Morgunblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979
33
Frá smátölvusýningu á vegum Skýrslutæknifélags íslands.
hafa þeir gert sig seka um að vilja
ekki taka tillit til þeirra upplýs-
inga sem til staðar voru og enn-
fremur ekki viljað sjá upplýsingar
nema þær hæfðu tilteknum sjón-
armiðum. Þá er ennfremur stað-
reynd, að mikið skortir á að menn
í stjórnunarstörfum kunni að not-
færa sér upplýsingar í daglegum
störfum sínum. Þá tel ég, að þeir
aðilar sem sæti eiga í stjórnun
stofnana og fyrirtækja geri sig
seka um að krefjast ekki þeirra
upplýsinga um viðkomandi starf-
semi sem sjálfsagðar og nauðsyn-
legar eru, þannig að þeir geti
metið starfsemina og gæði þeirrar
þjónustu sem þeim hefur verið
falið að hafa umsjón með. Ég vil
sérstaklega vekja athygli manna á
þessu atriði, því ég tel að mjög
mikið skorti á að þessir aðilar
sinni í reynd sínu stjórnunarhlut-
verki.
Stjórnmálasviðið
Ég vil þó ekki hverfa frá þessu
efni, án þess að geta um hlut
stjórnmálamanna og hversu oft
þeir láta haldlítil rök ráða ákvörð-
unum sínum sem oft ganga þvert á
tillögur stjórnsýslunnar, en þegar
slíkt skeður of oft, hefur það í för
með sér lamandi áhrif á vilja
manna til að leita eftir skynsam-
legustu leiðum að settu marki í
viðkomandi máli.
Þá er enn einn þáttur sem ég vil
minnast á, en hann er sá stöðugi
áróður, sem hafður er uppi í
þjóðfélaginu, um að allt það, sem
gert er hjá hinu opinbera, sé illt
og óalandi og að öll stjórnun og
miðstýring sé af hinu vonda.
Alveg burt séð frá því hvaða
skoðanir menn hafa á hluta ríkis-
ins í þjóðarbúskapnum, er ljóst að
ekki verður komist hjá því, að
sameiginlega munum við standa
að úrlausn hinna ýmsu viðfangs-
efna, og að þeirri sjálfsögðu kröfu
fólksins í landinu, að þau við-
fangsefni séu leyst af hendi á sem
hagkvæmasta máta af hinu opin-
bera, sé framfylgt. Til þess að
slíkt geti skeð verður að vera
gagnkvæmt traust milli aðila og
jafnframt starfsskilyrði til að ná
þeim markmiðum. Hér hefur upp-
lýsingamiðlun mikilvægu hlut-
verki að gegna bæði í þá veru og
skapa traust milli aðila en
kannski ekki síður að meta hvort
hagkvæmara sé að framkvæma
viðkomandi verkefni á þennan eða
hinn mátann, en ekki eins og í dag,
að umræða, dómar og stundum
ákvörðunartaka byggist á fordóm-
um og haldlitlum rökum.
Að þessu sögðu er það skoðun
mín, að mikið skorti á, að upplýs-
ingar við ákvörðunartöku og
stefnumótun í þjóðfélaginu séu
nýttar sem skyldi. Tel ég að bæði
þeir sem eiga að leggja fram
slíkar upplýsingar og þeir sem
eiga að nota þær eigi hér sök á.
Tölvuvæðing okkar
Ef litið er á stöðu tölvutækninn-
ar hér á landi um þessar mundir,
kemur í ljós, að fjöldi tölva, sem
eru að verðmæti yfir 50 þúsund $,
er 22, Þá er fjöldi endastöðva um
25' og reikna má með að um 700
manns vinni við tölvutæknina á
íslandi í dag. Þá er talið að
fjárfesting i hugbúnaði nemi á
bilinu 3—5 milljörðum króna.
Þegar þessar tölur eru bornar
saman við önnur Norðurlönd,
kemur í ljós, að borið saman við
fólksfjölda stöndum við þeim
langt að baki hvað varðar tölvu-
vinnslu. Þess verður þó að gæta,
að fólksfjöldi gefur engan veginn
rétta mynd af þörfinni, né mögu-
leikum og hagkvæmni til að beita
tölvutækni við lausn viðfangsefna
í úrvinnslu upplýsinga og við
framleiðsluverkefni.
