Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
87
Minning:
Bergsveinn S. Berg-
sveinsson yfirvélstjóri
F. 7. október 1906
D. 11. desember 1977
Þeim fækkar nú óðum þeim ís-
lenskum sjómönnum, sem lifóu
og tóku þátt i hinum stórstígu
framförum sem urðu uppúr fyrri
stríðsárunum að því er varðar
skip og búnað þeirra. Margt hafði
byggst á vana og hefð. Þessvegna,
og aðeins þess vegna mátti ekki
breyta. Skipsstjórnendur stóðu
t.d. undir berum himni og pírðu
augun uppi veðurofsann, ber-
skjaldaðir fyrir öllum veðrum.
Veðurbarðir og þreyttir af löng-
um stöðum komu þeir oft til hafn-
ar. 1 dag er setió á stólum, á
skirtunni, inní heitum vistarver-
um með radar og alls konar tæki
til hjálpar. Þetta og svo margt
fleira kemur í hugann þegar
minnst skal Bergsveins yfirvél-
stjóra. Og þó að hann stæði ekki í
brúnni, þá er það vist að hliðstæð-
ar framfarir áttu sér stað niðri i
vél. En þar átti hann langa starfs-
ævi.
Bergsveinn hafði kennt van-
heilsu um alllangt skeið, sl. sumar
var hann á spítala af þeim sökum
og þá mikið veikur. Ég hefi það á
tilfinningunni að Bergsveinn hafi
einhvernveginn ekki fundið sjálf-
an sig, eins og sagt er, eftir að
þeirri spítalaveru lauk. Svo var
það að hann veikist skyndilega á
heimili sínu laugardagskvöldið
10. þ.m. og lést hann örfáum
stundum siðar á Borgarspítalan-
um.
Bergsveinn Sigurður var fædd-
ur 7. október 1906 að Aratungu i
Steingrímsfirði. Faðir hans var
Bergsveinn Sveinsson bóndi þar,
Kristjánssonar i Sunndal og konu
hans Bjargar Ólafsdóttur frá
Hellu (og Bakka) Bjarnasonar.
Móóir Bergsveins var Sigríður
Guðrún Friðriksdóttir. Um hana
látna skrifaði tengdasonur henn-
ar, Marinó L. Stefánsson eftir-
mæli, sem um ieið lýstu svo vel
lifi og afkomu fólksins á Strönd-
um: ,,Hún fæddist á Drangavík á
Ströndum. Sá bær er nú löngu
kominn i eyði. Foreldrar hennar
voru Friðrik Jóhannesson og Guð-
björg Björnsdóttir. Þau eignuðust
11 börn. Fimm ára gömul var Sig-
ríður látin í fóstur til Hallvarðs
Jóhannessonar, föðurbróður síns
i Skjaldabjarnarvik, og konu
hans. Þarna á nyrsta bæ á Strönd-
um, inn við Geirólfsgnúp ólst Sig-
ríður upp og dvaldist þar þangað
til hún var 22 ára. Mikil vinnu-
harka var þarna, eins og víðast í
þá daga. Hún smalaði og sat hjá,
bar vatn langar leiðir í tréfötum í
hvaða veðri sem var að vetrinum,
var lánuð í fiskiróðra eða á sel-
veiðar. Ef tveir kópar veiddust
bar hún annan heim. Þegar hart
var í búi á vorin borðaði fólkið
stundum eingöngu rúgkökur, sem
það dýfði ofaní hákarlalýsi.“ Sig-
ríður náði þvi nú samt að verða 96
ára og nokkrum mánuðum betur.
Á hinni kostarýru jörð, Ara-
tungu í Steingrímsfirði bjuggu
þau hjónin Bergsveinn Sveinsson
og Sigríður Friðriksdóttir í 22 ár.
Þar eignuðust þau 15 börn. Af
þeim dóu 3 ung. En 12 komust til
fullorðins ára, og er Bergsveinn
sá, er fyrstur kveður úr hópnum
þeim. Vandalaust hefur það ekki
verið að sjá heimilinu í Aratungu
borgið, þar sem bústofninn var
ekki nema 25—30 ær og ein kýr.
Töluvert hjálpaði að heimilisfað-
irinn hafði nokkrar tekjur af
barnakennslu, sem ekki var há-
launað starf í sveitum landsins i
þá daga.
Systkinahópurinn frá Aratungu
skal nú talinn upp í þeirri röð,
sem börnin fæddust: Guðbjörg
gift Marinó L. Stefánssyni kenn-
ara í Reykjavik. Bergsveinn. dr.
Sveinn prófessor í Berlín, var tvi-
kvæntur. Jóhannes verkstjóri i
Reykjavik kvæntur Kristínu
Jónsdóttur. Hjálmfríður ljósmóð-
ir gift Lárusi Guðmundssyni í
Reykjavík. Guðlaugur lést 12 ára.
Kristján lést 1 árs. Pétur iðn-
verkamaður i Reykjavík kvæntur
Björgu Aradóttur. Kristján sim-
'stjóri á Hólmavík kvæntur önnu
Jónsdóttur. Olafur framkvæmda-
stjóri í Reykjavík ókvæntur. Frið-
rik lést vikugamall. Anna hús-
freyja á Blesastöðum gift
Magnúsi Guðmundssyni bónda.
Ananias vélamaður á Akureyri
kvæntur Brynhildi Þorleifsdótt-
ur. Ragnar lögregluvarðstjóri í
Reykjavík kvæntur Gyðu Jóns-
dóttur. Og yngst er Guðný hús-
freyja í Ólafsfirði gift Arngrimi
Guðbjörnssyni verzlunarmanni.
