Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 2
66 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 verstöðvunum og oft komu ti! okkar gestir, sjómenn og aðrir Iðulega var teflt, drukkið kaffi og spjallað og hann sagði sögur Svo vel sagðist honum, að menn sátu eins og í draumi og hlustuðu á hann Hann átti líka mikið athvarf hjá Jóel bróður sínum, sem var barnakennari Þangað komu margir og töluðu um bækur og önnur andleg mál Faðir minn las mikið hverskonar bókmenntir á vetrum og fylgdist vel með Hann talaði um Halldór Laxness, Sigurð Nordal og gagnrýndi bækur, sem hann las Hann var i bókasafni Þingeyinga og ég fékk að taka bækur á hans nafn, eftir að hann var farinn Hann fylgdist vel með því hvaða bækur ég hafði tekið meðan hann var » burtu, og ef ég hafði tekið einhvern róman, þótti honum það ekki bók fyrir mig Það átti að vanda til þess sem við lásum, meðan við vorum börn Eg man, að manna sagði að ég mætti ekki lesa Mannamun fyrr en ég væri fermd- ur, því þar var sagt frá glæpum Held- ur ekki Alfreð Dreyfus — Stolt af honum? Okkur þótti skemmtilegt að hann gaf út bækur, en v.ð heyrðum aldrei á fólki að það væri neitt sérstakt Ég held að enginn hafi veitt því sérstaka athygli eða talið það markverkt í Þingeyjasýslu voru fleiri karlar, sem voru taldir standa honum ofar, svo sem Guðmundur Friðjóns- son Þeir voru líka stórskáld En hans verk voru metin seinna — Föður minum þótti gaman að hitta skáld og fyrirmenn, og drakk þá í sig það sem þeir sögðu Hann hafði yndi af að heyra þá flytja fyrirlestra Ég held að varla hafi nokkur maður flutt fyrirlestur í Reykjavík t d að hann ekki reyndi að fara og hlusta á þá Allar andlegar listir mat hann mikils Hann var líka mjög hrifinn af söng Ég man eftir því þegar Sigurður Skagfieid kom til Húsavíkur og söng í kirkjunni Þrátt fyrir þröngan hag keypti hann miða handa okkur öllum Sigurður Skagfield var lika Skagfirðingur, sem hann þekkti Ég man, að hann sagði okkur frá því áð Sigurður hefði komið til hans með handrit, sem hann hafði skrifað þegar hann var á Sauðárkróki Hafði Sigurður spurt pabba hvort hann ætti ekki að gerast rithöfundur En pabbi sagði honum að hann skyldi heldur læra að syngja og gerast söngvari Sigurður var þá farinn að syngja líka Keyptu kú fyrir skáldalaunin — Jú, auðvitað var þröngt í búi Áður en faðir minn fór á vertíð fékk hann reikning hjá kaupmanninurri, sem átti að nota í fjarveru hans Væri hann búinn fyrr, þá voru vandræði Mamma drýgði tekjurnar eins og hún gat Hún og Elisabet systir mín spunnu fyfir bændur og fengu ávísun eða milli- skrift út í reikning fyrir kaffi og sykri Ég man eftir því einu sinni, að komið var undir vor og faðir minn ókominn Þá spurðu krakkarnir í skólanum mig hvort ég hefði verið að skæla Ég neitaði því, en hafði skælt vegna þess að mig langaði svo í sykurmola með hafragrautnum í hádegismat hafði ver- ið sykur- og mjólkurlaus hafragrautur og rúgbrauðssneið með smjörlíki Mamma sagðist eiga svo lítinn sykur að hún yrði að drýgja hann með kaff- inu Mjólk sáum við nær aldrei fyrr en eftir að pabbi keypti kúna, en þá vor- um við orðin uppkomin. Stöku sinnum var keyptur hálfpottur af mjólk og var þá bolli á mann Við vöndumst því ekki á að drekka mjólk í staðinn drukkum við vatn og kaffi eða grasate Móðir mín, Sigurlaug Jónasdóttir, var dóttir Jónasar í Hróarsdal, sem var grasa- læknir Sagt er frá honum