Tíminn - 17.06.1965, Qupperneq 7

Tíminn - 17.06.1965, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 17. júní 1965 ''tW'án -ver ^ | piTíiiiu Iv-v \Tiíriitnvfr»TtmVil} T i', ? ftcuVr' \} K'nlít ú íjtnp « hm í\'Hv T* V tirJn |m!« fj :S'p!& uWrt-im.ý rteupTvó VdumtnMKf (töí'*m\ t{\tórcaAá- «tr an?iitT>i ífiu"íi’ntslt^ Tið^& ttgyFííííh v’in 1%V’ )4«h' sjtjótU !rií» fl|í«í^ fitíUktínUv }jriTn!,>ívj4lf> « t?r tir |UVit afthl rl W)C’tvm$ ttV'tvT'T.ii'tÖn T$j> ■■■•: . .:;;■ iv ihsffc •, rtjm ^tírtttsiHncjrothi^'^ciitmWi nnMri Sörlh’ddi dj> tiatííö V v UtrMl vínr'Kip.ha lhalífí^r dr.dT yp %na^»- ftt 4u«A VtÖvToj n Vatinrw iktsni d^ljt».V RnN}ti úii'hTjt- Kn- Aunjltti> títr* 'hO-V^ Tw h«ív Vw\*5uU*uv,b. ~| . «MtT}«uA» Í}H v1)lv-H rftiíiV a/'iiuvi’l nnsHi?: buy [ iníu's ð CltíV »otr \?tni6mvm Rt itt’lrt »t cTtáJJisr hcvi' tcv"pn drln* n$fV»«u nivi- pti $í ■»$ar «ji fvv ’’;>r.<*• v-sjHifi pg v Ijijö urj'siáiji : TIMINN HEIÐARVÍGASAGA Haraldur hárfagri heggur böndin þætti svarta | Flateyjarbók. handrita, sem Munksgaard sendi frá sér. Vegna Alþingishátíðarinn ar var hún gefin öllum þingmönn- um og nokkrum fleiri íslending- um, og varð víða kunn hér á landi. Mér er í fersku minni, er ég fékk að skoða þá bók ungur drengur og dáðist að hinum skýru eftir- myndum sámleitra og skörðóttra skinnblaðanna. Þegar Árngrímur Jónsson lærði samdi á latínumáli hina miklu ís- landssögu sína, Crymogæa, í upp- hafi 17. aldar, hafði hann í hönd- ujn fjölmargar íslenzkar skinnbæk ur. Meðal annars vitnar hann á nokkrum stöðum í bók þá er hann nefnir Vatnshyrnu. Tilvísanir Arngríms eru úr þremur íslend- ingasögum, Kjalnesingasögu, Þórð ar sögu hreðu og Bárðar sögu Snæfellsáss, og sýnir þetta að Vatnshyrna hefur verið safnhand- rit íslendingasagna. Nafnið hefur Arngrimur dregið af því, að bók- in hefur verið komin frá einhverj- um þeim bæ, er Vatnshorn hét. Árni Magnússon getur þess um nokkur pappírshandrit fslendinga sagna í safni sínu, að þau séu skrifuð eftir skinnbók Resens, sem Árni kallar öðru nafni Vatnshorns bók. Resen var kunnur danskur lærdómsmaður og bókasafnandi. Hann gaf Hafnarháskóla allar bæk ur sínar, og var Vatnshornsbók í háskólasafninu danska meðal margra annarra íslenzkra hand- rita á dögum Árna Magnússonar Samkvæmt skrá, sem Resen gerði um handrit sín árið 1685 voru i þessari skinnbók eftirtaldar ís lendingasögur: Flóamannasaga, Laxxdælasaga, Hænsaþórissaga, Vatnsdælasaga, Eyrbyggjasaga, Rjalneraigasaga og Krókarefssaga. af Dofra. UpphaflS að Hálfdanar Víst má telja að þama hafi verið kominn hluti þeirrar skinnbókar, sem Arngrjmur lærði vitnar til, og hefur Árni Magnússon haft nafn bókarinnar frá Amgrími. En Vatnshornsbók Resens brann að köldum kolum ásamt öðmm bók- um Hafnarháskóla í brunanum inikla árið 1728. f skrá Resens er aðeins nefnd ein þeirra þriggja sagna, sem Arn grímur lærði vitnar til úr Vatns- hyrnu, þ.e.a.s. Kjalnesinga saga. Sýnir það að bókinni hefur verið skipt ðg Resen aðeins eignazt nokkurn hluta hins upprunalega handrits. Var lengi talið, að hinn parturinn hefði einnig tortímzt með öllu, unz Guðbrandur Vigfús- son leiddi rök að því að enn væru til í Árnasafni sjö blöð eða b’aða slitur úr Vatnshyrnu göm'u i.