Morgunblaðið - 30.11.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÖVEMBER 1977
19
— Ekkert
óeðlilegt
Framhald af bls. 2
notuö. Þetta var hörö, en drengi-
leg barátta."
Sagðist Alexander helzt álíta að
undirrót sögusagna varðandi
skoðanakönnunina- í Ólafsvík
væri óánægja sjálfstæðismanna á
staðnum með eitthvað dræma
aðsókn að prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins, sem einnig fór fram
þessa dagana.
Alexander Stefánsson hlaut
1731 atkvæði í skoðanakönnun-
inni og kom næstur Halldóri E.
Sigurðssyni ráðherra, að
atkvæðamagni, en Halldór fékk
2139 atkvæði.
,,Ég er persónulega mjög ánægð
með minn árangur, þótt ég hefði
hins vegar vel getaö hugsað mér
að lenda á milli þeirra Halldórs og
Alexanders," sagði Dagbjört
Höskuldsdóttir, er Mbl. ræddi við
hana, en Dagbjört fékk þriðja
mesta atkvæðamagnið í skoöana-
könnun framsóknarmanna á
Vesturlandi; 1597 atkvæði.
,,Það er auðvitað alltaf smalað
grimmt í svona kosningu," sagði
Dagbjört, „En ég trúi nú engu
nema því bezta um mannfólkið,
þannig að þótt ég sé þeirrar
skoðunar, að framkvæmd
skoðanakönnunarinnar hafi ef til
vill verið laus í reipunum, þá tel
ég enga ástæðu til eftirmála þess
vegna.
Ég vil þvert á móti lýsa ánægju
minni með áhuga stuðningsfólks
framsóknarmanna á þessari
skoöanakönnun og þá ekki sízt
hinn mikla áhuga stuðnings-
manna flokksins i Olafsvík ''
-----------------------
— Carter
Framhald af bls. 1
Brasilíu ásamt dvöl í Nígeríu
verði frestað þar til næsta ár.
Önnur lönd sem voru á upp-
haflegu áætluninni og víst er
talið að verði í nýju feröaáætl-
uninni eru Saudi Arabia, Ind-
land, Iran, Frakkland, Pólland
og Belgía.
— Aukafundur
Framhald af bls. 2
ríkisstjórnar geröu samning um
10% útflutningsbæturnar, og
krefst fundurinn þess að sölu-
skattur verði afnumirtn áf kjöti óg
kjötvörum til þess að auka innan-
landsneyzlu — og þar með að
draga úr útflutningsbótum.
Morgunblaðið spurði Gunnar
Guðbjartsson hvaða tillögur
stjórn Stéttarsambandsins myndi
gera til aukafundarins, sem hald-
inn er í dag, þegar sú hafi orðið
raunin að þeir bændafundir, sem
haldnir hafi verið, hafi lagzt gegn
tillögum aðalfundarins í haust.
Gunnar kvað of mikið sagt að
bændur séu almennt á móti tillög-
unum. Helzta andstöðu við tillög-
unum kvað hann vera á Suður-
landi og i Eyjafirði. Andstöðu
gætti og annars staðar, en yfir-
leitt væru samþykktir funda í öðr-
um byggðarlögum jákvæðar.
Þegar viðtökurnar eru þó með
þessum hætti kvað Gunnar ekki
annað vera til ráða en verðjöfnun-
argjald lögum samkvæmt. Eru
margir hér meðal fulltrúa á Stétt-
arsambandsfundi, sem telja það
versta kostinn, vegna þess að þá
yrðu menn búnir að leggja í fram-
leiðslukostnaðinn, þegar þeir vita
hvað þeir eiga að greiða. Telja
þeir, sem mæla á móti, aö þeir
skilji ekki vandann og halda að
unnt sé að sækja féð í ríkissjóð,
sem er vonlaust — sagði Gunnar
— að unnt séað fá hærri útflutn-
ingsbætur en lög hafa heimilað.
Kvað Gunnar Guðbjartsson það
bezt sjást af afstöðu Alþýðu-
flokksins og fleiri á þingi. „Við
stöndum því á þessum tillögum
frá því í sumar og viljum útfæra
þær meir og betur, en hins vegar
komum við fram með viöbótartil-
lögur aö þvi leyti, að unt leið og
bændur taki þetta á sig, verði um
leið reynt að greiða fyrir sölunni
ínnanlands með þvi m.a. að fella
söluskattinn niður af kjötinu og
gera hliðstæðar ráðstafanir í
mjólkinni, sem greitt gætu fyrir
sölu á mjólkurvörum."
