Alþýðublaðið - 19.11.1958, Side 4

Alþýðublaðið - 19.11.1958, Side 4
r .♦rSi í{3Tív á^j-? n *i 1 ufi 11 Jvy,w í 255. tölublaði Þjóðvilians þ. á. og Alþýðublaðinu. 11. nóv. er svohljóðandi spurning frá Jóni Leifs: „Má stela til heimilsþarfa?“ Þetta er fremur grálega ' spurt, eins og betur kemur fram í lesmáli því, er þar fylg ' ir, en rétt mun jafnan að at- ; huga mál áður en dómur er felldur, og þá er eins skoðun- arvert og hvað annað hvort það er réttu nafni nefnt, sem um er talað. Nú skulu menn gera ráð fyrir að maðurinn hafi lög að msela, og að at- höfn sú sem hann á við: flutn- ’ ing'ur hugverka í heimahús- um sé þjófnaður nema gjald komi fyrir, og að lagafrum- varp það, er nú liggur fyrir AFpingi og um þetta mál fjall- ar, sé rökleysa og fáist ekki samþykkt nema af þekking- arsnauðum eða illviljuðum fiónum.' Sé málum svo varið, en Alþingi að sinni svo skip- að, að frumvarpið verði samt að lögum, hljóta dómstólar að skera úr um það, þegar til framkvæmda kemur og bíður það engra svara ólærðra manna um lögfræðileg efni. •Stjórnarskráin er öðrum lög- um gildismeiri og henni ber helzt að hlýða af öllum manna setningum. Já, það er nú svo með það. og virðast stangast t.d. lög um herskyldu og herlög við önn- ! ur. Fljótt á litið sýnist ailur hernaður vera brot á öllum stjórnarskrám eða stefnu þeirra og tilgangi. Eignarréttur mun helgaður af flestum stjórnarskrám, en herverk sinna honum lítt, jafnvel sóvétskipulag, sem þó hefur sérskoðanir á eignai'- rétti og hefur uppi friðar- hjal mikið skirrist ekki við að standa í hernaðaraðgerðum né að taka af mönnum frelsi þeirra (fangelsi), heilsu þeirra (heilsuspillandi þrælkunar- búðir kváðu þar vera) og jafn vel það, sem dýrmætast er: sjálft lífið er þar sem annars staðar víða — tekið og barið úr skrokkum manna með byssukúlum eða kreist úr með hengingaról. Svo stenzt þá friðhelgi dýrustu eig'narinn- ar, frelsisins, heilsunnar og lífsins undir nýjasta skipu- lagi veraldarinnar þrátt fyr- ir mikla hugtakarannsókn höfunda skipulagsins og áætl- unarbúskap til sálar 0g lík- ama. Það er þannig hvert sem litið er ofurlítill frádráttur á eignarréttinum tíðkanlegur, nema ef það yrði eignarréttur hugverka, sem einn hefði sér- stöðu. Upphaí allrar menningar er tahð að vera á meðal mállít- illa og þekkingarsnauðra hálf menna, sem tóku upp á því að nota steinana og spýturnar í umhverfi sínu og síðast sjálf an eldinn. Það hugverk var aldrei verði goldið. Sá er enginn til og mun aldrei verða, sem get- ur goldið þann greiða. Hefði þar verið staddur Jón Leifs með stjórnarskrá til að koma í veg fyrir óheimil not hug- verksins og æ síðan einhver annar ámóta þegn og jafnvel útbúinn, hvar sem tilsvarandi hugmynd bærði á sér, þá væri ekki enn þann dag í dag til neitt, sem héti nótur og sönglist heldur aðeins arg og skrækir ómálga kyikinda, tækjalausra og alls vesælla. En þessu er á annan veg farið. Einn lærði af öðrum og breytti, bætti orðið ástandið þangað til málið sjálft, rit- listin, prentiðnin, myndagerð in og' sönglistin að ógleymdri aliri tækni hinna hagrænu fræða stendur n.ú að lokum á því stigi, sem náðst hefur.. Margt af því er að vísu orðið svo fjölþætt og vandasamt, að það verður ekki stundað né lært án þess að kasta frá sér öðrum verkum og verður því að hljóta laun svo lifa megi við og láta einhverja njóta þess, og er þar sízt um að sakast. En því miður fylgdi bógurinn skammrifjunum. Með laununum kom launa- græðgin og' tók upp tíma áhuga og orku hinna ýmsu hugsmíða að miklu leyti. Eða hvort mun ekki þar orsökin til nokkurs af snilli Shake- speares og nokkurra annarra stórmenna fyrri aMa, að hann eða þeir lág'u ekki í heilabrotum um hvað heimta mætti í ritlaun, heldur kost- uðu kapps um að gera verk sín svo úr garði, að þau þættu betri en eftirlíkingar annarra? Nokkru kann og að hafa ráðið að Shákespeare var ekki talinn grómlaus um hug- myndasóknir. Svo lýsir St. G. St. manninum: „Hann líktist ei víking, sem vqfði yfir strönd. Hann vó ei til fjár eða brenndi. Þó sópaði hann óheimilt Evrópulönd með ófrómri ræningjahendi.