Tíminn - 17.06.1965, Side 8
24
TIMINN
FIMMTUDAGUR 17. júní 196i
Jónas Kristjánsson, magister:
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að mörg íslenzk forn-
handrit eru stórlega sködduð, og
af sumum eru aðeins varðveittar
rytjur einar. Þó munu hin vera
miklu fleiri, sem glatazt hafa svo
að ekki er eftir af þeim tangur
né tötur. Slík hafa orðið örlög
handrita í öllum löndum og á
öllum tímum, frá því að ritöld
hófst og þangað til prentlistin
leysti af hólmi handskrifaðar bæk
ur.
Hin vinsælustu fornrit okkar,
svo sem Njálssaga, eru varðveitt
í mörgum handritum sem hafa
sjálfstætt gildi. Aðrar sögur eru
aðeins til í einu handriti, eða þá
að allar uppskriftir, sé um fleiri
að ræða, eiga rætur að rekja til
eins og sama 'handrits. Þannig eru
öll yngri handrit Kormákssögu
runnin frá Möðruvallabók, og öll
handrit Svarfdælu komin frá papp
írsuppskrift sem séra Jón Erlends
son í Villingaholti gerði nálægt
miðri 17. öld. Ef fomsaga hefur
aðeins varðveitzt í einni skinn-
bók, og sú hin sama hefur skadd-
azt áður en nokkur eftirrit voru
gerð, þá verður fátt til bjargar.
Nú skal segja frá einni slíkri
skinnbók, sem geymir eina hina
merkustu fornsögu okkar — en
því miður stórlega lemstraða.
Handrit þetta á sér merkilega
sögu, sem er betur kunn en venja
er um píslarsögu íslenzkra skinn-
bóka.
Jón Eggertsson hefur maður
heitir, hann var kynjaður
frá Ökrum í Blönduhlíð. Jón var
af efnafólki kominn og hafði um-
boð konungsjarða og mikið um-
leikis um skeið. En hann var bald
inn í lund og lenti í miklu mála-
þrasi. í þeim sviptingum barst
hann til Svíaríkis og gekk þar í
þjónustu sænska fornfræðaráðsins, |
sem stofnað hafði verið í Uppsöl-;
um árið 1667 og skyldi vera mið-!
stöð fornfræðarannsókna í Sví-
þjóð. Sendu Svíar Jón í söfnunar-
för til íslands, og flutti hann utan
nokkra tugi handrita árið 1683.
Eru handrit þessi nú varðveitt í
Konungsbókhlöðunni í Stokk-
hólmi. Meðal þeirra er skinnbók
em, sem ber safnnúmerið perg.
4to nr. 18 (perg., þ. e. pergament,
skinn). Bók þessi er skrifuð með
mörgum höndum, sem taldar eru
misgamlar, allt frá miðri 13. öld
til síðara hluta 14. aldar. í bók-
inni eru fjórar sögur: Heiðarvíga-
saga, Gunnlaugssaga ormstungu,
Hrólfssaga Gautrekssonar og Ólafs
saga Tryggvasonar eftir Odd
Snorrason munk á Þingeyrum.
Handritið er nú 54 blöð, en upp-
hafið hefur týnzt og einnig blöð
ínr,an úr bókinni hér og þar. Eyð-
urnar koma eigi tilfinnanlega að
sök um síðari sögurnar þrjár, því
að þær eru allar til í öðrum hand-
ritum, sem bæta þetta upp. En
Heiðarvígasaga hefur hvergi varð-
veitzt nema í þessari bók, og þar
er hún svo ákaflega sködduð, sem
nú skal greina.
Þegar Jón Eggertssón komst yf
ir handritið og flutti það utan,
vantaði upphaf þess. Óvíst er,
hversu mikið þar hefur farið for-
görðum, en líklegt má telja .að
það hafi verið að minnsta kosti
eitt hefti eða kver með átta blöð
um. Þar hefur þá staðið upphaf
Heiðarvígasögu, sem nema mundi
20—25 prentuðum blaðsíðum í
Skírnisbroti. En vel má vera, að
þarna hafi glatazt enn meira, jafn
vel einhver önnur saga eða sögur,
og er þá ógerlegt að segja hve
mikið hefur vantað framan á Heið
arvígasögu, þegar Jón klófesti
handritið.
