Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 12
12 TÍM8NN ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 5. júní 1965 <*■ <í28i ii¥AÐ DÆMA? Danska blaðið BT birtir oft skemmtilegar teiknimynd- ’ir af ýmsum hugsanlegum atv'ikum í knattspyrnunni — og leggur síðan spurningu fyrir lesendurnar: Hvað á að dæma? Teiknrmyndin hér að ofan birtist nýlega og sýnir sérkennilegt atvik. Knötturinn hefur sprungið við það, að honum var sparkað í stöng úr vítaspyrnu. Dómarinn flautar, en hvað á að dæma? — Svarið við því er að finna annars staðar á síðunni. Leiðbeinendanámskeið „KR-heppnina Valsmenn og skorið á síðustu mínátunnia kallaði rakarinn og Valur jafnaði 2:2 á síðustu mínúfu. Alf—Reykjavík — Leiku.r Vals og KR í 1. deild í gærkvöldi var leikur mikilla sviptinga. Aðeins einni mínútu fyrir leikslok blasti sig- ur KR við, en þá hafði KR yfir 2:1, og bæði Ieikmenn Vals og áhang- endur þeirra virtust hafa gefið upp alla von. En þó ekki allir. f stúkunni kallaði einn Valsmaður úr rakarastétt hátt og snjallt, svo Egill rakari hefði mátt öfunda hann af: „KR-heppnina Valsmenn og skorið á síð- ustu mínútunni," Og viti menn, Valur skoraði jöfnunarmark á síðustu mínútunni, 2:2, og krækti þar með í annað stigið. Ingvar Elísson hafði leikið upp v. megin að endam. og gaf vel út til Steingríms Dagbjartssonar, sem skoraði örugglega. Fögnuður Valsmanna varð mikill, og það var engin furða, því lán- leysi hafði elt liðið allan lelkinn út í gegn og það hefði verið ósann gjamt, hefði KR hirt bæði stignin. Þar sem þessi leikur lyktaði með jafntefli, hafa öll liðin í 1. deild • tapað stigum, og eru horfur á því, að 1. deildarkeppnin verði jöfn og tvísýn. Veðurguðirnir hafa sannarlega ekki séð knattspyrnumönnum okk ar fyrir góðu veðri að undanförnu — og í gærkvöldi rigndi eins og hellt væri úr fötu. völlurinn var því háll og erfitt fyrir leíkmennina að fóta sig. Fyrri hálfleikur var marklaus, þrátt fyrir ógrynni tækifæra, sem Valur átti flest. Þannig skutu Valsmenn tvísvar sinnum í slá og komust margsinnis í dauðafæri en alltaf brást þeim bogalistin. KR átti hins vegar ekki eins hættu leg tækifæri. í síðari hálfleik voru KR-ingar fyrrí til að skora. Baldvin Baldvins son lék upp vinstra kant og gaf vel fyrir á Theódór, sem skoraði. Þetta skeði á 12. mín. Aðeins 3 mín. síðar jafnaði Valur og var Reynir Jónsson að verki, en hann fékk knöttinn, sem hrökk frá KR- vörninni. Þegar 10 mín. voru eftir skoraði KR fallegasta mark le&s íns. Gunnar Fel. lék upp hægra kant og gaf fyrir á Baldvin sem kom og skoraði viðstöðulaust. Undirbúningur var góður og mark ið ekki síðra. Eftir þetta mark var eins og Valsmenn gæfu upp alla von,fram línuleikmönnum hafði eins og í fyrri hálfleik mistekizt í þeim síð ari og það virtist útilokað, að þeir bættu öðru marki við. Samt sem áður kom jöfnunarmarkið og var ekki ósanngjarnt, að liðin skiptu stigunum á milli sín. Leikurinn einkenndist mjög svo af hinum blauta og hála velli. Valsliðið var allt nokkuð jafnt, en framverðirnir Matthías Hjartar Framhald á 11. siðu. Valur Keflavík KR Fram Akureyri Akranes Næsti leikur verður á mánu í frjálsum íþróttum Fyrirhugað er að halda leið- beinendanámskeið í frjálsíþrótt- um að Varmalandi í Borgarfirði dagana 18.—29. júní n. k. Mun Ungmennasamband Borgarfjarðar ____________________I____ 17. júní mótið Frjálsíþróttakeppnin 17. júní fer frann dagana 15. og 17. júní (ix. k. Keppt verður í þessum greinum: 110 m. grindahl — 100 m hl. — 100 m hl kvenna — 100 m. hl. sveina — 200 m. — 400 m — 800 m — 1500 m — 3000 m hlaup — 4x100 m boðhlaup — 1000 m boð- hlaup — kringlukast — sleggju- kast — spjótkast — kúluvarp — stangarstökk — langstökk — lang stökk kvenna — hástökk — þrí stökk. Þátttaka er opin öllum félögum innan ÍSÍ og skal þátttaka til- kynnt til Í.B.R. fyrir 13. júní n. sjá um framkvæmd þessa nám- skeiðis í samráði og með sam- þykki íþróttakennaraskóla fs- lands og Frjálsíþróttasambands fs lands. Vegna hins tilfinnanlega skorts á leiðbeinendum í hinum ýmsu greinum íþrótta hafa sum sér- samböndin gert samninga við Í.K.