Alþýðublaðið - 09.11.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. nóv. 1958
A1 þ f 8 o b 1 a ð i ð
HÁ£<F ÖLD er liðin frá upp-
liafi Ungmennafélags St.okks-
eyrar. En hvað þetta virðist ó-
trúlega stutt, þegar litið er til
l>aka.
Við garnlir Stokkséyringar,
sem ungir fluttumst úr átthög-
am okkar, höfum margs góðs
að minnast. frá fyrri dögum
austur þar. Fyrir hugarsjónum
nkkar rís oftlega mynd af litl-
um kaupstað, með grænum
túnum og stórum matjurta-
görðum. Við sjáum í anda lón-
in við ströndina, þar sem við
íðkuðum sund í æsku, en úti
fyrir er skerjagarðurinn þar
sem „bylgjubreiðfylkingar
bjartfaldaðar sækja að strönd“.
Minnisstæð er okkur hin fagra
fjallasýn, þegar „sólargljá og
sumarblær sveíf um bláa
tinda.“, Ungmennafélagið er þó
mörgum okkar hugstæðast. Frá
jþví eigum við ýmsar okkar á-
gætustu æskuminningar. Það
var okkar skóli. Þar lærðum
við fyrst að beita starfskröft-
wn okkar í baráttu fyrir fögr-
iim hugsjónum. Þar nutum við
hollra skemmtana í hópi góðra
félaga.
Eflaust er það, að ungling-
um, sem alast upp við næg og
holl viðfangsefni, hættir síður
til að leiðast út á villigötur.
Jafnvíst er hitt, að iðjuleysið
er undirrót margs ills. Á því
hvernig unglingarnir eyða tóm
sturidum sínum veltur það oft,
hvort þeir verða nýtir menn og
góðir þjóðfélagsþegnar. Tóm-
stundaiðja okkar strákanna á
Stokkseyri var ekki á marga
fiska áður en við kynntumst
félagsmálastörfunum. Við eigr
uðum húsa á milli og slæpt-
umst í sölubúðum. Ægir kon-
ungur er mislyndur og oft gaf
ekki á sjó um langan tíma.
Okkur vantaði verkefni.
En þá kom Ungmennafélagið
til sögunnar og það gjörbreytti
öllu okkar athæfi. Nú höfðum
\dð nóg að gera í tómstundum
okkar. Við áttum að iðka í-
þróttir og við áttum að læra
að koma fyrir okkur orði á
mannfundum. Fyrir þessu var
barizt af ýmsum góðum for-
ystumönnum, en lengst og bezt
af þeim Þórði Jónssyni og Sæ-
mundi Friðrikssyni, sem á þeim
árum stjórnuðu sínum höfuð-
þættinum hvor í starfi félags-
ins. Og markið var sett hátt.
Við urðum að lofa því að neyta
ékki áfengra drykkja. Við lof-
uðum að vinna af alhug að heill
félagsins, að framförum sjálfra
okkar og annarra, bæði and-
UNGMENNAFÉLAG
Stokkseyrar átti liálfrar ald
ar afmæli á þessu ári. í»að
var stofnað 15. marz árið
1908. Minntist félagið þess-
ara merku timamóta rtieð af-
mælishófi fyrsta vetrardag.
Var hóf þetta hið veglegasta
og fór vel fram. Voru þar
margar ræður fluttar bæði
af heimam'innum og gestum.
Einnig var kórsöngur og
sjónleikur. Var síðan stig-
ihn dans fram eftir nóttu.
Ungmpnnaféiag Stokkseyr
ar á sér merkilega sögu. Það
hefur starfað óslitið undan-
farinn aldarhelming. Fyrr á
árum. var starfsemi félagsins
mjög fjörug og rismikil.
Lengstum var formaður á
því tímabili Þórður Jónsson
bókhaldari. Stýrði hann fé-
laginu af ntiklum áhuga og
röggsemi. Fleiri ágæta for-
ustumenn hefur félagið átt,
þótt ekki seu hér nefndir. Á
blómaskeiði sínu átti félag-
ið landskunna glímumenn,
sem vöktu mikla athygli
hvar sem þeir komu fram. Á
þeim tíma stóð málfunda-
starfsemi félagsins einnig
með miklum blóma, og það
lét ýmis önnur menningar-
mál til sín taka.
