Tíminn - 17.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. íúní 1965 HMTNW 19 K. B. Andersen, menntamálaráSherra Dana, vi8 komuna tll Reykjavfkur á fund NorSurlandaráSs f vetur. (Tímamynd KJ) ASTÆÐA TIL AD GLEBJAST Með samþykkt þjóðþingsins í maí um að afhenda fslandi að gjöf þau handrit, sem telja verður íslenzka menningar- eign, hefur mál þetta fengið endanlega lausn. Það fór vel á því, að víð- tækur stuðningur var við þessa afgreiðslu málsins í þjóðþing- inu, svo að í raun og veru er hægt að tala um þjóðargjöf. Eg er sannfærður um, að ekki verður tekið á móti hand- ritunum sem safngripum, held- ur mun hin langa hefð, sem rannsóknir íslenzkra vísinda- manna á þessum ómetanlegu lindum að skilningi á íslenzkri menningu hafa skapað, halda áfram og þróast enn frekar. Yfirlýsing íslenzka mennta- málaráðherrans um, að aðstæð- ur til rannsókna á handritun- um verði enn bættar, og að íslendingar muni taka vel á móti erlendum vísindamönnum í því nýja húsi, sem verið er að undirbúa fyrir handnta- stofnunina, er mér gleðiefni. En fyrst og fremst er ástæða til þess að gleðjast með ís- lendingum yfir því, að handrit- in, sem hafa verið svo þýðing- armikil fyrir fortíð íslenzku þjóðarinnar, og sem lifa svo sterklega og sannferðugt í nú- tíð hennar, munu bráð- lega koma aftur til fslendinga. K.B. Andersen, menntamálaráðherra. Erik Eriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Dana. (Tímamynd KJ). SÍÐUSTU SKULDASKIPTIN Það er mér mikið gleðiefni, að geta á þennan hátt fært ís- landi og íslenzkum vinum hjart anlegar kveðjur og hamingju- óskir. Ég hef unnið að mörgum málum á stjórnmálaferli mínum, en ekkert þeirra — danskt, þjóðlegt og nor- rænt — hefur unnið hug minn eins og baráttan fyrir afhendingu íslenzku handrit- mna til íslands. fsland hefur verið hluti danska ríkisins, en hinn end- anlegi og stjórnmálalegi að- skilnaður landanna tveggja er staðreynd, og handritamálið eru síðustu skuldaskipti þjóða vorra. Danmörk er norrænt þjóð- ríki, sem hefur haft .minni- hluta vandamál sunnan landa- mæranna síðan 1864. Enginn Dani er í vafa um, hvaða þýð- ingu tungumál og menning hef ur fyrir minnihlutann. Við Danir ættum því fyrstir manna að skilja þýðingu þess, að ís- land fái afhentar hinar auðugu og einstæðu þjóðminjar sínar. Hér er um að ræða verulegan hluta af þjóðarvitund fslend- inga. Við Danir ættum að hafa öll skilyrði til þess að skilja bæði þjóðernisregluna og frels- isregluna. Handritamálið varð að leysa, ofar flokkum, og til fuHnustU: Ég hef fyrir mitt leyti lagt áherzlu á lausn málsins á al- þýðlegum, frjálslyndum og þjóðlegum grundvelli. Ég hef litið á þetta mál sem fordæmi, er sýni öðrum, hvernig við á Norðurlöndum Jeysum milli- ríkjadeilu á grundvelli þjóð legs skilnings. Ef við viljum byggja nor- ræna samvinnu á grundvelli raunveruleikans verða allar leyfar af fyrri tíma valdastefnu að vera dauðar og ógildar. Nú er það Þjóðleg Stefna milli fimm sjálfstæðra ríkja, sem gildir. Ég vil leyfa mér að bæta því við, að þetta er danskt og norrænt sjónarmið. Undanfarnar vikur hef ég fengið margan vitnisburðinn um þakklæti íslendinga. Rétt hefur verið á málinu haldið, sögulega séð. Við höf- um „fórnað" þröngum fagleg- um og vísindalegum hagsmun- um, en í staðinn hefur skapazt endanlegur skilningur milli tveggja bræðraþjóða. Erik Eriksen, fyrrverandi forsætisráðherra. Jón Helgason, prófessor, a8 störfum í Arnasafni. (Tímamynd JHÍ I ÁRNASAFNI Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti. Hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi hejTði ég þungann í aldanna sígandi straumi. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum. Hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Las ég þar kvæði með kenningum römmum og fornum, kerlögur Bölverks var reiddur í sterklegum hornum, ginnandi kynngi í goðjaðars veiginni dökkri, galdur og kveðandi djúpt inni í heiðninnar rökkri. Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum, yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. Oftsinnis, meðan ég þreytti hin fornlegu fræði, fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér stæði, Hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur, sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Ólík er túninu gatan og glerrúðan skjánum, glymjandi strætisins frábrugðin suðinu í ánum, lífskjörin önnur, en fýsnin til fróðleiks og skrifta fannst okkur báðum úr dustinu huganum lyfta. Vatnsfallið streymir af ókunnum öræfaleiðum, andblærinn líður um túnið, af fjarlægum heiðum, kveiking frá hugskoti handan við myrkvaða voga hittir í sál minni tundur og glæðist í loga. Stundum var líkast sem brimgnýr, er þaut mér í blóði, bergmál af horfinna kynslóða sögum og ljóði. Hróðugur kvað ég þá stef mín í stuðlanna skorðum, stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. Hvíslar mér jafnan á orðlausu máli hér inni eyðingin hljóða. En þótt hún sé lágmælt að sinni, vinnur hún daglangt og árlangt um eilífðar tíðir, örugg og máttug, og hennar skal ríkið um síðir. Senn er þess von, að úr sessinum mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki. Spyrji þá einhver, hvar athafna minna sér staði, er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði. Jón Helgason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.