Í. um þjálfun á hæfum leið beinendum. í reglugerð um leið beinendanámskeið ÍKÍ. og FRÍ er kveðið svo á að námsk. sé í þrem stigum, og að þeir sem sækja um þátttöku í námskeiði 1. stigs skuli hafa náð 18 ára aldri og meðmæli frá félagi þeirra skuli fylgja um sókn. Umsóknir skal senda íþrótta- skóla Höskuldar og Vilhjálms, Varmalandi — Borgarfirði, fyrir 15. júní n. k. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á sama stað. HVAÐ Á AÐ DÆMA? ‘ipuiæp uueq scai| egs g|A jsejq uu|je uipp 6|UJ3Ai{ |uun6os |p6|Aj. |>|>|3 U3 'joq >||3|dde>| ! ga>|s |8iai| ejjocl Bo suio >||A(e ge ‘jn>|>|o I9?U 'nuJAds4jeu>| *|sl uin jn geui jnegJd ‘|443U>| umjAu goui u|>|34Jnpua |e>|s ueujAdse^lA daginn og mætast þá á Akur- eyri heimamenn og Akranes. Á þriðjudag leika Fram og KR. Myndina að ofan tók Ijósm. Tímans, GE, af þeim Guðmundi Sigurjóns- syni og FriSriki Ólafssyni í gær. Þeir eru meS skákborS fyrir framan sig, en tefldu ekki. Þeir láta fyrstu skákina sín á milii bíða þar til j síSustu umferS Júní-mótsins. Júní-mótið í skák hefst um helgina Alf—Reykjavík, föstudag. Um hvítasunnuna hefst Júní-mótið svonefnda, en það er skákmót með þátttöku nokkurra beztu skákmanna okkar, þ.á. m. Friðriks Ólafssonar, stórmeistara, og Guðmundar Sigur- jónssonar, núverandi íslandsmeistara, en Guðmundur er aðeins 17 ára gamall, Einnig keppa þeir Björn Þorsteinsson, Rvíkurmeistari, Haukur Angantýsson, Jón Hálfdánarson og Freysteinn Þorbergsson, sem sér um framkvæmd þessa móts. Júní-mótið er öðrum þræði keppni milli fjögurra síðasttöldu skákmannanna, þ.e. Björns, Hauks, Jóns og Freysteins, um landsliðs- sæti, en á síðasta skákþingi urðu þessir skákmenn jafnir að vinning um í 3.-6. sæti, og þar sem 4 menn skipa landsliðssveitina verða þeir að keppa innbyrðis um 3. og 4. sætið. Þá taka einnig þátt í mótinu 4 meistaraflokksmenn og tefla þeir um landsliðsréttindi, og keppa þeir ekki við hina sex skákmennina. Þessir fjórir skákmenn eru Björg- vin Víglundsson, Dómald Ásmunds son, Jóhann Sigurjónsson og Sig- urður Jónsson. Sá, sem sigrar, hlýt ur rétt til þess að keppa urrt lands liðssæti á næta ári. Á fundi með fréttamönnum í dag, skýrði Freysteinn Þorbergs- son frá fyrirkomul? ' mótsins að öðru leyti. Hann sagði, að mót- inu yrði skipt í þrennt, a, b og c. A-mót verður aðalmót með þátt- töku Friðriks og Guðmundar. B- mót verður innbyrðis barátta fjór menninganna í aðalmótinu. Og C- mót verður keppni meistaraflokks- mannanna um landsliðsréttindi. Þá skýrði Freysteinn i frá því, að mótið færi ekki fram einung- is í Reykjavík, því 2. umferð þess verður tefld á Akranesi og 4. um- ferð á Selfossi — og gildir það um aðalmótið .Annars lítur dagskrá mótsins þannig út: Sunnudagur 6. júní: 1. umferð í Lídó kl. 20. Mánudagur 7. júní: 2. umferð á Akranesi kl. 13. Þriðju dagur 8. júní: Biðskákir í Lídó kl. 20. Miðvikudagur 9. júní: 3. um- ferð í Lídó kl. 20. Fimmtudagur 10. júní: 4. umferð á Selfossi kl. 20. Föstudagur 11. júní: Frídagur. Laugardagur 12. júní: Biðskákir í Lídó kl. 14. Sunnudagur 13. júni: 5. umferð í Lídó kl. 14, og bið- =k-ikir á sama stað kl. 20. Eflaust verður um skemmtilega keppni að ræða og sérstaklega gaman verður að fylgjast með við ureign þeírra Friðriks og Guð- mundar, en þeir hafa eklti teflt saman. Munu Friðrik og Guðmund ur tefla saman í siðustu umferð mótsins. — Skákstjóri verður Áki Péturssoo.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.