í sanrbandi við afmæiis-
hófið gaf Ungmpnnafélag
Stokkseyrar út minningar-
rit. Rita þar ýmsir félagar
endurminningar sínar um
félagslífið og áhrif þau, er
bað hafði á þá. Alþýðublað-
ið leyfir sér hér með að
birta tvær af þessum grein-
um, sem sýnishorn af því
sem ritið flytur. Er önnur
greinin eftir Kjartan Ólafs-
son, fyrrverandi bæjarfull-
trúa í Hafnarfirði, er skjótt
gerðist atkvæðamikill í mál-
fundastarfsemi UMF Stokks
^yrar á fyrstu árum þ^ss, en
hin eftir Sigurð Evjólfsson
skólastjóra á Selfossi, en
hann er einn af fyrrverandi
formönnum félagsins.
! og drengskap í kappleikjum.
i Málfundir íélagsins höfðu mik-
j il áhrif til menningar og.
þroska. Þegar við vorum fárin
að taka þátt í umræðunum, þá
varð okkur fljótlega ljóst að
okkur skorti tilfinnanlega
þekkingu. tJr þessu var reynt
að bæta með öflun góðra bóka,
eftir því sem föng voru á.
Fundirnir glæddu því lestrar-
og fróðleikslöngun unga fólks-
ins um leið og þeir æfðu það
nokkuð í orðsins list.
Skrumlaust mál er það, að
Ungmennafélög íslands sköp-
uðu nýtt tímabil í menningar-
og framsóknarbaráttu þjóðar-
innar. U. M. F. Stokkseyrar
hefur átt merkan þátt í því
menningarstarfi, á sínu sviði.
Við, gömlu félagarnir, höfum
margt að þakka frá fyrri árum.
Ungmennafélagið vakti hjá
okkur hollan baráttuhug og
bjartsýni. Það færði út landa-
mæri hugans og leitaðist við að
gera okkur að vöskum mönn-
um og batnandi.
Þá afmælisósk á ég bezta til
U. M. F. Stokkseyrar, að það
megi ætíð hafa jafn góð og
giftúrík áhrif á æskulýð stað-
arins eins og á fyrstu árum
sínúm. Við, sem þess nutum,
yljum okkur enn við þá elda,
sem okkar góða, gamla félag
kveikti fyrir fimmtíu árum.
Kjartan Ólafsson.
gagns og' sóma. Það eru svo
sem engar smáræðis byrðar,
sem við ætluðum að binda á
okkar ungu herðar.
Ekki sæmir að við dæmum
sjálfir um það, gömlu ung-
mennafélagarnir, hversu okk-
ur hafi tekizt að vinna að þess-
um stóru verkefnum og halda
þau heit, sem við gáfum félagi
okkar á morgni ævinnar. Hitt
leyfi ég mér að fullyrða. að á-
hrifin frá vakningarstarfsemi
LT.M.F. Stokkseyrar hafa verið
mikil og margþætt. Félaginu
tókst að skapa glæsilega og
landskunna íþróttamenn. Og
iega og iíkamlega, og yfirleitt þess er gott að minnast, að
að styðja og efla allt það, sem þessir íþróttamenn urðu eink-
mætti verða þjóð okkar til um frægir fyrir fagra glímu
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúla-
túni 4 mánudaginn 10. þ. m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag — Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í til-
boði.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA.
mér sem skóli
VAFALAUST var það ung-
mennafélagshreyfingin, sem
átti einna mestan þátt í mót-
un æskunnar á fyrri hluta þess
arar aldar. Ungmemiafélags-
hreyfingin barst hingað til
lands frá Noregi á fyrstu ár-
um aldarinnar. Hér féll hún í
frjóan jarðveg. Æskan t-ók
henni fegins hendi. Frelsis-
hreyfingar, sem. gert höfðu vart
við sig meðal þjóðarinnar,
fengu góðan hljómgrunn. Unga
fólkið hópaðist undir merkið
og hét af heilum hug að vinna
! íslandi állt. í félögunum víðs-
1 vegar um landið var unnið m.
a. að málvernd, þjóðræknis-
málum ýmis konar, íþróttum,
bindindi og heilbrigðis- og
skemmtanalífi. Hugsjónir og
takmark félagsskaparins var
lýsandi kyndill um dreifbýli
landsins og eggjaði unga fólkið
til sameiginlegra átaka. Ekki
aðeins á fyrstu árum félags-
skaparins, heldur allt til þessa
d.ags,
Eiga ekki hugsjónir ung-
mennafélaganna stóran þátt í
uppbyggingu landsins á síðari
árum?
