Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 7
7 hart eða mjúkt ryklag. Sumir: bílnum tæki, sem geti reiknað V ... ., LAUGARDAGUR 5. júní 1065 TlMINN Mikiivægi samgangna Samgöngukerfið er æðakerfi þjóðfélagsins. Ekkert byggðar lag getur þrifizt í nútímaþjóð- félagi án samgangna. í Árnes hreppi í Strandasýslu er ekkert vegasamband. í fleiri mánuði var ófært þangað sjóleiðis marga mánuði — reyndar til nær allra hafna í sýslunni. Flugvöllurinn á Gjögri var og ófær mestan hluta vetrar. Til Árnéshrepps voru því lokaðar allar leiðir í lofti, á sjó og á landi. Þeir sérfræðingar, sem vinna að þessum málum, hafa enn enga hugmynd um t.d. hvernig yfirborð ið er á tunglinu, og m.a. hvernig hjólaútbúnað eigí að setja á þessi tæki. Að vísu er búið að taka þús undir af ljósmyndum af yfirborði tunglsins, en þær hafa enn ekki leyst úr spumingu vísindamann- anna um hvort yfirborðið sé úr föstu eða lausu efni. Önnur spurn ing er um aðdráttaraflið, sem er aðeins einn sjötti af aðdráttarafli jarðarinnar, og hvemig það muni virtoa á „tunglbílinn“ þegar hann ekur yfir smá ójöfnu eða stein. Hér á jörðinni lyftist bíll lítillega upp, Þegar honum er ekið yfir ójöfnu, en á tunglinu mun hann eflaust lyftast hátt á loft, og verða óviðráðanlegur með öllu. Vísindamenn segja, að þegar farartæki á tunglinu verði ekið yfir ójöfnu, sem er 10 sentimetr ar á hæð, og ef bíllinn er á 16 km. hraða þá megi búast víð, að hann kastist 6 metra upp j loftið. Ef hraðinn yrði meiri þá myndi hann fljúga enn hærra og lengra, og stjórnandinn myndi míssa alla stjóm á honum. Það eru margar stofnanir, sem vinna að lausn á slíkum vanda- málum geímvísindanna, ein þeirra er Grumman flugvéláfyrirtækið í Bandaríkjunum. Grumman hefur samning við vísindastofnun Banda ríkjanna um að framleiða ýmsa hluti og tæki, sem nauðsynleg verða í tunglferðum Bandaríkja- manna. Gmmman hefur þegar fundið upp og framleitt í tilrauna skyni sérstakt hjól, sem notað verður á tunglbilana, og er það mjög fjaðurmagnað og virkar bæði sem hjól og beltí. Þetta hjól hefur þegar verið reynt hér á jörðinni á mismunandi landslagi, svo aem ósléttum, og eyðimörk um, og reynzt mjög vel. Lag.hjóls ins gerir það að verkum að farar tækið getur t.d. ekið yfir óslétt ur án þess að lyftast mikíð upp, en það kemur sér vel á tunglinu, þar sem aðdráttaraflið er mjög lítið. Það sem veldur Þeim aðilum, sem fást við undirbúninginn á tunglfluginu, mestum erfiðleikum er að ektoi skuli vera nein yissa fyrir því hvernig yfirborð er á tunglinu. Kapphlaupið um að verða fyrstur til tunglsins leyfir ekki að menn- fái tíma til að kanna tunglið betur áður en tæk in eru framleidd, sem nota skal á tunglinu. Þetta þýðir að verk fræðingarnir, sem smíða eiga „tunglbílinn“ verða að gera ráð fyrir margbreytilegu landslagi og jafnvel margvíslegri efnasamsetn ingu yfirborðsins. Grumman segir, að verkfræðing arnir, sem unnið hafa að smíði áðumefnds hjóls, haldi því fram, að það hafi alla þá kosti sem þörf krefur. Vísindamenn reikna vísindamenn segja, að yfirborð tunglsins sé mjög þykkt ryklag og allt það sem skellur á eða lend ir á tunglinu sökkvi strax. Fari svo að yfirborðið sé þykkt ryklag, þá verða verkfræðingarnir að byrja alveg upp á nýtt með farar tæki, sem eiga að geta etoið um á tunglinu. Annað vandamál, sem nú er unnið við að leysa, er hvernig hægt verði að stjórna farartækj um á tunglinu frá jörðinni. Það tekur loftskeyti 2,5 sekúndur að fara frá tunglinu niður á jörðina og upp aftur. Þessi tímamismunur er eins og ef bílstjóri sæi umhverfið, sem hann ekur í, 2,5 sekúndum eftir að hann fer fram hjá því. Grummann hefur fundið upp tækí til að leysa Þetta mál, en það kemur ekki að gagni, þar sem það er svo flókið og fyrirferð armikið. Eitt vandamál til viðbótar er ; hraði tunglbílsins. Bíllinn verð- ur að vera eins lítill og hægt er vegna Þess, að því stærri sem hann er, því minna vald hefur stjómandinn á tækinu. Geim- | vísindamenn gera sér vonir um, Hér eru geimfarar framtíðarinnar að gera tiiraunir með að komast inn og út úr lendingarprammanum, sem á að flytja Þá frá tunglflauginni og niður á yfirborð tunglsins. Myndin er tekin í tilraunastöð Grumman-flug- vélaverksmiðjanna. Þetta líkan af lendingarpramma er í fullri stærð og er aðeins hluti af öllum þeim útbúnaðí, sem verður í Apollo-tungflauginni. Þetta er líkan af „tunglfarartæki" með Hinum fjaðurmögnuðu