Á hinum Norðurlöndunum er
miklu meira um stórar rekstrar-
einingar stórfyrirtækja, stór
sveitarfélög og stórar rekstrarein-
ingar hjá ríkinu, þar sem augljós-
lega er hagkvæmt að beita tölvu-
vinnslu til að leysa verkefni, ekki
síst með aðstoð fjarvinnslu. Aftur
á móti búum við hér á landi við
allt annað umhverfi, þar sem fáar
stórar rekstrareiningar eru til
staðar, atvinnufyrirtæki eru yfir-
leitt lítil og fjöldi þjóðarinnar
aðeins rúmlega 200 þúsund. Þess-
ar aðstæður eiga vafalaust sinn
þátt í því, að bæði tölvutækni og
önnur tæknivæðing hefur ekki
verið tekin upp í þeim mæli, sem
æskilegt og nauðsynlegt er svo að
atvinnureksturinn í landinu geti
skilað þeim afrakstri, sem við
gerum kröfur til, svo við fáum
búið við sömu lífskjör og nálægar
þjóðir.
Hvað varðar þær spurningar,
hver hefur í reynd stjórnað þeirri
þróun, sem verið hefur við notkun
tölvutækninnar hér á landi á
undanförnum árum, get ég tekið
undir sjónarmið þeirra, sem bent
hafa á, að áhrif söluaðila hafi
gætt mikið á framgang þessara
mála. En ég vil þó taka fram, að
við söluaðilann er ekki að sakast,
heldur við þá sem kalla sig sér-
fræðinga á þessu sviði og þá sem
taka hinar endanlegu ákvarðanir.
Því að ef söluaðilinn hefur verið
að selja hluti, sem ekki komu að
notum hjá viðkomandi sem skyldi,
r það fyrst og frertíst kaupandans
mál og því Ijóst, að hann hefur
ekki leitað eftir þeim upplýsingum
sem nauðsynlegar voru til að
byggja trausta og skynsamlega
ákvörðun á.
Annað atriði, sem ég vil minn-
ast á í þessu sambandi, er hlutur
sérfræðingsins við mótun þessara
mála. Vegna þess hversu hinn
almenni stjórnandi hefur gert sér
lítið far um að meta gildi tölvu-
tækninnar, hafa sjónarmið sér-
fræðinga verið of áhrifamikil í
endanlegri ákvörðunartöku. Því
miður hefur sérfræðingurinn í of
ríkum mæli haft þröng sjónarmið
og sérhagsmuni að leiðarljósi í
þeim upplýsingum sem lagðar
hafa verið til grundvallar ákvarð-
anatöku og allt of oft hafa menn
gert sig seka um að sleppa mikil-
vægum upplýsingum til að ná
fram sérhagsmunum sínum.
Ríkið og höfuðborgin
Skipan tölvumála hjá opinber-
um aðilum hér á landi er þannig
háttað, að ríkið og Reykjavíkur-
borg hafa sameinast um rekstur
tölvumiðstöðvar sem er SKÝRR,
þá hefur H.í. haft sérstaka reikni-
stofnun. Ríkisbankarnir hafa
sameinast um rekstur reiknistofu
bankanna með öðrum innláns- og
útlánsstofnunum í landinu. Þá
hafa nokkrar ríkisstofnanir fengið
smátölvur til notkunar við sér-
verkefni. Ætla má að hjá opinber-
um aðilum hafi verðmæti tölvu-
búnaðar verið um 825 m. kr. á
síðasta ári, og fjöldi manna, sem
unnu beint við rekstur þessarar
starfsemi, verið um 100.
Nokkuð hrein verkefnaskipting
hefur þróast hjá þessum aðilum
sín í milli. Reiknistofa bankanna
hefur fyrst og fremst sinnt banka-
verkefnum. Milli HÍ og SKÝRR er
samningur í gildi þar sem kveðið
er á um, að Reiknistofnun H.I.
skuli fyrst og fremst sinna
kennslu og tækniverkefnum, en
þessir aðilar hafa ennfremur sam-
starf um nýtingu tölvubúnaðar.
Þá hafa samtök sveitarfélaga
fjallað um skipan tölvumála hjá
sveitarfélögum í landinu. Nú ný-
verið var samþykkt á fulltrúaráðs-
fundi sveitarfélaga stefnumótun
samtakanna, sem gengur í þá átt
að sett verður á stofn samskipta-
miðstöð sveitarfélaganna, sem
hefði það hlutverk að veita sveit-
arfélögum aðgang að tölvuvinnslu
og sérfræðiaðstoð. Þessu mark-
miði hyggjast sveitarfélögin ná
m.a. með því að eiga samstarf við
SKÝRR um notkun tölvu- og
hugbúnaðarkerfa.