ÁM 564a 4to). Á blöðum þessum eru leifar af sjö íslendingasögum og þáttum: Bárðarsögu og Þórðarsögu hreðu — einmitt þeim tveim sög- um, sem Arngrímur la^rði vitnar til auk Kjalnesingasögú — Berg- búaþætti, Kumlbúaþætti, Dmmi Þorsteins Síðuhallssonar, Víga- glúmssögu og Harðarsögu. Öll eru biöð þessi verulega sködduð, og bera sum þeirra menjar þess að hafa verið notuð til bókbands. Af einu blaðinu er aðeins eftir mjó ræma meðfram kilinum, önnur eru máð og skorin á ýmsa lund. Sigurður Nordal hefur bent á, að svo virðist sem sleppt sé í Flat eyjarbók að j-firlögðu ráði þeim ættartölum Jóns Hákonarsonar, sem standa í Vatnshyrnu. Bendir það til að Vatnshyrna hafi verið fyrr rituð og hafi Jóni þótt óþarfi að endurtaka ættartölurnar í Flat- ej’jarbók. Vatnshytna hefur og ver ið miklu óveglegra handrit en1 Framhalda af 24. síðu. setti varðmenn til í tveim stöðum, annan á Þóreyjarnúpi, ef Borg- firðar riði Tvídægra, annan á Rauðanúp, hvort sem þeir riðu Arnarvatnsheiði ofan í Víðidal eð- ur Vatnsdal, skyldu varðmenn á þessum stöðum vita kynda. Svo fór sem hann sagði að Borgfirðar komu (hvom veginn er ei getið; gekk Barði þá í virkið og fylgdar- menn hans, en Borgfirðir settust um það, sóttu að nokkmm sinnum og fengu ei aðgjört, ætluðu þá að svelta virkismenn og sátu í hálf- an mánuð um virkið, en hinir höfðu vistir æmar. Snera Borg- fírðir frá við svo búíð. Relatio (þ.e. frásögn) Guðbrands Arn- grímssonar eftir traditio segir þetta vera í Heiðarvígasögu. Aðr- ir segja, að svo hafi þrengt að matföngum virkismanna áður hin ir viku frá, að enginn væri kostur eftir nema eitt mörsiður, og í sein asta sinn er Borgfirðingar sóttu að hafi einhver af virkismönnum kastað þessu mörsiðri ásamt grjótinu út í flokk Borgfirða, svo sem til varnar virkinu, þar af hafi Borgfirðir dæmt, að Flateyjarbók, og er einnig af þeirri sök sennilegra að hún sé gerð meðan Jón Hákonarson og skrifarar hans voru að þreifa fyrir sér við bókagerðina. Þótt eyðing Vatnshymu væri mikið tjón íslenzkum bókmennt- um, þá er það bót í máli, að flestar þær sögur, sem þar vora skráðar, hafa verið endurritaðar á pappír eftir skinnbókinni áður en hún fór forgörðum. Þó er svo að sjá, sem tvær sögur, víga- glúmssaga og Harðarsaga, hafi snemma verið slitnar út úr Vatns- hyrnu. Arngrímur lærði virðist ekki hafa þekkt þessar sögur, og þær era ekki til í neinum papp- írsuppskriftum sem rannar era frá Vatnshyrnu. Er þetta því hörmulegra, þar sem blaðaslitrin í Árnasafni sýna að Vatnshyma hefur geymt sérstakar gerðir þess- ara sagna, sem staðið hafa að sumu leyti nær frumsögunum en nokkrar gerðir aðrar, sem nú era til. Sigurður Nordal hefur reynt að rekja feril Vatnshymu, frá því er hún var rituð í Víðidal seint á 14. öld, til þess er hún kemur fram á Hólastað tveimur öldum síðar. Bergþór hét maður og var Grímsson, kominn af einum erf- ingja Jóns Hákonarsonar. Berg- þór bjó að Vatnshomi í Haukadal í Dalasýslu, en seldi jörð sína Guðbrandi Þorlákssyni Hólabisk- upi 1581 og gerðist próventumað- ur hans. Hyggur Nordal að Berg- þór hafi erft Vatnshymu og flutt hana með sér til Hóla, en Arn- grímur lærði síðan kennt bókina við ættbæ hans. Allt er á huldu um það hvað olli hinni hörðu meðferð Vatns- hyrnu eftir að Arngrímur Jóns- son hafði hana í höndum nálega óskaddaða og hagnýtti hana við söguritun sína. En svo er að sjá, sem hún hafi aftur borizt vestur um land, því að Árni Magnússon fékk hjá Ormi Daðasyni sýslu- manni í Strandasýslu þær vesölu rytjur bókarinnar, sem eftir lifa. Hætt er við, að Jóni Hákonar- syni hefði brunnið fyrir brjósti ef hann hefði séð fyrir hver ör- lög biðu þessarar vönduðu skinn bókar, sem hann hafði látið gera með ærnum kostnaði. En þá hefði það mátt verða honum nokkur harmabót, ef hann hefði jafn- framt vitað, hversu óbomar kyn- slóðir mundu varðveita og veg- sama kórónu bókiðnar hans, hina miklu og fögru Flateyjarbók. gnógt vista væri í virkinu og því horfið frá, og sé þaðan orðtækið: „að kasta út mörsiðrinu“ . . Sömu relatio um mörsiðríð, sagði Gísli í Melrakkadal Þorvaldi Ólafs syni, Gísli dó 1672 eða 1673, og skyldi þetta standa í Heiðarvíga- sögu.