Alþýðublaðið - 02.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1931, Blaðsíða 2
2 i %. P f'» W f fi s íi Fyrirætlanir íhaldsins. íhaidsflohkQrinn ætlar að taka LappiMnenniiia íinsko og „Nasí“-mennina pízko sér tii efíirbreytnl. ÁJÍð 1925 bar Jón Magnússon, þáverandi forsætisráíherra íha ds- tos, fram frumvarpr í alþingi um að koma á fót ríkislögreglu. Var frumvarp þetta vel undirbúið af bakmönnuim Ihaldsfiokksins. þeim Eggert Claessen og öðrum, «r mest höfðu peningaráðin í þessu lanjdi. Höfðu þeir áður látið einn af þjónum sínum, rit- íæran, lágt launaðan skrifstofu- þjón við fyrirtæki eins mesta og harðsvíraðasta auðmanns hér í Reykjavík, skrifa greinir í sak- leysismálgagnið „Vísi“ undir dul- nefninu „örn eineygði", og hafði skrifstofuþjönninn lýst þ\i í löngu máli, hvílík nauðsyn bæri til þess, að slíkum vopnuðum ríkisher væri ‘komi'ð á fót. Var „Morgunblaðið“ svo látið taka vel í málið og síðan var þingflokkur- inn fenginn til stuðnings, en for- sætisráðherrann látinn bera mál- ið fram í frumvarpsformi. Petta ríkislögreglumál er eitt af rnestu Pislögregiumál er eiít af mestu hitamálum, sem hér hafa komið upp. Verklýðssamfökin sáu úlfs- hárán gægjast fram undan sauð- argærunni, og þau vissu, að ríkis- hernum átt: að etja gegn hinu eina vopni, er verkamenn eiga í baráttunnii \dð auðmagnið: sam- tökunum. Petta mál dagaöi isvo uppi í þinginu. A'ðsíaðan var ekki trygg, og íhaldið þor'ði ekki að egna alþý'ðuna meir gegn séT «n það var búáð að, enda átti það von , á alLsherjarverkfalU, hefði þetta axarskaftalið þess veriö rekið gegn samtökum verkamanna og sjómanna. En því fór fjarri, að auðmanna- stétíin gengi blint að verki þegar hún var að undirbúa þetta frum- varp og reyna að koma því í framkvmæd. Islenzka íhaldað þekti þróunar- sögu verkamannasamtakanna í öllum nærliggjahidi löndum. Það vissi, að hér myndi þróunin verða eins, er áran liðu, að verklýðs- samtökin hér myndu verða að mestu einráö um kaup og kjör vmnanidi manna. Og að jjegar svo væri kom.0, þá hefði auðvaldið ekki lengur einræðisvald yfir lífs- björgum alþýðu og þar með væri að miklu leyti losa'ð um þau i- haldshöft, er íslendingar höfðu verið hneptir í. Þar með væru og opnar margar gættir fyrir um- bóta- og „uppreisnar-menn“ gegn verandi afturhaldsástandi. Skatl- ar á eignum myndtu hækka, höft yrðu sett á hvers konar brask. strangt eftirlit yrði haft me'ð því, hvernig fé bankanna yrði rá'ð- j stafað og rikisvaldið myndi. [ verða hrifsað úr hör.dum embætt- | ingaklíkunnar, isem stjórnað hafði í umboöi Kveldúlfs, Allianœ, Slefáns Th., Gísla Johnsens, Sre- mundar Halldórssonar, Eggerts Claessen o. fl. auðfélaga og auð- manna. — Og það tók nætur, daga og vikux að láta frumvarp- ið daga uppi. Sumir hinir klók- ari vildtii bíða betri ára og meiri styrks að baki sér. Þedr töldu ekki happasælt fyrir flokkinn að gera frumvarpið að lögiun fyrr en hann gæti boðið byrgin og fyndi sig styrkan nóg til að starwlast boðana, er á honum myndu skella fyrir siíkt óhappa- verk. — Hinir, og þar var Egg- ert Ciaessen fremstur í flokki, kröfðust aðgerða strax. Þeir áttu meiri eignir að