Ég vil í þessu sambandi vekja
sérstaklega athygli á þeim skyn-
samlegu vinnubrögðum sem sam-
tök sveitarfélaganna viðhöfðu í
þessu máli, sem einkenndust af
því að mynda sér hlutlausa skoðun
á heppilegum jarðvegi þessara
mála, en mál þessi hafa verið til
umfjöllunar í tæp tvö ár hjá
sveitarfélögunum.
Varðandi stefnumið í tölvu-
vinnslu hjá eignaraðilum SKÝRR,
stefna þeir að því að nýta þá
aðstöðu sem sköpuð hefur verið
bæði í vélbúnaði og sérfræðiþekk-
ingu á sem hagkvæmastan hátt og
eru því meginverkefni stjórnar
SKÝRR á hverjum tíma þau.
í fyrsta lagi að hafa til staðar
hugbúnað og vélbúnað til að leysa
þau verkefni sem eignaraðilar
stofnunarinnar fela henni að
framkvæma.
í öðru lagi að vekja athygli
eignaraðila og beita sér fyrir því
að tekin sé upp tölvuvinnsla við
úrlausn verkefna þar sem það
hentar.
í þriðja lagi að framkvæma
þessi viðfangsefni á sem hag-
kvæmastan máta.
Varðandi samskipti SKÝRR við
eignaraðila, hafa SKÝRR látið þá
skoðun í ljós að æskilegt væri að
hjá hvorum eignaraðila væri til
staðar starfsemi, sem ynni stöðugt
að því að kanna hvar þessi tækni
kæmi að notum og gerð yrði
áætlun til skemmri og lengri tíma
um þróun þessara mála. Jafn-
framt er nauðsynlegt að öll
ákvarðanataka um markmið í
þessum málum sé tekin af aðilum
sem skipa æðstu stöður í stjórn-
sýslunni. Því eins og hér hefur
verið minnst á, er þáttur tölvu-
tækninnar í upplýsingamiðlun
mjög veigamikill og kannski einn
þýðingarmesti í þá veru að gera
hina almennu stjórnsýslu betur í
stakk búna til að sinna því hlut-
verki að afla upplýsinga til stjórn-
málaaflanna, sem er nauðsynlegur
grundvöllur að ákvörðunartöku og
til stefnumótunar.
Viðhorfin hér ogytra
Ef menn bera saman umræðu
unv það, hvort og hvernig nýta
skuli tölvutæknina við úrlausn
hinna margvíslegu viðfangsefna
hér og erlendis og líka hverjir
taka þátt í henni, kemur greini-
lega fram, að erlendis leggja menn
langtum meiri vinnu og tíma í
mótun og lýsingu á því, hvaða
breytingar eru samfara slíkum
kerfisbreytingum. Öll ákvörðunar-
taka er tekin, þar sem sjónarmið
hinna ýmsu aðila, sem málið
varðar, eru til staðar. Þá hafa
bæði stjórnmálaöflin svo og æðstu
starfsmenn í stjórnsýslu látið
þessi mál sig varða og eru þátttak-
endur í endanlegri mótun. Hins
vegar er ijóst að þessi farvegur
ákvörðunartökunnar er seinvirk-
ur, en sennilega nauðsynlegur til
að tryggja farsæla framkvæmd
mála. Með þessu er horft miklu
frekar til allra átta, hvað viðvíkur
þeim atriðum sem leysa á og
þannig komi þessi farvegur að
gagni þegar á heildina er litið, þó
mönnunv sýnist í fvrstu hann
nokkuð langsóttur.
Hér á landi hefur þetta gengið
alltof tilviljanakennt fyrir sig.
Hefur mikið skort á það, að til
staðar væri einhver stefna sem
vinna ætti eftir. Þetta hefur leitt
til þess, að einangraðir aðilar, nú
og svo söluaðilar, hafa haft alltof
mikil áhrif á þróun tölvumála. Því
tel ég brýna nauðsyn á, að gerð sé
heildaráætlun um skipan tölvu-
mála hjá opinberum aðilum til
nokkurra ára í senn. Við gerð
hennar sé reynt að fá þá, sem í
reynd bera ábyrgð á þeim verk-
efnasviðum sem til umfjöllunar
eru, til leiks og ennfremur að
tryggt sé að sjónarmið sérfræð-
inga þeirra starfsmanna, sem
þessi mál varða, komi fram við
áætlunargerðina.
