Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 5. júní 1965 TÍMINN a Frumsýning óperunnar Madame Butterfly eftir Puccini fór fram í ÞjóSleikhúsinu £ fyrrakvöld og hlaut fádæma góSar vlStökur lelkhús- gesta, og voru gestinum meSal leikenda, sópransöngkonunni Rut Jacob- son frá Gautaborg, færSlr blómvendir f leikslok, en leikendur og stjóm endur, Lelf Söderström leikstjóri og Nils Grevillius hljómsveltarstjórl báSlr frá Stokkhólmsóperunni, marosinnis klappaSir fram. Þessi mynd er af elnu atriSi óperunnar. í miSju er Rut Jacobson í hlutverki Madame Butterfty, t. v. er Svala Nielsen og t.h. GuSmundur Jónsson. Keppt í nýjum greinum á kapp reiöum Fáks 2. hvítasunnudag GB-Reykjavík, fimmtudag. Hinar árlegu kappreiðar hesta- mannafélagsins Fáks fara fram á Háspennulína frá Hvolsvelli að Búrfelli? MB-Reykjavík, föstudag. Nú er £ -ráði að leggja háspennulinu frá Hvolsvelli upp að Búrfelli. Er ætlun- in að flytja rafmagn eftir þeirri línu upp að Búrfelli, meðan framkvæmdir standa þar yfir, en síðan aftur frá virkjuninni, eftir að hún verður komin í gagnið. Ekki mun hafa verið tek- in fullnaðarákvörðun um þetta enn þá, en það verður væntanlega innan skamms. Á Hvolsvelli er mikil spenni stöð, sem meðal annars miðl ar rafmagni til Vestmanna- eyja. Þykir hentugt að leiða rafmagn frá henni til framkvæmdanna við Búrfell og mun hún einnig notuð til að flytja rafmagn frá virkjuninni, eftir að hún vérður komin í gagnið. Hins vegar verður aðallínan frá Búrfellsvirkjuninni lögð svo til beint í vestur og mun hún liggja neðan Vörðufells og að Soginu. skeiðvellinum við Ellíðaár annan hvítasunnud. að venju, með fleiri þátttakendum en áður og nú keppt í tveim nýjum greinum um nýgefna farandbikara og ríflega það, en bikarana er hægt að vinna til eignar. Fyrst er að nefna alhliða góð- hestakeppni, sem 14 hestar hafa verið teknir gildir til þátttöku í. Dómarar verða Bogi Eggertsson, Hjalti Pálsson og Ingólfur Guð- mundsson. Keppt verður um stór- an farandbikar, svonefndan Vice- roy-bikar, sem borizt hefur vestan um haf að gjöf frá tóbaksfram- leiðanda í Bandaríkjunum. Þá er 800 metra stökkkeppni, sem nú er stofnað til í fyrsta sinn, og hefur Björn Gunnlaugs- son, fyrrverandi formaður Fáks, gefið bikar til að keppa um, og vinnst hann til eignar þeim, sem fer með sigur af hólmi þrisvar sinnum innan fimm ára. Hefur Björn gefið bikarinn af áhuga fyr- ir þessari nýju keppnisgrein og til að örva til þátttöku í henni. Sig- urvegarinn vinnur þennan bikar, og að auki átta þúsund krónur, en þær aðeins með því skilyrði, að hlauptíminn verði ekki lengri en 69 sekúndur. Aðrar greinar, sem keppt verð- ur í, eru 250 metra skeið, 250 metra folahlaup, 300 metra stökk og 350 metra stökk. Alls munu um 50 hestar taka þátt í þessum kappreiðum Fáks og koma víða að, m. a. úr Borgarfirði, Mosfells- sveit og Hafnarfirði. „Og það get ég sagt ykkur, að þetta verður hörð keppni, þó að ég vilji ekki nefna nein nöfn, þetta er mörg- um viðkvæmt mál, því að það er Framhald á bls. 11 HVAMMSTANGI AÐAL- UPPSKIPUNARHÖFNBNK BS-Hvammstanga, fimmtudag. Helgafellið kom hingað í dag með ábnrð og i dag hefur verið unnið hér við uppskipun á áburði fyrir báðar Húnavatnssýslumar. Nokkrum erfiðleikum er bundið að komast að bryggju vegna jaka- hrafk og varð að stjaka frá jök- um við innsiglinguna. Ekki er fært á Blönduós né Skagaströnd vegna íssins og verður því að skipa hér upp öllum áburð- inum fyrir sýslumar, sem eftir var að flytja, þegar ísinn lokaði höfn- um, en þá var búið að flytja um helming áburðarins. Bílar frá Blönduósi og Skagaströnd koma hingað með áburð, sem búið var að skipa upp á Skagaströnd til bráðabirgða, en átti að fara á Strandahafnir, en taka svo hér áburð til að flytja heim. Vegir era ekki góðir og eru þungatakmark- anir á þeim og verður því að hlaða bílana minna en ella. Helgafellið kom hingað frá Hólmav. og átti upphaflega aðeins að skipa hér upp áburði fyrir vest ursýsluna, en vegna íssins úti fyr- ir Blönduósi og Hvammstanga verður að skipa hér einnig upp áburði fyrir austursýsluna, eins og fyrr segir. Ekki hefur komið skip til okkar síðan Skjaldbreið kom hingað seint í marzmánuði og síð- an hefur verið hér fullt af ís þar til nú um helgina. Eins og fyrr segir var um helm- ingur áburðarins kominn hingað áður en ísinn lagðist að og meðan hann lá hér úti fyrir var flutt tals- vert af áburði frá Skagaströnd í vestursýsluna. Myndln sýnir nokkrar af Norge-þurrhrelnsunarvélunum