Niðjar Aratunguhjónanna eru
nú samtals um 120 talsins, börn
barnabörn og barnabarnabörn.
Bæði voru hjónin komin á tíræðis-
aldurinn er þau féllu frá hann 90
ára en hún 96 ára.
Það er viss reisn yfir orðinu
„Strandamaður". Óblíð veður við
ysta haf — fjöll og björg i sjó
fram; og hafið, sem um leið
geymdi lífsbjörgina, allt þetta
ógnaði lifi manna um aldir. Mann-
líf á Ströndum fór svo sannarlega
i deiglu. Hið máttvana og magn-
litla beið ósigur og dó drottni sín-
um. En úr henni kom hinn skiri
málmur: sterkir ættstofnar.
Bergsveinn var i foreldrahús-
um til tvitugsaldurs og vann
heimilinu allt sem hann mátti af
miklum dugnaði. Þá lá leiðin til
Isafjarðar og fór hann í læri í
Vélsmiðjunni Þór hjá nafna sín-
um Bergsveini Árnasyni, og
stundaði þar vélstjóranám í 3 ár.
Aður en þeirri vist lauk hafði
Bergsveinn komist í samband við
Alexander Jóhannesson, rektor,
forustumann á sviði flugmála á
þeim tíma. Það mun hafa verið
árið 1931 að hann flaug suður í
boði Alexanders og rætt var um
nám i flugvirkjun í Þýskalandi.
Flugfélag Islands hafði eignast
tvær flugvélar, Veiðibjölluna og
Súluna. Fyrsti íslenski flugmað-
urinn Sigurður Jónsson stjórnaði
nú Súlunni en þýskur maður
hinni vélinni. Skyndilega lenti
flugreksturinn í vandræðum og
atvinnuhorfur ekki góðar og
áformin breyttust. Bergsveinn
hóf þá nám í Vélstjóraskólanum i
Reykjavík og lauk þaðan prófi
vorið 1933.
Árið eftir kvænist Bergsveinn
eftirlifandi eiginkonu sinni Val-
gerði Jónsdóttur frá Hvammi i
Dýrafirði. Hinni ágætustu konu,
sem bjó manni sínum og börnum
yndislegt heimili í hvívetna. Sjó-
mannskonur verða að annast alla
þætti heimilislífsins í fjarveru
eiginmannsins. Það gerði frú Val-
gerður með stakri prýði. Börn
þeirra urðu fjögur, sem öll eru
uppkomin: Erna, gift Guðjóni
Jónssyni, búsett í Hafnarfirði.
Unnur bankaritari í Verzlunar-
Framhald á bls. 95
Guðmundur
G. Hagalín
»SK/IX>S«3A
gian er
ekki alltatótukt
GUÐMUNOUR QlSlASON HíGALlN
HAMINGJAN ER EKKI
ALLTAF ÓTUKT
segir Guómundur Ilagalín. í þessari nýju skáldsögu
bætir hann enn við hinn sérstæða persónuleika, sem
hann hefur skapaö á nær 60 ára ritferli. Hér er þaó lílill
og Ijótur maður — Markús Móa-Móri. Það er einmitt
Ijótleikinn sem ræóur sköpum
um manni og hamingjumanni.
gerir Markús að mikl-
Guðmundur
Daníelsson
VEST AN GULPUR
GARRÓ
Aðdáendum vel skrifaðra sakamálasagna býðst nú mikill
fengur. í skáldsögunni Vestangúlpur Garró skröltum
við eftir gamla Keflavíkurveginum að næturþeli í forn-
fálegum vörubíl. Á pallinum eru líkkistur. Um innihald
þeirra vitum við ekkert.
Gréta Sigfúsdóttir | #■ r w'
28 cjat DTC5 T ðU-L Jtvlð L V Lð 1 JtvJl Norður er nú uppeftir, suður niðureftir, austur er til hægri og vestur er til vinstri —*eða öfugt. Svo er jafnvel komið að sól rís í vestri. Þannig lýsir Gréta siðgæðisvit- und okkar. Hún sýnir okkur stéttamismun, vafasama viðskiptahætti, pólitískan loddaraieik og siðspillingu.
Gylfi
Gröndal
Cyffi Cröndal
Þegar bam fæðist
Endurminningar
Helgu M Nielsdóftur linsmóður
Sir Andrew
Gilechrist
Gísli J.
Ástþórsson
I>EGAR BARN
FÆÐIST
endurminningar Helgu Níelsdóttur ljósmóður. Helga
þorir að standa á eigin fótum í þjóðfélagi þar sem
karlmenn ráða ríkjum. Hún hefur meðal margs annars
tekið á móti 3800 börnum um dagana. Helga segir hér
hispurslaust frá því sem fyrir hana hefur borið.
LnpcF a öTpfn
FUivolVAo 1 rvlU
OG HVERNIG Á AÐ TAPA ÞEIM
Hvers konar starfsemi fer fram innan veggja erlendra
sendiráóa í Reykjavík og hvert er hlutverk sendiherr-
anna? Lesið berorða lýsingu Sir Andrews Gilehrists
fyrrum sendiherra Breta á íslandi á samskiptum hans
við forvstumenn þjóðarinnar á dögum þorskastríðsins
mikla 1958—60.
FIFA
Skáldsagan Fífa er háðsk nútímasaga, ádeilusaga og ástar-
saga. Hún segir frá Fífu ráðherradóttur, sem neitar að
gerast þátttakandi í framakapphlaupi föður síns, og gerir
yfirleitt allt andstætt því sem faðirinn hefði kosið.
m
Almenna bókaféláif
Austurstreti 18, Bolholti 6,
sfmi 19707 slmi 32620