í læknabók- inni Faðir minn segir í ævisögu sinni frá því, þegar manna fékk blæðandi magasár, fór til pabba síns vestur í Skac^afjörð og kom til baka heil heilsu Hún var sjálf dálítið fróð um jurtir. týndi þær og þurrkaði í grasate — Frá þvi að gamli maðurinn kom heim á vorin, var nýr fiskur á borðum, og hann útbjó heimilið með því að salta niður fisk og við höfðum tros Móðir mín kom snemma upp 3—4 kindum, sem hún hafði seinni árin. Hún var alltaf mikið gefin fyrir skepn- ur, hafði með sér geit, þegar við flutt- um frá Sauðárkróki Ég man eftir því, þegar ég var 4—6 ára gamall og við bjuggum í Jörva, að mamma var að heyja fyrir geitinni Þá var mótekja fyrir þorpsbúa í Kaldbak, líklega 3ja km leið frá Húsavík Þar voru grundir og lét bóndinn í Kaldbak þar slægjur Eldri systur minar voru þá farnar að vmna fyrir sér á sveitaheimilum á sumrin, en hún fór með yngstu systkinin og kerru fram eftir, tH að slá handa geitinni, og flutti heyið heim á kerrunni Svona var brasið — Jú, ég man eftir því þegar pabbi fékk skáldalaunin og keypti kúna Það hefur sjálfsagt verið þeirra draumur að Við Ijúkum þessu spjalli við Kristján Theodórsson með því að spyrja hann um systkini hans Þau voru sex talsins. Tvær systurnar dóu úr berklum, eins og faðir hans segir frá í sjálfsævisögu sinni Sesselja dó 1931 eftir 10—12 ára legu á Vífilsstöðum og Þorbjörg dó árið eftir. Hin fjögur eru enn á lifi Elísabet er ekkja og býr í Reykjavík, nýlega sjötug að aldri Annar er gift Sófóníasi Jónssyni og býr í Kópavogi Kristján býr í Reykjavík og starfar hjá álverksmiðjunni Og Hjálmar, sem er yngstur, býr á Húsavik.--- E.Pá. Uppskurður á fjárhúshurð ir, og útbúin sem skurðarborð Þarna fláði hann brjóstið af, enda um krabba- mein að ræða Og lifði móðir mín lengi eftir þetta, dó á niunda ári yfir nirætt hjá okkur hjónunum árið 1 968 Kristján fór að heiman á vertíð i Vestmannaeyjum 1929—1930 og kom ekki heim aftur fyrr en þremur árum síðar Þá höfðu faðir hans og móðir slitið hjónabandinu Hún hafði farið til Siglufjarðar með dóttur sinni og var komin aftur til Húsavíkur. — Ég fór þá að búa með móður minni og sá alltaf fyrir henni eftir það, segir Kristján Ég vissi ekkert um skilnaðinn Siðustu árin áður en ég fór til Vest- mannaeyja, voru þau farin að vera eitthvað ósammála og kaldastríð á milli þeirra En þau voru skynsamt fólk og vildu ekki láta okkur vita neitt um það Þau urðu samt engir óvinir. Ég man t d eftir þvi að faðir minn kom til hennar, þegar hann kom til Húsavíkur, er hann var að viða að sér efni i Náttfara og drakk þá hjá henni kaffi Handfljótasti maður sem ég hefi séð Kristján hafði snemma farið að vinna við fiskaðgerð, eins og títt var um krakka á Húsavik á þeim tima 8—9 ára gamall byrjaði hann að beita og stokka upp línuna En 1929 fór hann að heiman á vetrarvertíð — Þorbjörg systir min var gift Theodóri Jónssyni í Vestmannaeyjum, sem var spekúlant mikill, segir Kristján Hann var framkvæmdastjóri hjá Frey-félaginu, sem kom m a upp þurrkhúsi, sem átti að þurrka fisk fyrir útvegsbændur Þorbjörg skrifaði móð- ur minni, sagði, að ef ég kæmi með pabba. fengi ég atvinnu í þessu þurrk- húsi Mér fannst ævintýralegt að fá að fara með pabba á vertíð í Vestmanna- eyjum Frá lífinu þar hafði hann sagt okkur Ég man vel eftir ferðinni á Esju gömlu austur fyrir land. Pabbi vildi gæta mín vel fyrir heimsins glaumi Heima höfðum við krakkarnir