verja, bankaglöp sín a'ð dylja og fyrirætlununum um rán Eimskipafélagsins með aðstoð hins iliræmda Fáfnisféiags þurftu þeiir að hrinda í fram- kvæmd áður en árin liðu mörg. — Það varð þó úr að síðustu, að bíða átekta. Þar réði það eitt, að flokkurinn var ekki nógu magn- aður, böndin ekki nógu reirð. Svo liðu nokkur þing. Ekid hól- aði meir á ríkislögreglufrumivarp- iinu, það var látið bíða. Árið 1927 komu og stjórnarskiítin. Þá varð íalt hamslaust í herbúðum íhalds- ins og ýms ófögur orð voru látin dynja á „h.inum gætnari" frá 1925. Jafnvel þeir, sem lágu í gröfinni, sluppu ekki undan hnútuköstum. — Nú þurfti að reyna nýtt ráð. Ihaidið þekti að- stöðu sína. Það vissi hversu FramsóknaTfiokkurinn er sundur- leitur og veikur. Það þekti veil- ur hans og notaði sér þær. Jón Óiaísson júngmaður Rvíkinga var látinn stjórna bak við tjöldin. Hann vann létt verk og fékk Jör- und í iið mieð sér, síðan kom Láruis í Klaustri og meira liðs var von. Þá var ákveöi’ö að setja á fót þrælalögin ..gerðardóminn í kaupgjaldsþráetirm. Aftur var barist um atkvæðin í þinginu. Málið vakti athygli um land alt. Mótmæiin bárust hvaðanæfa. Þetta vax 1928 og þá gengu sjó- Imenn í landij í hundraðatali. Sjó- menn sóttu þingpallana af kappi. í nokkra daga porou forsetarnir ekki að taka máli'ð á dagskrá. Loks þegar sjómennimir voru í þann veg.inn að fá kaupkröfur sínar uppfyltar, var málið tekið fyrir til umræðu. Saga gerðar- dómsins er lítið lengri. Hann var svæfður. Enn var tekið það ráð af hálfu ílialdsins, að iáta frekari aðgerðir bíða betri daga. Meiri styrks, heilsteyptara íheddsþings. Og nú þessa dagana er hinn nýjásti þáttur þessa máis að hefj- ast. — AILir, sem kunnir eru bar- áttuaðferðum íhaldsins hér og í öðrum löndum, vissu, að nú var eitthvað nýtt í bígerð. Magnús Guðmundsson var fyrir nokkru ákveðinn framkvæmdarstjóri fiokksins, og hann hóf starf sitt með því að skrifa trúnaðarbréf til flokksbræðra sinna u!m land alt. Þessd* trúnaöarbréf hafa sum borist í hendux annara en þau eru stíluð tH. 1 þeim kennir margra grasa. Menr. eru hvattir tál öflugrar niðurrif.sstarfsemi í samtökum alþýðumanna, boðab er til fundar og tæpt er á ýmsu, (sem gera á á þessum fundi. Þeir, sem Lesa bréfin með athygli, sjá, að mikið stendux til. Þessi funidur var haldinn hér í Reykjavík. Menn kölluðu hann „hallærisfund“, því allir vita, hví- líkt hallæri er nú í afturhalds- flokknum, spenarnir, sem sognir voru: íslandsbanki, Brunabótafé- lagið*, Thorkilliiisjóðurinn og rík- issjóðurinn eru nú ekki lengur :uppi í spenamönnunum. Rök eru fá, þjóðnýt áhugamál engin — en löngunin geysimikil til valda og fjár, yfix verkaiýð og bændum og frá verkalýð og bændum. „Stóru bombunni" er ekki kast- að enn. Hún kemur ekki fyr en eftir kosningarnar í sumar. Nú ætiar íhaldið að spila djaxft —■ ieggja alt á einn reit — sigra eða falla alveg. Ógrynni* fjáx ætlar Ólafur Thors, Jón Ólafsson o. fl. auð- menn, sem lifa á hiæítuförum sjó- manna út á solLinn marinn, að leggja til þeirrar kosningabar- áttu, isena stendur fyrir dyrum. — Og svo, ef thaldsflokkurinn nær vöidum, þá ætlar hann að setja lög, er banni alla