldeyrir, sem innlendir aðilar erga að eignast fyrir útfluttar vör- ur, endurgreiöslur fyrir innflutt- ar vörur, fargjöld, farmgjöld, skipa- og flugvélaleigur, iðgjrild, tjónabælur, umboðslaun, þjón- ustu við og afgreiðslu erlendra skipa, flugvéla og ferðamanna, þjónustu opinberra aðila og við- skipti við varnarliðið, skal án óeðlilegs diátlar frá því hann er kominn eða gat komizt í umráð eigenda eða umboðsmanns hans, seldúr Seðlabanka Islands eða þeim innlendum bönkum, sem heimild hafa til að verzla með gjaldeyri. Allir þeir, sem undanþegnir eru skilaskyltlu á gjaldeyri, geta hins vegar ávaxtað hann eins og áður segir. Þar er um að ræða áhafnir skipa og flugvéla, en jafnframt er þeim, sem fá laun greidd í erlend- um gjaldeyri, heimilt að ráðstafa honum til eigin þarfa. Þeim inn- lendum aðilum, sem fá umboðs- launatekjur frá erlendum við- skiptaaðilum, er heimilt að verja þeim til aö greiöa fyrir innflutta vöru, sem frjálst er að flytja til landsins. Er þeim heimilt að geyma erlendan gjaldeyri sinn á innlendum gjaldeyrisreikningi. Ólafur Jóhannesson sagöi aö sterkur orðrómur væri manna á meðal um að allur sá ferðagjald- eyrir, sem erlendir ferðamenn komi með inn í landið, skili sér ekki. Strangt tiltekið á að skila slíkum gjaldeyri. Sagöi ráðherra að með þessari tilraun að gefa mönnum kost á gengistryggri ávöxtun gjaldeyris með hóflegum vöxtum, væri jafníramt tilraun gerð til þess að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask. Kvaðst hann vonast til að þessir gjaldeyris- reikningar freistuðu manna til þess að fara þessa leið og bankarnir njóta góðs af og fá meiri gjaldeyrisveltu. ,,Ef þessi tilraun tekst," sagði ráðherra, „sé ég ekki annað en hún sé eingöngu af því góða. Hún tryggir betri meðferö fjár og aflar bönkunum aukins gjaldeyris. Morgunblaðið spurði viðskipta- ráðherra, hvort lögð yrði sönnun- arbyrði á fólk og það látið sanna, hvernig það hefði komizt yfir gjaldeyrinn. Ólafur Jóhannesson sagði að Seðlabankinn myndi setja sértakar reglur um nánari atriði, en hann kvaðst þeirrar skoðunar að betra væri að fá gjaldeyrinn inn í bankana en láta hann leika lausum hala í þjóð- félaginu — það jafnvel þótt við- komandi væri þar sekur unt smá- yfirsjón. ,,í þessu verður kannski frekar að beita brjóstvitinu en bókstafnum," sagði ráðherra. Þetta væri spor í rétta átt í að afnema allt pukur með erlerídan gjaldeyri. Þá var ráðherra spuröur um það, hvort hér væri farið að ein- hverri fyrirmynd erlendis frá, t.d. á Norðurlöndum. Hann kvað enga slíka reikninga tíðkast á Norður- löndum, en í Finnlandi væri þó eitthvað kerfi svipað þessu, en ráðherra bætti við; „Þaö er ekki útilokað að við getum verið frum- legir á einhverju sviði og þurfum ekki að apa allt eftir útlending- um.“ Þá var ráðherra spurður að þvi, hvort stofnun slfkra gjaldeyris- reikninga gæti ekki haft þau áhrif að framboð erlends gjald- eyris rnanna á meðal myndi minnka og hvort það gæti þá ekki leitt til enn hærra verðs á svört- um markaöi. Um það kvað Ólafur Jóhannesson útilokað að segja, fyrr en séð væri hvernig þessi tilraun tækist. Hann kvað hugsan- lega geta komið í ljós að breyta þyrfti eitthvað þeim gjaldeyris- skammti, sem menn fengju til ferðalaga og taka þær reglur sem um hann giltu til endurskoðunar. Gjaldeyrisskammtur ferðamanna þætti víst ekki of hár, en tekið yrði tillit til þess, hvort hann þyrfti að hækka. Annars mun ekki ætlunin að skerða þann gjaldeyrisskammt sem menn fá til ferðalaga, þótt menn eigi ein- hverja gjaldeyrissjóói á banka- reikningi. Þá kom það fram á fundinum að ferðagjaldeyrir til nóvember væri nu orðinn 4.997,4 milljónir króna, en hann var á öllu árinu í fyrra 3.172,2 milljónir króna. Af þess- um tæpum 5 milljörðum eru urn 617,4 milljónir vegna viðskipta- ferða íslendinga erlendis. Til inn- flutnings nam seldur gjaldeyrir alls á þessu ári frant til nóvember 84 milljörðum króna, en þá er ekki talin með alls konar þjónusta og er því upphæðin, sem seld hef- ur verið í gjaldeyri, snöggtum hærri. Hins vegar hafa bankarnir keypt gjaldevri fram til nóvern- ber fyrir 88,1 milljarð króna. Það kom fram, að fram til nóvember voru umboðslaun islendinga er- lendis vegna ýmissa viðskipta 2.216 milljónir króna, en það er sú upphæð, sem skilað hefur verið til bankanna. — Boð Sadats Framhald af bls. 1 tveggja funda, sem arabaleiðtog- um stendur nú til boða að sækja. Að> sögn talsmanns Bandarikja- stjórnar hefur ekkí Verið ákveðið hver muni sækja fundinn i Karíró af hálfu Bandaríkjastjórnar, en heimildir þar herma að það muni ekki verða Vance utanríkisráð- herra, enda viðræðurnar 'ekki á utanríkisráðherrastigi. Fulltrúa- deild bandaríska þingsin^ sam- þykkti i gær samhljóða tillögu þar sem borið er lof á Sadat og Begin, forsætisráðþerra israels, fyrir friðarumleitanir þeirra. Kurt Waldheim, aöalritari Sam- einuðu þjóðanna, héfur til'nefnt Finnann Ensio Siilasvuo, yfir- mann gæzlusveita SÞ í Miðaustur- löndum, fulltrúa sinn við undir- búningsviöræöirnar í Egypta- Iandi, en hefur jafnframt stungið upp á að öll þau líki sem boóið hafði verið til Kaírófundarins, komi sér saman um annan fund- arstað, t.d. á vegum Sameinuðu þjóöanna, þar sem horfur séu á að Kaírö-viðræðurnar kunni aö bera takmarkaðan árangui' með svo margar arabaþjóðir fjarstaddar, en hins vegar sé brýn þörf á undirbúningsíundi af þessu lagi. LABOÐ HILDU Velkomin á lagerinn TIL HATIÐABRIGÐA bregðurHilda sér í betri fötin (þau sömu og vöktu svo mikla athygli í Laugardalshöllinni í sumar) og gefur þér kost á að kaupa vandaða gæða- vöru beint úr vörugeymslunni Skeifunni 6 (bakdyr). NÚ ER TÆKIFÆRIÐ til að gleðja vini og kunningja heima eða heiman með fatnaði sem skipað hefur sér sess meðal eftirsóttustu tískuvara erlendis. VIÐ PÖKKUM og göngum frá póstskjölum fyrir þig, ef þú óskar. Opið frá kl. 10-16 mánudaga - föstudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.