Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 18
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
Kristín Þorvarðar-
dóttir—Minning
F. 19. desember 1905
D. 31. október 1977.
A morgun 19. desember, hefði
ég setið afmælisfagnað þessarar
vinkonu minnar eins og ég hafði
gert oftast yfir 40 ár, en örlögin
höguðu því öðruvísi. Eftir að ég
skrifaði þessi fáu orð, sem áttu að
birtast á afmælisdegi Kristínar,
sé ég að hennar héfir verið
minnst, en eitt var ekki rétt með
farið. Kristín var barn að aldri,
þegar hún missti móður sína, og
ólst því að mestu uþp með föður
sínum. Að vísu mjög góðum föð-
ur, en ég tel að móðurmissirinn
hafi sett sitt mark á hana fyrir
lífstíð.
Mér finnst ég hafa nokkra sér-
stöðu til að minnast Kristínar, þar
sem við höfum gengið svo að
segja samhliða yfir 60 ár. Báðar
vorum við fæddar í Keflavík, sem
þá var lítið sjávarþorp, þar sem
allir þekktu alla. Alla tíð urðum
við samferða i barnaskólann.
Skólinn stóð austast í þorpinu, og
mitt heimili á líkum slóðum, en
Stina (svo kallaði ég hana alltaf
þegar við töluðum saman, eins og
hún mig, minu stutta nafni. Slíkt
eru forréttindi æskuvináttu) átti
heima vestast í plássinu, og þurfti
þvi að ganga bæinn á enda til
vinkonu minnar, þar sem hún
stóð i eldhúskróknum heima, með
þykku ljósu flétturnar sínar, og
blóðrjóðar kinnar, því oft var
norðanstormurinn bitur í Vikinni
okkar.
Tíminn leið, og við urðum ung-
ar stúlkur. Hrædd er ég um að
nútima ungmennum hefði þótt fá-
breytilegt líf okkar, hvað skemmt-
anir áhrærði, en Kristín hafði
hlotið i arf listrænt eðli, sem birt-
ist í næmu fegurðarskyni og ást á
ljóðum og tónlist. Hún hafði mjög
fagra söngrödd, og margar voru
þær stundir, sem við undum okk-
ur við söng hennar, og ég reyndi
að aðstoða hana með undirleik á
mitt litla orgel, eftir bestu getu,
en af átakanlegu kunnáttuleysi.
Það hefir löngum verið svo i
þessu landi, að ekkert taldist
söngur, nema sungið væri nógu
hátt, og oft fóru þessar öskurrok-
ur í minar taugar, en Stína æfði
sig sjálf í að aga rödd sína og
beita henni, svo að hún yrði blæ-
brigðarík, og söng því af smekk-
vísi. Eg hefi víða farið og komið í
hljómleikahús, og hlýtt á frægar
söngkonur, en aldrei hefur þeirra
söngur veitt mér svo hreina og
sanna gleði sem söngur Stínu. En
þar kom líka til, að hún hafði eyra
fyrir ljóðinu, því að enginn varð-
ur góður Ijóðasöngvari nema því
aðeins að hann geti túlkað bæði
ljóð og lag.
Kristín var kornung stúlka þeg-
ar gest bar að garði á heimili
foreldra minna. Var það ungur
frændi minn, Olafur Helgason,
siðar læknir. Móðir Ólafs og faðir
minn voru systkinabörn, svo með
okkur var náin frændsemi. Yngri
bróðir minn og Ólafur lásu saman
undir læknisfræði, og dvaldi
hann því nokkurn tima hjá okkur
og ekki minnkaði lífsgleðin við
komu þessara ungu manna.
Þau Kristín og Ólafur felldu
brátt hugi saman, en voru heit-
bundin þar til Ólafur hafði lokið
námi. Þá var öldin önnur, ungir
menn heimtuðu hvorki styrki,
hjónagarða, vöggustofur né dag-
heimili af almannafé, en urðu að
axla sínar byrðar sjálfir og var þó
mun erfiðara um alla vinnu og
tækifærin færri þá en nú. Ólafur
og Kristín voru gefin saman í
hjónaband 15. júní 1929. Þau
eignuðust tvö börn, Ólaf Jón,
starfsmann hjá Flugfélagi Islands
og Margréti. Þau urðu fyrir þeirri
sáru sorg að missa litlu dóttur
sína aðeins 6 ára gamla. Vissi ég
að það var þeim mikið áfall, þó
ekki bæru þau harm sinn á torg.
Síðar fengu þau litla fallega
telpu, Höllu, sem varð kjördóttir
þeirra.