hreinsun. NYJUNG I FA TAHREINSUN FB-Reykjavík, föstudag. Fatahreinsun í því formi, sem flestir þekkja í dag hefur ætíð verið mjög tímafrek. Fyrir nokkr- um árum byrjaði bandaríska fyr- irtækið Borg-Wamer að framleiða sjálfvirkar þurrhreinsunarvélar, sem geta hreinsað 4 kg. af fatn- aði eða öðru taui á fimmtíu mín- útum. Þessar vélar eru framleidd- ar undir hinu kunna heimilis- tækjanafni Norge. Nú í vikunni opnaði nýtt fyrirtæki, Fljóthreins- un, fatahreinsun með Norge-út- búnaðL Norge þurrhreinsunarvélarnar eru þegar viðurkenndar fyrir gæði og vandvirkni, enda hafa hundruð Norge þurrhreinsunarstaða verið opnaðir í Ameríku og Evrópu og eru nú t. d. um 20 slíkir staðir í Kaupmannahöfn einni. Einn megin kosturinn við þessa nýtízku þurrhreinsun er sá hve ódýrt og handhægt er að hreinsa í vélunum. Það tekur vélina fimmtíu mínútur að skila fötun- um hreinum og í flestum tilfell- um þarf ekki að pressa þau á eftir. Norge þurrhreinsunartækin nota hreinsunarefni sem’hafa ver- ið marg reynd og viðurkennd af sérfræðingum. Meðan fötin eru í þurrhreinsunarvélunum, getur hús móðirin fylgzt með hreinsuninni í gegn um glugga sem er á þeim. Með tilkomu þessara nýtízku þurrhreinsunartækja geta hús- mæður fengið mikið magn af föt- um, gluggatjöldum, rúmábreiðum og hlífðarklæðnaði hreinsað á stutt um tíma. Það kostar kr. 114.00 að hreinsa fjögur kíló hjá Fljóthreins un h. f., og fatnaðurinn er af- greiddur sama daginn og getur við skiptavinurinn einnig beðið eftir fötunum. Fljóthreinsun h. f., er til húsa að Gnoðavogi 44 rétt við Háloga- land, í mjög skemmtilegu og björtu húsnæði. Framkvæmdastj óri er Ásgeir H. Magnússon, og uppsetningu á vél- unum annaðist S. Larsen, tækni- fræðingur frá Norgeverksmiðjun- um. Vinnubúðir í samvinnu við skozku kirkjuna Undanfarin sumur hafa verið starfræktar hér á landi vinnubúð- ir fyrir ungt fólk á vegum Þjóð- kirkjunnar. Þessar vinnubúðir hafa verið starfræktar í samvinnu við erlenda aðila, t. d. Alkirkju- ráðið og Skozku kirkjuna. Hefur verið unnið að margvíslegum verk- efnum, m. a. við kirkjubyggingar. En rík áherzla er alltaf lögð á kristilegar samverustundir unga fólksins, með biblíulestram, bæna- stundum, fræðslustundum o. s. frv. Hefur íslenzkum unglingum gef- izt kostur á að kynnast erlendum jafnöldrum sínum, og hafa vinnu- búðirnar verið bæði til þroska og ánægju. Á þessu sumri verða hér á landi vinnubúðir í samvinnu við skozku kirkjuna. Þær verða að Eiðum í Suður-Múlasýslu dagana 22. júní til 10. júlí og era ætlaðar ungl- ingum frá 16 ára aldri. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í vinnu- búðunum, hafi samband við æsku- lýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar, sr. Hjalta Guðmundsson, Klapparstíg 27, sími 12236. Undanfarin sumur hefur Þjóð- kirkjan sent hóp unglinga til þátt- töku í vinnubúðum í Skotlandi. í sumar verður hafður sá háttur á, að efnt verður til kynnisferðar til Skotlands í samvinnu við Ferða skrifstofuna Sunnu og heimsóttir nokkrir staðir, þar sem æskulýðs- starf skozku kirkjunnar fer fram. Allar upplýsingar um þessa ferð gefur Ferðaskrifstofan Sunna, Bankastræti 7, sími 16400. (Frá Biskupsstofu.) Fyrsta útsýnisflugferðin Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, mun Flugfélag íslands efna til sérstakra útsýnisferða í sumar. Ferðir þessar verða á sunnudagsmorgnum, farið frá Reykjavík kl. 10:00 og komið aftur um hádegi. Um tvær leiðir er að velja í útsýnisflugferðunum og mun veður ráða hvor leiðin verð ur farin hverju sinni. Syðri leiðin liggur frá Reykja- vík um Surtsey, Vestmannaeyjar, Heklu, Landmannalaugar, yfir Skaftáreldahraun að Arnarfelli og Hofsjökli og þaðan suðvestur um Hvítárvatn, yfir Gullfoss og til Reykjavíkur. Nyrðri leiðin liggur frá Reykjavik norðvestur yfir Snæ fellsjökul að Bjargtöngum og það- an yfir ísafjarðarkaupstað og norður að Hornbjargi og síðan suðaustur með Ströndum, yfir Breiðafjörð og inn yfir Borgar- fjörð og yfir Þingvelli og til Reykjavíkur. í sambandi við þessi væntan- legu útsýnisflug, hefur F. í. gefið út bæklinga með upplýsingum um það sem fyrir augu ber á ferð- unum. Fyrsta útsýnisflugferðin í sumar verður sunnudaginn 6. júní (hvíta- sunnudag.) Flogið verður með Blikfaxa hinni nýju Friendship skrúfuþotu félagsins, en sú flugvél er mjög ákjósanleg til slíks. Allar upplýsingar um útsýnis- flugin eru veittar hjá ferðaskrif- stofum og hjá F. 1, og öllum af- greiðslum bess.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.