“ Hvað á svo hver af því, sem flutt er og flutt var? Á Egill Skallagrímsson Höfuðlausn eða er hún ekki að nokkrum hluta hrósunar- efni engilsaxneskra skálda svo sem höíundar rímkvæðis- ins, hvað sem hann nú hét? Eða — má stela hráefni til smíða, hugsmíða eða annarra? Má tónskáld hrifsa stef úr lagi, 'heil eða hálf þjóðlög til að nota í verk sitt ætlað til sölu handa þeim mönnum, sem svo eru handgengnir grundvelli þeirrar listar að þeir geti ein- hvers af henni notið? Hvað skal ennfremur segja um textanotlcun dægurlaga- höfunda, er semja kynnu lag við ákveðið Ijóð, eða um not ljóðsmíða af kunnum lögum? Á ekki að birta stefnu siyngasta innlenda textahöf- undi yfirstandandi árabils, Kristjáni frá Djúpalæk, fyrir að nota alls konar aðflutt lagadót til útbreiðslu ljóða sinna? Eru ekki ritlaun hans fyrir slíkt — ef einhver eru — að nokkrum hluta þýfi tek- ið frá tónskáldi? Þó er enn eftir stærsta spurningin, en hún er þessi: Eru þeir ekki allir þjófar, sem læra vísu eða erindi og raula það sér til yndis einir eða með öðrum? Þýðir ekki spurning Jóns Leifs þungan efa um rétt íslenzkra manna til að hafa yfir húsgagnsstöku við rímnalag? Vísan kann að vera í rit- böndum fyrir aldursskört, og hvað veit maður um aldur rímnalaga? Stemmur hafa verið að myndast fram á þenn an dag og það hjá mönnum, sem ekki vita hvað nótnalyk- 19. nóv. 1958 — Alþýðublaðið ill er. Eða — er ef að er gáð nokkur maður að frjálsari að notum af 200 ára gömlu hug- verki ógoldnu sínum höfundi eða erfingjum hans heldur en tyeggja ára gama'li fram- leiðslu Jóns Leiís, sem eins váeri ákomið um borgun fyr- ir? Hvað skal líka segja um lán á hljómplötum, bókum eða segulbönaum? Minnkar ekki allt slíkt plötusölu og bóka- kaup eða atvinnu hljómsveita, svo að það séu brekráð til fjár Jóns Leifs og skjólstæðinga hans að lána bókina sína, hljómplötuna, segulbands- > tækið, heyrnartólið eða gler- augun? Það er ekki stætt á bessum skefjalausu rukkunum jafn- vel þótt þær væru að lögurn. Allt, sem máli skiptir í mann heimum er gefins að miklu leyti. Lífið sjálft var Jóni Leifs geíið. Ekki fékk hann það á uppboðsþingi. Verk sín til afkomubóta tónskálda verður hann að gefa að mikl- um hluta ef að líkum lætur. Óvíst mun að tekjur hans af því brölti .— ef einhverjar eru — borgi meira en óvild þá og spott er að honum fýk- ur fyrir bragðið, Af gjöfum höfum við lifn- að og lifað. Það væri kannske ráð að móðirin sendi barni sínu reikning sundurlioaðan í kíló grammametra, orkueyðslu og mínútufjölda með næt.urvinnu taxta hæsta launaflokks, minna væri henni naumast bjóðandi, eða hún skrúfaði fyrir strauminn til fóstursins 10: dag næsta mánaðar, ef ekki væri áður toppgreidd meðtekin þjónusta! Hér er í rauninni síður deilt um lög en lífsviðhorf síður um hver regla gilcli ep hver regla ætti að gilda. Yfir stjórnarskránni, yfir einvöld- um, yfir kóngi, sem kind, eru lög lífsins, og' þau eru þessi: „Gef þú af öllu. sem þú átt, ást þinni, viti þínu og orku þinni.“ „Gefið og yður mun gefast,“ stendur skrifað. Meira að segja þjóðfélag jafn hundgráðugt og Sjálfstæðis- flokkurinn telur fjármála-) Framhald á 2. ssöu. { Fjölbreytt úrval af ódýrum blómlaukum. Túlipanar, Páskaliliur, Hyacinthur, Crosus, Vetrar gosar, íris og margar fleiri tegundir. Gróðrarstöðin vlð Miklatorg. — Sími 19775 Gangsetning vélarinnar bregzt ekki ef notaður er kveik ræsir. Ekkert viðhald. Einfalt tæki. Mikið öryggi. Tekið á móti pöntunum. MAGNÚS JENSSON li.f. Tjarnargötu 3. Sím 14174. ing lil eigenda Volkswagen bifreiða Að gefnu. tilefni þvkir rétt að skýra frá því, að allar þær bifreiðir, sem Volkswagen verksmiðjurnar fram- leiða, koma frá verksmiðjunum með BERU eða BOSCH bifreiðakertum. Ei'u BOSCII og BER.U einn hifreiðakertaverk. sniiðjurnar, sem hafa þá ánægju að geta bcnt á „origin« al” hluti í Volkswagen bifreiðunum. BERU umboðið á íslandi. BOSCH umboðið á íslandi. Raf tækjaverzlun Bræðurnir Oitnsson hf. íslands hf. Hreyfilsbúðin. Það er hentugt fyrlr FERBAMEISN aS verzia f Hreyfilshuðfnni. Höfum. vér fyrirliggjandi: Sísal íóg, alla sverleika. Manillu tóg, alla sverleika. Sisal bindigarn. Manillu trollgarn, Saumgarn úr hampi. Kristján 0. Skagfjörð h.f. SÍMI 24121). — REYKJAVÍK.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.