Kristín var glæsileg kona og
vakti hvarvetna eftirtekt sem hún
fór. Ólafur og Kristín urðu ævi-
langt vinir okkar hjónanna og átt-
um við f jölmargar glaðar og góðar
samverustundur, ásamt ógleym-
anlegum ferðalögum. A ferðalög-
um okkar erlendis vakti Krstín að
vonum mikla athygli, þar sem
hún klæddist alltaf okkar ís-
lenska búningi sem hún bar með
mikilli reisn og glæsibrag.
Vinir okkar hverfa af þessum
heimi, og við sem enn stöndum
eftir, erum svipt einhverju við
fráfall þeirra. Koma mér þá í
huga ljóðlínur úr kvæði Stefáns
skálds frá Hvítadal, sem hann
yrkir um Iátinn vin sinn:
Er Hel í fangi
minn hollvin her
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér.
Ég kveð æskuvinkonu mína
Stínu með minu stutta bernsku-
nefni.
Ilódó
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum f.vrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á 1 mið-
vikudagsblaði, að berast 1 síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
daga. Greinar mega ekki
vera 1 sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
MOGNUÐ DRAUGASAGA
Halldór Pétursson
og Móri
Þessi bók á sér enga hliðstæðu i okkar bók-
menntum og enginn fróðleiksfús œtti að láta
hana vanta i bókasafnið.
Móri, magnaðasti draugur, sem um getur
Tveir austfirskir draugar sem enn blíva. Dísa hafði legið úti á fjöllum í
fimm dægur í stórhríð og frostgaddi.
Var hún dauð, eða afturgengin þegar hún fannst?
. . .Þeir félagar báðu fyrir sér og hrukku frá nema Þorvaldur. Hann
öskraði og spurði, hvort þeir ætluðu að láta djöfulinn æra sig. Óð
hann nú á móti Þórdísi, reiddi upp þunga sterka varreku og laust í
höfuð hennar mikið högg, svo hún hné niður. . .
. Hverjum sem þú fylgirDísa mín skaltu ekki fylgja mér. . .
13 börn er sagt að Bjarni hafi misst af völdum Dísu.
Þessi örlagasaga er í senn hörmuleg og áhrifamikil.
Móri, magnaðastur drauga sem um getur
Engar sagnir eru til af draug, sem megnaði að vinna slik hervirki sem
Móri.
Um morguninn þegar menn komu niður blasti við óhugnanleg
sjón. Ein kýrin lá dauð á básnum og brotinn hryggurinn. Önnur
afvelta í flórnum nær dauða en lifi. . . kvíga var hornbrotin niður við
haus og blæddi ákaflega . . Hurðir gengu af járnum og kom svo að
lokum að þar var engin hurð á járnum. . .
. Allt lék á reiðiskjálfi. . . útihús skæld, brotin og sliguð, hurðarbrot,
raftar, árefti og tróð út um allt tún.
Barn kyrkt til bana og fólki lá við sturlun. Stórbýli yfirgefin og svo
mætti áfram telja. Já það var vissulega ekkert smáræði sem Móri
afrekaði. Maður undrast og spyr, hvað gerðist? ekki voru þetta
náttúruöfl eða hugarburður
Upphaf Kúlds ævintýra
Jóhann
J.E. Kúld.
mm
í stillu
og
stormi
Frásagnir Jóhanns Kúld eru í senn,
fræðandi, skemmtilegar og atburða-
ríkar.
Það er hreint ótrúlegt, sem hægt er að
segja frá í einni bók og það var líka
margt sem henti og mörgu kynntist
Jóhann. Af efninu skal nefna aðeins
fátt eitt sem þarna er að finna.
Danski-Larsen, Vídalín konsúll, Ár-
manns gráni, Sveitastrákur í Reykja-
víkurferð, Heljarreiðin á Ólafs Blesa,
Ingimundur fiðla, Róið i Selsvör, Hald-
ið á Síldveiðar, Frá Sandgerði var sótt á
miðin og svona mætti áfram telja
Allir ungir, miðaldra og gamlir, hljóta
að hafa gaman af þessari bók, sem er
ein sú besta slíkra bóka sem völ er á.
Það verður enginn fyrir vonbrigðum,
með frásagnir Jóhanns Kúld.
„Svona á að segja hetjusögur".
— H.Kr. Timinn 14.12 1977 —
ÆGISÚTGAFAN
m.
Menntaskóla-
bókin
Um tíma var hann „landsins einasíi
skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aðra
skóla Hann er tengiliður menntasetr-
anna fornu og skólastarfs nútímans.
í fyrsta bindi Sögu Reyk/av/kurskóla er
fjallað um nám og námsskipan í skólan-
um og um nemendur hans.
Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda
af þekktu fólki í þjóðlífinu.
Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík
Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Skálholtsstíg 7, sími 13652.