Nú víkur sögunni til Árna Magn
ússonar. Hann tók að safna hand-
ritum rétt eftir að Jón Eggerts-
son fór í sína aðdráttarför til ís-
lands. Þegar fram liðu stundir öðl
aðist Árni vitnéskju um nálega
öll íslenzk handrit, sem til voru
á hans dögum, jafnvel rytjur og
smásnepla. Þegar hann hóf eftir-
grennslan eftir Heiðarvígasögu
kom í ljós, að ekkert handrit henn
ar mundi vera til á íslandi. En
Árna var kunnugt um handritið
í Svíþjóð, og um 1690 er hann
þegar farinn að falast eftir því
til láns. Árið 1691 segir hann í
bréfi til Markúsar Bergssonar
sýslumanns: ,,Heiðarvíga- og Víga-
styrs sögur hefi ég ei ennú feng-
ið frá Svíum.“ Þó mátti hann enn
bíða hálfan fjórða áratug eftir sög
unni. Loks fékk hann hana árið
1725 fyrir meðalgöngu sænsks er-
indreka í Kaupmannahöfn. En þá
tókst svo til að hann fékk aðeins
fyrra hluta sögunnar — eða öllu
heldur miðhluta hennar, því að
upphafið var þegar glatað heima
á íslandi eins og fyrr segir.
Ástæðan mun hafa verið sú, að
Svíar gátu ekki lesið handritið og
sáu því ekki hvar einni sögu lauk
og önnur hófst, en bókin hefur
verið laus upp úr bandinu og því
hægt að skipta henni í parta. Það
sem Áyni fékk voru tólf blöð, en
síðasti hluti sögunnar varð eftir
í Svíþjóð á viðlíka mörgum blöð-
um. Þessi vangá Svíanna varð
raunar tíl hins mesta happs eins
og síðar segir.
Enn liðu meira en þrjú ár áður
en Árni Magnússon hófst handa
um hagnýtingu blaðanna úr Heið-
arvígasögu. En um áramótin 1727
—28 fékk hann skrifara sinn,
Jón Ólafsson frá Grunnavík til
að endurrita blöðin. Tíu mánuð-
um síðar æddi eldurinn mikli yfir
Kaupmannahöfn og brunnu þá
bæði skinnblöðin, og eftirrit
Grunnavíkur-Jóns. Árið eftir tókst
Jón á hendur að endursegja hið
brunna sögubrot eftir minni sínu.
Þetta var mjög torvelt verk, því
að sagan hefur alls ekki verið auð
lærð, og auk þess var þarna um
að ræða kafla innan úr miðri sögu,
upphafið týnt og Jóni alls ókunn-
ugt um framhaldið, sem geymt
var í Svíþjóð. Enn er þess að gæta
að Jón hafði enga ástæðu til að
leggja efni sögunnar sérstaklega
á minnið, því ekki óraði hann
fyrir þeim hörmungum, sem brátt
áttu yfir að dynja. „Var mér þá
annara að lesa hana rétt, en setja
ríkt á mig sögunnar efni,“ segir
hann í greinargerð fyrir verki
sínu. „Þar til vissi ég mér víst
að rita enn þá annað exemplar
af henni á nýjan leik.“ Árni hef-
ur ætlað að láta Jón gera tvö
eftirrit skinnblaðanna eins og sið-
ur hans var ef hann fékk handrit
einungis að láni. Eini stuðningur-
inn, sem Jón hafði við minni sitt,
var í því fólginn, að hann hafði
skrifað hjá sér nokkur fágæt orð
og talshætti úr sögunni, og varð
veittust þessar minnisgreinar
hans. Fellir hann þær inn í end-
ursögnina á sínum stöðum. Löngu
síðar, þegar niðurlag sögunnar
fannst í Stokkhólmi, fengu menn
færi á að prófa, hversu nákvæm
Skinnblað úr HeHSar'ía»vÞ>ii —* • 1 a"H<;bókasafninu 1951. Þetta stendur i upphafi kaflans sem
hefst í 6. línu: Á þá leiS segir hann at vera má svá at menn virði þannveg at mér leiðiz j seinna lagi
at mæla hér at Lögbergi. eigi er þaf fyrir þá sök at ek sé mál snjallr maðr, heldr berr mér til handa mik-
inn vanda oft af málum.
endursögn Jóns væri í ýmsum at
riðum. Kom þá í ljós, að hanr
hafði misminnt sumt, en hitt hef
ur þó vakið bæði furðu manns
og aðdáun hversu vel hann hefui
munað, þó að hann læsi ekki han:i
ritið yfir oftar en í það eina sinn
er hann ritaði það upp
Nú hugðu menn, að frumte::
sögunnar væri með öllu týndur,
og mundi aldrei fást önnur vit-
neskja um hann, heldur en fólgin
var í endursögn Grunnavíkur-Jóns.