Mfög óhreinn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm...
o
Með Ajax þvottaefni verður mistiti
þvotturinn alveg jafn hreinn og
suðuþvotturinn.
Hinir nýju endurbættu
efnakljúfar gera þaó kleift
aó þvo jafn vel meó öllum
þvottakerfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hrpinn og hvítur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða
kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýjr, endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn i þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax þvottaefni þýðir:
gegnumhreínn þvottur með öllum
þvottaherfum.
Morgunblaðið spurði Gunnar
Guðbjartsson, hvort hann byggist
við því að fjörugar umræður yrðu
á fundinum í dag. Hann kvaðst
búast við því, en sagði að annars
væru á fundinum aö mestu leyti
sömu fulltrúar og verið hefðu í
sumar, menn, sem þekktu málin í
raun. Ráðgert er að fundinum
ljúki í dag.
— Hæstiréttur
Framhald af bls. 2
kostnaö í héraðí og fyrir Hæsta-
rétti.
Dömsorð:
Framangreind ummæli skulu
ömerk.
Birta skal dóm þennan í fyrsta
eða öðru tölublaði Nýs lands. sem
út kemur eftir birtingu döms
þessa.
Aðaláfrýjandi greiði gagn-
áfrýjendunv sameiginlega 60.000
kr. í málskoslnað í héraði og f.vrir
Hæstarétti.
Mál þetla dæma sem vara-
dómarar í Hæstarétti Halldór Þor-
björnsson yfirsakadömari, Guð-
mundur Ingvi Sigurðsson hæsta-
réttarlögmaður, Jön Finnsson
hæstaréttariögmaöur, Unnsteinn
Beck borgarfógeti og Þorsteinn
Thorarensen borgarfógeti.
— Mýrdalsjökull
Framhald af bls. 3.
mikla, sent fundist hefur undii
jöklinum og það hlypi siðan
fram i Kötlugosum. Sagöi
Helgi, að hann teldi að við
Kötlugos opnaðist fyrir vatns-
geymi, sem væri undir jöklin-
um, en hins vegar gæti hann
ekki með vissu sagt neitt ákveð-
ið um það, þ.e. útfrá þeim mæl-
ingum sem gerðar hafa verið,
hvort þarna væri nú vatn eða
ekki. Til þess þyrfti hann, að
afla sér meiri vitneskju um
hvernig ætti túlka þau gögn,
sem hann hefði i höndunum.
Yrði það gert með því að fara
upp i Grimsvötn á næsta ári,
því þar væri vatn undir jökli og
með því aó nota issjána þar,
fengist samanburður.
— Minning
Jón
Framhald af bls. 23
ungu og glæsilegu hjón voru þar
ætið. Sú vinátta, sem þá hófst
milli okkar Jöns L. Þórðarsonar,
hélzt ætíð fölskvalaus.
Ekki óraði mig fyrir því, er ég
fyrst kynntist Jóni, að við ættum
eftir að starfa jafnmikið saman og
raun varð á, en Jón var, eins og
áður er sagt, kosinn i Sildarút-
vegsnefnd 1947, er ég hafði starf-
að þar skamma hríð.
Þau Brynhildur og Jón fluttust
búferlum til Reykjavíkur árið
1945 og á ég riiargar og góðar
endurminningar frá hinu fallega
heimili þeirra á Hagamel 8, sem
rómað var fyrir gestrisni og höfð-
ingsskap eins og heimili þeirra á
Siglufirði hafði einnig verið.
Þö að lifsstarí Jóns hafi einkum
verið tengt síldveiðum og sildar-
iðnaði átti hann fjölþætt áhuga-
mál. Ég geri ráð fyrir að tónlist-
ina hafi borið þar hæst en hann
var einnig mikill bókamaður og
átti ágætt bökasafn. Þótti honum
skemmtilegt að ræða um bækur.
Jón L. Þórðarson var stjórnsam-
ur og áreiðanlegur í hvivetna. Ég
mun ætið minnast hans sem
drengskaparmanns og góðs vinar.
Við hjónin flytjum öllum að-
standendum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar Flóvenz.
* :
_ f
yumaí Stfbzeiióóon k.f.
Suðurlandsbraut 16,
Sími 35200.
^PÖNNUNNI
Fr ER DYFIÐ í
DEGIÐ —
ÁRANGURINN ER
NÆFURÞUNN
PÖNNUKAKA