starfsemd kaupkröfuféiaga nema þeirra, sem ríki'svaldið hafi eftirlit með{!) —■ og að banna beri* öil þau fé- lög með lögum, er hafi* á stefnu- iskirá sinni gerbreytingu verandi skipuiags. Þetta er „stóra bomban“! Rökfærsla íhaldsins er þessi: Hefðum vi’ð knúð fram ríkis- lögregluna 1925’, þá sætum við enn að völdum. Hefðmn við kom- ið gerðardómnum á 1928, þá væru Dagsbrún í Reykjavík, sjó- mannafélögin, verkamanna- og verkakvenna-félögin um land alt ekki orðin einis öflug eins og þau em nú. Þá myndu þau ekki hafa eflst eins gífurlega á síðsustu tveim árum eins og raun er á. I’eíta er og verður kjaminn í pólitík íhaiidsinis nú og næstu mánuði. Ef það kemst til valda aftur, þá verða öll verklýðs- og jafnaðarmanna-félög bönnuð. Eyrnamark aðferðarinnar er auðþekt. Það er mark svartiiöa, Lappómanna, Hitleríta. Og nú er ,,Vísir“ látinn flytja ofur sakleys- iislega grein um norska ríkislög- regiu. Hér fær verkalýður í sveit og við sjó hnefahögg í andlitið. Og hve miikinn styrk fá þessir rslenzku bnennumenn frá Fram- sóknarflokknum^ — flokkmim, sem er enginn flokkur? Olafiar býðwr borgnn Sagt er að Surprise hafi átt að fara á saitfiskveiðar 1. marz og verið tilbúinn, en þegar ÓLa-j-ur Thors fékk þær fréttir, hafi hann brugðið isér tjl Hafnarfjarðar ó fund eiganda skipsins, Einars Þorgilssonar, og fengið hann til að hætta við að gera skipið út á saltfiskveiðar, en Einar verið ófáanlegur til þess, nema fá leigti borgaða fyriT skipið fram að þeim thna, sem Félag isl|. botn- vörpuskipaeigenda hefir ákveðið að saltfiskveiðaT skuli byrja á þessu ári. Ólafur hafði viljað vinna það til að gera sitípið út 1 ferð að hálfu leyti' til bátafisk- kaupa við Veslmannaeyjar og sigla með hann til Englands og borga hallann ef einhver yrði. Itl meðferð á skepmim Það var fyrir mörgum öldum í Litlu-Asíu, að þrír bræður áttu asna. Þeir keptust um að leggja þrrngar byrðlar á hann og fara með hann í langferðir, en sá ljóöjur var á ráði þeirra, að þeir vildu engir fóðra hann, svn hann dó úr hor. En víða er pottur brotinn. Líkí tilfelli ltemur fyrir hér á landi. Það var í byrjun 20. aldarinnar, þegar Danskuriinn sendi hingað mjólkuxkúna sína, sem Islending- ar áttu að fá úr mjólkina, en auðvitaö að fóðra hana í stað- / I inn, en á seinasta áratug féll það í skaut núverandi sjálfstæð- ismanna að mjólka og gefa kúnni*, en það vildi koma í ljós það sama og hjá bræðrunum, að allir vildu mjólkina, en færri leggja til fóðrið, svo skepnan fór að verða mögur. En það má segja emum ráðherramim til hróss, sem er í Sjálfstæóisflokkn- um, að liann fékk taisvert mikið af fóðurbætl frá Englandi, sem hann svo varð að veðsetja fóstur- jörð sína með miklu því, sem á henni var, en samt dó skepnan 1930, það mikla ár, og annar ráð- herra í Sjálfstæðósfl. ba[r það mjög illa, að hún skyldi deyja þetta ár, sem allir sjálfstæðis- menn voru búnir að hlakka svo lengi til. En það virðist ekltí feig- um forðfað, og svo varð um ís- landsbanka. Svona voru bræðurn- ir í Litlu-Asíu og sjálístæðismenn á íslandi líkir, þó margar aldir væru á milli. Stefún J. Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.