“ Þegar sögubrotið fannst í Stokk hólmi, kom í ljós, að þar vantaði eitt blað í, einmitt á þeim stað, þar sem mátt hefði vænta frásagn arinnar um Borgarvirki og norð- urför Borgfirðinga. Fékk nú ímyndunaraflið byr undir vængi, og sömdu sumir eftirritarar fyll- ingu eyðunnar í samræmi við frá- sagnir Páls Vídalín. Björn M. Ól- sen tók þetta efni til rækilegrar meðferðar í Árbók Fornleifafélags ins 1880—81. Er hann vantrúaður á söguna um mörsiðrið og þykir hún vera með blæ þjóðsagna og ævintýra, enda hefur síðan verið bent á það, að þetta er erlend flökkusögn. En hann er hins veg- ar trúaður á það, að hin frásögn- in um norðurreið Borgfirðinga og umsát um Borgarvirki hafi staðið á hinu glataða blaði. Þykir hon- um heimildarmaðurinn góður og gizkar á, að Guðbrandur hafi sögn ina eftir föður sínum, Arngrími lærða. Kálund bendir á það í út- gáfu sinni, að texti hins týnda blaðs hefði aðeins fyllt svo sem þrjár prentaðar síður, og megi þó sjá á því, sem á undan fer og eftir, að þar hafi verið sagt frá ýmsu öðru en hugsanlegri norðurför Borgfirðinga. Samt sem áður hall- ast Kálund að því, að á blaðinu glataða hafi verið stutt frásögn af herför á hendur Barða, en fóstra hans muni hafa stöðvað fjandmennina með gjörningum. Yfirleitt munu flestir, hafa trúað því, að á skinnblaðinu hafi verið sagt frá einhverri norðurför á hendur Barða og helzt umsát um Borgarvirki, unz Sigurður Nordal birti formála sinn fyrir Borgfirð- inga sögum. En Nordal tekur mál þetta til stuttrar meðferðar á nýj- an leik og telur ýmsar röksemdir gegn hinum gömlu sögnum. Bend- ir hann meðal annars á það, að Barði segir fyrir eyðuna, að hann ætli að hafa setu „í Ásbjarnar- nesi,“ en nefni ekki virkisgerð. Enn fremut telur hann, að það hefði verið svo einstæður atburð- ur, ef Borgfirðingar hefðu farið með her manns norður í Húná- þing, og setið um Borgarvirki í langan tíma, að þess hefði hlotið að vera víðar getið en í örstuttri frásögn á hinu glataða blaði. Nið- urstaða Nordals er á þessa leið: „Skoðun Björns M. Ólsens á efni því, sem í eyðunni hafi staðið, verður að hverfa úr sögunni. Sagn ir þær, sem Páll Vídalín tilfærir um þetta, era að engu hafandi. Um herferð sunnanmanna norður hefur aldrei staðið neitt í Hpiðar- víga sögu.“ Sigurður Nordal getur um það í formála sínum, að löngurn hafi gengið sagnir um það á íslandi, að Heiðarvígasaga mundi einhvers staðar vera til í heilu líki. En þessar sagnir áttu rót sína að rekja til þess, að sumir eftirritar- ar á 18. og 19. öld prjónuðu ofur- lítið framan við endursögn Grannavíkur-Jóns, eða reyndu að fylla síðari eyðuna eftir þjóðsög- unni um Borgarvirki, eins og fyrr segir. Niðurstaða Nordals er þessi: „Því miður verður að telja það vonlaust, að meira af frumtexta sögunnar komi héðan af í léitirn- ar.