Tíminn - 17.06.1965, Síða 11

Tíminn - 17.06.1965, Síða 11
FIMMTJTDAGUR 17. júní 1985 UMMÖÐRU- Frh. af 25. — svo margar líkur sem að því hafa verið leiddar að hún sé verk Snorra. Að lokum skal vikið að því sem með vissu er vitað um sögu Möðru vallabókar, en það er því miður — hvorki margt né merkilegt. Fyrst er þar til að taka, að í bókinni sjálfri standa þessi orð: „Magnús Björnsson með eigin hendi anno 1628 á krossmessu sjálfa um vor ið, hvör eð var sá 3. maí-mán- aðar, í stóru baðstofunni á Möðru- völlum.“ Á öðrum stað segir bein- línis að Magnús Björnsson eigi „þessa sögu“ (eins og komizt er að orði). Víst er að þetta var Magnús lögmaður Björnsson sem talinn var auðugasti maður á íslandi um sína daga. Hann bjó á Múnka- þverá og lézt árið 1662. Mönnum hefur þótt líklegt að þessi hátíð- lega áletrun væri vitnisburður um að Magnús lögmaður hefði eign- azt bókina þennan dag og að hún hefði áður verið á Möðruvöllum, — og af því dregur hún nafnið sem hún hlaut þó ekki fyrr en seint á 19. öld eins og áður er getið. Kunnugt er að Magnús lög- maður hefur átt önnur merk hand- rit, —eru þar á meðal aðalhand- rit Ólafs sögu Tryggvasonar hinn- ar mestu og annað sem Grettis saga er á auk fleiri sagna, og eru nú báðar í Árnasafni. í síðar nefnda bók hefur Magnús Björns- son einnig ritað nafn sitt, og það kemur aftur í þeirri bók í svo lát- andi vísu: Magnús Bjömsson bókina á býtir auðs og tryggða. Held eg hann íslands höfðingjann; heill og lukkan styður þann. Bjöm sýslumaður Magnússon bjó á Munkaþverá eftir föður sinn. Hann lenti í vandræðum og var sviptur bæði sýslunni og klaustrinu árið 1684. Hann brá þá á það ráð sem altítt var að sigla til Kaupmannahafnar til að tala máli sínu við konung. Hann tók Möðruvallabók með sér, — kannske hefur hann ætlað að lesa í henni á þessari löngu sjóferð, — en hitt vissi hann auðvitað vel að íslenzkar skinnbækur voru þá mjög eftirsóttar af höfðingjum í Danmörku og að reynandi var að koma sér í mjúkinn hjá tignar- manni sem mátti sín einhvers við konung með því að færa honum slíkan dýrgrip að gjöf. Þá var Tómas Bartholin nýlega orðinn fornfræðingur konungs og er skemmst af að segja að Björn gaf honum Möðruvallabók. Bartholin þótti mikið til gjafarinnar koma eins og ljóst er af bréfi hans til Þormóðar sagnaritara Torfasonar, þar sem hann segir frá bókinni og getur einkum Kormáks sögu, sem sé mikill fornfræðabrunnur. — En af Birni Magnússyni er það að segja að honum varð að ósk sinni og fékk konungsbréf um að hann skyldi aftur fá embætti sitt og lén. — Þegar þetta gjörðist hafði Ámi Magnússon, síðar próf- essor, verið eitt ár við nám í Kaup- mannahöfn. Hann komst skömmu síðar í þjónustu Bartholins, — varð stoð hans og stytta í öllu er laut að íslenzkum fornfræðum, og eftir lát Bartholins árið 1690 eign- aðist Ámi Möðruvallabók og í safni hans hefur hún verið síðan. Bókin hefur stundum verið léð hingað fræðimönnum á undanförn- um áratugum, og ætti nú senn að líða að því að hún ílendist hér til frambúðar. Bjami Einarsson. Augíýsið í Tímanum Nauðungaruppboð verðuv haldið að Síðumúla 20, hér í borg, eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o.fl. föstu- daginn 25. júní n.k kl, 1,30 e.h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-756, R-1065, R-2354, R-2501. R-3649, R-6383, R-6688, R-7620, R-7922, R-8611 R-10413, R-10491, R-10907, R-11091, R-11444, R-11557, R-11660, R-12201, R-13099, R-13246, R-15070, R-15108, R-15446, R-15447, R-15952, R-16383, R-16670, R-16801, R-16876, R-17041, A-1930, G-3052, K-37, K-678, N-19 og Y-297. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kaupfélag Skagstrendinga Sími 4 — Höfðakaupstað Sparifé sem geymt er í innlánsdeild vorri, er skattfrjálst. Munið, að vér greiðum hæstu innlánsvexti. Munið að TRYGGING ER NAUÐSYN. Kaupfélagið hefur umboð fyrir Samvlnnutryggingar og Líftryggingafélagið Andvöku. Kaupfélag Skagstrendinga TÍMENN ttann & metsþlub>" Noróudönduro CORTINAN ÁFRAM 'l FARARBRODDI! Ennþá hefur FORD-verksmiðjunum í Englandi tekizt að endurbæta CORTINUNA. Ekki með útlitsbreytingum, heldur með tækniframförum. M.a.: Loftræsting — með lokaðar rúður. Diskahemlar á framhjólum. Smuming óþörf. Ný vélarhlif. — Nýtt mælaborð. — Nýtt stýri. Sami undirvagn. — Sama vél. — Sama „bodý“ SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22470

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.