Tíminn - 17.06.1965, Side 1
HANDRITIN KOMA
.
,í ■ '^-%/s
V? ** é, )
>
• >y •
.. •
m fr hmn r
******
f;‘ Í11» V
■ •■: :
•• ■ • JíS-í
Stórt vinarbragð
Mjer er það ljúft að verða
við málaleitun „Tímans“ og
láta í ljósi fögnuð og þakklæti
mitt og þjóðarinnar í tilefni af
afgreiðslu handritamálsins í
Þjóðþingi Dana.
Handritin eru helgir dómar is-
lenzkrar þjóðar. Hjer lifir mál
ið, svo hvert mannsbarn skilur
bókmenntir þúsund ára án
mikilla skýringa. íslendingar
hafa varðveitt sögu sína og
skáldskap frá upphafi — en
fátt annað. Bókmenntir og
handritin eru vor þjóðararfur.
Jafnframt hefur varðveitzt
hjer saga annarra Norðurlanda,
þeim til mikils styrks og menn-
ingarauka. Nær þar víða stór
ar eyður fram á fjórtándu
öld ef íslenzk sagnfræði kæmi
ekki til. Afhendingin styrkir
norrænt bróðemi.
Þjóðleg menning, stjórn
þroski og sjálfstæði á meir
undir varðveizlu langrar sögu
en vjer oft gerum oss ljóst.
Vjer höfum nú fyrir augum
glöggt dæmi, þar sem er ástand
nýfrjálsra, sögulausra Mið-Af-
ríkuþjóða.
Vjer munum veita handrit
unum viðtöku feginshendi. Það
er Ijóst, að'handritamálið \iarð'
ekki sótt fyrir dómstólum, og
hitt á að vera jafnvíst. að
ákvörðun Þjóðþings verður
ekki heldur hnekkt af dómstól
um. Og stórt vinarbragð er það
af Dana hálfu að láta önnur
rök ráða en blákalda laga-
skyldu. Það væri freistandi en
þó óviðeigandi af mér að nefna
nokkur nöfn ágætra manna í
því tilefni.
Þessi afgreiðsla handrita-
málsins markar tímamót. Hinu
síðasta ágreiningsmáli gamalla
sambandsþjóða er lokið. Jeg á
við þau mál, sem áttu rót sína
að rekja til sjálfs sambands-
ins. Oft mun íslenzkum stjórn-
málamönnum hafa þótt blása
á móti allt fram á þessa öld.
En svo vill oft ganga á lífsins
sjó, hvítfyssandi öldur þegar
horft er í veðrið, en lygnt þeg
ar litið er aftur um stafn.
Á þessari lokastundu horf-
um vjer aftur um stafn, heils-
hugar fegnir því, að viðureign
Dana og íslendinga og málalok
hafa orðið með þeim hætti að
það má vera öllum þjóðum til
fyrirmyndar.
Ásgeir Ásgeirsson.
Á (ímamótiim eða stórhátíð-
um er eðlilegt, að hugurinn
hvarfli aftur, til þess, sem gerzt
hefur frá hinum sömu tíma-
mótum síðast. Enginn efi er á,
hvaða atburður íslendingum
verður minnisstæðastur frá
þjóðhátíðardeginum í fyrra til
þessa: það er sá mikli og merki
legi áfangi, sem náðzt hefur í
handritamálinu, endursam-
þykkt danska þjóðþingsins á
handritafrumvarpinu 19. mai
1965. Enn er ýmislegt eftir
þangað til það verður að veru-
leika: málið. sem Árnanefnd
hefur höfðað á hendur mennta
málaráðherra sínum, samning-
ar fjögramannanefndarinnar.
auk ýmissa formlegra atriða,
sem þó eru ekki síður nauð-
synleg, til þess að lögin taki
gildi. Það sem af er er svo
mikilvægt, að minning þess
verður aldrei afmáð. En vér
vonum einnig, að tramhaldið
verði eftir því, málið verði
leyst að fullu og öllu. Telja
má vist að ölium Dönum sé
ljóst. að úrlausnin byggist á
máiamiðlun. en málamiðlun er
nú einu sinni hið vanalegasta
i friðsamlegum viðskiptum
þjóða. Víst er. að íslendingar
ekk; aðeins una heidur jg
fagna þeim máialokum sem fel-
ast í handritalögunum.
íslendingum er vél ljóst, hvi-
líkt víðsýni, skilningur og
drengskapur birtist i baráttu
fjölmargra Dana fyrir lausn
þessa gamla deilumáls. Og með
lausn þess hverfur úi^ sögunni
síðasta deiluefni bjóðánna.
Vér vonum. að bað megi
verða á þeim tíma. sem gert
e. ráð fyrir með samþykkt *ag
anna. Vér vonum, að þessar
þjóðir megi lifa saman í friði
og sátt og vináttu á komandi
tímum.
Vér efum ekki, að handrita-
skilin verði sem herhvöt fyrir
íslendinga. Vér höfum nóg af
málfræðingum til að leggja
hönd á plóginn. Og vér kvíð-
um engu um stuðning þings
og stjórnar og þjóðar við þau
verk, sem framundan eru og
íslenzku handritin krefjast.
Einar ÓL Sveinsson.