Þá tel ég að við þessa áætlunar-
gerð þurfi að taka tillit til þeirra
áhrifa sem tölvutækni kunni að
hafa á atvinnu manna. I Bretlandi
er talið að yfir hundrað þúsund ný
atvinnutækifæri skapist innan
tölvúiðnaðarins á næstu 10 árum.
Hins vegar er gert ráð fyrir að
þegar búið sé að nýta að fullu þær
fyrirhuguðu breytingar vegna
upptöku tölvutækninnar hjá
Pósti- og síma þar í landi muni
starfsmönnum fækka þar um
8.700. Þá er ennfremur talið að
banka- og tryggingarfyrirtæki
muni fækka starfsmönnum árlega
um 30'7r á næstu árum vegna
frekari vélvæðingar. Að lokum vil ‘
ég nefna í þessu sambandi, að
menn sjá fyrir að með notkun
tölvutækninnar við textavinnslu
mun í næstu framtíð verða um
verulega fækkun starfa í sam-
bandi við almenn skrifstofustörf,
eins og ég gat um hér að framan.
Þá þarf að gera ráð fyrir all-
verulegu átaki í að fræða, ekki
bara þá aðila sem korna til með að
starfa í tengslum við tölvur, held-
ur ekki síður hina almennu borg-
ara. Hér er mikilvægt verkefni
fyrir fræðslukerfið, ekki bara að
mennta fólk til starfa i þessari
grein, heldur jafnframt að kynna
þessa tækni og mikilvægi hennar
fyrir öllurn almenningi i landinu.
Vil ég sérstaklega leggja
áherslu á þetta atriði, því að ég tel
að þetta muni m.a. hafa úrslita-
þýðingu, að hér skapist skilyrði til
að nýta þessa tækni við lausn
hinna fjölmörgu verkefna í þjóð-
félaginu og að almenningur eigi
völ á því að kynnast heilbrigðum
og réttum viðhorfum til upp-
lýsingamiðlunar og þar með tölvu-
tækninnar.
Samvinna nauðsynlog
Þá ber að leggja mikla áherslu á
samstarf hinna ýmsu aðila um
ekki bara nýtingu þeirra tækja
sem til staðar eru heldur ekki
síður á sviði hugbúnaðar og
vinnslukerfa. Ég tel ekki rétt að
setja fram hér skoðun á hvern
hátt skuli leysa þessi viðfangsefni
m.t.t. vélbúnaðar eða staðsetning-
ar hans. Því að fyrst verða menn
að setja fram hvaða verkefni
skulu vinnast og þær þarfir sem
leysa á, áður en ákvarðanir um
framkvæmd ntála eru teknar. En
því miður hefur alltof oft verið
byrjað hér á öfugum enda og
byrjað að fá tækin, enda það
fyrsta og síðast áhugamál sölu-
aðila, en síðan leitað eftir verkefn-
um til að nýta þau og þá oft hrein
tilviljun hvaða verkefni eru tekin
til úrvinnslu.
En eitt er þó víst, að þegar
sköpuð verða þau skilyrði að hinn
raunverulegi notandi hafi stöðug-
an aðgang að upplýsingunum, þá
mun nýting þessarar tækni fyrst
koma að fullum notum.
Hjá SKÝRR hefur verið fjallað
að undanförnu um ýmis atriði sem
eiga að konta til skoðunai við þá
áætlanagerð sem ég hef gert að
umtalsefni. Þessi umfjöllun bein-
ist að þremur meginatriðum: I
fyrsta lagi að draga fram þau
verkefnasvið þar sem tölvutæknin
ga’ti komið að notum að mati
SKÝRR. Í öðru lagi hefur verið
sett fram hugmynd urn þau verk-
efnasvið, þar sem stefnt skuli að
stöðluðum úrvinnsluverkefnunt. I
þriðja lagi hafa verið athuguð þau
verkefnasvið, sem tengjast bæði
miðlun upplýsinga til og frá tölvu-
tækninni
Þá er ennfremur í athugun hjá
stofnuninni, hvaða breytingar
þurfi að konta til, bæði hvað
varðar starfsfólk, aðstöðu og
tækjabúnað, ef þau verkefni yrðu
tekin til úrvinnslu sem menn telja
að skynsamlegt sé að nýta tölvu-
t<æknina við. Stofnunin mun svo
leggja þessar hugmyndir fram við
eignaraðila SKÝRR til umfjöllun-
ar og vonumst við eftir að þessar
upplýsingar geti orðið innlegg í þá
áætlunargerð sem ég tel vera
grundvöll að stjórnun tölvumála
og hagnýtingu þessarar tækni hjá
opinberum aðilum í framtiðinni.