spilað upp á eldspýtur lander o fl Um borð lenti ég í peningaspili, en var heppinn Var kominn í 20—30 kr. gróða sem var mikið þá Faðir minn kom að og vildi að ég. hætti þessu Ég ætlaði að gera það, en einn vinur hans lofaði að taka ábyrgð á því að ég hætti þegar ég væri búinn með gróðann Honum var um og ó, en féllst á það Þessi maður lánaði mér svo tvisvar sinnum, svo ég gæti haldið áfram Ég hafði eitthvað svolítið af peningum með mér Um sumarið hafði verið uppgripaafli og ég Kristján fór með föður sínum á vertíð í Vestmannaeyjum um áramótin 1930. Þessi mynd er tekin af Vestmannaeyjahöfn á því ári, í tilefni þess að Zepperlin-loftfarið var þar yfir. geta inhvern tíma eignast kú Það mun hafa verið 1 ^28 í ævisögu sinni segir Theodór frá því, er hann leitaði til Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu á leið í verið í Eyjum um það hvort nokkur von væri fyrir sig að sækja um styrk skálda og lista- manna og Jónas sagði, að ekkert gerði til þó hann sendi menntamálaráði um- sókn. Á útmánuðum um veturinn var það tilkynnt í blöðunum, að Theodór hefði fengið-500 kr styrk og tók hann á móti þessum peningum í Reykjavík, þegar hann kom úr verinu Hann skrif- ar: — Ég hafði orð á því við konuna áður en ég fór að heiman, að ef ég yrði fyrir einhverju fjárhagslegu happi, skyldi ég verja þeim peningum þannig, aó við gætum fengið okkur kúr Þetta var eins konar áheit Segir Theodór frá því að mest af peningunum, skálda- styrknum og kaupinu eftir vertíðina hafi farið upp í skuldir Þó tók konan á- móti peningunum fyrir kúna og lagði hann til að hún leitaði eftir kýrkaupum hjá þeim hjónunum Helga bóncla i Múla og Karolínu Benediktsdóttir Þar fékk Kún svartskjöldótta bleju snemm- bæra, Ijómandi fallega kú, er reyndist vel — Kýr var auðvitað ákaflega mikils- virði. þegar hver þurfti að búa að sínu, segir Kristján Ég man að móðir mín sótti kúna og Hjálmar bróðir minn, sem var innan við fermingu. fór með henm Þau teymdu kúna alla leið frá Múla, sem er líkiega í 25—30 km fjarlægð frá Húsavík Þegar þau komu með kúna teymdu þau hana þrisvar sinnum réttsælis og þrisvar sinnum rangsælis kringum bæinn. Það stóð i sambandi við einhverja þjóðtrú Síðan útbjó mamma jötu handa kúnni i kindakofanum — Vel man ég eftir því þegar brjóst- ið var tekið af móður minni, segir Kristján í samtalinu Þá var ég 7—8 ára gamall Pabbi var á Siglufirði Ég man það af því mér hafði verið komið fyrir hjá Páli Sigurðssyni simstöðvar- stjóra, meðan móðir min lá, og hann lét mig tala við pabba i sima Björn Jósepsson læknir, sem skar móður mina upp, tók tvö systkini míri, en Þorbjörg systir min var þá orðin vinnu- kona hjá honum. Hann var áræðinn og fær skurðlæknir Enginn spitali var á Húsavík, en þegar mikið lá við, var tekin stofa í húsi sem hét Vallholt og notuð til þess Ekkert skurðarborð var. en tekin var fjárhúshurð, að mig minn- Mynd af Siglufirdi frá 13. ágúst 1905. Þá var Sigluf jörður í hröðum uppgangi vegna sildveida Nordmanna á sumrum. Þad ár réð Theodór Fridriksson sig í vinnu hjá Heiga Hafliðasyni sem háseti á vélbáti, eins og hann segir frá í bók sinni, en konan beið med börnin heima í Skagafirði. hafði unnið fyrir peningum við að henda fiski frá flatningsmönnunum, ilosa af vögnunum, breiða fisk, um- stafla fiski o.fl. Faðir minn var á báti, sem hét Hagbarður og hafði svo gott upp, að hann komst úr skuldum sín- um — Ég bjó hjá Þorbjörgu systur minni í Sólbergi En pabbi var annars staðar Seinna vorum við hjá Helga Benediktssyni og þá vorum við saman Við bræðurnir vorum þar báðir En ég hélt áfram að koma suður.