Ungmennafélag Stokkseyrar
var stofnað á öndverðu ári
1908, og er því 50 ára á þessu
ári, Okkur, sem ólumst upp á
fyrstu tugum aldarinnar,
dreymdi um að fá að gerast
ungmennafélagar. Við litum
með aðdáun til forystumann-
anna; mannanna, sem gátu tal-
að á fundum; æft glímu og leik
fimi, léku sjónleiki og æfðu
söng. Það væri freistandi að
nefna nöfn nokkurra þeirra
mörgu karla og kvenna, sem
fórnuðu tómstundum sínum í
þágu félagsins, en kveÓjukorn-
ið leyfir eigi slíkan munað.
Það er með stærri viðburð-
Framhald á 8. siðu.
Þrjár öndveglsbækur
Höfundur Njálu.
Út eru komnar í
stórri og veglegri bók
hinar gagnmerku rit-
gerðir Barða Guð.
mundssonar um Njálu
og höfund hennar. —
Hafa sumar þeirra ver-
ið pren.taðar áður á víð
og dreif í blöðum og
tímaritum, en aðrar
birtast hér í fyrsta
sinn.
Skúli Þórðarson mag'
ister og Stefán Pét-
ursson þjóðskjalavörð-
ur haía búið bókina til
prentunar. Ritar Stef-
án fróðlegan inngang
um kenningar Barða.
Bók þessi mun vafalaust vekja mikla athygli og um-
ræður. Var Njála skrifuð í Arnarbæli í Ölfusi? Var Þor-
varður Þórarinsson höfundur hennar? Er söguhetjunum
fengið gervi samtíðarfóiks Þorvarðs og við þær tengd
atvik, sem gerðust á Sturlungaöld?
Þannig munu menn spvrja, þegar bók Barða um þetta
efni ber á gómap Og um þetta munu míenn deila.
Frá óbyggÖum.
Komin er út ný bók eftir Pálma Hannesson, er nefn-
ist „Frá óbyggðum“, ferðasögur og iandlýsingar. Ilefur
hún að geyma ýtarlegar frásagnir og lýsingar af Arnar-
vatnsheiðí, Ki'li, og Eyvindarstaðaheiði. Þá er sagt frá
ferð í Vonarskarð, löng ferðasaga frá Brúaröræfum,
lýsing á. FjalÍbaksvegi nyrðri, sagt frá ferð upp í Botna-
ver o. fl. Síðan kemur ritgerð um Borgarfjarðarhérað,
landfræðilegt yfirlit og jarðfræðileg sköpunarsaga.
Síðari hluti bókarinnar, Úr dagbókum, hefur m. a.
að geyrch frásögn af ferð í Heljargjá og Botnaver, flug-
ferð að Grænalóni og annarri að Hagavatni, frá Skeið-
arárhlaupinu 1945, og loks eru kaflar úr minnisblöðum
um Heklugos.
í bókinni eru 20 ágætar myndir úr öræfaferðum, og
hefur Pálmi tekið þær aliar.
Þjóðkátíðin 1874.
Bók Brynleifs Töbíassonar um þjóðhátíðina 1874 hefur
að geyma glögga og greinargóða lýsingu á þjóðbátíðar-
haldi um land allt op víða erlendis. í bókinni birtast frá-
sanir og endurminningar 30 merkra karla og kvenna úr
ýmsum landshlutum. 150 myndir prýða rit þetta, og
hafa margar þeirra hvergi verið birtar áður. Þessi eigu-
lega bók mun kærkominn gestur á mörgu íslenzku heim-
ili, enda í flokki þeirra rita, sem allir hljóta að hafa
ánægju af, jafnt ungir sem aldnir.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinaféfagsins