Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 5
5 LAUGARDAGUR 5. júnf 1355 TÍMINN Gtgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: tórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi G. Þorsteinsson. FnUtrói ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aog- Iýsingastj.: Steingrímnr Gíslason. Ritstj.skrifsto£nr ( Kddn- búsinu, simar 18300—18309. Skrifstcrfnr, Banfeastrætí 7. Aí- greiðslusimi 12323. Aagiýsingasimi 19523. ABrar Bkrlfstofur, simi 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. tnnanlands. — í lausasölu kr. 5,00 eánt — PrentsmRSjan EDDA itf. Auðvelt að semja Sá leikur, sem nú er hafðnr í frammi af hálfu margra atvinnurekenda, er næsta sérkennilegur. Á sama tíma og þeir neita að fallast á nokkra samningslega kaup- hækkun verkamönnum til handa, eru þeir á þönum út um hvippiim og hvappinn til þess að ráða verkafólk fyrir miklu hærra kaup en verkalýðssamtökin fara fram á. Ekkert sýnir betur en' þetta, að stór hluti atvinnu- rekendastéttarinnar getur auðveldlega fallizt á þær hækk- anir, sem verkalýðsfélögin myndu sætta sig við. Hitt er rétt, að þótt stór hluti atvinnurekendastétt- arinnar sé svo vel stæður, að hann býður miklar yfir- borganir, þolir ekki allur atvinnurekstur það. Þessum atvinnurekstri getur ríkisstjómin vel hjálpað með lækk- un vaxta og útflutningsgjalda, en hér er einkum um fisk- iðnaðinn að ræða. Benda má á fleiri svipuð úrræði. Þá myndi það mjög greiða fyrir samkomulagi, ef ríkisstjórnin lækkaði tekjuskattinn og útsvörin, eins og Framsóknarmenn fluttu tillögur um á seinasta þingi. AÍlt bendir þannig til þess, að auðvelt eigi að vera að leysa þá kjaradeilu, sem hér stendur yfir, án þess, að til nýrrar dýrtíðaröldu þurfi að koma, — aðeins ef vilji ríkisstjómar og atvinnurekenda er fyrir hendi. Verði það ekki gert, er ekki nema tvennt framundan: Annað hvort stórfelld verkföll eða alger glundroði á vinnumark- aðnum, þar sem einstakir hópar munu nota ofþensluna til þess að knýja fram meiri hækkanir en verkalýðs- samtökin myndu sennilega semja um. Það væri mikil ógæfa, ef annaðhvort af þessu tvennu ætti eftir að ger- ast. Slíkt myndi ekki geta orðið, ef hér væri ekki við völd þreytt og ráðvillt stjórn, sem hugsar um það eitt að hanga. En þungur mun áfellisdómurinn yfir ríkisstjórninni verða, ef hún stefnir þessum málum út í verkföll eða algeran glundroða. Omakleg ádeila Þjóðviljinn leggur sig mjög fram þessa dagana að deila á Framsóknarflokkinn og saka hann um óheilind i í málefnum verkamanna og launþega. M.a. notar hann það sem átyllu, að Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna hafa nýlega gengið í Vinnuveit- endasamband íslands. Blaðið veit þó vel, að Framsóknar- flokkurinn hvorki ræður né ber ábyrgð á þessum fyrir- tækjum og umrædd ákvörðun þeirra var tekin alger- lega án vitundar hans og því síður í samráði við hann. Út af þessum árásum Þjóðviljans mun margur spyrja, hvort honum finnist verkafólk og launþegar hafa svo fáa andstæðinga í kjarabaráttunni um þessar mundir, að ástæða sé til þess að skipa Framsóknarflokknum í þann hóp, enda þótt það sé á allra vitorði, að Framsókn- arflokkurinn hefur stutt verkalýðs- og launþegasamtökin öfluglega í baráttu þeirra gegn kjararýrnun og misrétti. Hefði t.d. Framsóknarflokksins ekki notið við, hefði ríkisstjórninn orðið auðveldara að koma fram þeim áformum sínum að binda verkalýðshreyfinguna á hönd- um og lofum með lögþvingunarlöggjöf, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt. Sú staðreynd, að Framsóknarflokkurinn vill vinna að bættrí sambúð bænda og verkamanna og stéttarsambanda þeirra, er l%a svo kunn, að vonlaust er að reyna að halda öðru fram. Henry Brandon, fréttaritari „The Sunday Times“ í Washington: Kvíði og óvissa í Washington vepa utanríkisstefnu Johnsons Mikiu minni samráð höfð við bandamennina en áður. NOKKTIRS kvíða gætir víða út nm heim út af stefnu og breytni Johnsons forseta í utan. ríkismálum og kvíðans verður einnig vart hér í höfuðborginni. Þessi útbreiddi kvíði stafar senilega af ýmsum ástæðum. Má þar nefna, að hæfni forset- ans og fæmi á þessu sviði cná heita óþekkt, að athafnir hans eru í algeru ósamræmi við hugmyndimar, sem hann leit- aðist við að láta fólkið gera sér meðan á kosningabarátt- unni stóð, að drjúgum skortir á tillitssemi við ríkjandi skoð- anir í umheiminum og mjög ber á upphafningu eigin per- sónu, eða elju við að reyna að sýnast tíu álna hár, eins og Bandaríkjamenn segja á sínu máli. Og síðast en ekki sízt er hin mikilvæga spurning, hvern- ig stefnan um friðsamlega sam- búð við Sovétríkin þoli þá miklu raun, sem nú er á hana Iögð. Þeir, sem næst standa, hafa einna mestar áhyggjur af því, á hve óvenjulegan hátt ákvarð- anir em teknar, hve allsráð- andi innlend áhrif ecu á mót- um utanríkisstefnunnar og hve hamslausum hráðá hin um- fangsmikla persóna forsetans reynir að halda uppi. En þrátt allt þetta bíður flest fólk með að fella sinn dóm, þar sem enn er ósannað, að meginá- kvarðanir forsetans hafi verið rangar. JOHNSON forseti lagði utan- ríkismálin á hilluna í heilt ár og því hlaut að fara sem fór, að nú verður hann nær ein- vörðungu að glíma við vanda utanrfkismálanna, einkum gagn vart Víetnam og Dómíníkanska lýðveldinu. Valfrelsi forsetans í Víetnani var af skomum skammti, eins og háttað var bæði um innanríkismál og mátt arjafnvægið í hei-minum, og naumast um annað að gera en meiri og virkari afskipti. Yfirgnæfandi aflsmunum var og er beitt í Víetnam í von um, að það leiði til samninga. Hið sama varð uppi á teningnum gagnvart Dómínikanska lýðveld inu, þar sem forsetanum virtist óþolandi inn á við að eiga ný „Kúbuátök" á hættu á vestur- hveli jarðar. í desember í vetur ákvað Jóhnson forseti að hætta öllum tilraunum af hálfu Bandaríkja- manna til að knýja fram nýja sMpun kjamorkuvarna í Evr- ópu. Þetta stafaði ekki af tak- mörfeuðu pólitísku olnbogarými Wilsons forsætisráðherra Breta heldur hinu, að forsetinn var orðinn sannfærður um, að hon- um tækist ekki að knýja fram í þinginu á þessu ári nýjan sátt mála um veitingu aðildar að kjarnorkuvopnum, nema þá með því eina móti að fresta áformum sínum um „hið mikla þjóðfélag", enda hafa Banda- ríMn orðið ein að bera hitann og þungann af Víetnam og Dómíníkanska lýðveldinu, og hér vestra finnur enginn til sektar yfir. að álits banda- DEAN RUSK — hverju fær hann að ráða? manna var ekki leitað í þeim málum. Allt öðru máli verður til dæmis að gegna, þegar að því kemur, að kveða á um framtíð Atlantshafsbandalagsins. Þá kunna pólitísk samskipti banda- manna að njóta.sín að nýju. En Bandaríkjamenn líta. svo á, að alþjóðasamtök hafi reýnzt ófær um að stemma stigu við „dulbúnum" árásum utan Evr- ópu, og afl Bandar. sjálfra sé því hið eina, sem hamlað geti gegn frekari framsókn kommúnista, eins og Adlai Stevenson komst að orði í Tor- onto á föstudaginn var. ÞETTA nægir þó ekki til að afsaka, að Bandaríkjamenn létu undir höfuð leggjast að til- kynna bandamönnum sínum handan hafs ákvörðunina um sprengjuárásirnar á Norður- Víetnam, hvað þá að leita ráða þeirra í því efni. Þetta var al- varlegt fráhvarf frá fyrri stefnu hvað sem öðru líður. Banda- ríkjamenn létu bandamenn sína í Mið- og Suður-Ameríku held- ur ekki vita fyrirfram, þegar þeir ákváðu að senda hersveit- ir til Santo Domingo. Slík mistök í pólitískum sam skiptum gætu leitt til þess, að bandaríska þjóðin ætti eftir að finna til þess enn sárar.en orð- ið er, að hún standi ein og ó- studd í baráttu sinni. Bretar voru til dæmis látnir vita fyr- irfram um bráðabirgðastöðvun loftárásanna á Norður-Víetnam. Þeim var einnig tilkynnt um endurupptöku þeirra, um það bil tólf stundum áður en þær hófust að nýju, þegar valdhaf- amir í Hanoi og Peking reynd- ust hafa stöðvunina umsvifa- laust að engu. Jolhnson forseti virðist hafa þann hátt á, að bandamenn komi næst á eftir þinginu og bandarísku blöðunum. Þingið og blöðin standa nær hagsmun- um hans sjálfs. þar sem fram- gangur stefnu hans veltur að miklu leyti á því, hvern stuðn- ing hún fær heima fyrir. Og bandamenn hafa verið fullvissaðir um, að þeir verði látnir vita fyrirfram. ef horfið verður frá því að takmarka loftárásirnar í Norður-Víetnam við hernaðarleg skotmörk, eins og nú er gert. En ósennilegt er, að ráða þeirra verði leitað í því efni. Johnson forseti hef- ur látið svo um mælt, að þegar sjálft öryggið er í húfi sé ekki unnt að láta múginn á götunni eða skoðanir umheimsins hafa áhrif á gerðir sínar. JOHNSON forseti var að því spurður fyrir skömmu .hvernig hann færi að því að gera skoð- anamun mögulegan, þegar hann leitaði ráða hjá öðrum, jafn umsvifamikill og hann væri og jafn mikið og hann talaði sjálf- ur. Hann svaraði, að honum tækist það með því að halda leyndu fyrir ráðgjöfunum að hverju hann hallaðist sjálfur. Aðstoðarmenn hans láta engu að síður í það skína, að hug- rekki þurfi til að hætta á að gera ágreining. Einn þeirra tekur gjaman þannig til orða: „Innistæða mín í bankanum er ekM stærri en það, að ég gæti hófs í úttektinni." Nánustu sam starfsmenn Johnsons, svo sem McNamara varnarmálaráðherra og Rusk utanríkisráðherra eyða nú fleiri stundum í Hvíta hús- inu en í eigin ráðuneytum. Forsetinn er ákafur, og á- kvarðanir hans eru tíðum tekn- ar í skyndi og í takmörkuðu augnamiði, en hann „talar, en skýtur ekki án þess að miða", eins og einn náinn samstarfs- maður hans komst að orði. En framtíðin ein fær úr því skor- ið, hvort fyrirhyggjan sé snar þáttur í varúð hans. HRYGGILEG er sú stað- reynd, að bandamenn hefa ver- | ið látnir þoka í skuggann, en | nokkur raunabót kann þó að vera, að þingið, blaðamennirn- ir og starfsmenn forsetaembætt- isins hafa orðið að láta sér lynda að verða að peðum við fótskör þessa gnæfandi Texas- búa. Og meiri söknuð vekur, að bandamenn skuli oft látnir vaða í villu og svfma um mark- mið stefnu Bandaríkjamanna. Satt er að vísu, að stjórn Johnsons forseta veit ekki, hve mikið hernaðarátak það kurini enn að kosta að halda þrátefl- inu í Víetnam. Sovétríkin — sem þó sjá valdhöfunum í Han- oi fyrir vopnum — virðast ekki hafa þarna nægileg ítök til þess að koma Norður-Víetnöm- um að samningaborðinu. En innan stjórnar Bandaríkjanna er einnig nOkkuð deilt um hvert stefni ,hver markmiðin séu í Víetnam og hvernig horfi um friðsamlega sambúð við Sovétríkin, en við hana var lögð alúðarfull rækt hér áður. í blaðinu Wall Street Journ- al í vikunni sem leið kom fram all-almennt viðhorf og útbreidd ar efasemdir. Þar var m.a. kom izt svo að orði: „Fundur marka línunnar milli hættulegrar út- breiðslu stríðsins og nauðsyn- legra aðgerða verður aðalat- riði bandarískrar stefnu og iafnframt prófsteinninn á, hve viturleg hún er.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.