hjólum, búið til. sem bandarískir vjsindamenn hafa út fram í tímann um nokkrar sek úndur, þannig að stjórnandinn geti séð það, sem verður a vegi hans áður en hann fer fram hjá því. Það er ekki nóg að geta smíðað tunglbíla, fyrst 'þarf t;að; koma geimförúnúm héilúm á höldnu á sjálft tunglið. Grumman er einnig að smíða lendingarpramma, sem notaður verður til að koma geim förunum úr tunglflauginni og nið ur á yfirborð mánans. Þessi lend ingarprammi hefur þegar verið búinn til, og hefur hann fjóra arma eða fætur neðan úr sér, sem eru þannig útbúnir, að Þeir geta lennt jafnt á jafnsléttu sem í halla. Neðan i hverjum fæti er hringlaga diskur, og er hver fótur vel útbúinn fjaðrakerfi. Ef tungl ið er eíns og sumir halda, þakið þykku ryklagi, þá verður Grumm an að hætta við þessa gerð pramma og byrja tilraunir á ný frá grunni. Ofangreind vandamál eru aðeins fáein þeirra sem geimvísindamenn nútímans verða að leysa áður en fyrstu tungförunum verður skotið á loft í tunglflaug. Þessir vísínda menn verða að reikna með öllu hvort sem það virðist vera mögu legt eða ómögulegt, og það háir þeim átakanlega hve lítið maður inn veit í raun og veru um himin geiminn og öll þau himintungl, sem þar eru Transitor Þýzkt rafmagnsíyrirtæki hef ur nú framleitt nothæfá transis tora, sem eru minni en nálar- höfuð. Þessir transistorar koma sér vel, þar sem nauðsynlcgt er að þeir séu litlir og léttir. eins og t.(l. í heyrnartæki fyjrir heyrnardau.fa Spáoómur Kunnui þyzliui ..toi.i- fræðingur hefur spáð því, að í kringum árið 2000 geti maðurinn. með þvi, að nota kjarnaklofa. náð eins iniklum krafti úr einum litra af sjó, eins og nú fæst úr 300 lítrum af eldsneyti. Einangrun Árnes- hrepps á Ströndum Það mun aðeins talið kosta um tvær milljónir króna að tengja Árneshrepp við vega- kerfi innhluta Strandasýslu. Þegar Alþingi var að afgreiða heimild til ríkisstjórnarinnar u.m nær tvö hundruð milljóna lántöku til vegagerðar báru þingmenn Vestfjarða, Hermann Jónasson í efri deild og Sigur vin Einarsson og Hannibal Valdimarsson fram breytinga- tillögu um að lánsfjárheimildin yrði hækkuð um rúm 2% og fjármagni veitt til að rjúfa einangrun Árneshrepps. Ein- mitt um þær mundir var neyð arástand í hreppnum og sér- stök mildi og lukka, að ekki skyldi fara verr en fór. Þrír af þingmönnum Vestfjarða Iétu sig samt hafa það, að greiða atkvæði gegn þessari tillögu að viðhöfðu nafnakalli, þ.e. þeir Sigurður Bjarnason, Matthías Bjamason og Birgir Finsson. Sú f járhæð, sem þarf til þess að rjúfa einangrun Árneshrepps svarar til andvirðis myndar- legs einbýlishúss í Keykjavík. Vestf jarðaáætlunin og flóttamanna- sjóðurinn Fyrir baráttu Framsóknar manna fyrir aðgerðum til að treysta byggðina í landinu og hinn sterka hljómgrunn sem sá málflutningur hefur fundið með þjóðinni er nú verið að hefjast handa um framkvæmdir á Vestfjörðum skv. svokallaðri Vestfjarðaáætlun. Það fjár- magn, sem til þessa er varið, er þó ekki stórmannlega fengið. Það er fengið skv. beiðni úr Flóttamannasjóði Evrópuráðs- ins, neyðarsjóði. Þetta gerist á mesta uppgripa-ári, sem þjóð in hefur lifað og á sama tíma og Alþingi samþykkir þings- ályktun urn aðstoð við van- þróuð og nauðstödd ríki. Menn eru sammála um að þörfin fyrir fjármagn til upp- byggingar á Vestfjörðum er svo brýn, að ekki má iengur halda að sér höndum. Ber því að fagna Vestfjarðaáætlun- inni. Út af fyrir sig má segja, að sama sé hvaðan fjármagnið kemur — en ýmsum finnst að- gerðin ekki stórmannleg og jafn vel niðurlægjandi. A. m. k. gengur sú ríkisstjórn varla bein i baki, ef hún er þá upprétt, sem fer frain á slíkar ölmusur í bezta árferði. Þetta tæki nota kafarar, sem vinna að neðansjávarrannsókn um, og er það knúið áfram með rafhlöðum. Þessi „dráttarsleði“ getur komizt þrjá kílómetra á klukkustund, með sundmann í togi, sem stjórnar ferðinni með líkamshreyfingum sínum. Kaf arar, sem eru útbúnir með kúta með þjöppuðu lofti í, geta verið í eina klst. neðan sjávar. VÍSIND! Á VÍÐAVANGI GEIMBILL Rússneskir og bandarískir vísindamenn vinna nú af kappi við undirbúning á fyrstu mönnuðu geimflaugunum, sem sendar verða til tunglsins. Þeir eiga enn eftir mörg óleyst vandamál, áður en fyrstu tunglskipunum verður skotið á loft. Eitt af vandamáluum er að smíða „tunglbíla“ eða farartæki, sem tunglfararnir geta notað við rannsóknir sínar á tungl- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.