Alþýðublaðið - 06.12.1958, Side 9

Alþýðublaðið - 06.12.1958, Side 9
Frá ársþingi FRÍ — SÖ6U FRJÁLS3ÞRÓTTA HÉR Á LANDI SÍÐASTA SUMAR VAR EITT ÞAÐ BEZTA í ELLEFTA ársþing Frjálsí- þróttasambands íslands var haldið dagana 1. og 2. nóvem- ber 1958 að Grundarstíg 2, Reykjavík. Formaður sambandsins, Brynjólfur Ingólfsson, sefti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna, en meðal þeirra voru forseti ÍSÍ. Benedikt G. Waage, íþróttafulitrúi ríkisins og fréttaritarar. ■ Forsetar þingsins voru kjörn ir Þeir Jens Guðbjörnsson og Axel Jónsson, en þingritarar Jón M. Guðmundsson oa Helgi Rafn Traustason. Þingið sóttu 18 fulltrúar frá 5 héraðssamböndum, Formaður FRÍ flutti ýtarlega skýrslu um störf sambandsins og íþróttaafrekin á liðnu starfs ári. íslendingar unnu landskeppn ina við Dani í Randers og áttu 9 keppendur á EM í Stokk- hólmi, þar af 1 í 3ja sæti. Mörg met voru bætt á árinu, þar af 3 Norðurlandamet. Heildarárangur var nú með langbezta móti í sögu frjálsí- þrótta á íslandi. Reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykkt- ir. Sýndu þeir reksturshalla að- allega vegna hins mikla kostn- aðar við landskeppnina og þátt- töku í Evrópumeistaramótinu. Formaður útbreiðslunefndar séra * Bragi Friðriksson flutti skýrslu um störf nefndarinnar, sem eru í stöðugum vexti. Heízt má nefna samvinnu í umferð- arkennslu, sem var allvíðtæk og vaxandi og eitt af aðalmál- urn þingsins. Enn fremur má nefna útgáfustarfsemi og nor- ræna unglingakeppni o. fl,- Formaður laga- og leikreglna nefndar, Jóhann Bernhard, lagði fram skýrslu um störf nefndarinnar og fór nokkrum orðum um hana. Störf þessar- ar nefndar voru með ágætum og fjöliuðu um dómaramái', lög og leikreglur og met. Fjöldi tillagna kom fram á þinginu, merkastar þeirra voru Svo segir áfram í tillögunni að íþróttagreinar skuli vera 4 fyrir karla og 2 fyrir konur, enn fremur að kaupstaðir keppi sér í lagi og héraðssambönd sér. Þá er lýst stigaútreikningi og fyrirkomulagi. Þá komu enn fremur tillögur svohljóðandi: 2. Ársþing 1. pg 2. nóvember 1958 skorar á héraðssamböndin að hafa lokið héraðsmótum fyr- ir júlílok eða viku fyrir meist- aramót svo landsúrvalið geti mætt þar. 3. Að þeim íslendingum, er ljúki Maraþonhlaupi, verði veitt skrautritað heiðursskjal. 4. Að stjórn Laugardalsvali- ar sjái svo um að vönduð tæki og áhöld verði tiltæk er keppni í frjálsíþróttum hefst þar. Að' állega er minnzt á skeiðklukk- ur, rásbyssur, vindmæli og í- þróttaáhöld auk markmynda- vélar ef fjárhagsástæður leyfa. 5. Að afrekaskrá nái fram- vegis til 20 beztu mánna í hveri grein. 6. Að komið verði á drehgja- og unglingakeppni milli Rvík- ur og landsins, ef unnt sé að finna fjárhagslegan grundvöll íyrir slíkri keppni. 7. Að samböndin sendi reglu- lega skýrslur um mó't og met samkv. lögum sambandsins. 8. Að stjórn FRÍ afli ýtar- legra skýrslna um löglega í- þróttavelli á landinu og birti hana opinberlega. 9. Frumvarp að „garpsmerki“ FRÍ vár samþykkt og er að að- alefni svofellt: FRÍ veitir sér- staka viðurkenningu þeim í- þróttamönnum, sem hafa á í- þróttaferli sínum unnið sigra eða afrek, er gefa samtals 10 stig samkvæmt eftirfarandi töflu: Taflan er í 6 flokkum, sem eru Olympíuleikar með 6 verð- láunum 2. flokkur, Evrópu- rneistaramót einnig 6 verðlaun, 3. flokkur Norðurlandameist- aramót með 3 verðlaunum, 4. flokkur met af 5 tegundum •— heimsmet, olympíumet, Evrópu met, Norðurlandamet og ís- landsmet. Stigin eru í tevim að- alflckkum fyrir einstaklingsaf- rek og boðhlaup. Þá eru talin í frumvarpinu ýms skilyrði, einnig réttindi landsmet. Stigin eru í tveim að- um um úthlutun. Stigin eru allt frá 10 stigum, sem 1. verðlaun á Olympíuleikum gefa og niðúr í 14 stig, sem 4.—6. verðlaun gefa á EM, 3. verðlaun á Nórð- urlandameistaramóti off 1. verðlaun á íslandsmeistaramóti (boðhlaup). 