Alþýðublaðið - 21.01.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1931, Blaðsíða 4
4 AEÞ'SagEíí A'ÐÍBi Heílsamjólkin. SJálfvirki síminn. Seinnipartinn í sumar eöa í haust byrjaði mjóikurbú Ölfus- inga að búa til mjólkurhlaup ®5a hina svokölluðu heilsumjólk. Upphaflega var heilsumjólk búin itfl í Búlgaríu, en náöi brátt mik- flli útbreiðslu, bæði í h,eima!andi sinu og meðal annara pjóða, sökum kosta þeirra, er hún hefir fram yfir aðrar mjólkurtegundir. Víðast hvar sem hún er fram- leidd mun hjð búigariska heiti bennar, yoghurt, vera notað. Þó hafa einstaka þjóðir orðið til pess að gefa henni nafn, svo sem við ísilendingar og Norð- m-enn, sem kalla hana „Kuitur- mælk“, þ. e. mjólk með hrein- xæktuðum, kyngóðum mjóikur- súrgerlum. Ýkjalaust mun heilsumjólkin vera lang hollasta 9 og bezta mjólkin, sem á markað flytst til Reykjavíkur, og því mjög nauð- synlegt að hennar sé neytt utm- fram aðsra mjólk lakari, og þó að menn kunni ef til vili illa' viö súrbragðið i fyrstu, þá mutnu þeir fljótiega venjast þvi, og er frá frá Jiður taka það fraim yfitr remmu- og þráa-bragð, sem oft er að fimna af nýmjólk. Heilsu- imjólk ber einnig að taka fram yfir gerilsneydda mjólk, þó góð sé, vegna þess, að heilsumjólk er ekki að eins gerilsneydd, heldur líka ræktaðir í henni gerlar • á eftir, sam beina efnabreyting ;allri í þá átt, að gera hana sem hollasta. Við ísiendingar erum imjög á eftir öðrum þjóðum í öllu því, er að mjólkurframleiðslu lýtur, mjólkin olckar er frekar v'slæm, líklega megnið af henni í öðrum og þriðja flokki {>egar í mjólkurbúunum. Við geymslu í búðunum meðan á úthlutun stendur, oft við óhentugt hita- stig, tapar húm enn ineiru af upp- ranalegum gæöum og hollustu, og er því varasöm fæða oft og tíð- um, nema soðin sé áður hennar er neytt. Heilsumjólkin, sem mik- ið betur þolir geymslu, hlýtur því ialt af að vera mikið tryggari vara, og eiga þeir, sem frum- kvæði eiga að nýbreytni þessari, þakkir iskilið, og væri æskilegt, að önnur mjólkurbú sæi sér fært að taka upp framleiðslu þessa. A. G. Fimm Færeyiugar drukkna. Rétt fyrir jólin vildi það. slys tfl við Færeyjar, að kútter, sem á voru 5 fiskimenn, fórst með; ailri áhöfn, er hann var á íeið til hafnar. Allix átti fiskiönenn- iarnir heima á Suðfurey. Björgunarskipid „Þór“ er verið að búa á veiðar, verður salt látið S hann í d-ag. Búið er að setja í hann fallbyssu. Smátt og smátt styttist sá tími, er við Reykvíkimgar þurfum að bíða eftir sjálfvirka símanum. — Að vísu verðux fressi nýi sími okkar ekki sjál.fvirkur í orðsins fylsta skilningi, en hann er þó stórkostlég framför frá þvi, sem nú er. Nýlega sendu Danir sendimefnd til Bandarikjanna til að kynna sér sjálfvirka símann eins og hann er sjálfvukastur. Nefndin er ný- lega komin heim úr förinni og lætur hún mikið af simakerfi þeirra Bandaríkjamanna. I Banda- rikjunum, að minsta kosti í öilum stærri borgunum, er ekkert síma- þjónustufólk nema ,við ritsimann, engar simastúllcur; — alt er sjálf- virkt. „Ameríski hraðinn" er einna mest áberandi i símanum. Það tekur að eins 2 mínútur að fá samband við San Fransisco frá New York; svona er alt. — Auð- vitað þýðir sjálfvirki síminn at- vinnuleysi og skort fyrir það fólk, er áður vann að afgreiðslu við símann, því að aliar vélræn- ar endurbætur eru til bölvunar fyrir alþýðuna í íhaldsþjóðfélag- inu. Slíkar umbætur eru að eins vatn á myliu auðvaldsherranna. En þrátt fyrir það geta menn ekki verið á móti vélrænum um- bóturii. Hitt er annað mál, að grundvelli skipulagsins er hægt að breyta svo að umbætumar, hverjar svo sem þær eru, geti orðið tii blessunar fyrir alla. Um ST. ÆSKAN nr. 1. Jólafagnaður stúkunnar verður næstkomiandi föstudag kl. 7 í G.-T.-húsinu. Þeir féiagar, sern ekki hafa fengið aðgöngumiða, vitji þeirra í G.-T.