En árið 1772 fór Hannes Finnssón.
sem síðar varð Skálholtsbiskup til
Stokkhólms til að rannsaka gömul
íslenzk handrit. Fann hann þá nið-
urlag Heiðarvígasögu, sem eftir
hafði orðið hjá Svíum forðum
daga, þegar þeir léðu Árna Magn-
ússyni fyrstu blöðin úr perg. 4to
nr. 18. Vantaði þó raunar eitt
blað aftarlega í söguna, og hafði
það sýnilega verið skorið upp úr
bókinni meðan hún var heima á
íslandi. Hannes skrifaði sögubíot
ið upp og hafði eftirritið á brntt
með sér. Um þetta segir hann svo
í dagbók sinni þann 16. ágúst:
„ . . . lokið við að. skrifa u»p
Heiðarvígasögu eftir því eina k í'-
skinnsfragmenti, sem til er s n
1728, og þó er því miður að í
skinnbók er bæði defect og.a' i
sums staðar letrið. svo að
þetta stykki, sem ég í hjáv-
skrifaði á 6 dögum. re.vrd-
augu og þolinmæði “ (Stokh I
rella, prentuð í Andvara 1°
43). Uppskrift Hannesar Fini
ar týndist síðar, en áður hi
verið gerð af henni ný efti i
og dreifðist hún út um fsland í
uppskriftum * ásamt efnisinntski
Grunnavíkur-Jóns, úr fyrra hlutan-
um. Eftír pappírsuppskrift var
sögubrotið síðan prentað í fyrsta
sinn, ásamt inntaki Jóns Grunn-
víkings, í Kaupmannahöfn árið
1829, réttri öld eftir að
fyrri hlutinn brann og Jón gerði
endursögn sína. Næsta útgáfa var
gerð eftir Stokkhólmshandritinu
sjálfu árið 1847, og sá Jón Sigurðs
son um þá útgáfu. Þriðja og síð-
asta textaútgáfa sögunnar kom ár-
ið 1904, og annaðist hana Kristján
Kálund bókavörður með nokkurri
aðstoð Finns Jónssonar. Útgáfa
Jóns Sigurðssonar, og síðan út-
gáfa KAlunds hafa verið undir-
staða undir öðrum prentunum sög-
unnar, svo sem lesútgáfu Sigurðar
Kristjánssonar og útgáfu Sigurðar
Nordals og Guðna Jónssonar í
Borgfirðingasögum (III. bindi ís-
lenzkra fornrita). Talið er að þeim
Kálund og Finni Jónssyni hafi tek
izt svo vel að lesa máða staði í
Stokkhólmshandritinu, að þar
muni tæplega unnt um að bæta.
í Eyrbyggju er vitnað til Heið-
arvígasögu undir þessu nafni, og
í Melabók Landnámu er talað um
hana sem „sögu Víga-Barða.“ Það
má og sjá sem að líkum lætur,
að höfundar ýmissa annarra forn-
rita, svo sem Njálu og Grettlu,
hafa þekkt söguna og notað efni
hennar. En þegar fram kemur á
17. öld hefur sagan verið týnd að
undanteknu því eina handriti, sem
til Svíþjóðar barst seint á öldinni.
Þó lifði um söguna óljós minn-
ing, og þjóðsögur spunnust um
efni hennar. Frá þeim segir svo
í Skýringum yfir fornyrði lögbók-
ar eftir Pál lögmann Vídalín, vin
og samverkamann Árna Magnús-
sonar (til skýringar á orðinu
virki):
„Borgarvirki er enn til sýnis
hér á landi, það er norðan og
vestan þverhöggvinn klettur, af
náttúrunni gjörr, og að sunnan
nokkurn part, en sumpart mann-
hlaðið, að austan er manngjörr
grjótveggur, og þar hafa dyrnar
verið. Segja svo traditionenes (þ.e.
munnmæli) að Barði Guðmunds-
son i Ásbjarnarnesi hafi það gjöra
látið fyrir væntandi ófriði Borg-
firða, síðan hann hafði hefnt
Halls bróður síns, og skuli þar
frá sagt í Heiðarvígasögu. Barði
Framhald á bls. 23