“ Þrettán árum eftir að Sigurður Nordal ritaði þessi orð, var Magn- ús Már Lárusson prófessor að kanna gömul skinnblöð í Lands- bókasafninu. Þar eru eitthvað um hundrað slitur skinnbóka, eitt og eitt blað eða partar af blöðum, stöku sinnum tvö blöð samföst. Flest eru brot þessi úr latneskum ritum, uppskriftir alþjóðlegra helgirita kaþólskrar kirkju, sem hafa lítið eða ekkert sjálfstætt heimildargildi, þótt bækurnar hafi sýnilega verið fagurlega ritaðar í öndverðu. Latnesk helgirit voru miskunnarlaust rifin sundur eftir siðaskiptin, og mörg þessara skinn blaða bera þess menjar að hafa verið höfð til hlífðar utan um önnur kver, sem þá hafa verið tal- in Guði þóknanlegri. Þegar Magn- ús Már tók að kanna skinnblöð þessi, fann hann brátt umslag eitt með fjórum blöðum, þar sem láðst hafði að skrásetja innihaldið. Er því kennt um, að bókavarðaskipti urðu um þær mundir, sem blöð þessi bárust safninu, en þau voru komin úr safni Stefáns Jónssonar alþingismanns á Steinsstöðum í Öxnadal árið 1910. Sá prófessor Magnús að eitt þessara blaða var úr Heiðarvígasögu, og við nánari athugun kom í ljós, að þarna var -komið blaðið, sem vantaði í hand- ritsbrotið í Stokkhólmi. Hafði ver ið skorið utan af blaðinu á öllum jöðrum nema neðst á ytri spássíu og lesmálið skert lítið eitt að ofan og neðan. Hitt var þó lakara, að blaðið hafði verið brotíð utan um kver, og var fremri síðan því mjög máð og torlæsileg. En lesmálið á aftari síðunni er allt greinilegt og óskemmt að öðru en því, sem af hefur skorizt, og nokkuð má einn- ig lesa á fremri síðunni. Er skemmst frá því að segja, að mestur hluti þess, sem lesið verð- ur á blaði þessu fjallar um mála- rekstur á Alþingi eftir Heiðarvíg, og nóg má ráða í upphaf lesmáls- ins tii þess að það er nú full- sannað að „um herferð sunnan- manna norður hefur aldrei staðið neitt í Heiðarvíga sögu.“ Það er ánægjulegt, að fundur skinnblaðsins skyldi staðfesta síð- ustu niðurstöðu íslenzks fræði- manns um efni þess. Sigurður Nor- dal hefur átt mikinn þátt í að móta sérstakan „skóla“ í rann- sóknum íslenzkra fornbókmennta, og arftakar hans, sem að miklu leyti halda áfram á sömu leið, eru Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason. Einkenni þessa „ís- lenzka skóla“ eru nákvæmar rann sóknir og gætilegar ályktanir. Þeg ar skinnblaðið fannst var öldung- is óvæntur prófsteinn lagður á eitt rannsóknaratriði, og „ís- lenzki skólinn“ stóðst prófið svo vel, að eigi varð á betra kosið. Það var Sigurði Nordal til mikils sóma, og jafnframt bending til ungra fræðimanna um að þeim sé ráðlegast að halda áfram á þeirri braut, sem á undanfömum áratugum hefur verið lögð við Há- skóla íslands og Árnasafn í Kaup- mannahöfn. Heiðarvígasaga er talin vera elzt allra íslendingasagna, og mundi margt vera ljósara um upp- tök þessara einstæðu bókmennta, ef hún væri varðveitt í heilu líki. Því getum við harmað hin grimmu örlög, sem hún hefur mátt þola á liðnum öldum. „Eins og sagan nú er geymd, líkist hún fomu líkneski, sem grafið hefur verið úr jörðu, höfuðlaust og limlest, en síðan endurgert að nokkru í nýrra tima stíl,“ segir Sigður Nor- dal. „En af bolnum má ráða svip þess allan og stíl þeirrar aldar, er það var upphaflega mótað. Sög- unni fer það betur að vera varð- veitt á þennan hátt, af því að hún er svo frumstæð. Það var ekki nema eðlilegt að skafl tímans fennti yfir hana og hún sætti svipuðum örlögum og mikið af þeim verkum, sem nú eru til vitn- is um frumlist annarra þjóða.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.