-húsið annað kvöld (fimtudag) kl. 5—7. Nætarlæknlr ef í nótt Einar Ástráðsson, Bjarkargötu 10, sími 2014. „Dómar“ yerða leiknir annað kvöld. Skagaf jarðarsviðið, sem Frey- móðui Jóhannsson hefir málað, er svo d ásamlega faguxt, aö það út af fyrir sig er þ-ess vert, að þúsundir fólks korni til að sjá það og njóta fegurðaT þess. Sjómannafélag Reykjavikur heldur aðalfund sinn annað kvöLd ki. 8 í Góðtempiarahús- inu við Templarasund. Allir _ fé- lagar, sem eru hér heirna, þurfa að sækja fundinn. Yerkamannaféiagið „Framsókn". í stjórn félagsins voru kosnar á aðalfundi þess í gærkveldi: Jónína Jónatansdóttir fonmaður, Jóhanna Egilsdöttir varaformað- ur, Gíslína Magnúsdóttir gjald- keri (allar endurkosnar), Svava Jónsdóttir xitari og Guðbjörg Brynjólfsdóttir fjármálaritari. Veðrið. Kl. 8 í morgun var hitastigiö 0 í Reykjavík. Otlit hér á Suð- vesturlandii: Vaxandi norðan- kaldi. Orkomulaust og víða létt- skýjað. Hríðarveður á Vestfjörð- um og í nótt á Norðurlandi. Sparið peninga. Forðist ó- pægindi. Munið pvi eftir. að vanti ykkur rúður i glugga, hringið i sima 991, 1738, og verða pær strax iátnar i. — Sanngjarnt verð. ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon- ar tækifærisprentun, svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv„ og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. Um Wegenersleiðangurinn heldur Jón frá Laug fyrirlest- ur á sunnudnginn í Gamla Bíó. Útvarpið í riag: Kl. 19,25; Hljómleik- ar (grammófón). Kl. 19,30; Veð- urfregnir. Kl. 19,40: Enska, 1. flokkur (Anna Bjamadóttir kenn- ari). Ki. 20: Barnasögur (Ragn- heiður Jónsdóttir kennari). Kl. 20,10; Hljómleikar (Fleischmann, Celló); Robert Schumann; Nacht- stúck, sami: Schlummerlied, Co- dard: Berceuse, Popper: Gavotte. Kl. 20,30: Yfirlit um heimsvið- burði (fréttamaðui' útvarpsins). Kl. 20,50: Ymislegt. Kl. 21: Frétt- ir. Kl. 21,20—25: Hljó-mleikar (Þ. G., fiðla, E. Th., slagharpa, Egg- ert Gilfer, harmoníum): Fr. Schu- bert: Álfakongurinn, Beethoven: Romanze Op. 50, Field: Noctume, C. Schmeidler: Konsert — Ro- manze. MwaH ©V al fréfta? Togar.arrdr. „Ari“ kom af veið- umj í 'morgun. „Andri“ kom í |gæ.r frá Englandii. Skipafréttir. Fisktökuskip kom í morgun tfl „Alliance". „Vestri“ fór i morgun austur um land til fisktöku. Á Fáskrúdsfirdi hefir rekið töluvert brak, sem talið er vera úr „Apríl“. ísfisksaki.. „Gylfi“ seldi afla smn í Bretlandi á mánudaginn fyrir 1230 stpd.. og „Max Pem- bertnn" fyrir 787 stpd.. „Bragi," s-eldi í gær fyrir 1291 stpd. Pétur Sigurdisson flytur fyrir- lestur í Varðiarhúsmu í kvöld kl. cý: im John Wcsleg. S k jaldbreidingar! Förinn.i til HaMarfjarðar er frestað. Hjálprœdisherinn. Verið vel- komin á eftirfarandi samkomur: Fimtudag 22. jatn.: Skuggamynda- sýning fyrir börn kl. 6J/j> síöd. Inngangur 10 aura. Sama dag: Færeysk samkoma M. 9 síöd. H. Andrésen lautn,. stjórnar. Föstu- dag 23. jan.: Sam.koma fyrir börn kl. öýg. Sama dag: Hljómleíka- samkoma kl. 8. Finnur Guð- mundsson kadet stjþrnar. Laug- ardag 24. jan.: Skuggamynda- .sýning fyrir fullorðna kl. 8 síðd. Inngangur 25 aurar. Gudspekifélcg ð. Næstkomandi föstudagskvöld minnist stúkan Falleglr tntlpanar og hiacintur, margir íitir, fást daglega hjá VaJd. Poulsen, Kiapparstig 29. Sími 24. WILLARD erubeztufáan- legir rafgeym- aribilafásthjá Eiríki Hjartarsynl TÆKIÐ EFTIR Menn eru beðnir að gefa gaum yfirlýsingu í „Vísi“ í dag við- víkjanidi svokölluðium „Blöndahls- kolum“. H/f. Sleipnir, kolaverzl- un, símii 1531. Sokka». So&taif, Sokkov frá prjónastofunni Malin era ís- lenzMr, endingarbeztir, hlýjastir. Kenni að tala og lesa dönsku Byrjendum orgelspil. A. Briem, Laufásvegi 6, simi 993. „Septíma" II ára afmælis síns í húsi félagsins við Ingólfsstræti á venjulegum fundatíma. Verða þar ræðuhöld, upplestur og söngur. Síðan verður sezt að kafffl drykkju. „Septíma" var á þeim tíma, sem hún var stofnuð, sjö- unda stúkan á landinu („sep- thna“ er latínia og þýðir hin sjö- unda), og með stofmm hennar varð íslandsdfcild Guðspekifélags- ins til, því minst 7 stúkur geta gengið í allsherjarfélag guðspeki- nema. Afmælisfundturinn verður nánar auglýstur síðar. 50 Dúsund dolSarar. Sex grimuklæddrr menn komu jnn í banka nokkurn í Pittsburg nýlega, miðuðu byssum á banka- gjaldkerann og rændu frá honum 50 þúsund dollurum. Ræningjun- um íókst að sleppa. Ritsíjóri og ábyrgðarmáður! Haraldur Guðmundsson, Alþýðupreatsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.