á vertíð — Faðir minn var alltaf eftirsóttur i Ivinnu Hann var einhver handfljótasti Hann brýndi þá svo vel að það var eins og hann brygði hnífi í vatn. Hann stöðvaðist aldrei á beini. Handtökin voru söm og jöfn og svo falleg við flatninguna að menn horfðu á hann. Einnig man ég eftir honum við beitn- inguna Þá var siður að sjómennirnir beittu linuna að aflokinni sjóferð Stelpurnar voru stundum að reyna sig við gamla manninn i beitningunni, en það þýddi ekkert — Já, hann þjáðist oft af hand- doða Það gerði ég líka og átti erfitt með að sofa Þá varð ég að fá sama áburð á hendurnar og faðir minn Þetta kom eftir sérstakt erfiði En öll vinna var erfið þá — Faðir minn var fríður maður. meðalmaður á hæð. en þykkur undir hönd, sagði Kristján, er hann var beð- inn um að lýsa Theodóri Friðrikssyni — Ég hefi sjaldan séð annan eins brjóstkassa Auk þess var hann hand- feggjasver og fótsver og virtist því lægri en hann var í raun Kvikur var hann i hreyfingum og gekk jafnan svo hratt að maður hafði varla við honum, ef maður gekk með honum á götu i Reykjavik Hann var ákaflega þrifinn maður og reglusamur Svo vanafastur var hann, að hann sá ef einhver hafði snert pennana hans á skrifborðinu Hann skrifaði venjulega með penna- stöng og penna framan af, en sjálfblek- ungi seinustu árin Aldrei man ég eftir því að vinlykt væri af pabba Hann tók í nefið Ég man eftir langri pipu með dúskum, sem hann átti, en ég sá hann aldrei reykja hana Gat hætt að fara í verið Siðasta hluta ævi sinnar bjó Theodór Dætur Theodórs Friðrikssonar. Sitjandi eru Anna og Sesselja, Elfsabet og Þorbjörg standa fyrir aftan þær. maður, sem ég hefi horft á Á bátum var hann lagningsmaður góður, en miklu máli skipti að vera fljótur, svo að báturinn gæti lagt línuna þar sem hann vildi Þessir fiskimenn vissu nákvæm- lega hvar hraunkantar eru á botni, og vildu geta stjórnað linunni sinni miðað við þá Næsti bátur forðaðist svo auð- vitað að leggja yfir hana — Pabbi var lika eftirsóttur flatn- ingsmaður. Hann lét alltaf smiða sér islenzka flatningshnifa úr einhverjum stálfjörðum og hafði þá ávallt með sér. Friðriksson i Reykjavík, í suðurstofunni á loftinu i Þingholtsstræti 28 Þá hafði hann fengið fastan rithöfundastyrk og gat farið að helga sig léttari störfum, að þvi er Kristján sagði, og hætt að fara á vertið Samt vann hann alltaf Hann var í nokkur ár pallavörður í alþingishúsinu og siðar umsjónarmað- ur á kaffikvöldum i Alþýðuhúsinu, þar sem hann vann þannig fyrir mat Á stríðsárunum var hann í Bretavinn- unni Og þegar bókin í Verum kom út 1942, fékk hann gott fyrir hana að Kristján heldur. -— Hann lifði spart gamli maðurinn, sagði hann Og hann var orðinn gamall og langþreyttur Á gamlársdag 1947 fékk hann svo heilablóðfall Hjálmar bróðir minn gisti hjá honum og ég var hér staddur, á leið á vertíð i Sandgerði Bróðir minn hafði farið kl 8 í vinnu, en undir hádegi sá fólkið í húsinu að ekki var búið að taka blöðin inn og fór að athuga það Þá lá faðir minn á gólfinu með litla rænu gat sagt frá því að hann hafi ætlað fram úr en dottið Hann lá á Hvrtabandinu meðvitundarlaus og dó 27. april 1948, á 72 afmælisdaginn sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.