11. ársþingið samþykkti að veita eftirtöldum mönnum heið ursmerki FRÍ: GULL: Þorgils Guðmundsson, Rvk, Armann Dalmanss., Akureyri. SILFUR: Þórir Þorgeirss., H.S. Skarp- héðinn Stefán Runólfss., Rvík. Jóhann Jóhannesson, Rvk. — Gunnar B. Sigúrðsson, Rvk. — Ingimar Elíasson, H.S. Stranda nilanna. EIR: Tlerntann Guðmundsson, Hafnarflrði. Björn Jónsson, Seyðisfirði. Sigurðúr Sigurðs- son, Rvk. Jón Stefánsson, U.M. S. Eyjafjarðar. Guðmundur S. Hófdal, Rvk. Sigurður Gunnar Sigurðsson, U.M.S.K. Frímann Helgasón, Rvk, 11. Ennfremur var samþykkt tillaga um að reynt verði að fremsta megnf að komá á lands keppni heima næsta sumar. 12. Fjárhagsáætlun var sam- þykkt með niðurstöðutölum 67. 117.32 kr. 13. Að komið verði á eina hendi útvegun ódýrra verð- launapeninga sem stjórnin sjái um dreífingu á. 14. Þá kom fram áhugi þing- heims fyrir áframhaldandi út- gáfu árbókarinnar. 15. Mikill áhugi kom fram á þinginu um að hafa meistara- mótið á virkum dögum en mál- inu vísað til stjórnarinnar. H R M t. d.: 1. Ársþing FRÍ haldið í Rvík 1. og 2. nóvember 1958 sam- þykkir að fela stjórninni að koraa á íþróttaviku með sama sniði og 1957. r KÖRFUknattleiksmeistara- mótið h'él't áfram s. 1. fimmtu- dagskvöid og sigraði ÍR (a) Iþróttafélag stúdenta í meist- araflokki karla með töluverð- um yfirburðum 64:43 st. Eru IR-ingar því orðnir Reykjavík- urmeistarar í körfuknattleik 1958. Leikur IR-liðsins var á- gætur á köílum en beztir voru Ilelgi Jóhannsson og' Lárus Lárusson. Sá fyrrnefndi skor- aði 22 stig. í 2. flokki karla sigraði Ar- mann (a) ÍR (b) með 39:22 st. Armann og KFR eru því í úr- $utum í 2. flokki og' keppa 10. des. til úrslita. Armann sigr- aði bæði í meistaraflokki kvenna og 3'. flokki. FYRIR SKÖMMU barst mér í hendur drengjasagan „Ég lofa . . .“ Mér varð hálfundar- lega við, mér fannst eins og ég hefði endurheimt gamlan dýr- grip, 0g það rifjuðust upp fyr- ir mér minningar frá löngu liðnum stundum, frá fyrstu skátaárum mínum. „Ég lofa...“ var fvrsta skátabókin, sem ég las, bókin, sem mér liggur við að segja, að hafi gert mig að skáta. Þessi tvö litlu orð — ég lofa — láta ekki mikið yfir sér, en innihalda þó heilan heim af sannleika, sem stund- hreyfingarirmar í Danmörku. Sagan er af skóladréngjum, sem eru eins og skóladrengir ormar í augum kennarans, en um getur verið erfitt að horf- ast í augu við. Skátabókin , Eg lofa . . .“ kom fyrst út hér á landi árið 1927, en efni. hennar er tekið frá fyrstu árum skátá- mjög sniðugir og miklir garp- ar í augum þeirra sjálfra. Og þetta hefur ekkert breytzt. Eðli drengja er það sama í dag, og það var á fyrstu árum skátahreyfingarinnar, og líkt í hvaða landi sem er. Þeir eru fullir af lífi og ærslum, svo yfir flýtur á stundum, færir í flestan sjó, og mjög snjallir, að þeim finnst, þeir vilja svo margt, en þeir eru ekki vel viss ir um, hvað það er, sem þeir flestir, ærslafullir óþekktar- vilja. Fullorðna fólkið segir, að þeir rjúki úr einu í annað, fáist við allt og ekkert, aðal- einkenni þeirra séu óhreinar hendur, hárlubbi, sem stendur út í allar áttir, og í augunum sé stríðnisglampi eða þá algert áhugaleysi fyrir umhverfinu og því, sem er að gerast — það , sé bezt að hafa þá í hæfilegri fjarlægð. Þá kemur skátahreyfingin til scgunnar. og skátabækur eins og t.d. ,,Ég lofa . . .“ sýna þess- um óróabelgjum, á hvern hátt þeir geta notað þessa gevsi- miklu starfsorku, sem í þeim býr, og vfirleitt býr í sérhverj- um hraustum dreng. Skáta- starfið er nýtt og ,,spennandi“, þar er yfirfullt af verkefnum fyrir tápmikla drengi', þar sem þeir geta reynt þolið og kraft- ana, og síðas't en ekki síz't í- mymdunaraflið. í fyrstu koma þeir ekki auga á það, að í þess- um skátaleik er innifalinn mik ill möguleiki til þroska og Framhald á 10. síðu. DANSLEIKUR í kvöld klukkan 9. * ÓSKALÖG * ELLY VILHJÁLMS * RAGNAR BJARNASON og * K.K, sextettinn leikur nýjustu calypsó, rock og dægurlögin. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—6. Komið tímanlega og tryggið ykkur miða og borð. Iðnó Iðnór Iðnó Ingólfscafé IngéSfscafé Gömlu dansarnir Aðgöngumiðasala frá kl. 5 sama dag. Sími 12826 Sími 12826 Sölubörn! Sölubörn! SgP w § W mv i SUNNUDAGSBLAÐSINS Komið í afgreiðslu Alþýðublaðsins og seljið jólablaðið. Há sölulaun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ »« — 6. des. 1958 ÁlþýðúbTaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.